Tíminn - 17.01.1990, Page 7
Miðvikudagur 17. janúar 1990
Tíminn 7
lllllllllllll VETTVANGUR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^
Þorsteinn Daníelsson:
Virðing valdhafanna
Laugardaginn 23.12.1989 er í Tímanum viðtal við forseta
Sameinaðs Alþingis, Guðrúnu Helgadóttur. Hún segir:
„Ég held að fólk geri sér það ekki Ijóst hvað það er í raun
alvarlegur hlutur að þjóðin virði ekki þingmenn sína.“ Hún
segir að það sé þjóðinni sjálfri að kenna ef þingmenn séu
ómögulegir, því þjóðin kjósi þingmennina. Þá þykja henni
það mikil forréttindi hjá einni þjóð að eiga sitt eigið þing.
Þjóðin kýs þingmennina, það er
rétt. En varla hefur það farið
framhjá Guðrúnu að eitt er fram-
bjóðandi og annað þingmaður og
er oft langt á milli. Ekki snýr sama
hliðin upp á manni í stjómarliði og
sama manni í stjómarandstöðu.
Lítið fer fyrir því að stjómarlið og
stjómarandstaða leggi sig mikið
fram við að auka á virðingu and-
stæðinganna í augum kjósend-
anna. En þing og þingmenn eigum
við að virða hvað sem þeir segja og
hvað sem þeir gera, eða hvað?
Til dæmis að lögleyfa áfenga ölið
og að löghelga verkföll opinberra
starfsmanna ríkis og bæja og þar
með að afnema að mestu lög í
landinu þegar illkvittin ágimdin
grípur forystufólkið. Virðisauka-
skatturinn gekk í gildi um áramót-
in. 3. janúar kom olíubíll til mín
með kveðju frá Gregory. Á nýárs-
nótt hafði áfengi lækkað í verði en
kyndingarolían mín hækkað um
4,60 lítrinn.
Guðrún segist verða vör við að
menn reki upp stór augu þegar hún
segir þeim að á Alþingi vinni á
annað hundrað manns fyrir utan
alþingismennina. Ekki veit ég
hvort þar em taldir aðstoðarráð-
herrar og ráðherrabílstjórar. Hvað
þarf marga menn til að stjóma
þessum rúmlega 250 þúsund ís-
lendingum? Hvað borgar ríkið
mörgum á skrifstofum ráðuneyt-
anna og hvað em margir á ríkis-
launum í kringum forsetaembætt-
ið? Hvað hefur þetta fólk allt að
gera með allar sínar afkastamiklu
tölvur og aðrar bestu vélar? Ekki
þarf að efast um að allt er af
nýjustu og dýmstu gerðum, Islend-
ingum hæfir ekki annað!
Áður hafði Guðrún sagt að þing-
menn íslenskir, sem til útlanda
fara, yrðu sóma landsins vegna að
vera á fyrsta flokks hótelum og
ekki geti þeir lifað þar á neinu
sjoppufæði, eins og óbreyttir ferða-
langar og skammlausum fötum
verða sendimenn Alþingis að
búast, hvort sem hafa efni á því
eða ekki.
Hitt skiptir víst ekki eins miklu
máli þótt þingmenn og stjóm kunni
ekki einföldustu reglur efnahags-
mála, sem er og hlýtur að verða
áfram að ekki sé eytt meim en
aflað er. Og þó að flest virðist á
gjaldþrotsbarmi vegna alþingisað-
gerða á maður samt að bera virð-
ingu fyrir Alþingi og alþingismönn-
um sem nú síðustu daga hafa verið
að samþykkja fjárlög með meira
en 3 1/2 milljarðs halla. Reynsla
áranna segir manni að sá halli
aukist til muna í meðförunum.
Hver stjómar annars hverjum
hér á landi? Hve lengi er hægt að
halda áfram á þessari braut? Nú
sitja einhverjir fyrirmenn í samn-
ingamálum á fundum og reyna að
hugsa af viti um hvernig hægt sé að
Hver stjórnar annars
hverjum hér á landi?
Hve lengi er hægt að
halda áfram á þessari
braut?
láta sér duga að mestu það kaup
sem nú er greitt en „kjörin" svo-
nefndu batni samt með því að
iækka vexti og vöruverð og koma í
veg fyrir hækkanir á opinberum
gjöldum ríkis og bæja. Ekki virðast
allir tilbúnir að vinna að málum á
þennan hátt. Félag nokkurra bíl-
stjóra boðar verkfall um miðjan
janúar verði kaup þeirra ekki
hækkað um helming, Reykjavíkur-
borgarstjóm ætlar að hækka raf-
magn til sinna manna nú um ára-
mótin, hvað sem landstjórnin segir
og einhverjir fleiri fylgja með, þar
á meðal stjómin sjálf, eins og nýi
olíuskatturinn minn sýnir. í janúar
1989 kostaði olíulítrinn á tank 9,00
krónur en nú 19,50 krónur. Ein-
hverjir hafa fengið vinnu við að
athuga vegagerð þversum undir
Hvalfjörð, þeir eiga víst flestar
athuganir eftir, en þó er búið að
koma því til réttra yfirvalda að
þetta muni verða fjárhagslega
hagstætt. Þá er hjá einhverjum
vinnings von. Hitt er hægt að
reikna einhvem tíma seinna hvað
það ævintýri kostar. Ekki er nein
hætta á álitstjóni þeirra sem áætl-
anir gera þótt þær standist engan
veginn, það er ekki ætlast til slíkra
hluta hér á landi.
Og alltaf em fyrirmenn þjóðar-
innar að finna ný og ný fjöll sem
eru fyrir og þá er að bora gat á þau,
svo menn hafi sæmilegan veg þegar
útkjálkarnir verða endanlega yfir-
gefnir og hvönnin fær að vaxa í
friði, Ómari og öðmm kaupstaðar-
búum til augnayndis.
BÓKMENNTIR
Skuldaskil
Lífsbók Laufeyjar
Ragnheiður Davíðsdóttir skráði
Útgefandi Frjálst framtak
Útgáfuár 1989
185 bls.
Er ekki hugrekki það að standa
helst með þeim sem lítið megnar eða
ekkert, en síst með hinum sem mest
mega sín og hafa ekkert fyrir sér um
þetta annað en vald eða getuleysi
þess sem til máls er kvaddur? Margir
kannast við „ömmu“ unglinganna á
Hallærisplaninu, Laufeyju Jak-
obsdóttur, færri þekktu sögu þessar-
ar merku konu uns lífssaga hennar
kom út á síðasta ári. Einkenni
þessarar ágætu bókar er hugrekki
aðalpersónunnar og sannfærandi
efnismeðferð. Bókina skráði Ragn-
heiður Davíðsdóttir og treður sér
hvergi milli lesanda og efnisins; sjálf
hefur viðmælandi hennar Laufey
sérstakt lag á að troða ekki öðmm
um tær. Hún gerir Ragnheiði grein
fyrir ævi sinni og viðhorfum til lífsins
og samferðarfólks síns og virðist
hver kvistur geta notið sannmælis
hjá Laufeyju, hversu kynlegur sem
er, og yfirleitt flest kvikt hvaða nafni
sem nefnist - nema kerfis- og
kreddubundin yfirvöld; andúð
Laufeyjar á slíkum fyrirbæmm virð-
ist vera eins konar náttúruvit eftir
bókinni að dæma.
Við hin bendum „ráðamönnum“
á hvar þeirra sé helst þörf og þegar
verst gegnir vísum við þeim í verri
staðinn, Laufey labbar af stað sjálf
þegar henni þykir nokkurs þurfa.
