Tíminn - 09.01.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 09.01.1990, Qupperneq 3
Þriðjudagur 9. janúar 1990 Trmirin 3 Andri BA, verkefnislaus í Dutch Harbor: Hafa ekki fengið leyfi til vinnslu íslenska úthafsútgerðarfélagið, hefur ekki fengið endurnýj- að vinnsluleyfi sitt til að vinna afla úr bandarískum fískveiði- skipum um borð í Andra BA við strendur Alaska. Stjórnend- ur íslenska úthafsútgerðarfélagsins vonuðust eftir að fá nýtt vinnsluleyfí sem gilda ætti fyrir árið 1990 í desember, en það hefur ekki enn fengist. Skipið er nú í Duch Harbor, á eyjunni Unalaska. Ragnar Halldórsson hjá ísl. út- hafsútgerðarfélaginu sagði í samtali við Tímann að farið hafi verið fram á aðstoð Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra, þegar ljóst var að þeir fengju ekki endumýjað vinnsluleyfi. Ráð- herrarnir hafa báðir verið að reyna að leysa málið, en án árangurs til þessa. f gildi eru milliríkjasamningar um að þessar heimildir skuli veittar og hefur sjávarútvegsráðherra sent bandaríska viðskiptaráðherranum bréf vegna þessa og minnt á mikil- vægi þess að samningarnir verði haldnir. Ragnar sagði að íslensk stjórnvöld hlytu að leysa þetta mál, en yrðu líklega að fylgja málinu betur eftir en hingað til hefur verið gert. Andri BA var kominn á miðinn við Alaska þann 24. desember sl. Þá var blind bylur á hafsvæðinu, auk þess sem frystivél bilaði. Þann 30. og 31. var landað þremur slöttum í skipið og voru unnin úr því 4041 tonn af þroskblokk. Þar sem skipið hefur ekkert vinnsluleyfi nú, heldur það til á Duch Harbor, á eyjunni Unalaska. -ABÓ Sigurður Antonssun (t.h.) afhcnda hér Hannesi Haukssyni framkvæmda- stjóra RKÍ 120 þúsund króna framlag frá Nýborg í Rúmeniusöfnunina. Landssöfnun RKÍ fyrir Rúmena: KEA ætlar að auka hlutafé sitt í Dagsprenti hf: Dagsprent hf. tekur yfir rekstur Dags Gerður hefur verið samningur um að Dagsprent hf. taki yfir rekstur Dags á Akureyri. Jafnframt er gert ráð fyrir að hlutafé í Dagsprenti hf. verði aukið verulega, en hlutafjár- fundur verður haldinn í næstu viku. Blaðið hefur haft heimild til greiðslu- stöðvunar síðustu mánuði, en hún rann út síðast liðinn sunnudag. Stærsti hluthafinn í Dagsprenti hf. er Kaupfélag Eyfirðinga og liggur fyrir samþykki stjórnar KEA um að leggja fram verulegt viðbótarhluta- fé. Hluthafar í Dagsprenti hf. eru alls á annað hundrað talsins og verður þeim gefinn kostur á að auka hlutafé sitt og loks verður nokkur hluti boðinn til sölu á almennum markaði. í drögum að samningi milli Dags og Dagsprents hf. er gert ráð fyrir að núverandi eigendur Dags, Framsóknarfélags Akureyrar og Framsóknarfélags Eyjafjarðar, fái hlut sinn í blaðinu greiddan með hlutabréfum í Dagsprenti hf. en endanleg ákvörðun um þau mál er háð samþykki félaganna. Eins og kunnugt er fengu Dagur og Dagsprent hf. þriggja mánaða greiðslustöðvun í byrjun ágúst síðast liðinn til að ráðrúm gæfist til að leysa bráðan rekstrarvanda fyrirtækjanna. Sá vandi fólst fyrst og fremst í erfiðri lausafjárstöðu vegna mikilla fjár- hagsskuldbindinga. Greiðslustöðv- unin var síðan framlengd um tvo mánuði í byrjun nóvember en henni lauk sjöunda janúar. Á þessum tíma hefur verið leitað allra leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur Dags og Dagsprents hf. Meðal annars voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að selja húseignir fyrirtækjanna við Strandgötu, að hluta til eða í heild, en án árangurs. Byggðastofnun hafði um tíma áhuga á að kaupa húseignir, með þeim skilyrðum að Akureyrar- bær keypti síðan eða leigði af stofn- uninni svo og að Dagsprent hf. og Prentverk Odds Björnssonar sam- einuðust í framhaldi af því. Forráða- menn Akureyrarbæjar höfðu þegar til kom ekki áhuga á þeirri lausn. Með þessum breytingum telja stjómir fyrirtækjanna sig treysta rekstur þeirra mjög verulega. Sam- kvæmt níu mánaða uppgjöri beggja fyrirtækja hefur afkoma og rekstur batnað mjög mikið frá fyrra ári. Þær ráðstafanir sem gripið