Tíminn - 10.01.1990, Side 6

Tíminn - 10.01.1990, Side 6
6 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Raunsæi í kjaramálum Horfur í samningaviðræðum milli vinnuveitenda- samtakanna og Alþýðusambands íslands lofa góðu um að samningar um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði kunni að vera skammt undan. Greinilegt er að samningsaðilar ræða mál af raunsæi miðað við stöðu efnahagsmála og horfur í atvinnumálum. Krafa launþega er sú að kaupmætti verði haldið hvað sem líður beinum kauphækkunum. Atvinnurekendur munu virða slíka kröfu og gera það sem í þeirra valdi stendur til að skapa skilyrði fyrir framgangi hennar. í þessum samningaviðræðum vegur þungt sú stefna að draga úr hættu á atvinnuleysi og tryggja sem blómlegastan rekstur atvinnuveganna. Meðal verkafólks og annarra launþega er það viðhorf ríkjandi að ekkert böl sé á við atvinnuleysi eða stopula vinnu. Á því er vaxandi skilningur að til þess að tryggja atvinnuöryggi í landinu sé aðeins ein leið: Að skapa atvinnulífinu rekstrarskilyrði, ekki síst útflutningsatvinnuvegunum. Allir hugsandi menn gera sér grein fyrir því að útflutningsframleiðslan er grundvöllur íslensks hagkerfis og að aðrar greinar þess eiga hag sinn undir afkomu hennar. Greinilegt er að aðilar vinnumarkaðarins átta sig fyllilega á að verðbólga er höfuðskaðvaldur í hag- kerfinu, henni verður að útrýma. Menn eru að verða sér þess meðvitandi að til einskis er að reyna að fara í kringum verðbólgu með gerviráðstöfunum eða láta eins og hægt sé að lifa með verðbólgu og lifa hana af með óraunhæfum kaupsamningum. Skýrt hefur komið fram í yfirlýsingum forsætisráð- herra að ríkisstjórnin mun stuðla að því að launa- samningar á grundvelli þessara viðhorfa geti tekist og skilyrði þeirra megi haldast. Þetta er í samræmi við meginstefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda má fullyrða að aðilar vinnumarkaðarins hafa tekið fullt tillit til endurreisnarstefnu ríkisstjórnar- innar í atvinnumálum, að því er varðar viðhorf og áherslur í samningaviðræðunum. Morgunblaðinu þakkað Morgunblaðið vinnur þarft verk í gær með því að lýsa yfir þeim skilningi sínum á orðum Þorsteins Pálssonar að undanförnu að hann (nefnilega Por- steinn Pálsson) vilji „leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að takast megi að gera skynsamlega kjara- samninga sem stuðli að minnkandi verðbólgu.“ Morgunblaðið orðar það svo að „formaður Sjálf- stæðisflokksins“ sé „bersýnilega tilbúinn til þess að víkja til hliðar ... pólitískum skammtímahagsmun- um til þess að þau markmið náist sem meiru máli skipta fyrir framtíð og velferð þjóðarinnar, þ.e. að ná niður verðbólgunni.“ Morgunblaðið á hrós skilið fyrir að áminna formann Sjálfstæðisflokksins um að láta ekki hafa sig til þess að spilla fyrir skynsamlegum kjarasamning- um, þótt það kynni að þjóna skammtímahagsmunum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu. Miðvikudagur 10. janúar 1990 GARRI Blessaður sé Mikael Oft les maður sér til undrunar um skoðanir og viðhorf, eins og þau hafí orðið til á annarri stjörnu. Það er t.d. alvegs sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með Þjóð- viljanum þessa dagana, en blaðið er eins og venjulega svolítið öfugt og snúið. Raunir þess eru þó af þessum heimi. Atburðirnir í Aust- ur-Evrópu hafa farið illa með þetta málgagn heimskommúnismans, sem á sinni tíð skrifaði forystu- greinar um Stalín í klökkum að- dáunartón, var á móti Finnum í Vetrarstríðinu, og heldur enn við ómenguðu hatri sínu á Bandaríkja- mönnum. Á sama tíma og stúdent- ar og menntafólk í Austur-Evrópu undirbýr nú framhald byltingar í frjálsræðisátt í löndum sínum, er ekki á þá baráttu minnst í málgagn- inu, en þeim mun meira talað um Bandaríkin. Hér á landi hefur