Það vissu margir af þessum klósett-
verði í Grjótaþorpinu, færri komu
saman manneskju og starfi, fæstir
vissu þó að Laufey hóf starfið á
klósettinu kauplaus og undir þeirri
kvöð að hún legði sjálf til hreinlætis-
vömmar. Henni þótti ekki annað
við hæfi en konur gætu brugðið sér
afsíðis í miðbænum á kvöldin fyrst
þær á annað borð vom á ferðinni svo
mikið sem raun bar vitni. Svo var
farið að meta þetta starf hennar til
fjár þegar út spurðist. í augum
Laufeyjar em, eftir því sem virðist,
ailir jafnir og heldur aumir en enginn
svo aumur að gera eigi að vonarpen-
ingi til frambúðar. Hún ámælir ekki
rónum fyrir ástríðu þeirra heldur
okkur hinum fyrir að stika ekki út
reit handa þessum áhugamönnum
um áfengi til að drekka það í friði og
spekt. Laufey kaus snemma að vinna
með Kvennalistanum og hún var
einn stofnandi Kvennaframboðsins.
Telur að í þessum samtökum geti
hún helst unnið að framgangi sinna
hjartans mála, sem eru samhjálp
öllum til handa er þurfa, sjúkum,
öldruðum, börnum og unglingum
þeirra hópa samfélagsins sem erfið-
ast eiga með að bera hönd fyrir
höfuð sér.
Hvers lags góðsemi er þetta? Af
hverju stendur konan í þessu ár frá
ári? Er hún svona trúuð? Ekkert
slíkt er gefið til kynna í „Lífsbók
Laufeyjar". önnur skýring er nær-
tækari, og verður lesin út úr góðri
mannlýsingu. Laufey þekkir vel
eymd mannanna, þörf okkar allra
fyrir sjálfsvirðingu svo háð sem sú
virðing er mati annarra á okkur, hún
býr síður en svo ein að þessari
þekkingu á virðingarþörf manna og
ófullnægju - en virðing Laufeyjar
fyrir manneskjunni ber af, hvemig
sem á stendur og hvernig sem á því
stendur, sú virðing er fágætur hæfi-
leiki. Að sama skapi er mikils virði
á okkar tíð að vera aflögufær um
ástúð í annars manns garð (vorkunn-
semi er annað). Linnulaust brim-
gnauð tómleikans í lífi okkar venju-
legra síðgotunga íslenskrar sveita-
menningar á tuttugustu öld, svarr-
andi nöldur og talnafár okkar dag-
lega fjölmiðlafárs vitnar um fátt
annað en þörf okkar fyrir manneskj-
ur eins og hana Laufeyju.
í bókarlok segir Laufey okkur frá
draumum sínum um betra mannlíf.
„En hvort sem draumur minn rætist
eða ekki hef ég verið og verð alla tíð
þeirrar skoðunar að mér beri að
styðja við bakið á þeim sem um sárt
eiga að binda - það er skuld mín við
lífið og ef mér tekst að greiða hana
til fulls - get ég kvatt þetta líf með
góðri samvisku.“
Hvemig stofnaðist til þvílíkrar
skutdar? Það veit ekki sá lesandi
sem hér vitnar um merkilega bók, en
furðuleg er sú ástarsaga sem sögð er
í fyrri hluta „lífsbókarinnar" af for-
eldrum söguhetjunnar. Freistandi er
að ætla af skilmerkilegri frásögn að
þá gjöf sem móðir hennar hélt eftir
og ekki gat gefið manni sínum fyrr
en honum var orðið um megn að
taka við henni hafi Laufey goldið
okkur hinum með lífi sínu. Laufey
lýsir foreldrum sínum í fáum en
skýrum dráttum og má lesa í málið
dramatísk örlög þessa fólks. Móður
Laufeyjar, Þuríði Björnsdóttur, er
lýst sem afar stoltri og skapmikilli
konu, í ætt við persónur íslendinga-
sagna. Jakobi, föður sínum, lýsir
Laufey sem viðfelldnum og
skemmtilegum, félagslyndum
manni, hjálpsömum og þesslegum
að geta orðið öðrum stoð í bágindum
þeirra. Persónuleiki Þuríðar var í
ætt við íslendingasagna en ástarlíf
þessara tveggja ólíku persóna minnir
jafnvel enn frekar á grískan harm-
leik. Laufey var skilnaðarbarn en
hún man þó óljóst til annars tíma og
tilefnið að því er helst virðist að
móðir hennar gat ekki fyrirgefið
föður hennar að hann náði að íþætt-
ast tilfinningum hennar, þegar hið
minnsta tilefni gafst skellti hún (lás
og lokaði sig þar með inni með ást
sína. Hún er bókstaflega ógleyman-
leg lýsingin, svo stuttorð sem hún er,
af því þegar þessi kona, Þuríður,
eftir langa ævi í þvílíkri sálfarslegri
útlegð úthellir yfir manninum látn-
um þeirri ást sem hún' hafði neitað
báðum um svo lengi. Eru það ekki
meinlokur sem þessi sem gera börn
að steinum og skapa mönnum örlög
fyrir lífstíð? Svo einkar íslenskar
sem þær eru.
