Tíminn - 10.01.1990, Page 8

Tíminn - 10.01.1990, Page 8
8 Tíminn Miðvikudagur 10. janúar 1990 Miðvikudagur 10. janúar 1990 Tíminn 9 — & A . - I|P . ■ ú\r-‘ W; ' Skilyrði veðurguðanna til ad gera grídarlegan óskunda voru heppileg í fyrrinótt med suðvesturströnd landsins í gær. Stórstreymt var og eftir langvinna sud-austan átt brast á stormur að suð-vestan og eyðileggingin lét ekki á sér standa. Það var hins vegar tilkomumikið að líta brimið í skerjagarðinum utan við Stokkseyrarfjörur þegar birti af degi í gær. Tímamynd Ámi Bjarna. Farviðri og brim rústuðu þorp við suðurströndina Eftir Stefán Ásgrímsson Hrikalegar náttúruhamfarir gengu yfir Suðurland s.l. nótt. Bæði var veðurhæð mikil og stórstraumsflóð en svo var einnig um svipað leyti árs 1977 þegar svipaðar hamfarir gengu yfir og ollu skemmdum við suðvestanvert landið. Þá tók báta upp í höfninni á Eyrarbakka og bar þá langt upp á land. Að þessu sinni voru engir bátar í höfninni enda eins gott. Veðurhæð var í óveðrinu að þessu sinni mun meiri en árið 1977 og stormur stóð einnig miklu lengur. En að þessu sinni er höfnin ónýt. Sjálfur hafnargarðurinn hefur tæst upp og brimgarðarnir hafa meira og minna trosnað í sundur og gengið á land upp og er illfært um nágrennið vegna stórgrýtis. Þá var og mikill sjór á mörgum götum Eyrarbakka og Stokkseyrar í gærdag. í fyrrinótt mældist meðalölduhæð í nágrenni Surtseyjar 16,7 metrar og suð- vestanrok og stórstraumsflóð var. Allt þetta hjálpaðist við að leggja að verulegu leyti í rúst atvinnufyrirtæki, hús og garða, vegi og götur Eyrarbakka og Stokkseyrar. Dapurleg aðkoma Aðkoman var dapurleg í gær. Allstað- ar var sjógangur, húsarústir, aur, grjót, þari og dauðir fiskar. Hjálparsveitir voru kallaðar út um kl. Stefán Ásgrímsson Árni Bjarnason 002 í nótt og þær voru enn að störfum síðla dags í gær. Þá var löngu búið var að bjarga fólki úr húsum sem næst standa sjávarkambinum. Hins vegar voru hjálparsveitir önnum kafnar við að dæla úr kjöllurum húsa, negla fyrir brotna glugga og hemja lausar járnplötur og drasl sem fauk um og olli enn frekari skemmdum. Að Búðarstíg 5 á Eyrarbakka var Sigurður Ingólfsson húseigandi ásamt hjálparsveitarmönnum að dæla sjó og auri úr kjallara hússins. Húsið er nýlega endurbyggt og kjallarahurðin þétt og vel frá henni gengið. Sigurður vakti alla stormnóttina og byrgði fyrir kjallara- gluggana og kom í veg fyrir að kjallarinn fylltist. Að sögn Sigurðar var stöðugur sjó- gangur yfir húsið og grjót gekk á því látlaust alla nóttina. Svo furðulega heppilega vildi þó til að rúðurnar sluppu og héldu. Járnklæðningin á húsinu er hins vegar öll skröpuð og beygluð eftir áganginn. Þakiðaf Þakið á fiskverkunarhúsi Bakkafisks á Eyrarbakka fór af í heilu lagi að einum þriðja hluta og auk þess lamdi sjórinn og vindurinn útvegginn til suðurs niður á þeim kafla sem þakið fór af. Þakið tókst á loft og lenti á hvolfi inni í porti við norðanvert húsið fast upp við vegg húss sem þar stendur, án þess þó að snerta það. Að undanförnu hefur verið unnið við að lagfæra frystihúsið og þakið sem fauk var nýtt og höfðu smiðir unnið við að einangra það og klæða í fyrradag, rétt áður en óveðrið dundi yfir. Auk þess var verið að setja upp nýja vinnslulínu fyrir