Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. desember 1989
Tíminn 9
BOKMENNTIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^^^ .............................[III..........................111...........
Litið yf ir langan veg
Guömundur Daníelsson
Óskin er hættuleg
Heimildasaga um
Guömund Daníelsson, vini hans og
fleira fólk
Iðunn.
„Allra síðast varð ég að svara
spurningum margra samkomugesta
um allan andskotann, og skeytti ég
þá ekki lengur um skömm né heiður
en laug á báðar hendur og flaut þó
víst eitthvað satt með.“
Svo segir höfundur frá samsæti
einu er hann var heiðursgestur Svía.
Og þó ekki beri að taka þessa
tilvitnun sem algilt dæmi um bókina
ber hún meistara sínum vitni. Svona
skrifar ekki hver sem er.
Þetta er minningabók, studd við
dagbækur sem eru samtímaheimild,
enda er lýst veðurfari margra daga.
Hér segir frá bókum höfundar,
hvernig þeim var tekið og viður-
kenningu sem höfundur naut. Raun-
ar er byrjað á bernskuminningum.
Á barnsaldri bað Guðmundur guð
föður og son að gera sig skáld. En
hin bernskuminningin er sú að Úlfar
sóði lét snarvöl á graðhest og bugaði
hann svo að honum hvarf allt stolt
og reisn. Sú sjón hefur fylgt Guð-
mundi Daníelssyni alla ævi og kemur
honum jafnan í hug þegar hann sér
einhvern beygðan og bugaðan. Þar
hefur Úlfar sóði komið.
Guðmundur Daníelsson segir að
þetta sé síðasta bók sín. Það er hún
auðvitað nú. Höfundur verður að
vísu áttræður á næsta ári. Bækur
hans eru orðnar um 50 auk þýðinga.
Hér er höfundur sem er flestum
mikilvirkari og hefur að því leyti
skilað miklu verki. Bækur hans eru
margvíslegar en þó sumar þeirra séu
ekki mikill skáldskapur skipa aðrar
honum á fremsta bekk með skáldum
þessarar aldar. Og auðvitað ræður
það.
Þessi heimildaskáldsaga um höf-
undinn eykur engu um skáldfrægð
hans. En Guðmundur er léttur í
máli, hispurslaus í tali, svo að marg-
ur mun hafa gaman af að fylgja
þessari upprifjun hans. Vera má að
sumum finnist að í viðlögum sé
glettnin nokkuð grá fyrir sinn smekk
í einstökum tilfellum. Það er ekki
tiltökumál þegar um er að ræða
bræður í listinni eins og Þórberg
Þórðarson. Hann sagði svo margt af
sínum félögum að hann hefur unnið
til þess að verða nefndur. En sumt
af því sem rifjað er upp í þessari
heimildaskáldsögu er hégómi sem
hefði mátt liggja kyrr.
Þó skal ekki gera of lítið úr gildi
þessarar skýrslu fyrir bókmennta-
söguna. Um miðja öldina var barist
um bókmenntastefnu af ærinni heift.
Hér er sú saga ekki rakin en sagt er
frá ýmsu er snertir þá mynd. Sam-
band Guðmundar Daníelssonar við
Guðmund Hagalín og þá sem honum
voru handgengnastir er engin tilvilj-
un. Hér þarf ekki að telja nöfnin. En
þegar rakin verður bókmenntasagan
1930-1960 er rétt að gefa þessari
skýrslu auga. Hitt er svo annað mál
að spyrja má hvers virði það sé að
þekkja hatrammar deilur listamanna
innbyrðis. Engu breyta þær um líf-
ræn verk. En saga er alltaf saga.
