Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NTJTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUMIANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 C^BILASr. ÞRÚSTUR ftfl.tíf\,jctf\ VANIR MENN Tímiiiii FÖSTUDAGUR12. JANÚAR 1990 Félagsmálaráðherra segir sterk rök þurfa ef ríkisvald og Alþingi ætli að ganga gegn vilja Kópavogs eða Reykjavíkur varðandi breytingu á lögsögumörkum: „ l»að þurfa að vera sterk rök að baki ef ríkisvaldið eða Alþingi ætlar að ganga gegn vilja annars sveitarfélagsins og breyta lögsögumörkum með lagaboði. Ef slíkt er gert án þess að brýn almannaheill krefjist, er ekki hægt að segja annað en að það sé gróf íhlutun í sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsforræði sveitarfélaga," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra þegar hún var spurð hvort að hún myndi flytja frumvarp um að breyta lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur. í síðustu viku gerðu Reykjavík- urborg og Magnús Hjaltested, ábúandi á Vatnsenda, með sér samning um kaup á jörðinni Vatns- enda. Hún er sem kunnugt er innan lögsögumarka Kópavogs. Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í Kópavogi og Heimir Pálsson formaður bæjarráðs hafa gefið yfir- lýsingar um að Kópavogur muni aldrei fallast á að gerðar verði breytingar á lögsögumörkum sveit- arfélagsins. í sveitarstjórnarlögum segir að sveitarfélög skuli semja sín á milli um breytingar á lögsögu- mörkum. Náist ekki samkomulag getur Alþingi breytt lögsögu- mörkunum. Félagsmálaráðherra telur eins og áður segir að slík afskipti Alþingis Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. séu mjög óæskileg og segist ekki geta staðið að því að flytja slíkt mál. Fyrir um tveimur árum flutti félagsmálaráðherra frumvarp um að tekið yrði eignamám í hluta af Vatnsendajörðinni. Jóhanna var spurð hvort hún myndi flytja sam- bærilegt frumvarp á næsta þingi. Hún sagði að þetta mál væri ekki komið inn á hennar borð ennþá. Hún sagði að á sínum tíma hefði verið veitt eignarnámsheimild í Vatnsenda vegna þess að erfða- skráin leyfir ekki að jörðin sé seld öðruvísi en að Alþingi veiti slíka heimild. Lögfræðingar sem Tíminn hefur rætt við segja að andi eignarnáms- laganna sé þannig að land skuli aðeins taka eignarnámi ef ekki náist samningar um verð og ef seljandi vill ekki selja landið. Ekki er um slíkt að ræða í þessu tilfelli því þegar hefur verið gerður samn- ingur um kaupin. í stjórnarskránni segir að ekki megi taka eign eignar- námi nema að almannaheill krefjist þess. f>að er Alþingis að skilgreina hvenær almannaheill leyfir eignar- nám. Heimir Pálsson formaður bæjar- ráðs Kópavogs spurði í frétt í Tímanum síðastliðinn laugardag hvort almannaheill krefðist þess að Reykjavík kaupi byggingaland Kópavogs? Þessi spurning um al- mannaheill verður að skoðast í ljósi þess að Kópavogur hefur ekki haft uppi áætlanir um að byggja í landi Vatnsenda næstu 25 árin. -EÓ í ALLIÐ FRA Horfur eiru á að engin prófkjör verði höfð fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Sjálfctæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalistl hafa þegar tekið ákvörðun um að viðhafa ekkí prófkjðr. Alþýðuflokkur og Ai- þýðubandalag munu á næstu dög- um taka ákvörðun um hvernig staðið verður að vali frambjóðenda á lista. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfiokksins felldi í fyrrakvöld tiiiögu frá ungum sjálfstæðismönnum um að viðhafa þrófkjör. Atkvæði féllu þannig að 136 höfnuðu prófkjöri, en 90 studdu það, 4 seðlar voru auðir. Árai Sigfússon borgarfulltrúi bar upp tillögu um að viðhafa prófkjör. Árni sagði (samtali við Tímann að menn hefðu metið stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til að efna til prófkjörs að þessu sinni. Hann sagðist ekki vera sammála þessu mati, en myndi að sjálfsögðu sætta síg víð niðurstöðu fulltrúaráðsins. Árm taldi hugsanlegt að það hefði haft einhver áhrif á niðurstöðuna að allir núverandi borgarfulltrúar flokksins hyggjast sækjast eftír endurkjöri. Fulltrúaráð Framsóknarflokks- ins í Reykjavík samþykkti fyrir alllöngu að láta uppstillingarnefnd gera tillögu um hvernig listi flokks- ins verður skipaður við kosning- arnar { vor. FuIItrúaráðið mun síðan samþykkja endanlega skipan listans. Alger eining var innan fulltrúaráðsins um að hafa þennan hátt á fyrir þessar kosningar. Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík mun.halda fund fyrir næstu mánaðamót þar sem ákvörð- un verður tekin um hvort viðhaft verður práfkjör við val á frambjóð- endum á lista flokksins. Búið er að feila úr lögum félagsins ákvæði um að skylda sé að hafa prófkjör. Þjóðmálafélagið Birtíng, sem starf- ar innan Alþýðubandalagsins, hélt fund í gærkvöldi um borgarstjórn- arkosningaraar og sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna. Birting hefur enn ekki gefið upp alla von um að hægt verði að berja flokkana saman í eitt framboð. Minnkandi iíkur eru taldar á að af slíku verði. Konur ( Kvennalistanum hafa verið að vinna að framboði á undanföraum vikum. Hugsanlegt er talið að viðhöfð verði einhvers konar óformleg skoðanakonnun við val á frambjóðendum á lista, en ekki verður farið út ( hefðbundið prófkjör. Engin ákvörðun hefur verið tek- in um hvort Borgaraflokkurínn í Reykjavík býður fram við borgar- stjórnarkosningarnar, en ákvörð- un um það verður tekin á næstu dögum eða vikum. -EÓ Harður árekstur varð milii tveggja bifreiða á gatnamótum Breiðhoítsbrautar og Suðurlandsvegar, við Rauðavatn uin hálf funm í gær. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Báðir bílamir skemmdust mjög mikið og voru þeir fluttir á brott með kranabfl. -ABÓ/Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.