Tíminn - 09.01.1990, Side 16

Tíminn - 09.01.1990, Side 16
AUGLVSINGASÍMAR: 680001—686300 l RtKiSSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 ^^l'LASr°o ÞRQSTIIR 685060 VANIR MENN Tíniiim ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 Fyrrum formaður Herráðs Bandaríkjahers lætur í Ijósi þá skoðun að stórveldunum berí að hefja tvíhliða viðræður um kjamorkuafvopnun á höfunum. Steingrímur Hermannsson forsætjsráðheira: „M unl ia! fa áhrif; núverandi ráðamenn“ William Crovve, fyrrverandi formaður herráðs Banda- ríkjahers segir það skoðun sína að stórveldin tvö eigi að ganga til viðræðna um kjarnorkuafvopnun á höfunum, til þess að Bandaríkin nái betri samningum um fækkun kjarnorkuvopna á landi. Til þessa hafa Bandaríkjamenn ekki verið til viðræðu um gagnkvæma afvopnun á höfun- um, en kjarnorkuafvopnun í og á höfunum hefur verið eitt af þeim atriðum sem íslendingar hafa lagt hvað þyngsta áherslu á, á alþjóðlegum vettvangi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, kveðst sannfærður um að yfirlýsing fyrrum herráðsfor- mannsins hafi áhrif á núverandi ráðamenn í Bandaríkjunum. Wil- liam Crowe kom í heimsókn hing- að til lands í fyrra og ræddi þá m.a. við forsætisráðherra um takmörk- un kjarnorkuvopna í og á höfun- um. „Ég hitti Crowe þegar hann kom hingað í fyrra og ræddi einmitt þessi mál við hann,“ sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra í samtali við Tímann í gær. „Á þeim tíma taldi hann þetta ekki koma til greina, en það er augljóst að hann hefur nú skipt um skoðun og það þykir mér vænt um að heyra. Ég veit að þetta er maður sem þekkir afvopnunarmál líklega betur en flestir aðrir í Bandaríkj- unum og hann er nú kominn í hóp manna, eins og fyrrverandi flota- málaráðherra Bandaríkjanna sem hafa lýst þessu viðhorfi yfir hvað eftir annað. Þar sem einungis fyrrverandi hátt setti menn á sviði hermála á Bandaríkjunum láta í ljós þessi viðhorf, vaknar sú spurning hvort þeir sem eru núverandi, hafa ekki talið sér fært að segja hug sinn,“ sagði forsætisráðherra. Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra í gær, til þess að bera ummæli fyrrum for- manns herráðs Bandaríkjahers. Crowe, sem lét af embætti í október í fyrra, heldur því fram í samtali við bandaríska stórblaðið Washington Post í gær, að Banda- ríkjastjórn eigi að hverfa frá fyrri stefnu í afvopnunarmálum, á þá leið að hefja formlegar viðræður við Sovétmenn um fækkun kjarn- orkuvopna á höfunum. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki verið fúsir til viðræðna um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar á höfunum, enda hafa þeir þar talsverða yfir- burði miðað við Sovétmenn. Sjón- armið Crowe er að skynsamlegt sé að taka nú þessar viðræður inn í myndina, til þess að greiða fyrir samningum á milli stórveldanna um fækkun kjarnorkuvopna á landi. Ekki hefur enn borist formlegt svar um þessi mál frá talsmönnum Hvíta hússins í Washington. -ÁG Almannavarnir ríkisins í stellingum í gærkvöldi vegna hættu á fárviðri í nótt: Mikil hálka og hvassviðri í höfuðborginni, í gærmorgun og fram eftir degi, varð til þess að bflstjóri fólksflutningabifreiðarinnar sem myndin er af missti bifreiðina útaf þegar henni var ekið norður Höfðabakka, skammt áður en komið er að brúnni. Rútan rann til þvert yfir götuna og hafnaði utanvegar að hálfu og á bilaðri Trabant bifreið. Engin slys urðu á fólki. Fjölmargir smáárekstrar urðu í Reykjavík í gær sem rekja má til hálku og hvassviðris, en einnig til þess hversu margir bílar eru illa búnir