Það er kannske eðlilegt að Guð-
mundur Daníelsson ljúki höfundar-
ferli sínum með yfirliti á þennan
hátt. Ósk hans og bæn var sú að
verða skáld og hann var bænheyrð-
ur. Því fylgdi svo tvísýn eftirvænting
hvernig gengi að ná til lesendanna
og rísa undir því að vera skáld. Hér
er því lýst á yfirborðinu. En finnist
einhverjum að bókin sé yfirborðsleg
skulum við muna það að skáldið
leggur tilfinningu sína í verk sitt og
yfirborðið hefur líka hlutverki að
gegna.
H.Kr.
Illllllllllllllllllllllllll TÓNLIST lllllfllllllllflllllllllllllllllll^
Söguleg unglingabók
Mæðgur syngja um
Jólaleg jól
Mikið kemur út af hljómplötum
fyrir jólin árlega en aldrei meira en
nú í ár. Ein hljómplata hefur þó
vakið töluverða athygli, það er plata
þar sem þær syngja saman mæðgurn-
ar Svanhildur Jakobsdóttir og Anna
Mjöll Ólafsdóttir. Ólafur Gaukur sá
um stjórn og útsetningu og texta á
ölium lögunum.
Það var í „Látúnsbarka-keppn-
inni“ sem dóttirin Anna Mjöll var
uppgötvuð sem söngkona, - en for-
eldrarnir höfðu aldrei heyrt hana
syngja fyrr en þá. Hún ákvað að
innrita sig í keppnina daginn áður en
hún hófst! Það var svo ákveðið síðla
sumars að gefa út hljómplötu fyrir
jólin og hafa það jólalög.
í október hófst upptakan. Þetta
eru 10 jólalög, og eitt laganna er
eftir Ólaf Gauk, en hin eru þekkt
jólalög.
Mesta athygli vekur útsetning
Ólafs Gauks á lögunum. Hann kem-
ur með nýjan tón, notar ekki gervi-
blásturshljóðfæri heldur upprunaleg
hljóðfæri t.d. óbo, tenor- og baryt-
on-saxófóna, trompet o.fl. Það gerir
útsetningarnar alþjóðlegri og mynd-
ar mýkri tón. Þetta þekkist ekki hér
á landi, enda hefur Ólafur verið
síðustu 7 sumur í skóla í Los Angeles
í Bandaríkjunum að læra útsetning-
ar fyrir litlar hljómsveitir og stórar.
Vona ég að við eigum eftir að heyra
meira frá honum á þessu sviði.
Svanhildi þekkja allir af söng
hennar, þar sem fer saman fáguð
rödd og skýr texti, sém sagt góður
söngur. En dóttirin, Anna Mjöll,
kom mér mjög á óvart. Hún hefur
góða náttúrurödd, er mjúk en stund-
um smámælt.
Þetta er góð hljómplata fyrir alla
fjölskylduna. Hljómplötunni fylgja
textar laganna, og eru þeir eftir Ólaf
Gauk. Utgefandi er Tónaljón, en
Skífan sér um dreifingu.
Guðjón Einarsson
Sigrún Davíðsdóttir
Silfur Egiis
Útg. Almenna bókafélagið 1989
Hér er á ferðinni verulega spenn-
andi saga fyrir unglinga með sögu-
legu ívafi. fslensk hjón og synir
þeirra tveir eru í París og finna þar
í bókakössunum við Signu meira en
aldar gamla ferðasögu frá íslandi.
Þetta er eintak sem höfundurinn
hefur skrifað inn í sér til minnis,
m.a. munnmælasögur um hvar sé að
finna fjársjóð Egils Skallagrímsson-
ar í landi Mosfells.
Lýsingar fyrstu kaflanna af París-
ardvölinni draga strax skýra mynd af
bræðrunum tveimur og ólíkum pers-
ónueinkennum þeirra. Fyrir bregður
svipmyndum úr stórborgarlífi, en
ekki síst dularfullum karli sem á eftir
að gera ónotalega vart við sig síðar
í sögunni.
Þeir feðgar hverfa heim til íslands
en mamma verður eftir við nám.