Laufey var allt frá fyrstu tíð afar
(hænd að föður sínum og hélt alla tíð
góðu sambandi við hann þrátt fyrir
skilnað foreldranna, eftir því sem
hún hafði tök á, og þær fjarlægðir
sem í milli þeirra voru. Hann brýnir
fyrir börnum sínum sex, Laufey
næstyngst, umhyggju fyrir öllu lífi,
jafnvel flugunum í gluggakistunni í
baráttu við ósýnilegt gluggaglerið.
Eftir skilnaðinn dvaldi Laufey fyrst
á annað ár hjá móðurforeldrum
sínum í Borgarfirði eystra, þeirri
álfabyggð, fluttist síðan til móður
sinnar sem þá var orðin ráðskona
hjá bónda í Flóanum syðra. Þar
upphófst og varði öll hennar æskuár
togstreita þeirra tveggja bama Jak-
obs og Þuríðar, sem þar dvöldu, við
durgslegan bóndann um ást móður-
innar - að því er Laufeyju fannst þá
og eftir á. Ljóslifandi myndum er
brugðið upp af bændum og lífinu í
Flóanum á þessu skeiði. Og það er
þá sem fer að bera á næmleika
Laufeyjar á bágindi manna og mál-
leysingja. Hugrökk og dugleg var
hún frá því fyrsta sem sjá má af
ferðum hennar um Njarðvíkurskrið-
ur barn eystra á vit föðurfólks síns.
Laufey giftist ung og virðast hafa
valist saman hóflega ólíkar persónur
í það sinnið og fylgt hjúskapar- og
barnalán, þau eru átta, upp á gamla
mátann, sex starfa við aðhlynningar-
störf af einhverju tagi. Svona er að
stíga skrefinu lengra en hin þjóðlega
kergja býður og hafa vit til að mæta
þeirri óvissu sem fylgir. Veggir
hrynja og hnútar rakna svo sem af
sjálfu sér. Og gamla orðatiltækið að
maður sé öðrum vargur verður hé-
giljan hrein.
Hafi þær stöllur verið í vafa um
hvort ævisaga alþýðuhetjunnar
Laufeyjar Jakobsdóttur ætti erindi á
bók til jafns við annarra sem meiri
hafa metorðin, þá tel ég að mun
betur hafi verið farið en heima setið
í þessum efnum. Það er ekki aðeins
ævilýsing Laufeyjar sem gefur bók
þessari gildi heldur og ekki síður þær
mannlífsmyndir sem hún bregður
upp af samferðarfólki sínu með
aðstoð ritarans Ragnheiðar, myndir
séðar frá sjónarhorni sem ekki er of
mikið beitt í íslenskum bókum.
Ragnheiður Davíðsdóttir hefur
unnið verk sitt af augljósri virðingu
og næmleika fyrir verkefninu. Hún
er hvergi ágeng en kemur sjálf fram
í ágætum inngangi og eftirmála.
Frágangur af hálfu útgáfunnar er
góður, nema nokkuð vantar á að
prófarkalestur geti talist vandaður.
María Anna Þorsteinsdóttir