Tíminn - 09.01.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 09.01.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn. Þriðjudagur 9. janúar 1990 Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Friðun Þjóðleikhússins Tíminn varð fyrstur blaða og annarra fjölmiðla til þess að greina frá áætlunum þjóðleikhússtjóra og ráðherraskipaðrar „bygginganefndar“ um að gerbreyta útliti og fyrirkomulagi áhorfendasalar Þjóðleikhússins. Tíminn lagðist gegn þessari breytingu og skoraði á menntamálaráðherra að verða við kröfu húsafrið- unarnefndar um að friða leikhúsið fyrir ótímabær- um og vanhugsuðum útlitsbreytingum og óvirðingu við höfundarrétt arkitekts hússins, Guðjóns Samú- elssonar. Tíminn benti á í forystugreinum að það er ekki einkamál þjóðleikhússtjóra, starfsmanna Þjóðleik- Tíussins eða neinnar „bygginganefndar“, að standa fyrir útlitsbreytingum á sjálfu Þjóðleikhúsi íslend- inga, listrænu mannvirki í alþjóðareign. Jafnvel æðstu stjórnvöld hafa ekki slíkan rétt. Þvert á móti hefur ríkisstjórn og þjóðleikhússtjóra verið trúað fyrir þessari þjóðareign. Stjórnvöld eru vörslumenn Þjóðleikhússins og það væri trúnaðarbrot ef þau tækju sér vald til þess að breyta upprunalegum formum og heildarsvip byggingarinnar, hvort held- ur er utan dyra eða innan húss. Þjóðleikhúsið hefur ótvíræða sérstöðu í sögu íslenskrar byggingarlistar og leiklistar. Aldrei fyrr hafði verið ráðist í að reisa sérhannað leikhús á íslandi. Aldrei hafði íslenskum arkitekt verið falið vandasamara verkefni en að forma gerð og svipmót þessa fyrsta leikhúss á íslandi. Hin svokallaða „bygginganefnd“, sem ráðherra skipaði til að annast viðgerðir á Þjóðleikhúsinu, hefur gengið fram úr öllu hófi í hugmyndum sínum um „endurbætur“ á húsinu. Reyndar vekur nafn nefndarinnar, það að hún er kölluð „bygginga- nefnd“, nokkra furðu, því að með slíkri nafngift er verið að gera meira úr nefndinni en verkefni hennar gefa tilefni til. Útilokað verður að telja að nefndin hafi umboð til þess að standa fyrir einhvers konar nýbyggingarframkvæmdum eða endurbyggingum. Hún getur í raun ekki verið annað en nefnd til að annast nauðsynlegar lagfæringar og viðhald. Margir hafa orðið til þess að andmæla ráðagerð- um um breytingar á Þjóðleikhúsinu. Húsafriðunar- nefnd hefur gengið þar fram fyrir skjöldu með því að krefjast friðunar á húsinu í samræmi við húsfriðunarákvæði þjóðminjalaga. Formaður Arki- tektafélags íslands hefur lýst andstöðu sinni, sem telja verður að sé jafnframt andstaða félagsins. Margir einstaklingar úr hópi leikara og arkitekta hafa skrifað greinar gegn breytingaáformunum. Og nú hefur það gerst að bandalag íslenskra listamanna hefur gefið út yfirlýsingu um andstöðu sína gegn endurbyggingarhugmyndum „bygginganefndarinn- ar“. í mótmælum BÍL segir að ástæðulaust sé að gerbreyta yfirbragði salarins til þess eins að „fylgja tísku“ eða breyta því „breytinganna vegna“. Þess er að vænta að menntamálaráðherra láti þetta mál til sín taka með því að virða framkomin andmæli og verða við óskum um friðun Þjóðleik- hússins. GARRI Bankabyltingin Viðunandi lausnir virðast í sjón- máli á vandamálum Sambands ísl. samvinnufélaga, en um tíma horfðu mál þannig eftir síðasta tilboð Landsbanka íslands, að engra lausna væri að vænta vegna þess að stjórn Sambandsins myndi fella tilboð bankans. Eftirtvo fundi stjórnarinnar um helgina, sem samtals stóðu í níu tíma var tilboð bankans samþykkt með því viðbót- arákvæði að samningurinn gilti frá því í septemberbyrjun, eins og fyrri samningur gerði ráð fyrir, en ekki frá áramótum, eins og sagði i síðasta tilboði. Með því samkomu- lagi sem nú stendur fyrir dyrum er lokið bankabyltingunni, en eftir standa þrir aðalbankar fyrir utan sparisjóðina. Þarf varla að reikna með breytingum í framtíðinni, nema þá að sparisjóðirnir fari að taka upp á því að sameinast sem er heldur ólíklegt. Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, getur vel unað við niðurstöður mála, þótt hugmyndir hans um verð á þeim ágætu stofnunum sem seldar hafa verið kunni að orka tvímælis. í rauninni hefur verið sérkennilegt að fylgjast með því hverjir hafa unnið að því að koma verðinu á Samvinnubankanum niður. Þar hjuggu þeir sem talið var að myndu hlífa, eða að minnsta kosti sýna viðskiptalega sanngimi. Komið hefur í Ijós að afstaða Lúðvíks Jósepssonar og Eyjólfs K. Sigurj- ónssonar, en þeir em fulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í bankaráði Landsbankans, hefur reynst sérkennileg í meira lagi. Þeir virðast hafa talið að hægt væri að fá Samvinnubankann fyrir spottprís vegna erfiðrar stöðu Sam- bandsins. Nú verður það verkefni kaupanda að reyna að vinna upp þann skaða á góðvilja, sem afstaða þessara tveggja manna olli. Bréf frá Sjálfstæðismanni Blaðinu hefur borist bréf frá Sjálfstæðismanni um kosningu í bankaráð Landsbankans. Þar segir: „Ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um kosningu fulltrúa flokksins í bankaráð Landsbankans hefur vakið nokkra athygli. í bankaráð- inu átti flokkurinn tvo fulltrúa en hefur nú einn því annan fulltrúa flokksins fékk Kvennalistinn í sinn hlut. Fram hefur komið í fjölmiðl- um að Kvennalistinn vildi allt í einu fá fulltrúa í bankaráð ríkis- bankanna, en hafa til þessa látið svo, að þær vildu síst af öllu koma nálægt svo spUltum stofnunum, og em nú búnar að missa meydóminn í þessu sem öðru. KvennaUstinn vildi fá fulltrúa í bankaráð Seðlabanka, en á því gaf Sjálfstæðisflokkurinn ekki nokk- um kost. Hann var ákveðinn í því að koma Kvennalistanum í Lands- bankann því þá var auðveldara að losna við þá fulltrúa flokksins sem þar vom fyrir. Byggðist þetta á óvild margra í flokknum í garð SÍS. Um afstöðu tíl SÍS era þó mjög skiptar skoðanir í flokknum.“ Varnaðarorð dr. Bjarna Eins og kunnugt er, þá kaus Sjálfstæðisflokkurínn að setja Friðrik Sophusson í bankaráð Landsbankans. Um þá ráðstöfun segir bréfritari m.a.: „Nú árar iUa hjá mörgum stómm atvinnufyrírtækjum og þar með ■ sjávarútvegi. Bankaráð Lands- bankans mun því þurfa á næstu mánuðum að taka mikUvægar ákvarðanir vegna ýmissa stórra aðila sem skulda mikið í Lands- bankanum. Það er harla einkenni- legt að forysta Sjálfstæðisflokksins skuU telja það ákjósanlega stöðu að einn af aðal forystumönnum flokksins skuli þurfa að taka slíkar ákvarðanir. Ef til vill er ástæðan sú að fjandskapur þeirra í garð sam- vinnuhreyfingarinnar sé svo mikill að þeir sjáist alls ekki fyrir.“ Þessi skrif Sjálfstæðismanns minna á frásögn af orðum dr. Bjama Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, þegar gerð var ein hríðin að Sambandinu. Hvöttu flokksmenn dr. Bjarna mjög tU þess að láta kné fylgja kviði gegn Sambandinu nú þegar sjálfstæðis- menn væru í stjórn og gætu saumað að því. Dr. Bjarni á þá að hafa svarað m.a. kaupmönnum og heUdsölum sem voru á fundinum með svofeUdrí spurningu: Hvar haldið þið að þið verðið staddir, þegar Sambandið hefur verið rústað. Þetta era sömu sannindin í dag og þau vora á dögum dr. Bjama. Sannleikurínn er nefnUega sá, að sú athafnasemi sem fram fer í landinu er ein heild, þar sem eðUlegt er að leita jafnvægis hverju sinni. Pólitísk bUnda er ömurleg og oft erfið viðureignar, þegar offarar komast tU valda. En sem betur fer era þeir yfirleitt í minnihluta, sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum, Garri lllllllllllllllllllllllllll VITTOGBREITT Vond heimska á versta tíma íslenskir heimalningar hreykja sér stundum á haug og kveða upp úr um heimsku annarra og þykjast helvíti góðir, því þar með setja þeir gáfumannastimpil á sig sjálfa. Svona heimskutal er ekki alltaf gáfulegt og ber oftar en ekki frem- ur keim af sleggjudómum og útúr- boruhætti, svo ekki sé talað um fávísi, en sjálfstæðri hugsun viti borinna manna. Fleygt er að íslendingar þoli að flestar ávirðingar séu upp á þá bornar nema þá einu að vera vændir um heimsku. Vera má að eitthvað sé til í þessu, en hins ber þá að gæta að þar er ekki sama hver kaliar annan heimskan, því ómerk eru ómagaorðin. Maður sem lenti ungur í utanför- um og þykist hafa höndlað sjálfan heimsborgarabraginn kemur stundum í fjölmiðla til að fræða fáfróða landa sína um umheiminn og kann þar á öllu skil eins og tíðkast meðal þeirra sem grynnst vaða. Jón Ormur Halldórsson skrifaði í síðasta tölublað Pressunnar grein- arkorn undir fyrirsögninni „Vax- andi heimska á versta tíma.