Þaðan sendir hún drengjunum ná-
kvæma þýðingu á því sem skrifað er
í bókina um felustað fjársjóðsins og
fer þá áhugi þeirra heldur betur að
glæðast. Þeim líst illa á að pabbi
hefur lánað vinnufélaga sínum bók-
ina en sá er ákafur bókasafnari og
þeir hafa heyrt þess getið að safnarar
ættu til að hnupla bókum sem þeir
ekki áttu. Þeir segja afa sínum og
ömmu frá bókinni og afi les fyrir þá
kaflann í Egils sögu þar sem segir frá
því er Egill fól silfrið og þeir spjalla
um hvort sagan muni vera sönn og
hvort persónur hennar hafi nokkurn
tíma verið til. Svo er spjallað um
útlit Egils og rannsóknir á hauskúpu
sem menn hafi giskað á að væri af
honum. Þykir þeim þá sem furðuleg
líking sé á þessum lýsingum og
karlinum í París. Ekki dregurþað úr
spennunni þegar yngri bróðirinn
verður í svefni fyrir ásókn karlsins
og nokkur ummerki sjást eftir þá
heimsókn.
Fjársjóðsleit bræðranna er öll hin
sennilegasta en ekki áfallalaus. Fjár-
sjóðinn finna þeir en starfsfélagi
föðurins rænir honum af þeim. Með
harðfylgi tekst að stöðva hann á
flugvellinum á leið úr landi og
Þjóðminjasafni er afhent góssið. Þar
fer fram mikil athöfn með skoplegu
en þó allt of raunsæju ívafi, flestum
öðrum en drengjunum er þakkað
fyrir að finna féð.
Þetta er regluleg spennusaga með
dularfullum fyrirbærum, skemmti-
legum samræðum og svo raunsönn-
um hversdagslýsingum að lesandinn
tekur ævintýrið í sátt áður en hann
veit af.
Frá mörgu er að segja
Sigríður Gunnlaugsdóttir:
Lífsþræðir
Útgefandi Æskan 1989
Þessi bók er ýmissa hluta vegna
athyglisverð. Átta stúlkur tóku stúd-
entspróf saman á Laugarvatni.
Mörgum árum seinna mæla þær sér
mót. Og lífsþræðir þeirra eru raktir.
Saga þessara átta kvenna er sögð
Léttar minningar og alvara þó
Jaklnn
i blíðu og stríðu
Ómar Valdimarsson skráði
Vaka-Helgafell
Þetta eru nokkrar minningar Guð-
mundar J. Guðmundssonar. Þarger-
ir hann grein fyrir æsku sinni og
uppeldi og störfum sínum hjá
Dagsbrún. Borgarfulltrúa og alþing-
ismanni er að mestu sleppt. Ef til vill
verður frá þeim sagt síðar. Hér er
engan veginn þurrausið.
Þetta eru minningaþættir, ekki
samfelld saga. Og þegar þessar
minningar eru skráðar er ekki verið
að gera sér ómak með að leita
annarra heimilda. Því er rétt að lesa
með nokkurri varúð.
Hér skal nefnt eitt dæmi. Þáttur er
um Héðin Valdimarsson og mjög
að makleikum. Þar er sagt að Jón
Baldvinsson hafi verið látinn vtkja
fyrir Héðni 1927. Sannleikurinn er
sá að vorið 1926 var lándskjör, þrír
menn kosnir. Tveir þeirra voru þing-
menn Reykvíkinga, Jón Baldvinsson
og Jón Þorláksson. Þess vegna voru
. ímks&osnipgar, ■ Á,., Reykj gyfík pni
fl't'í FV! hlí-y i t í'íí Pc í jVSÍV’jÍh.l :'/i
haustið 1926 og þá var Héðinn
kosinn. Hann var svo kosinn aftur í
almennum kosningum vorið 1927 en
kosning Jóns Baldvinssonar var til 8
ára. En það er varla sanngjarnt að
ætlast til þess að Guðmundur J.
muni betur en þetta það sem gerðist
áður en hann fæddist.