til aksturs við þær aðstæður sem mynduðust. Tímumynd Pjetur Mikill veðurhamur var á öllu land- inu í gær einkum sunnan og vestan- lands og vindstyrkurinn upp í allt að 12 vindstig í hryðjunum og var búist við að í nótt yrði vindurinn vestlæg- ari og spáð stormi um mest allt land. Eldinga- og þrumuveður gerði á suðvesturhorninu um miðjan dag í gær, þegar kuldaskil komu inn yfir landið. Almannavarnir ríkisins hvöttu til þess í gær að fólk gerði ráðstafanir til að ganga frá öllu lauslegu og huga að bátum í höfnum, fyrir nóttina. Fárviðri geisaði í Vestmannaeyj- um í gær. Að sögn lögreglu losnuðu þakplötur og veggklæðningar, en engin slys urðu á fólki. Um 80 hnúta nær stöðugur vindur var af suðsuð- austri, eða nærri 150 km vindhraði á klukkustund. Þó fór vindhraðinn mest í 106 hnúta á Stórhöfða. Þak- plötur fuku af þrem húsum og losn- uðu á einu, auk þess sem veggplötur losnuðu af tveim húsum. Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja voru kallaðir út til að aðstoða við að ganga frá og festa niður allt lauslegt. Hjá Tilkynningaskyldunni fengust þær upplýsingar kl. 20.00 í gærkvöldi að 160 skip væru á sjó. Að sögn starfsmanns tilk.sk. voru eingöngu stærstu skipin á sjó, fraktskip, togar- ar og loðnuskip. Ekki höfðu borist fregnir af því hvort skipin hafi leitað vars, enda líklegar að þau sætu af sér verstu veðrin á hafi úti. Það var einkum höfnum á Suður- nesjum sem talið var að vindhraðinn gæti gert einhvern usla og hvöttu hafnarstjórar í Sandgerði, Grinda- vík og Höfnum eigendur báta á þessum stöðum til að huga að þeim og vera á varðbergi ef vindurinn snérist til suðvestan, en hafnirnar eru mjög opnar fyrir þeirri átt. Að sögn lögreglu í Keflavík höfðu almannavarnir farið þess á leit að þetta yrði gert og þegar haft hafi verið samband við hafnarstjóranna höfðu þeir þegar skipulagt ráðstaf- anir til að koma mætti í veg fyrir tjón ef veðurhæðin yrði mjög mikil. Hafnarstjórinn í Sandgerði hafði •* y j^imzsmvyíssr. til dæmis símasamband við einn og einasta eiganda báts sem var í höfn- inni til að gera ráðstafanir, s.s. að færa bátana til og vera um borð ef þeir slitnuðu upp. -ABÓ ■T' ---n-n ii ^iii nii.iHiPii iHffmfflMWim 1 Fiskverðsdeila: Deilan óleyst Enn hafa ekki náðst samningar í kjaradeilu milli sjómanna og útgerðar á Vopnafirði, Fáskrúðs- firði og Eskifirði og eru skipin bundin við bryggju. Kröfur sjó- manna eru allar til hærra fiskverðs, sem útgerðin getur ekki sætt sig við, en með misjöfn- um útfærslum, s.s. það að flytja eitthvað út af óunnum afla. Hjá Verkalýðsfélaginu Ár- vakri á Eskifirði fengust þær upplýsingar að enginn fundur hafi farið fram milli deiluaðila um helgina og ekki hafi verið boðað til neins fundar. „Boltinn er hjá útgerðinni,“ sagði viðmælandi blaðsins hjá Árvakri. Vilmundur Gíslason hjáTagna hf. á Vopnafirði sagði að allt stæði við það sama og fyrir helgi, og enginn fundur hafi farið fram eða verið boðaður. Sömu sögu hafði Eiríkur Ólafsson útgerðar- stjóri hjá Kf. Fáskrúðsfirðinga að segja. Aðspurður hvert honum sýndist framhaldið verða, sagðist hann engu vilja spá um það. -ABÓ Eldur í sjoppu Talsverðar skemmdir urðu er eld- ur kom upp í söluturni við Laugar- ásveg um tvöleitið í fyrrinótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var tölu- verur eldur og reykur í söluturnin- um, en fljótlega tókst að ráða niður- lögumeldsins. Eldsupptök voruekki kunn síðdegis í gær, en Rannsóknar- lögregla ríkisins hefur málið til með- ferðar. -ABÓ 'I’^SB!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.