“ Fíflsleikur Heimsborgarinn veit svosem hvaða einkunn hann á að gefa löndum sínum og upphefur ræðu- . höld úr leikverkinu Erasmus Mont- anus í heimsPressunni. Sem kunn- ugt er fjallar leikur sá um lítilsigld- an afdalastrák sem lenti í þeirri ógæfu að vera sendur til náms á ókunnar slóðir og þóttist svo held- ur betur yfir sveitunga sína hafinn þegar heim kom og flutti ræður um heimsku og fáfræði granna sinna og ættingja. Auðvitað var Montanus sá sem lék mesta fíflið. Spói fer út í heim er annað skáldverk, sem Ólafur Jóhann setti saman og fjallar um íslenskan heimsborgara sem fór að spígspora á erlendum torgum og taldi sig góðan af. Einhverra hluta vegna kærir tíðarandinn sig ekkert um að halda Spóasögunni á lofti. Höfundur heimskugreinarinnar hefur óskaplegar áhyggjur af því að engir af forystuliði Sjálfstæðis- flokksins hafa dvalið í útlöndum. Þess vegna er útsýn þeirra þröng og þeir ekki færir um að fást við stjórnmál. Þegar aftur á móti Jón Ormur var í íhaldinu voru þar við stjórnvöl menn sem höfðu dvalið i meðal erlendra stórþjóða og voru | því menn með mönnum. Svo setur pressupenni sig í um- k burðarlyndar stellingar: „Það verða ekki allir heimskir á að halda i sig heima, né heldur verða allir víðsýnir af því að sjá vítt.“ Það skyldi þó aldrei vera. Sleggjudómar Mitt í allri angistinni yfir því að forystulið Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa átt heima meðal manna, það er að segja í útlöndum, telur heimskugreinarhöfundur að Kvennalistinn hafi séð ljósið ytra og meira að segja Framsókn hefur innan sinna vébanda menn sem horft hafa langt út af bæjarhlaðinu, „... þó dagblaðið Tíminn minni kannski helst á héraðsfréttablað í Albaníu, hvað varðar vídd í heims- mynd.“ Þessi skarpgáfulega skoðun byggist væntanlega á víðsýni og þekkingu á málefninu sem um er fjallað og hæfir þeim sem farið hefur vítt of veröld og dvalið meðal þjóða. Fáfræði og sleggjudómar eru sem sagt meðal þess sem teyga má að sér í þeim stóru, fínu útlöndum, þar sem þekkingin býr og þar sem menn mannast upp í að verða að mönnum eftir þeirri formúlu að heima sé verst. Annars er lesendum Tímans lát- ið eftir að dæma um hvaða stoð er undir skoðunum heimsborgarans um víðsýni blaðsins og hversu gáfulega hann fer með skoðanir sínar. Ætla mætti að Jón Ormur Hall- dórsson lesi aldrei Tímann og viti þar af leiðandi ekkert um hvað hann er að þvæla og sé því að skrifa um tilfinningar sínar en ekki stað- fastar og viti bornar skoðanir. En í greininni um vaxandi heimsku víkur hann að lokum að alþjóðahyggju sinni: „Afstaða okkar til mjög náinnar efnahags- legrar og stjórnmálalegrar sam- vinnu við ríki Evrópu mun skipta meira máli en flest annað í íslensk- um stjómmálum." Og enn kemst greinarhöfundur í uppnám þegar áhyggjurnar hrann- ast upp í huga hans vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo hörmulega vanbúinn til að mæta þeim breytingum. Forystuliðið hef- ur nefnilega alltaf búið á íslandi og er því vanhæft til að taka þátt í stjórnmálum. Að þessu athuguðu fer að kvikna á perunni hjá Tímamönnum. Ein- kunnin héraðsfréttablað í Albaníu er gefin fyrir það að Tíminn hefur til þessa ekki verið sérlega ginn- keyptur fyrir að ísland samsamist sameinaðri Evrópu, helst umræðu- laust. Blaðið hefur aftur á móti varað við allri fljótfærni varðandi þau mál og staðið heldur á móti því að bókstaflega öllum landsréttind- um sé fómað fyrir tollafríðindi og baunadisk. Menn mega gjarnan búa exlendis og leika þar fífl á torgum. En af því háttalagi ættu þeir að láta þegar heim kemur og temja sér háttu siðaðra manna, jafnvel þótt heima- aldir séu. Og varðandi allt fljótræði um sameiningu við Evrópubandalag er full ástæða til að vara við vaxandi heimsku á versta tíma. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.