í þessari bók er sagt frá verkföllum
og árangri sem náðist upp úr þeim.
Það er staðreynd að í verkföllum
samdist um orlof og atvinnuleysis-
tryggingar og sitthvað annað á sviði
trygginga. Og það er ágætt að fá
þessa bók sem sýnir hvernig Guð-
mundur man og metur þessa baráttu.
Guðmundi er það gefið að hafa
næma tilfinningu fyrir spaugilegum
hlutum og neitar sér ekki um að sjá
og sýna þá hliðina þó að hann eigi
sjálfur hlut að máli. Hér hefur hann
skilað skemmtilegri bók sem margir
munu lesa sér til ánægju.
H.Kr.
á þann hátt að brugðið er upp
augnabliksmyndum frá ferli þeirra
og örlögum hverrar fyrir sig. Þannig
er sögu þeirra komið til skila.
Þessar konur reyna margt. Ein er
lögfræðingur og alþingismaður, önn-
uryfirlæknir. Ein er myndlistarmað-
ur. Ein er gift auðugum kaupmanni.
Ein er bóndakona. Ein er gift sjó-
manni í Reykjavík. Ein á mann og
fiskvinnslu úti á landi. Og sú áttunda
er gift kaupsýslumanni. Allar eru
þær mæður nema sú sem helgar sig
listinni og átt hefur sín ástarsambönd
suður í löndum og sú sem er fyrir-
munað að verða móðir vegna endur-
tekinna fóstureyðinga í æsku.
Þær sem lengst hafa náð á frama-
braut, þingmaður og yfirlæknir,
skildu báðar við menn sína á námsár-
unum. En hér er ekki ráðrúm til að
rekja sögur.
Það einkennir þessa sögu hve
mikið er sagt í fáum orðum. Við
höfum heyrt að fornir sagnamenn
hafi verið gagnorðir vegna þess að
skinnin sem þeir höfðu þurfti að
nýta vel. Þess þarf ekki í pappírs-
flóðinu nú. En hér er höfundur sem
virðist þj álfaður og agaður sögumað-
ur og verður gagnorður og fáorður
vegna þess að svo mikið þarf að
segja. Og þá erekkitími til að teygja
upp á 10 eða 20 blaðsíður frásögn af
því að kona leggst einu sinni með
karlmanni. En það hve fá orð duga
til að segja mikla örlagasögu nægir
til þess að þeir sem iðka stílæfingar
ættu að kynna sér þessa bók.
Þetta væri ekki samtímasaga ef
enginn-væri •skilnaöurinn. JEntmenn
«%'h ‘i'in.’t)
hlaupa ekki frá fortíðinni. Stundum
eru bæði óánægð og sjá eftir því að
skilið var. Stundum er annar aðilinn
skipbrotsmaður sem gera kann van-
hugsaða tilraun til að endurheimta
týnda hamingju.
Námsmeyjarnar á Laugarvatni
langaði til að finna á sér. Síðar hafa
þær allar eða a.m.k. flestar vanist
því að hafa áfengi um hönd. Þó er
ekki nema ein þeirra ölkær til vand-
ræða. Ekki er það nema eðlilegt
hlutfall og varla það.
Það mætti rita langt mál um það
að hve miklu leyti átturnar hver fyrir
sig er fulltrúi sinnar stéttar og um-
hverfis. Hitt skiptir þó meira máli að
þær eru allar fulltrúar þeirrar þjóðar
sem nú lifir á íslandi. Það er aðalat-
riðið. Þess vegna eiga þær erindi við
okkur. Þess vegna gefum við þeim
gaum. Og þess vegna er þetta bók
sem margt er hægt að segja um og
lengi má hugsa og tala um.
H.Kr.
FYRST SAGÖf hMn'
NEj TAKK,
EN SVO