var til í lok árs 1988 og á síðasta ári eru farnar að skila árangri og sjá forráðamenn fyrirtækjanna fram á bjartari framtíð. Áfram verður reynt að selja hluta af húseigninni við Strand- götu. Sigurður Jóhannesson stjórnar- formaður Dagsprents hf. segir mikil- vægt að áfram verði höfð full aðgæsla á rekstrinum, þrátt fyrir þessar ráð- stafanir, því að skuldir fyrirtækjanna eru ennþá mjög miklar. Sigurður sagði að Norðlendingar hefðu staðið dyggilega við bakið á blaðinu í erfiðleikum þess. Þetta hafa þeir m.a. sýnt í verki á þann hátt að áskrifendum blaðsins hefur fjölgað á greiðslustöðvunartímabilinu. -EÓ Peningamir renna til munaðarlausra Rauði kross íslands hefur ákveð- krossins og fjöldi ríkisstjórna sent ið að hrinda af stað söfnun til hjálpar bágstöddum í Rúmeníu. „Féð sem safnast hér á landi á að nota til að veita munaðarlausum börnum í Rúmeníu aðstoð og vona ég að almenningur bregðist skjótt og vel við þessu kalli," segir Hann- es Hauksson framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, en RKÍ hefur þegar sent tvær miljónir til Rúmen- íu. Þegar hafa 23 landsfélög Rauða fé, hjálpargögn og fólk til hjálpar- starfa í Rúmeníu. Þannig eru yfir 60 erlendir sendifulltrúar þar við störf á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins og borist hafa yfir eitt þúsund tonn af hjálpargögnum frá landsfélögum Rauða krossins. Hannes Hauksson segir að hjálp- argögn séu einkum send til sjúkra- húsa og barnaheimila og sé skortur mikill á lyfjum og lækningatækjum. Viðræður við Alumax um álframleiðslu á íslandi: Rís nýtt álver fyrir norðan? „Það hafa í dag staðið yfir viðræð- ur við menn frá fyrirtækinu Alumax og þeim verður haldið áfram í kvöld þar sem ég mun hitta þá að máli,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra í gær. Fulltrúar Alumax hafa áður átt viðræður við íslendinga um álfram- leiðslu á íslandi og í gær áttu þeir viðræður við fulltrúa Landsvirkjun- ar, ráðgjafarnefnd iðnaðarráðuneyt- isins um álframleiðslu og síðan iðn- aðarráðherra. Á dagskrá fundar iðnaðarráð- herra með Alumaxmönnum í gær- kvöldi var tvennt: Hugsanleg þátt- taka Alumax í Atlantalhópnum svonefnda og hugsanleg þátttaka þeirra eða aðild að frekari aukningu álframleiðslu á íslandi á öðrum stað en þeim sem til greina kemur í viðræðum við Atlantalhópinn, - Straumsvík. Iðnaðarráðherra sagðist ekki vilja svara því hvar nákvæmlega sá, eða þeir aðrir staðir sem til greina koma fyrir hugsanlegt nýtt álver Alumax væru. -sá faBHSWf BÓKMENNÐHQifiUUNIN Tilgangur íslensku bókmenntaverðlaunanna er að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaút- gófu, auka umfjöllun um bókmenntir og hvetja almenna les- endur til umræðna um bókmenntir. Dómnefnd valdi tíu eftirtaldar bækur sem athyalisverðustu bækur órsins 1989 og úr þeim verður valin ein bóK sem verð- launin hlýtur: • Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. HÖF. VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR. • Fransí biskví höf. elIn pálmadóttir. • Fyrirheitnn Inndið höf. einar kárason. • Götuvísn gyðingsins höf: einar heimisson. • íslensk orðsifjnbók höf. ásgeir bl. magnússon. • Nnttvíg HÖF. THOR VILHJÁLMSSON. • Nú eru oðrir tímnr höf. ingibjörg haraldsdóttir. • Snorri á Húsofelli HÖF. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR. • Undir eldfjnlli HÖF. SVAVA JAKOBSDÓTTIR. • Yfir heiðon morgun höf. stefán hörður grímsson. Almenningi gefst kostur ó að hafa óhrif ó úthlutun verðlaun- anna með því að útfylla atkvæðaseðil sem birtist í íslenskum bókntíðindum 1989, en einnig mó skrifa upp nafn þeirrar bókar sem menn telja best að verðlaununum komna, undirrita með nafni og kennitölu og senda til Félogs íslenskro bókoútgefendo, Suðurlondsbrout 4A, 108 Reykjovík. Frestur til að póstleggja atkvæðaseðla rennur út 10. jonúor. Dagsetning póststimpils gildir. Nónari grein er gerð fyrir verðlaununum í íslenskum bókotíðindum. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.