þó málgagnið ætíð látið sig varða málefni og sjónarmið stúdenta og menntafólks á þeirri forsendu að það ætti samstöðu með stúdentum og menntafólki í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Nú er eins og þessi samstaða sé úr sögunni, enda óhægt um vik fyrir málgagnið að fara að segja fylgjendum Alþýðu- bandalagsins ■ háskólanum og meðal menntafólksins að fara að gagnrýna flokkinn. Frumurnar í Lenin Það var hins vegar formaður Alþýðubandalagsins sem brá á það ráð að tilkynna í áramótaávarpi sínu í málgagninu að loksins væri Lenín dauður. Smyrlingur hans hvílir enn í grafhýsi við Kremlar- múra og hefur varðveist vel. Sá kvittur kom upp, runninn að sögn frá þeim sem höfðu umsjón með smyrlingnum, að frumur hans væru teknar upp á því að skipta sér að nýju. Þetta var árið 1942 eða 43, sem voru erfið ár í sögu Sovétríkj- anna, og má ætla að sögusögnin hafi veríð ætluð til að skapa bjart- sýni. En hvað sem þessarí gömlu þjóðsögu líður, þá hefur formaður- inn talað í málgagninu og á orðum hans var ekki að sjá neitt um gamlar eða nýjar frumskiptingar. En þótt formaðurinn vilji með orðum sínum freista þess að bjarga málgagninu og flokknum virðast höfundar málgagnsins enn tala hið staðlaða tungumál flokkshörkunn- ar. Óvinirnir eru þeir sömu og áður, og bæri svo við að Sovét- menn teldu sig þurfa að ráðast á Finna myndi það óðara verða rétt- lætt í málgagninu, svo sjálfkrafa ganga tungur þess. Stundum duga ekki tungur þess einar. Þá eru sóttar aðrar róbót tungur til að bera vitni. Nú þegja allir Það er ekki von að hið staðlaða tungumál hafi breyst í málgagninu, vegna þess að hér hefur varla vitnast enn hvað er að gerast í Austur-Evrópu. Hér vantar alla umræðu um þá atburði. Ríkis- ijölmiðlamir, sem hafa á að skipa fjöldanum öllum af umsegjendum um erlenda atburði, hafa að mestu þagað, eins og þeirra staðlaða tungumál sé í viðjum. Morgun- blaðið hefur aðeins sýnt tilburði til þess að ræða þessi mál en ekki meir. Hvernig stendur á þögn ríkis- fjölmiðla? Höfðu þeir komið sér upp þannig umsegjendum að þeim sé varnað máls núna, þegar mikið og merkilegt er að gerast í Austur- Evrópuríkjum? Það værí skárra að kalla til Áma Bergmann heldur en ekkert. Annar atburður hefur gerst um sama leyti, sem að tiltölu hefur fengið mikið meiri opinbera uni- ræðu, og segir það eitt meira en nóg um það hverjir stjórna umræð- unni í landinu. Hér er átt við innrás Bandaríkjamanna í Panama, sem hafði sagt Bandaríkjmönnum stríð á hendur. Um var að ræða land, sem vegna legu Panamaskurðarins og samninga um hann við Banda- ríkjamenn var ekki hægt að láta lönd og leið fyrr en samningar renna út um aldamót. Hér er um alþjóðlega og samningsbunda sigi- ingaleið að ræða. Það hlaut að vera háð mati Bandaríkjanna hvernig brugðist var við stríðsyfir- lýsingunni. Um dráp á Bandaríkj- amönnum í Panama og eiturlyfja- sölu skiptir minna máli. Málgagnið tíundar ekkert af þessu, en getur þess að þúsundir manna hafi fallið í Panama allt vegna þess, að Bush þurfti að koma höndum yfir einn mann. Aftur á móti sagði Mikael Gorbatsjov á sama tíma að Rúm- enar væru einfærír að sjá um sín mál. Væntanlega hefðu Austur- Evrópu þjóðir verið einfærar að sjá um sín mál allt frá stríðslokum. Þau fengu það hins vegar ekki. Afganir voru einnig einfærir um að sjá um sín mál. Þeir fengu það ekki heldur. Ekkert af þessu skiptir máli fyrir málgagnið. Hins vegar mátti alþjóðasiglingaleið lenda í höndum manns á borð við Noríega, sem sat að völdum eftir fölsuð kosningaúrslit. Niðurstaða mál- gagnsins vegna innrásarinnar í Panama er þessi: Ekki er von að Kanar hafi lært mikið af Mikael. Ekki er miklu að bæta við þetta bænahald málgagnsins. Hin staðl- aða tunga heldur áfram hvað sem annars kann að gerast í