Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 19. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT VARSJÁ - Tadeusz Mazo- wiecki forsætisráðherra Pól- lands hét því að halda ótrauður áfram með efnahagsáætlun sína þrátt fyrir víðtækustu verkföll sem orðið hafa í land- inu eftir að Samstaða tók for- ystu í ríkisstjórn landsins fyrir þremur mánuðum. AUSTUR-BERLÍN Fjórflokkarnir sem sitja í aust- urþýsku ríkisstjórninni ásamt kommúnistum ákváðu að halda áfram stjórnarsamstarf- inu til að tryggja að umbóta- þróunin í landinu haldi áfram. Jafnaðarmannaflokkurinn hafði hótað að segja sig úr stjórninni. PEKING - Kínversk stjórn- völd réttláta morðin á hundruð- um andófsmanna í mótmælun- um á Torgi hins himneska friðar í fyrra með því að al- þjóðaástand í dag sýni nauð- syn þess að beita hervaldi. Eru stjórnvöld greinilega að vísa til hruns kommúnismans í Aust- ur-Evrópu. JERÚSALEM - Israelar reyndu að sína fram á að þeir muni ekki beina sovéskum Gyðingum til hernumdu svæð- anna, eins og Shamirforsætis- ráðherra landsins hefur reynd- ar sagt, með því að birta tölur sem sína að nær engir sovésk- ir Gyðingar hafi tekið sér ból- setu þar hingað til. Israelar hafa verið gagnrýndir á al- þjóðavettvangi Tyrir að ætla að beita sovéskum Gyðingum gegn Palestínumönnum er byggja hernumdu svæðin. 300 þúsund sovéskir Gyðingar munu að líkindum setjast ao í ísrael næstu þrjú ár. KAWTHARIYET AS- SIYAD - Willam Higgins, bandaríski gíslinn sem var 'myrtur af libönskum mann- ræningjum var eitt sinn haldið í blóoidrifnu öryggsfangelsi Hizbollah samtakanna. Liðs- menn Hizbollah viðurkenndu þetta í gær. JERÚSALEM - Bandarík- in hafa fullvissað Israela um að þeir hafi engar áætlanir uppi um að hætta efnahagsað- stoð við ísraela. Yitzhak Rabin varnarmálaráðherra sem nú er í Washington sagðist telja að Bandaríkjamenn muni veita Israelum sama stuðning og undanfarið næstu tvö árin að minnsta kosti. ÚTLÖND Embættismenn í Azerbajdzhan: Azerbajdzhan og Armenía í stríði Embættismenn í Azerbajdzhan lýstu því yfír að Azerbajdzhan ætti í stríði við Armemíu og sökuð þeir stjónvöld í Kreml um að bera ábyrgð á ofbeldinu í Kákasusríkjum Sovét- ríkjanna með rangri stjórnarstefnu. Vara þeir Kremlverja um að setja á útgöngubann ■ Bakú, höfuðborg Az- erbajdzhan. Þessi yfirlýsing kemur á sama tíma og sovéskum hersveitum og KGB liðum sem sendar hafa verið til Azerbajdzhan og Armeníu til að koma í veg fyrir borgastyrjöld var gefin heimild til að beita skotvopn- um gegn vopnuðum sveitum Azera og Armena sem barist hafa víðs vegar í Azerbajdzhan undanfarna daga. Hersveitir sovéska hersins sem sendar voru til Azerbajdzhan hafa átt í erfiðleikum að komast leiðar sinnar þar sem herskáir Azerar hafa komið upp vegatálmum á vegum er liggja frá herflugvöllum. Ekki er hægt að komast inn í Bakú og segjast herskáir Azerar að þeir muni verjast af fullri hörku svo sovéski herinn komist ekki inn í borgina. Sovétmenn hafa lokað landamær- unum ao íran og Tyrklandi og eru hersveitir þar í fullri viðbragðstöðu. Þrátt fyrir það hafa hópar Azera flúið til fran. Sovéskar hersveitir hafa þó náð að koma í veg fyrir átök á vissum svæðum í Azerbajdzhan, en annars staðar ráða þær ekki við neitt. Þá hafa sovésk hernaðaryfirvöld sagt varaliði sovéska hersins að vera reiðubúið til að vígbúast. Þjóðaratkvæði um dauðarefsingu í Rúmeníu frestað Bráðabirgðastjórn Þjóðfrelsis- fylkingarinnar í Rúmeníu hefur ákveðið að fresta þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort leyfa eigi dauðarefsingu og hvort banna eigi kommúnistaflokkinn. Þjóðarat- kvæðagreiðslan átti að fara fram 28. janúar, en í yfirlýsingu Þjóðfrelsis- fylkingarinnar þessa efnis var birt í gær. Silviu Brucan háttsettur meðlimur Þjóðfrelsisfylkingarinnar sagði að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi miðstjórnar fylkingarinnar á miðvikudag og ástæðan sé mikill þrýstingur frá vissum hópum stjórn- arandstæðinga í Rúmcníu. Herskáir Azerar kveikja í landamæragirðingum að íran. Nú segja embættis- menn í Azerbajdzhan að sovétlýðveldið eigi í stríði við Armeníu. Lech Walesa boðið til Sovétríkjanna UMSJÓN: Hallur Magnússon Lech Walesa leiðtogi Samstöðu í Póilandi hefur verið boðið í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna og hitta Mikhaíl Gorbatsjof forseta að máli. Frá þessu skýrðu Samstöðu- menn í gær. Það var Vladimir Brovikov sendi- herra Sovétríkjanna í Póllandi sem hitti