kola í húsinu og var ætlunin að hefja vinnslu í því í febrúar n.k. Af því getur nú ekki oröið. Magnús Karel Hannesson oddviti á Eyrarbakka sagði að skemmdir hefðu orðið verulegar og mestar þar sem sjóvarnargarðar gáfu sig. í haust var talsvert unnið við að endurbæta garðana, einkum í vestasta hluta þorpsins og sagði hann að hinir endurbættu garðar hefðu staðist fullkomlega. Hins vegar hefðu þeir hlutar garðsins sem ekki var búið að laga að fullu, eyðilagst og borist upp á land. „Þetta sýnir og sannar þörfina á öflugum sjóvarnargörðum hér,“ sagði Magnús Karel. Veginn milli Stokkseyrar og Eyrar- bakka tók af á stórum kafla við Gamla- Hraun. Þá rofnaði sjóvarnargarður við bæinn á nokkrum stöðum og sjór og túnin kring um bæinn eru að mestu þakin grjóti og því ónýt. Þá braut sjórinn sér leið inn í hesthús þar á bænum, fyllti það og sprengdi sér leið út um vegginn á móti og tók vegginn með sér í leiðinni. Nokkrir hestar sem voru í húsinu sluppu með skrekkinn og voru furðu rólegir í gær, en þá var bóndinn, Einar Magnús- son og heimilisfólk hans búið að tjasla veggjum hússins saman þannig að hross- in höfðu sæmilegt skjól fyrir storminum. Kjallara íbúðarhússins fyllti af sjó og þar eyðilagðist frystikista full af mat auk ýmissa innanstokksmuna og bókasafns sem þar var geymt meðan unnið var að þvf að innrétta tvær hæðir íbúðarhússins. Sjórinn tók einnig dráttarvél, mykju- dreifara og stóra hestakerru sem stóð á hlaðinu og bar út á tún þar sem nú er djúpur sjór. Þá gekk sjór yfir bæjarhlað við gafl íbúðarhússins og gróf hann hlaðið niður undan bíl sem þar stóð og lá hann í gær á hliðinni í skurði sem sjórinn hefur grafið. Gífurlegt tjón Margrét Frímannsdóttir oddviti á Stokkseyri sagði að tjón af óveðrinu skipti sennilega tugum milljóna. Hún sagði að tjón væri augljóslega miklu meira en var í óveðrinu 1977 og vart hægt að líkja þessum veðrum og af- leiðingum þeirra saman. Hús Margrétar stendur upp við sjó- varnargarð sem endurbyggður var eftir óveðrið 1977. Hún sagði að hann hefði staðið sig fullkomlega en aðrir hlutar garðsins beggja vegna húss hennar hins vegar gefið sig og stórkostlegar skemmd- ir orðið á húsum vestan við hennar hús. Fjöldi húsa á eru stórskemmd eða ónýt. Þetta á einkum við hús á sjávar- kambinum þar sem sjór og grjót hefur lamið rúður og veggi og vaðið inn í húsin. Um er að ræða bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Eyrarfiskur; Harðfiskverkun og fryst- ing Jóns Haraldssonar og konu hans var í húsi á Stokkseyri sem þau höfðu nýlega endurbyggt og bætt við. Það var ágætlega búið tækjum þangað til í nótt. Nú er það gersamlega ónýtt. Brimið hefur barið niður veggina þannig að húsið stendur varla uppi lengur. Þá hefur grjót og aur borist inn á gólfin. í fyrrakvöld höfðu eigendurnir keypt inn verulegt magn af fiski sem ætlunin var að hefja vinnslu á í gærmorgun. Sá fiskur er nú grafinn undir stórgrýti og auri þar sem áður var vinnslusalur. Frystigeymsla þar sem talsvert var af unnum fiski brotnaði niður og lagðist saman. Það sem þar var inni eyðilagðist ailt. Þá var einnig umtalsvert magn af unnum og pökkuðum harðfiski í kæli- geymslu. Hann er líka allur ónýtur. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.