Austur- Evrópu. Blessaður sé Mikael. Garrí VÍTT OG BREITT Skipt um hlutverk Á sumardaginn fyrsta árið 1950 var mikið um dýrðir í menningar- lífinu því þá klæddust bestu synir og dætur þjóðarinnar sínu fínasta pússi og skunduðu í Þjóðleikhúsið þar sem fyrsta frumsýning í ný- gerðu húsi fór fram. Sá skilningur mun þá hafa ríkt að húsið væri fullbyggt og tekið var til við að sýna ieikrit, syngja óperur og halda tónleika og hæfði byggingin hið besta til alls þessa. f kjallaranum var svo innréttað vel lukkað skemmtanahús þar sem mörg kát- leg uppákoman á sér stað í tímans rás. Nýverið hefur komið í ljós að aldrei hefur verið lokið við smíði Þjóðleikhússins, því byggingar- nefnd er enn að störfum. Starfsemi hennar fór heldur hljótt í nær fjóra áratugi en svo rámkaði hún úr rotinu, ýtti við menntamálaráð- herra og sagði að nú væri tími til að byggja. Húsameistari Flugstöðvarinnar dreif upp sitt hönnunarlið og ríkis- sjóður varð 90 milljón krónum fátækari á stundinni. Bygginganefndin langlífa vinnur vel fyrir kaupinu sínu því hún er , búin að skipuleggja áframhaldandi byggingarframkvæmdir við Þjóð- leikhúsið fyrir upphæðir sem jafn- vel Stöð 2 þyrfti ekki að blygðast sín fyrir. Listrænar afstöður Ekki fékk bygginganefnd Þjóð- leikhússins að vera lengi í friði með sín mál því listafólk af margvíslegu tagi fór að taka afstöðu með og móti áframhaldandi leikhúsbygg- ingu og liggur í hlutarins eðli að málið allt er orðið hið flóknasta. Búið er að flækja verndunar- og öryggissjónarmiðum inn í listræn tilþrif hönnuða, leikara og fata- geymslukvenna. Að því kom, að menntamálaráð- herra sá sér þann vænstan að efna til leiksýningar í Þjóðleikhúsinu undir því yfirskyni að þar væri , opinn fundur, en ráðherrann hefur 1 nýlega fengið og skrifað opið bréf í alla tiltæka fjölmiðla og er nú allt orðið í besta lagi opinskátt. Svavar ráðherra hafði hlutverka- skipti við leikarana, sem sátu frammi í sal og horfðu á ráðherr- ann fara á kostum á sviðinu og sýndi mikil tilþrif með stórum arm- sveiflum í hlutverki sínu sem stuðningsmaður bygginganefndar . og mælti á móti verndunarsinnum og stjórn Bandalags ísl. lista- manna, sem halda því fram að Þjóðleikhúsið sé fullbyggt en að tími sé til kominn að byggingin fái eðlilegt viðhald. Réttir aðilar? Menntamálaráðherra bað um listrænt mat á hvort salur og fata- geymslur hússins eiga að vera svona eða hinsegin, en engin niður- staða fékkst. Leikararnir í áhorfendasalnum vildu ýmist einar eða tvennar svalir og er menningarráðuneytið í mikl- um vanda þar sem það heldur að leikarar, sem stunda kúnst sína á sviðinu, séu réttu aðilarnir til að ráða arkitektúr áhorfendasalar. Ekki er kunnugt um að leikhús- gestir og þeir sem ætlað er að sitja í sal og á svölum hafi neitt ákvörð- unarvald um lag og fyrirkomulag áhorfendasvæðis eða hvar yfirhafn- ir þeirra eru geymdar meðan á leiksýningum stendur. Til þeirra kasta kemur líklega þegar farið verður í síðari áföngum byggingar Þjóðleikhússins, að ráðskast með svið og allan þann umbúnað sem að leiklist lýtur. En leikþátturinn Opinn fundurfjallaði eingöngu um áframhaldandi Þjóð- leikhúsbyggingu frá sviðsbrún fram í anddyri. Lítið miðar í samkomulagsátt varðandi hvernig Þjóðleikhús á að líta út eða hvenær verður ákveðið hvort svalir verða einar eða tvenn- ar og ekki einu sinni hvort leikhús- ið á að verða dýrt eða billegt. Beðið var um listrænt mat á þessuni atriðum en þá fer sem oftar að svo er margt sinnið sem skinnið og matsgjörðin eftir því. Um hitt blandast engum hugur að Svavar Gestsson fór afbragðsvel með hlutverk menntamálaráð- herra í Opnum fundi, þótt enginn viti hvernig þeim leikþætti lauk, fremur en hvort Þjóðleikhúsið er enn á byggingarstigi. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.