Tíminn - 09.01.1990, Síða 8

Tíminn - 09.01.1990, Síða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 9. janúar 1990 Þriðjudagur 9. janúar 1990 Tíminn 9 Eftir Stefan Asgnmsson Samvinnubankinn var seldur á sunnu- daginn en þá ákvað stjórnarfundur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga að ganga að tilboði Landsbanka íslands um kaup á hlutabréfum Sambandsins í Sam- vinnubankanum. Þar með er málinu lokið og Landsbankinn orðinn eigandi að 52% hlutabréfa í bankanum. Form- legt tilboð hefur verið lagt fram og samþykkt af mótaðila og þannig er kominn á samningur um söluna. Stjórn Sambandsins ákvað á fundi sínum sem lauk síðdegis s.l. sunnudag að taka tilboði í bréfin upp á 605 milljónir. Gerð var samþykkt um kaupin í samráði við stjórnendur Landsbankans og í henni kemur fram að tilboðinu verði tekið gegn því að vaxtaleiðrétting fáist vegna þess dráttar sem orðið hefur á að úrslit fengjust í málinu. Samþykktinni greiddu fimm stjórnarmenn SÍS atkvæði. Fjórir voru á móti. Talið er að vaxtaleiðréttingin geti numið um 60 milljónum króna. í þessu felst nánast að sama og að Landsbankinn kaupi 52% Samvinnubankans fyrir 605 milljónir frá l.september s.l. í stað 31. des. 1989. í samþykktinni felst einnig það- skilyrði að aðrir hluthafar Sam- vinnubankans njóti sömu kjara, kjósi þeir að selja hluti sína í bankanum. Erfið fæðing Aðdragandi að kaupum Landsbank- ans er orðinn býsna langur því að í nóvembermánuði árið 1988 gaf stjórn Sambandsins út heimild til að selja mætti bankann og að leitað yrði hugsanlegra kaupenda. Þann 13. mars 1989 skrifaði forstjóri Sambandsins Landsbanka ís- lands bréf þar sem hann bauð bankanum Samvinnubankann til kaups. Svar barst þann 24. maí í bréfi þar sem greint var frá því að Landsbankinn hefði áhuga á kaupunum. Þar var einnig tekið fram það verð sem Landsbankinn taldi sanngjarnt fyrir meirihlutaeign SÍS í Samvinnubankanum, - 700 milljónir króna. í framhaldi af þessu bréfi Landsbanka- manna hittust síðan viðræðunefndir SÍS og Landsbankans og samningaviðræðum lauk með því að undirritað var sam- komulag um kaupin þann fyrsta sept- ember s.l. í samkomulaginu voru fjöl- margir fyrirvarar frá báðum aðilum en söluverð bréfanna var ákveðið 828 millj- ónir. Þetta samkomulag var lagt fyrir stjórn Sambandsins sem samþykkti það og var Landsbankanum tilkynnt það þann 4. september. Átta dögum síðar, eða 12. september skrifar síðan Sverrir Hermannsson Guðjóni B. Ólafssyni bréf þar sem segir að á fundi sínum þann 10. september hafi bankaráð Landsbankans samþykkt að kaupa hlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum fyrir 828 milljónir króna. Að öðru leyti var vísað í fyrirvara samkomu- lagsins frá 1. september. í því var miðað við að viðræðunefndir aðila gengju frá fullbúnum kaupsamn- ingi á hlutabréfunum í Samvinnubank- anum fyrir 1. október. Það gekk hins vegar ekki eins og alkunna er, vegna. ágreinings um málið í bankaráði Lands- bankans, afskipta viðskiptaráðherra segja sumir, og kröftugrar andspyrnu Lúðvíks Jósepssonar o.fl. Hins vegar var ætíð meirihlutavilji í ráðinu fyrir kaup- unum. Á því lék aldrei vafi. Hagstætt báðum 29. desember lagði síðan Landsbank- inn fram tillögu að kauptilboði sem hljóðaði upp á 605 milljónir. Áður en það var lagt fram höfðu viðræðuaðilar orðið ásáttir um að lækka fasteignamats- verð Samvinnubankans um 50 milljónir samtals, sem þýddi 26 milljónum lægra verð fyrir hlutabréf Sambandsins. Inni