Walesa að máli í heimaborg verkalýðsleiðtogans Gdansk og af- henti honum boð Gorbatsjofs. Mun ákveðin dagsetning verða ákveðin síðar. Tékkóslóvakía: Forsætisráðherrann segir skilið við kommúnistaflokkinn Marian Calfa forsætisráðherra Tékkóslóvakíu hefur sagt skilið við kommúnistaflokksins og er hann þriðji ráðherrann í tékknesku ríkisstjórninni sem gerir það undanfarnar tvær vikur. Kommún- istaflokkurinn hefur því einungis sjö ráðherra af tuttugu og einum í stjórninni. Ekki er ljóst hvort kommúnist- aflokkurinn fer fram á að Calfa segi af sér sem forsætisráðherra og krefjist þess að kommúnisti gegni því embætti. Það var hins vegar krafa þeirra við myndun ríkis- stjórnarinnar, en þá höfðu þeir tíu af tuttugu og einum ráðherra. Hinir ráðherrarnir tveir sem hætt hafa í kommúnistaflokknum voru þeir Valtr Komarek fyrsta vara- forsætisráðherra, en hann er efna- hagssérfræðingur stjórnarinnar og Vladimir Dlouhy yfirmaður áætl- unarráðineytisins. Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu var mynduð um miðjan desember eftir samningaviðræður kommúnista og Borgaralegs vettvangs sem þá höfðu haldið uppi harðri stjórnar- andstöðu. Er ríksstjórnin sú fyrsta í Tékkóslóvakíu í 40 ár þar sem kommúnistar eru ckki í meirihluta. Walesa hefur áður sagst gera ráð fyrir að halda til Sovétríkjanna í enduðum febrúar eða byrjun mars- mánaðar. Hann hefur aldrei hitt Gorbatjsof að máli, en oft lýst yfir áhuga sínum að ræða við Sovét- leiðtogann enda hrósað hinum fyrir umbótastefnuna í Sovétríkjunum. Walesa var í Moskvu í síðustu viku til að vera við útför fyrrum andófsmannsins Andrei Sakharovs. Walesa notaði tækifærið og lagði fram hugmyndir Samstöðu um að herlið Sovétmanna yfirgefi Pólland fyrir árslok, en sovéskir hermenn hafa verið staðsettir í Póllandi frá lokum síðari heimstyrjaldar. Tékkar, Pólverjar og Ungverj- ar vilja viöræður um brott- hvarf sovéska hersins: Enginn vill sjá sovéska herinn Sovéski herinn er ekki vinsæll í ríkjum Austur-Evrópu. Hvert ríkið á fætur öðru hefur krafist þess að Sovétmenn kalli herlið sitt heim á næstu misserum. Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu braut ísinn í síðustu viku og krafðist þess að 75 þúsund manna herlið Sovétmanna yrði á brott frá Tékkóslóvakíu fyrir árslok. Héldu háttsettir embættismenn ríkjanna fundi í þessari viku vegna þessa án þess að niðurstaða fengist. Þá kom Lech Wales þeim boð- um til sovéskra yfirvalda í gær að Pólverja vildu að Sovétríkin köll- uðu 45 þúsund manna herlið sitt heim fyrir árslok. Notaði Walesa tækifærið þegar sendiherra Sov- étríkjanna afhenti honum opin- bert boð til Sovétríkjanna. Þá fóru ungversk stjórnvöld fram á það í gær að sovéska herliðið í landinu yrði á brott fyrir árslok 1991 hið síðasta. - Það eru engin rök, hvorki stjórnmálaleg né hernaðarleg sem réttlæta veru sovésks herliðs á ungverskri grund, sagði Ferenc Somogyi utanríkisráðherra Ung- verjalands á blaðamannafundi í gær. Um 60 þúsund sovéskir her- menn eru að staðaldri í Ungverja- landi. Stjómarandstaöan í Búlgaríu hættir hringborðsviðræðum við kommúnista: Zhikov handtekinn Stjórnarandstaðan í Búlgaríu hætti í gær viðræðum við kommún- ista sem fara með völd í Búlgaríu og segjast ekki hefja aftur viðræður fyrr en að stjórnarandstaðan fái eigin höfuðstöðvar í Sofíu. Samband lýð- ræðisaflanna, sem eru regnhlífar- samtök búlgörsku stjórnarandstöð- unnar segist reiðubúið að hefja við- ræður á mánudaginn ef þá liggi fyrir skrifleg yfirlýsing um að samtökin fái skrifstofubyggingu til afnota und- ir höfuðstöðvar sínar. Skömmu eftir að stjórnarandstað- an gekk út af fundi með kommúnist- um gaf ríkissaksóknarinn í Búlgaríu út handtökuskipun á Todor Zhikov fyrrum forseta landsin. Zhikov sem var velt úr embætti í nóvembermán- uði er sakaður um að hafa kynt undir kynþáttaerjur og kynþáttahatur, auk þess sem hann hafi sölsað undir sig verulegum eignum ríkisins. Samband lýðræðisaflanna sem nú hefur hætt viðræðum við stjórnvöld kommúnista, í bili að minnsta kosti, stendur saman af tólf helstu stjórnar- andstöðuhópum Búlgaríu. Hafa samtökin einnig krafist þess að fá að gefa út eigið dagblað, auk þess að fá fasta tfma í útvarpi og sjónvarpi, til að kynna stefnu sína fyrir kosning- arnar sem fram fara í landinu í maímánuði. Eg heítí SISSA Ég er sauður - ég meina hrútur SJÁUMST í DANSHÖLLINNIÁIAUGÁRDAGINN Frumsýning á laugardag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.