Tíminn - 17.01.1990, Qupperneq 3
. Miðvikudagur 1.7. janúar,1990
Tfminn '3
Samið um
fiskverð
Samningar náðust í fyrradag í
fiskverðsdeilu sjómanna og útgerð-
arinnar á Fáskrúðsfirði og var samið
um 7,5% hærra verð en fiskverð
Verðlagsráðs. Áður höfðu náðst
samningar á Eskifirði og Vopnafirði
á svipuðum grunni.
Hinn 1. febrúar mun taka til starfa
nefnd sem mun meta meðalverð á
fiski frá mismunandi landshlutum.
Þrítugasta og áttunda þing
Norðurlandaráðs verður
haldið í Reykjavík innan
skamms:
Þúsund manna
þing í febrúar
Þrítugasta og áttunda þing
Norðurlandaráðs verður haldið í
Reykjavík dagana 27. - 30. febrúar
næstkomandi. Áætlað er að fulltrúar
á þinginu og starfsfólk þeirra verði á
bilinu 800 - 1000 manns, þar af 600
- 700 frá öðrum Norðurlöndum.
Þingið verður hálfum degi styttra en
venjulega, vegna þess að á síðasta
ári voru haldin tvö aukaþing Norður-
landaráðs.
Mánudaginn 26. febrúar verða
fundir í öllum fastanefndum ráðsins.
Sjálft þingið verður haldið í aðalsal
Háskólabíós, en auk þess verða
nefndafundir í nýju sýningarsölun-
um þremur sem verða orðnir tilbúnir
og í fundarsölum Hótel Sögu. - ÁG
Fundað um
gróður-
húsaáhrif
í dag gengst fslenska vatnafræði-
nefndin fyrir námstefnu um gróður-
húsaáhrif og veðurfarsbreytingar af
mannavöldum. Samstarfsaðilar eru
aðstandendur nefndarinnar: Háskóli
íslands, íslenska vatnafræðafélagið,
Orkustofnun, Landsvirkjun, Vatn-
sveita Reykjavíkur og Veðurstofa
íslands.
Aðalfyrirlesari verður þekktur
bandarískur vísindamaður á sviði
veðurfarslíkana, dr. Warren Was-
hington frá National Center for
Atmospheric Research í Boulder
Colorado. Hann hefurstaðið í farar-
broddi fyrir þróun og tölvukeyrslu
veðurfarslíkana til að líkja eftir
áhrifum af aukningu koltvísýrings í
umhverfinu, þar sem tekið er tillit til
samspils hafsins og andrúmsloftsins,
og eru fyrstu niðurstöður eins og þær
birtast í nýlegum vísindatímaritum
mjög áhugaverðar. Einkum má þar
nefna vísbendingar um tímabundna
kólnun á N-Atlantshafssvæðinu.
Jóhann er
sterkastur
Gefinn hefur verið út listi yfir
sterkustu skákmenn á íslandi í dag.
Tíu efstu eru:
Jóhann Hjartarson 2605 stig
Margeir Pétursson 2580 stig
Jón L. Árnason 2565 stig
Helgi Ólafsson 2540 stig
Friðrik Ólafsson 2530 stig
Karl Þorsteins 2505 stig
Guðmundur Sigurjónsson 2460 stig
Hannes H. Stefánsson 2460 stig
Þröstur Þórhallsson 2415 stig
Björgvin Jónsson 2385 stig.
STRÖNDIN
HREINSUD
Framkvæmdir eru hafnar við
endurbætur á skolplagnakerfinu á
suðurströnd Reykjavíkur. Fram-
kvæmdir við norðurströndina eru á
lokastigi og var ákveðið að bíða
með frekari framkvæmdir þar og
taka fyrir suðurströndina.
Byrjað er á að leggja lögn sem
liggur frá svokölluðu Háskólaræsi
við enda flugbrautarinnar og eftir
strandlengjunni út undir Faxaskjól
og á hún að vera tilbúin í árslok.
Önnur lögn verður svo lögð frá
enda Fossvogsræsis og að Háskóla-
ræsinu. Dælustöðvar eru tvær á
þessu svæði, önnur við stöð Skelj-
ungs í Skerjafirði en hin við Faxa-
skjól. Að lokum verður lögn lögð
yfir nesið, yfir á Eiðisgranda, þar
sem verður hreinsistöð og dælistöð
sem dælir vatninu 4-5 kílómetra á
haf út. SSH
STAÐGREÐSLA 1990
SKATTHLUTfALL OG
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ÁRÐ1990
ALMENNT SKATTHLUTFALL
ER39,79%
SKATTHLUTFALL BARNA
UNDIR 16 ÁRA ALDRIER 6%
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ER20.850 KR. Á MÁNUÐI
SJÓMANNAAFSLÁTTUR
ER 575 KR. Á DAG
LAUNAGREÐANDA ER ÓHEIMILT
AÐ FÆRA ÓNÝTTAN
PERSÓNUAFSLÁTT MILLIÁRA
(Þ.E.FRÁ 1989 VL 1990)
Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný
skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber
hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar
við útreikning staðgreiðslu.
Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem
fram kemur á skattkorti hans.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI