Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 19. janúar 1990 25 ára gamall Englendingur hélt einn síns liðs á Hvannadalshnjúk, illa nestaöur og vanbúinn, þrátt fyrir fortölur heimamanna: Ætlaði að nærast á berjum á leiðinni Óttast er um afdrif 25 ára gamals Englendings sem hélt gangandi einn síns liðs á Hvannadalshnjúk á mánudagsmorg- un. Maðurinn var illa nestaður og sagði húsráðendum á Hofi í Öræfum, þaðan sem hannn lagði upp, að hann ætlaði sér að lifa á berjum. Ari Magnússon bóndi að Hofi I reyndi ítrekað að telja manninum hughvarf en án árangurs. Þá hafði Ari samband við lögreglu á Höfn í Hornafirði og kannaði hvort ekki væri hægt að meina manninum för- ina. Fékk hann þau svör að lögum samkvæmt væri slíkt skerðing á ferðafrelsi mannsins og því ekki hægt að meina honum förina, sem hann sótti svo ákaft. Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri, Mýrum og Fagurhólsmýri voru í viðbragðsstöðu í gær. Þegar sveitir frá Höfn og Klaustri komu að Hofi í Öræfum í gær um klukkan 14 var kominn skafrenningur á jöklinum og snjókoma. Skyggni var svo lélegt að ekki var talið ráðlegt að hefja leit. Ætluðu björgunarsveitarmenn að gista að Hofi og kanna málið í birtingu. Stephan Willham Reader, lagði af stað frá Hofi klukkan 7 á mánudags- morgun og sagðist ætla svokallaða „Sandfellsleið“ á Hvannadalshnjúk í Öræfajökli sem er hæsti tindur á íslandi 2119 metrar. „Við reyndum með öllum brögð- um að telja honum hughvarf, en honum varð ekki þokað. Við höfð- um samband við lögreglu en þeir tjáðu okkur að ekki væri hægt að hefta för mannsins. Við spurðum hann hversu vel hann væri nestaður og hann tjáði okkur að hann ætlaði að lifa á berjum. Ég hváði við og þá var eins og hann áttaði sig á hvaða árstími væri.“ Svo segist Ara Magn- ússyni bónda á Hofi I frá er hann lýsir brottför mannsins á mánudags- morgun. Ari vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og rakti slóð mannsins sem fyrsta kastið lá eftir „Sandfellsleið," „Svo hefur hann snúið við og slóðin lá aftur heim að bænum og upp Hofsfellið. Þar rakti ég slóð hans upp að klettabelti," sagði Ari. Það var með naumindum að hús- freyjunni að Hofi tókst að neyða brauðpoka upp á manninn um það leyti sem hann var að hverfa út úr dyrunum. Hvort það er eina nestið sem hann hafði meðferðis er ekki vitað. „Útbúnaðurinn var ekki upp á marga fiska. Að vísu var hann með bakpoka og ég veit að hann var með ísöxi og brodda. Klossarnir sem hann var í virtust ekki vatnsheldir. Þá var hann ekki með tjald en sagðist grafa sig í fönn. Við spurðum hann eftir varmapoka eða slíku og reyndist hann hafa einhvern slíkan poka.“ sagði Ari. Honum og fleirum er vissu um ferðir unga Englendingsins sveið að horfa á eftir honum út í slíkt glap- ræði sem ferð á Hvannadalshnjúk er við þessar aðstæður og raunar alltaf ef menn eru einir á ferð. „Það er grátlegt að ekki skuli vera til lög til að stöðva menn í slíkum áformum. Ég gat ekki farið að leggja hendur á manninn til að stöðva hann. Þetta svæði er þannig að hættur leynast við hvert fótmál og ég man ekki dæmi þess að menn hafi farið einir á jökul, hvað þá á þessum tíma. Vel búnir flokkar manna eiga oft fullt í fangi með að komast til byggða þegar þessi árstími er kom- inn og veður versnar snögglega." sagði Ari Að tilmælum lögreglu tóku hús- ráðendur veski mannsins og vega- bréf. Einhverjir peningar eru í vesk- inu og vildi lögregla á Höfn að það yrði skilið eftir sem trygging vegna hugsanlegrar leitar, sem nú er komin á daginn. Samkvæmt áætlun ferðalangsins ætlaði hann að koma niður á mið- vikudag, en þegar ekkert bólaði á honum um miðjan dag á miðvikudag fóru húsráðendur að leita, en urðu ekki vör við mannaferðir. Lögreglu á Höfn í Hornafirði var gert viðvart í gær klukkan 11:45. Skömmu síðar fór