Tíminn - 17.01.1990, Qupperneq 13

Tíminn - 17.01.1990, Qupperneq 13
Miðvikudagur 17. janúar 1990 Tíminn 13 Árnesingar Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík Hið árlega þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 27. janúar n.k. í Norðurljósasal Danshallarinnar (Þórs- Heiðursgestir verða frú Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, sem jafnframt flytur ræðu kvöldsins. Aðgöngumiða- og borðapantanir eru í síma 24480 (Þórunn). Verð aðgöngumiða kr. 2.500,-. (Greiðslukortaþjónusta) Framsóknarfélag Reykjavíkur. Guðni Ágústsson Jón Helgason Unnur Stefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími verða á eftirtöldum stöðum: Aratungu fimmtudaginn 18. janúar kl. 14.00. Laugarvatni í barnaskólanum 18. janúar kl. 21.00. Þorrablót Þorrablót Framsóknarfélags Hveragerðis verður haldið í Verka- lýðssalnum, Austurmörk 2, föstudaginn 19. janúar. Húsið opnað kl. 19.00. Miðaverð kr. 1500.- Upplýsingar og miðapantanir hjá eftirtöldum aðilum: Gísli Garðarsson s: 34707. Sturla Þórðarson s: 34636. Garðar Hannesson s: 34223/34395. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alexander Stefánsson alþingismaöur Davíð Aðalsteinsson varaþingmaður Vesturlandskjördæmi Alexander Stefánsson alþingismaður og Davíð Stefánsson varaþing- maður verða til viðtals og ræða stjórnmálaviðhorfið og héraðsmál á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Stykkishólmur Miðvikudaginn 17. janúar kl. 20.30 í Lionshúsinu. Borgarnes Fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn á Vesturlandi. REYKJAVÍK Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 20. janúar kynnir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulitrúi, fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990 á léttspjallsfundi í Nóatúni 21 kl. 10.30. Fulltrúaráðið llllllllllllllllllllllllllll SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Stelpurnar hans Muhammads Ali Miya Ali er 16 ára fyrir- sæta. Hún þykir mjög efnileg og hefur gaman af að stilla sér upp, - eins og hér með box- hanskana. - Önnur syngur en hin er módel Hinn heimsfrægi hnefaleika- kappi Muhammad Ali er nú ekki eins mikið í fréttum og hér áður, þegar hann var á hátindi frægðar sinnar. En nú eru dætur hans tvær að komast í sviðsljósið. Maryum, 19 ára dóttir Ali, er söngkona og hefur nýlega gefið út plötu, þar sem hún tileinkar pabba sínum eitt lagið. Svo er það Miya, sem er 16 ára. Hún er módel, og byrjaði frama- braut sína hjá Eileen Ford-fyrir- tækinu. í 12 ár var því haldið leyndu, að Miya væri dóttir Ali, því að hann átti hana utan hjónabands, en hann hafði alltaf samband við móð- ur hennar, Pat Harwell. Pat var aðeins 18 ára þegar hún eignaðist dótturina. Samband Pat og Ali stóð í nokkur ár, þrátt fyrir það að hann væri þá kvæntur eiginkonu sinni nr. 2 (móður Maryum söng- konu). Þegar farið var að stríða Miya með því í skólanum að hún væri að skrökva því upp, að Muhammad Ali væri pabbi hennar, þá þoldu þær mæðgur, Pat og Miya, ekki lengur við. Þær báðu Ali að koma og gera heyrinkunnugt að Miya væri dóttir hans. Ali kom í skólann og hélt ræðu á sérstökum hátíðisdegi í „Benja- min Franklin High School". Þar kynnti hann sig sem föður Miya, sem hann sagðist vera stoltur af og þykja mjög vænt um. Þetta þótti Miya mikill og góður dagur. Nú rengdi hana enginn þó hún talaði um pabba sinn. „Pabba var um og ó, þegar hann heyrði að ég væri að fara í fyrir- Muhammad Ali þakkar Maryum, 19 ára dóttur sinni, fyrir lagið sem hún tileinkaði honum. sætu-bransann, en nú hefur hann sætt sig við það, af því að ég ætla að halda áfram í skólanum. Módel- störfin geta orðið endaslepp, og ég hef hugsað mér að fara í lögfræði- nám. Pabbi er indæll og er alltaf svo góður við mig þó ég sjái hann ekki nema einstöku sinnum,“ segir Miya, en hún býr hjá Pat, mömmu sinni. Eileen Boden þvær og þurrkar sitt síða hár er það meiri háttar mál. Hér á myndinni er dóttir hennar að aðstoða hana við að þurrka nýþvegið hárið með hárblásara. En til að það gangi fljótar, þá hefur hún tekið sig til og hengt hina síðu lokka móður sinnar með tauklemmum upp á snúru! Eileen Boden á heima í London. Hún hefur ekki látið klippa hár sitt í 30 ár og hér sjáið þið gurinn, - hárið er tæpir 2 metrar á sídd!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.