Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. janúar 1990 ArTfrrHni'i '15 ÍÞRÓTTIR Pálmar Sigurdsson lék af öryggi með Haukum 1 gærkvóld þegar þeir lögðu Valsmenn 89-75. Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Timamynd Pjetur. Haukar betri aðilinn í mjög slökum leik Það var fátt um fína drætti ■ íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gær- kvöld er úrvalsdeildarlið Hauka og Vals mættust. Haukamir vom snöktum skárri aðilinn og unnu sanngjarnan sigur 89-75. Haukar náðu þegar í upphafi forystu sem þeir létu ekki af hendi. Körfuknattleikur: KR vann í Grindavík KR-ingar unnu Grindvíkinga 67- 76 í úrvalsdeildinni í Grindavík í gærkvöld. Gestirnir höfðu yfirlengst af og sigur þeirra var ekki í hættu á lokamínútunum, þótt hart væri barist. í leikhléi höfðu KR-ingar yfir 33-40. KR-ingar hafa aðeins tapað tveim- ur leikjum það sem af er mótsins og eru efstir í B-riðli. BL Þeir komust í 11-6, en Valsmenn minnkuðu í 1 stig 18-17. Haukar tóku þá kipp og komust í 29-19 og í leikhléi var staðan 49-33. Síðari hálfleikur var nánast forms- atriði, Valsmenn höfðu ekki burði til þess að ógna sigri Hauka sem unnu örugglega 89-75 eins og áður sagði. Það er greinlegt á leik Hauka að Torfi Magnússon, sem tók við þjálf- un liðsins um áramót er á réttri braut með liðið. Að vísu sýndi liðið engan stórleik í gærkvöld, þurfti þess ekki þar sem Valsmenn voru of slakir. Það hafa því verið blendnar tilfinn- ingar hjá Torfa eftir leikinn, en hann lék allan sinn feril með Val og þjálfaði liðið í nokkur ár. Bestan leik Hauka átti Jonathan Bow, en Jón Arnar Ingvarsson náði sér einnig vel á strik. Pálmar var nokkuð sprækur og Henning Henn- ingsson barðist af krafti eins og venjulega. Athygli vakti að Torfi notaði alla leikmenn liðs síns í gær og sérstaka athygli góður varnaleik- ur Eyþórs Árnasonar. ívar Webster var einnig sterkur í vöminni og varði mörg skot Valsmanna. Valsliðið má sannarlega muna sinn fífil fegri. Ef Chris Behrends væri ekki í liðinu þá væri liðið illa statt. Behrends fór rólega af stað í gær en þegar á leið sá hann einn um sóknarleik Hlíðarendaliðsins og fórst það vel úr hendi. Ragnar Þór Jónsson stóð sig vel þær allt of fáu mín. sem hann fékk að vera inná. Aðrir voru mjög slakir Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafsson og Guömundur Stefán Maríasson og sluppu þeir stóráfallalaust frá þessum annars slaka leik. Stigin Haukar: Bow 28, Jón Arnar 17, Pálmar 14, Henning 11, ívar 8, Webster 5, Reynir 3 og Eyþór 3. Valur: Behrends 37, Svali 13, Matthías 11, Ragnar 6, Aðalsteinn 4, Einar 4, og Guðni 2.BL 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!!H Ein tólfa leit dagsins ljós . um síðustu helgi í 2. leikviku íslenskra getrauna 1990. Það var hópurinn MSG sem hafði heppnina með sér að þessu sinni, en hópurinn tók tölvu í þjónustu sína einmitt í síðustu viku. Þeir í MSG fengu í sinn hlut 1.390.045 kr. en þeir voru að auki með 6 ellefur og heildar vinningsupphæð- in var því 1..512.283 kr. Alls komu 17 raðir fram með 11 réttum og fyrir hverja greiða Getraunir 20.373 kr. Fram, Fylkir og KR voru að venju söluhæst félaga, en ný félög á topp 10 listan- um voru Þróttur og ÍR í 9. og 10. sæti. Önnur félög á listanum voru Valur, ÍBK, KA, Selfoss og ÍA. Hinir getspöku í hópnum MSG leiða Vorleik ’90 með 20 stig, ásamt hópunum BIGGI, F/X, FÁLKAR, B.P. TOSSARNIR og SLÉTTBAKUR. Með 19 stig eru eftirtaldir hópar: ÖSS, GRÍSHÓPUR, SVENSON, BIS, ABBA, 6-0, HULDA, ÖFUGA- LÍNAN, DALVÍK, BRD, TVB16 og ÞRÓTTUR. ■ Aðrir hópar hafa færri stig. Fjölmiðlakeppninni reiddi þannig af í síðustu viku að Tíminn var miðla getspakastur með 7 rétta ásamt DV, Þjóðviljanum, Stöð 2 og Alþýðublaðinu. Lukkulína er nú kominn í hóp fjölmiðla og reynir nú á getspeki