í tilboði Landsbankans sem Sam- bandsstjórnin hefur nú samþykkt, er hins vegar gert ráð fyrir 120 milljónum í töpuðum skuldum og 120 milljónum vegna lífeyrisskuldbindinga Samvinnu- bankans. Þannig sögðu samvinnumenn sem rætt var við í gær að segja mætti að tiiboðið sé hagstætt fyrir báða aðila. Raunverulegt verð fyrir bankann sé litlu lægra en upphaflega tilboðið var, sé tekið tillit til áðurnefndra lífeyrisskuld- bindinga og fyrirsjáanlega tapaðra skulda, en fyrirvararnir í samkomulag- inu 1. sept fjölluðu um þessi mál meðal annars. Þá sýnist bankamönnum að Lands- bankinn eignist vel rekinn banka og geti í krafti eignarhalds síns komið við um- talsverðri hagræðingu í rekstri beggja bankanna þegar fram líða stundir. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans sagði í gær að kaupin á Samvinnubankanum væru í höfn þótt í samþykkt Sambandsstjórnarinnar væri að skilja að einhverjar eftirhreytur væru eftir. Þau mál kæmu þá til kasta banka- ráðs Samvinnubankans. Sverrir sagði síðan: Á lygnan sjó „Það er lífsnauðsyn að komast út úr þeim ólgusjó sem þessi mál hafa verið í að undanförnu og á kyrrari sjó. Nú gefst okkur tækifæri til að taka öllu með varfærni og rósemi. Við munum nú snúa okkur að því að styrkja hið ágæta fyrirtæki sem Samvinnubankinn er og ná góðri samvinnu við starfsfólk hans og viðskiptavini.“ Sverrir sagði að við endurskipulagn- ingu starfsemi beggja bankanna í kjölfar kaupanna yrði hagsmuna starfsfólksins gætt og farið yrði rólega í sakirnar. Höfuðáhersla yrði lögð á góðan undir- búning og samvinnu við þá ágætu menn sem starfa í og stjórna Samvinnubankan- um. Sverrir sagði að Samvinnubankinn yrði áfram rekinn undir sínu gamla nafni. Breyting yrði hins vegar á banka- ráði hans en stjórnendur Landsbankans væru á einu máli um að nýtt bankaráð Samvinnubankans yrði skipað fagmönn- um utan bankans. Þá væri þess eindregið óskað að Geir Magnússon bankastjóri gegndi áfram stöðu sinni, svo og flestir aðrir æðstu stjórnendur bankans. „Við ætlum að stilla og kyrra ólguna og reyna að styrkja innviði Samvinnu- bankans á ný. Bankinn hefur legið undir áföllum vegna þessarar að mörgu leyti óheppilegu og óþörfu málsmeðferðar. Ég tel að þessi mál hefðu farið betur úr hendi ef pólitískur undirgangur hefði ekki þurft að koma til,“ sagði Sverrir. Sverrir sagði að Landsbankinn hefði verið í sambandi við fleiri hluthafa Landsbankans um kaup á fleiri hluta- bréfum í bankanum. Hann sagði að gera mætti fastlega ráð fyrir því að góðir samningar næðust við þá. Það myndi hins vegar bíða síns tíma. Bankabyltingunni lokið? En marka kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum lok íslensku bankabylt- ingarinnar sem hófst með því að Alþýðu- banki, Verslunarbanki, Iðnaðarbanki Frá stjórnarfundi í Sambandinu þarsem bankasalan vará dagskrá. Við borðendann næst sitja Ámi Jóhannsson og gegnt honum ÓmarHl. Jóhannsson og við hlið hans Jakob Sigurðsson. Þá Birna Bjömsdóttir og við hlið hennarsést aðeins í Gunnar Sveinsson. Við þverborðið sitja f.v. Þorsteinn Sveinsson, Guðjón B. Ólafsson, Ölafur Sverrisson, Hjalti Zophaníasson og Ólafur Friðriksson. Við borðið fjær sitja Þórarinn Sigurjónsson og Dagbjört Höskuldsdóttir. keyptu hlutabréf ríkisins í Útvegsbank- anum h.f.? Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra var mjög áfram um þá sameiningu, svo áfram að því var jafnvel haldið fram að Útvegsbankinn hefði farið fyrir lítið. Þess vegna hafi ráðherra verið mjög áfram um að altént færu hlutabréf í Samvinnubankanum ekki á hærra verði en bréf Útvegsbankans h.f. á sínum tíma. Fyrir þessu hafi hann beitt sér í samvinnubankamálinu og þannig orðið valdur að því að bankaráðið hafi í raun stokkið frá sínu eigin upphaflega tilboði í Samvinnubankann og málið dregist á langinn. Um þetta sagði viðskiptaráðherra að það væri skylda stjórnenda og banka- ráðsmanna í Landsbankanum að sjá til þess að hagur bankans væri vel tryggður. Hann kvaðst hafa minnt þá á þá skyldu í þeim tilgangi einum að þessi viðskipti yrðu til þess að efla og styrkja íslenska bankakerfið en ekki hið gagnstæða. Ef salan greiddi jafnframt fyrir lausn á fjárhagsvanda Samvinnufélaganna þá væri það einnig mikilvægt mál en fyrsta skylda þeirra sem með umboð almenn- ings færu í bankamálum væri að gæta hagsmuna almennings. Viðskiptaráð- herra sagði síðan: „Bankabyltingunni er ekki lokið og ég tel að ekki sé enn komin endanleg niðurstaða í þessum kaupum á hlutabréf- um í Samvinnubankanum. Hins vegar er mjög mikilvægum áfanga náð með upp- hafi íslandsbanka í byrjun ársins og horfum á að Samvinnubanki og Lands- banki taki upp náið samstarf." Ódýrara og skilvirkara bankakerfi „Ég tel þetta mjög merkileg tíðindi í okkar bankamálum og reyndar eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér í upphafi míns starfs sem viðskiptaráð- herra og það er eitt af stefnumálum þessarar ríkisstjórnar að fækka bönkum og auka hagkvæmni í bankarekstri. Ég er ekki að gera lítið úr mikilvægi þess að fundinn verði viðunandi fjár- hagsgrundvöllur fyrir samvinnuhreyfing- una. Að því er unnið af hennar eigin mönnum eins og vera ber. Um tenging- una við Útvegsbankamálið ætla ég ekk- ert að segja. Það er þessu máli ekki viðkomandi á nokkurn hátt. í því máli tætti ég eins og ég frekast gat hagsmuna almennings og tel að það hafi tekist mjög vel og bendi á að lögin sem staðfestu þá sameiningu fóru án mótatkvæða gegn um þingið nú fyrir jólin, sem ég lít á sem staðfestingu á því að þar hafi verið rétt á málum haldið.“ Ráðherra sagði einnig að sameinging banka væri mikilvægur liður í breyting- um á fjármagnsmarkaði sem miðuðu að því að gera einingarnar starfhæfari og sterkari til þess að bæta þjónustu við atvinnulíf og almenning og gera íslensk- ar fjármálastofnanir samkeppnishæfar við erlendar. Hann sagði jafnframt að ekki hefði enn verið reynt að meta til fjár þann sparnað fyrir þjóðarbúið sem verður við það að bönkum fækkar um fjóra. Það yrði hins vegar reynt á næstunni. Þá sagðist hann telja að næsta verkefni hlyti að verða að fækka fjárfestingarlánasjóð- um og einfalda starfsemi þeirra og setja um þá almenna löggjöf. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bandsins flaug til Bandaríkjanna strax eftir fund stjórnar Sambandsins á sunnu- Tímamynd Árni Bjaraa daginn til fundar við stjórnendur Gener- al Motors í Detroit til að endursemja um umboð fyrir fyrirtækið. Þetta er gert vegna þess að verið er að leggja bílasölu-, fyrirtæki Sambandsins Bílvang niður og sameina rekstur þess og búnaðardeildar Sambandsins. Að undanförnu hefur verið leitað allra leiða til að spara í rekstri Sambandsins og styrkja stöðu þess og er sameining Bílvangs og Búnaðardeildarinnar er einn liður þess. Þá er einnig til umræðu innan stjórnarinnar að selja Regin h.f. en Reginn er eignarhaldsfyrirtæki sam- bandsins í íslenskum aðalverktökum. -sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.