Tíminn - 09.01.1990, Side 13

Tíminn - 09.01.1990, Side 13
Þriðjudagur 9. janúar 1990 Tíminn 13 rbvnrvgð ■ nr Páll Pétursson Stefán Guömundsson Vestur Húnvetningar Skagstrendingar - nærsveitamenn Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals á hótel Dagsbrún, þriðjudaginn 9. jan. kl. 14-17. Hofsósbúar - nærsveitamenn Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Höfðaborg Hofsósi miðvikudaginn 10. jan. kl. 15-18. Guðmundur Páll Stefán ÉlínR Bjarnason Pétursson Guðmundsson Líndal Austur Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Blönduósi þriðju- daginn 9. jan. kl. 20.30. Frummælendur: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður. Allir velkomnir. Skagfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðár- króki miðvikudaginn 10. jan. kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir Steingrímur Páll Stefán Halldor Páll Stefán Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Selfoss og nágrenni Sþiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Jólahaþþdrætti Framsóknarflokksins 23. desemþer s.l. en númerin eru f innsigli hjá Borgarfógeta til 10. janúar 1990. Velunnarar flokksins sem ekki hafa greitt heimsenda gíróseðla eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 10. janúar. Allar frekari uþplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. illlllllllllllllllllllll SPEGILL ..................................................................................................................................................................................................I....Illlllii.............. Connie Francis - söngkonan með brostnu röddina: Komin aftur í sviðsljósið eftir 30 ára hlé! Á sjötta áratugnum var Connie Francis mikil söngstjarna, og marg- ir muna enn eftir bestu lögunum hennar, svo sem „Who's Sorry Now?“ og „Lipstick On Your Collar" o.fl., en svo dalaði stjarnan. Hún varð fyrir mörgum óhöppum. Einna verst fór þó með Connie þegar hún varð fyrir árás og nauðgun á hóteli í New York. Réttarhöldin eftir þetta áfall voru henni mjög erfið og tóku á taugarn- ar. Henni voru dæmdar 3 millj. dollara í skaðabætur, en hún var lengi að ná sér og varð að vera á geðsjúkrahúsi um tíma. Pá rnissti hún tvisvar fóstur, stóð í skilnaðarmáli og m.a.s. niissti röddina um tíma. Connie Francis er af ítölskum ættum og heitir Concetta Francon- ero. Bróðir hennar, sem henni þótti mjög vænt um, var myrtur 1981. Hann var skotinn fyrir utan heimili sitt í New Jersey og var mafíu-svipur yfir þeini atburði, og morðinginn náðist ekki. Nú býr Connie Francis í Florida ásamt ættleiddum syni sínum og lifir rólegu lífi. Ekkert heyrðist frá henni árum saman, - en nú eftir 30 ár er hún kom hún til Bretlands til að koma á ný fram á hljómleikum. Á Gatwick líugvellinum var mik- ið tilstand og Ijósmyndarar og blaðamenn ætluðu að taka vel á móti söngstjörnunni, en enn á ný kom óhapp fyrir. - Það er engu líkara en ólánið elti hana, varð1 einum blaðamanninum að orði, þegar blaðafulltrúi söngkonunnar tilkynnti, að hún hefði fengið kvef og hálsbólgu og gæti ekki gefið nein viðtöl. Connie var flutt beint á Brompton sjúkrahúsið, þar sem reynt var að hj úkra henni sem best. Nú eru „góðu, gömlu lögin“ mjög í tísku, og því má búast við að Connie Francis fái góðar mót- tökur í Bretlandi, þó að hún nái ekki á toppinn eins og fyrir þremur áratugum, þegar sagt var að hún hefði „milljón dollara grátklökkva í röddinni!" Connie Francis 1957 (litla innfellda myndin) ... og svo eins og hún lítur út í dag þegar hún kemur aftur fram í sviðsljósið. Yngstu börnin voru þægust við myndasmiðinn, en þessi stærri áttu erfitt með að vera á sínum stað. Sjá má að litii strákurinn efst t.v. á að sitja á gólfínu hjá systrum sínum, en í stað hans á að standa þarna mesti prakkarinn, sá á skyrtuboln- um, sem situr fyrir framan elstu fjórburana á myndinni, eða þriggja ára hópinn. 5X4 = 20: Fimm „sam- stæður“ af fjórburum! Þetta er fallegur hópur hér á myndinni, sem hlýtur að vera alveg sérstök. Það getur varla verið að nokkru sinni fyrr hafi veri tekin mynd af fimm fjórburum í einu. Börnin 20 fæddust í 5 fæðingum í fæðingardeid „Good Samaritan Hospital" í Phoenix í Arizona, og þau elstu eru þriggja ára, en yngstu fjórburarnir eru 6 mánaða. Það var ekki létt verk að taka skipulega mynd af fjórburunum fimm. Ljósmyndarinn ætlaði að hafa hvern hóp út af fyrir sig, svo að sæist hvaða börn ættu saman. En það var mikil hreyfing á fyrir- sætunum. Þetta var þó næst því að hver hópur fjórbura væri saman á mynd- inni. Myndirnar á að nota í Banda- ríkjunum í herferð fyrir betri um- önnun ófrískra kvenna og bættri fæðingarhjálp.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.