þeirra í fyrsta sinn. Þeir höfðu 6 rétta í síðustu viku og 4 í 1. leikviku og byrja því bærilega. Bylgjan var með 5 rétta ásamt Morg- unblaðinu, en lestina ráku Dagur og RÚV með 4 rétta. Hljóðbylgjan og Stjarnan eru ekki lengur með í fjöl- miðlaleiknum. Staðan ernú þessi: Stöð2 12stig, DV11, Þjóðviljinn 11, Alþýðublað- ið 11, Bvlgjan 10, Lukku- lína, RUV 9, Tíminn 8, Morgunblaðið 8 og Dagur 8. Nú um helgina í 3. leik- viku Getrauna er sannkall- iaður toppleikur á dagskrá. Það eru lið Arsenal og Tott- enham sem mætast á High- bury, heimavelli Arsenal, en eins og kunnugt er þá ;1eika íslendingar með báð- um þessum liðum. Leikur- ,inn verður sýndur í beinni lútsendingu í Ríkissjónvarp- ,inu og hefst kl. 15.00. I Sölukerfinu verður lokað !kl. 14.55 og yfirferð verður lokið upp úr kl. 17.30. Arsenal-Tottenham: 1 Leikurinn sem allir hafa beðið eftir. Ég tippa á heimasigur hjá meisturun- um þrátt fyrir að meiðsl lykilmanna setji nokkuð strik í reikninginn. í fyrra FJÖLMIÐLASPÁ vann Arsenal 2-0, en mjótt gæti orðið á munum að þessu sinni. Vonandi koma þeir Sigurður Jónsson og Guðni Bergsson við sögu, en Guðni hefur átt í erfið- leikum með að festa sig í sessi hjá Tottenham. Aston Villa- Southampton: 1 Hér ætti að vera öruggur heimasigur á ferðinni, Villa er á toppnum ásamt Liver- pool og þótt Dýrlingarnir séu skammt undan á 4. sæti deildarinnar vegur heima- völlurinn þungt og Aston Villa vinnur öruggan sigur. Chelsea-Charlton: 1 Enn einn heimasigur á seðl- inum og sá pottþéttasti. Botnlið Charlton á ekki að eiga glætu gegn Chelsea sem kunna vel við sig á heima- velli. C.Palace-Liverpool: 2 Allir mun hvaða útreið Pal- ace fékk í fyrri leik liðanna og varla bæta Liverpool menn um betur að þessu sinni á útivelli og gengi, liðsins að undanförnu gefur vart tilefni til þess að þeir nái að skora tug marka. . Sigur liðsins ætti þó ekki að vera á hættu. Derby- Nottingham Forest: x Hér er um hörkuleik að ræða þar sem allt getur: gerst. Heimamenn eru tilj alls líklegir um þessar; mundir, en Þorvaldur Ör-| lygsson og félagar koma áreiðanlega til Derby til þess að sigra. Jafntefli í jöfnum leik. Everton- Sheffíeld Wed.: 1 Hér verður að reikna með J heimasigri því á því eru yfirgnæfandi líkur. Luton-QPR: x Leikur sem allt getur gerst í. Luton á í miklu basli, en heimavöllurinn gefur þeim 1 stig að þessu sinni. Manchester City- Coventry: 2 City liðið nær ekki að knýja fram sigur og Coventry heldur brott með 3 stig í. sarpinum. j Millwall-Wimbledon: 1 Tvö lið í basli. Millwall þarf meira á stigum að halda og eru þar að auki á heimavelli. Þeir hirða því stigin 3. Oldham-Newcastle: 2 Nokkuð óvænt vinna þeir í Newcastle útisigur að þessu sinni. Oxford-Blackburn: 2 Bæði þessi lið eru um miðja 2. deild, líkurnar eru á móti Blackburn, en ég hef trú á þeim um þessar mundir. Wolves-Swindon: 1 Úlfarnir vinna sigur á liði Swindon sem staðið hefur í ströngu að undanförnu og það gæti kostað þá í þessum leik. BL LEIKIR 20. JAN. ’90 J m Z > o TÍMINN I I DAGUR 9 Q- CC < * cc BYLGJAN STÖÐ2 9 § m a. < LUKKULÍNA SAMTALS 1 X 2 Arsenal-Tottenham X 1 i 1 i 1 i i 1 i 9 1 0 Aston Villa - Southampton 1 1 1 1 i 1 1 1 1 1 10 0 0 Chelsea - Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i 10 0 0 C. Palace - Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 Derby - Nott. For. X 1 X X X 1 X 1 X X 3 7 0 Everton - Shetf. Wed. 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 9 1 0 Luton - Q.P.R. X 2 X X X 1 X 2 1 1 3 5 2 Man. City - Coventry 1 1 2 X 2 1 1 X 1 1 6 2 2 Millwall - Wimbledon 1 2 1 1 1 X 1 1 1 2 7 1 2 Oldham - Newcastle 1 1 2 2 1 1 1 2 X 1 6 1 3 Oxford - Blackburn X X 2 1 1 1 X X 1 X 4 5 1 Wolves - Swindon 1 1 1 1 X 1 X 1 1 X 7 3 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.