flugvél á loft frá Höfn og ætlaði að leita á jöklinum en þá var veður farið að versna og vélin nýttist ekki skyldi. Klukkan 13 voru áðurnefnd- ar björgunarsveitir kallaðar út, sem biðu birtingar að Hofi í nótt. -ES Hvannadalshnjúkur á góðum dcgi. Jafnvel þá er varhugavert að fara einn síns liðs á hnjúkinn. Sveitarstjórnarmenn á landsbyggöinni eru í stökustu vandræðum meö nýja fasteignagrunninn: Fasteignaskattar hækka eða lækka Sveitarstjórnarmenn vita ekki í hvom fótinn þeir eiga að stíga, nú þegar þeir eiga að fara að leggja á fasteignaskatta. Um áramót tók gildi nýr fasteignagrannur sem hækkar fastcignamat á húsum úti á landsbyggðinni um tugi prósenta. Mat á hlunnindum og landi hækk- aði ekki, en það kemur til með að valda mildu misræmi í álagningu. Fasteignir eru nú metnar á sama hátt alls staðar á landinu. Gert var ráð fyrir því að samhliða þessari breytingu á grundvellinum myndu sveitarfélögin lækka álagningar- prósentuna, en fram að þessu hefur hún verið allnokkru hærri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Ef að sveitarfélög lækka ekki prósentuna mun það þýða að fast- eignaskattar hækka gífurlega mikið, í sumum tilfellum yfir 100%. Þegar hefur verið gerð grei n fyrir þessu á síðum Tímans. Mat á landi og hlunnindum breyttist ekki um áramótin líkt og mat á húsbyggingum. Það mun þýða mikið misræmi ef að sveitar- félög lækka álagningarprósentuna því þá lækka fasteignaskattar af landi og hlunnindum. Misræmið verður sérstaklega áberandi þegar um er að ræða hlunnindi eins og laxveiðihlunnindi. Svanur Guðmundsson, bóndi í Dalsmynni og oddviti í Eyjahrepp í Hnappadal, segir að sveitar- stjórnarmenn víða um land séu nú að uppgötva galla á nýja fasteigna- grunninum. Svanur segir mjög erf- itt að ákveða álagningarprósent- una vegna þess að ef þeir hafi hana óbreytta hækka fasteignaskattar af byggingum óeðlilega mikið. Ef þeir hins vegar lækka hana, lækka fast- eignaskattar af landi og hlunnind- um og segir Svanur að slíkt sé einnig óeðlilegt. Svanur segir að skynsamlegast sé að notast áfram við gamla grunninn. Til þess þarf stj ómvaldsákvörðun. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitar- stjómarmenn séu að ræða um þetta vandamál í sínum hópi. Magnús segir að ekki sé búið að ákveða hvenær eða hvernig verður tekið á þessu vandamáli. -EÓ Oddur Ólafsson læknir, látinn Oddur Ólafsson læknir og fyrrver- andi alþingismaður lést aðfaranótt fimmtudags, áttræður að aldri. Odd- ur var fæddur að Kalmanstjörn í Hafnarhreppi í Gullbringusýslu 26. apríl 1909. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Ketilsson og Steinunn Oddsdótt- ir. Hann lauk prófi í læknisfræði 1936 og sérfræðiprófi í berklalækn- ingum 1943. Oddur var aðstoðar- læknir á Vífilstöðum á árunum 1936- 1945. Hann var yfirlæknir á Vinnu- heimilinu að Reykjalundi frá 1945- 1972 og læknir hjá Óryrkjavinnustöð SÍBS í Múlalundi frá stofnun hennar 1959 til 1972. Oddur gegndi mörgum trúnaðar- störfum um ævina, sat m.a. í stjórn Rauða kross íslands, SÍBS, Öryrkja- bandalagsins, Berklavarnarsam- bands Norðurlanda og Alþjóðasam- bands brjóstholssjúklinga. Oddur var kjörinn alþingismaður Reykja- neskjördæmis 1971 fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og var þingmaður til 1979. Oddur kvæntist 1938 Ragnheiði Ég heítí DODDI Frumsýning á laugardag Eg er meyja SJÁUMST1DANSHÖLLINNI Jóhannesdóttur og eignuðust þau sex böm. Hafnarfjörður: Kratar verða með prófkjör Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði hefur ákveðið að hafa opið prófkjör um val í tíu efstu sæti á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjörið fer fram dagana 24. og 25. febrúar næst komandi, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. febrúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.