Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. janúar 1990 Tíminn 13 nr FUF viö Djúp Rabbfundur með Pétri Sigurðssyni, formanni Alþýðusambands Vestfjarða, sunnudaginn 14. janúar kl. 17 í Framsóknarhúsinu á ísafirði. Stjórnin. Nefnd um friðlýsingu Norður-Atlantshafsins Nefnd fulltrúaráðs framsóknarfélaganna um frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins er boðuð til fundar í Nóatúni 21 laugardaginn 13. janúar kl. 10.30. Guðmundur G. Þórarinsson formaður Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Guömundur G. Þórarinsson Rangæingar - Félagsvist Félagsvist að Hvoli sunnudaginn 14. jan. Síðasta umferð í 3ja kvölda keppni. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun helgarferð til Akureyrar fyrir 2 að verðmæti 25.000.-. Mætum vel. Framsóknarfélag Rangæinga Félagsvist Borgarnesi Spiluð verður félagsvist í Félagsbæ, húsi verkalýðsfélags Borgarness við Borgarbraut föstudaginn 12. jan. n.k. kl. 20.30. ATH.: Breyttan spilastað. Framsóknarfélag Borgarness Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Halldór Stefán Keflavík Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Keflavík mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Tillögur kosninganefndar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Viðtalstími LFK Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, fimmtudaginn 18. jan. kl. 16-18. Sími 91-24480. Stjórn LFK Drífa Sigfúsdóttir Framsóknarfólk Húsavík Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 13. janúar kl. 10.30 í Garðari. Fundarefni: 1. Kosningaundirbúningurinn. 2. Önnur mál. Félagar, fjölmennið. Framsóknarfélag Húsavíkur. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriöjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. SPEGILL Astaratlot á almannafæri Kvikmyndaleikarar eru yfirleitt tilfinningaríkt fólk svo sem sjá má af myndum sem hinir ágengu ljósmyndarar smella af þeim við öll tækifæri. Sumir verða miður sín af átroðn- ingi blaðamanna og ljósglömpum frá myndavélum, og ósjaldan kem- ur það fyrir að einhver skapbráður leikarinn ræðst á ljósmyndara og reynir að eyðileggja vél og filmu. Aðrir láta sér vel líka og hugsa um frægðina, sem fleyti þeim áfram á framabraut, og því fleiri myndir og untsagnir í blöðum, því betra. í nýju blaði frá Ameríku sáum við nýlega nokkrar atlota-myndir, sem ljósmyndari nokkur hafði tínt saman til birtingar. Hann sagði þetta vera innilegustu myndirnar úr safninu sínu fyrir árið 1989. Popparinn Elton John gat ekki stillt sig um að kyssa Sylvester Stallone í partíi eftir hljómleika í Los Angeles í ágústmánuði sl. ár. Cher og Richie Sambora rokkari og „dúkkudrengur“ horfast hrifin í augu þegar þau voru á hátíð þar sem úthlutað var plötuverðlaun- um. Ryan O’Neal í keleríi við sambýliskonu sína, Farrah Fawcett. Þau eru hér á frumsýningu á mynd Ryans „Chances Are“ og hann virðist vera að hlusta eftir því hvort myndin hafi örvað hjartsláttinn hjá Farrah. Melanie Griffith kom til að fylgjast með hraðbátakeppni sem maður hennar, Don Johnson, tók þátt í. Hún hafði þá nýverið alið honum dótturina Dakota Mayi. Hér er Melanie að óska Don góðs gengis í keppninni. Bruce Willis sýnir Demi Moore, konu sinni, ástaratlot í „Oscars- veislu“ í Hollywood í inars sl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.