Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn iWf vitjns' ?.?i v;»;.»itutnjrriiT Fimmtudagur 25. janúar 1990 Heilbrigöisráö Reykjavíkur: Kvartanir vegna hunda jukust um 42% milli ára Annaðhvort fjölgar stöðugt þeim hundaeigendum í Reykjavík sem gefa skít í allar reglur, ellegar að þolinmæði annarra borgarbúa gagnvart þeim fer minnkandi. Kvörtunum til lögreglu og/eða heilbrigðisráðs Reykjavíkur vegna brota á reglum um hundahald fjölgar stórum með hverju ári og sama er að segja um fjölda hunda sem þarf að aflífa. Árið 1988 komust skráðar kvartanir hátt í 300. Alvarlegastar eru kvartanir og kærur vegna hundsbita. En oftast er hins vegar kvartað vegna lausra hunda, ónæðis af þeim og óþrifa. Grönnum hundaeigenda er t.d. ekki skemmt þegar hundar þeirra bregða sér ítrekað yfir lóðarmörkin til að gera þar þarfir sínar. Þá virðist það hátt hlutfall ef opinber yfirvöld þurfa að láta aflífa allt að 10. hvern leyfðan hund á ári vegna umhirðu- leysis eigenda þeirra. Kær 300 kvartanir „Kvörtunum vegna hundahalds fjölgar ár frá ári,“ segir í skýrslu fyrir árið 1987. Alls komust þá 200 kvart- anir á skýrslur. Árið eftir (árið sem kosið var um hundahald) fjölgaði kvörtunum enn stórlega, eða í 284, sem hlýtur að teljast hátt hlutfall miðað við að skráðir hundar í borg- inni eru innan við þúsund. „Það er alveg greinilegt að kvörtunum sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af fjölgaði enn mikið á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum sem ég hef þaðan, en lögreglan hefur verið mjög dugleg að eltast við þetta," sagði Oddur Rúnar Hjartarson yfir- maður heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur, spurður um þróunina frá 1988. Skýrsla fyrir 1989 er enn ekki tilbúin, en þannig litu kvörtunarlist- 1987 1988 Hundsbit 2 3 Áreitni 7 Ónæði 30 50 Óþrif 34 49 Lausir hundar 137 175 (þ.a.fl. áDýrasp.) (88) Samtals: 200 284 Kvörtunum hefur þarna fjölgað um 42% á einu ári. Lausir hundar voru t.d. síðara árið 64% fleiri en 1986. Kvartanir um óþrif eru aðal- lega frá fólki sem hefur ekki frið með eigin lóð vegna ágangs lausra hunda grannanna sem koma þangað til að gera þarfir sínar og svo t.d. vegna fólks sem fer með hundana sína á opin svæði og þrífur þar ekki eftir þá skítinn. í árslok 1988 voru um 980 hundar á skrá í borginni. Fólk ótrúlega kærulaust „Já, óneitanlega eru kvartanir margar miðað við fjölda hunda, og það hefur greinilega ekki lagast á nýliðnu ári nema síður sé. Ástandið er þannig, a.m.k. í mínum huga, að margt fólk er alveg ótrúlega kæru- laust hvað snertir að halda reglur um hundahald í Reykjavík," sagði Oddur. ítrekuð brot leiða til þess að menn missa leyfi til hundahalds. „Við höfum smám saman verið að koma okkur upp almennri „yfir- sjónaskráningu" þ.e. hverjir það eru sem eru sífellt að brjóta af sér. Það líður að því að farið verður að svipta menn leyfi eftir ítrekuð brot.“ 107 leyfi afturkölluð Árið 1988 voru afturkölluð 107 leyfi til hundahalds í borginni, sem var fjölgun úr 83 árið áður. Slík afturköllun er m.a. vegna þess að hundar eru fluttir úr lögsagnarum- dæminu en þó, að sögn Odds, að miklum meirihluta vegna þess að hundar eru aflífaðir. Samkvæmt því gæti látið nærri að hátt í tíundi hver leyfður hundur hafi verið aflífaður árið 1988. Sama ár voru veitt um 280 ný leyfi til hundahalds. Við leyfisveitingu er gefið út áritað merki fyrir hundinn og sömuleiðis hreinsunarmerki, sem skiptir um lit við árlega hundahreins- un og endurnýjun leyfisins. Sóttir heim ef. Láti hundaeigendur ekki hreinsa hunda sína og endurnýi leyfi fyrir þeim á réttum tíma eru hundarnir Gelta þeir meira, eða er þoiinmæði náungans minni sóttir heim til þeirra. Þeim er þá komið í geymslu á Dýraspítalanum í 10 daga á kostnað eiganda. Komi eigandinn ekki og leysi hundinn út innan þess tíma er hann aflífaður. Að mati Odds er allt of algengt að fólk fái sér hunda án þess að gera sér grein fyrir því hvaða ábyrgð og skyldur þeir þar með eru að takast á hendur og hversu mikil vinna fylgir því að halda hund. Oft virðist þaí svo, að fólk reynist síðan ekki hafi aðstöðu eða tíma, frá þessu lífsgæða kapphlaupi sínu, til að vera að eltas við hunda. - HE Fjármálamisferlið á Kópavogshæli: Fölsuðu nótur upp á tvær milljónir Eins og Tíminn greindi frá í gær hefur Rannsóknarlögregla ríkisins fengið til meðferðar mál fyrrum gjaldkera og þriggja deildarþroska- þjálfa á Kópavogshæli. Starfs- mennirnir fjórir drógu til sín fé af vasapeningum vistmanna með því að falsa nótur þannig að samkvæmt bókhaldi höfðu vistmennirnir eytt peningunum. Að sögn Arnar Guð- mundssonar hjá Rannsóknarlögregl- unni mun rannsókn málsins taka nokkra daga. Fyrir nokkrum árum komst upp um svipað mál á Kópavogshæli og var þá fyrrnefndur gjaldkeri látinn taka við yfirumsjón með greiðslum til vistmanna. Gjaldkerinn lét af störfum í október á síðastliðnu ári og í kjölfar þess kom í ljós að hann hafði dregið sér fé að upphæð 1,5 milljónum króna. Við nánari rann- sókn kom í Ijós að deildarþroska- þjálfarnir þrír sem höfðu með fjár- reiður vistmanna á deildum sínum að gera höfðu tekið úr sjóðunum, 30 þúsund, 50 þúsund og 650 þúsund krónur. Samtals nemur því fjárdrátt- urinn rúmuni tveimur milljónum króna. í hverjum mánuði fá vistmenn hælisins 5000 krónur í vasapeninga frá Tryggingastofnun ríkisins og munu sökudólgarnir fjórir hafa fals- að nótur þannig að svo leit út að vistmennirnir hefðu sjálfir eytt pen- ingunum. Starfsmennirnir fjórir, sem eru konur á aldrinum 30-35 ára, hafa allar hætt störfum á hælinu. SSH Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. stoðarmaður heilbrigðisráðherra og Elín Líndal hreppstjóri, hafa tekið sæti á Alþingi tímabundið í stað Elín Líndal, hreppstjóri. Guðmundar G. Þórarinssonar, Reykjavíkurkjördæmi og Stefáns Guðmundssonar, Norðurlandskjör- dæmi vestra. Varamenn á þing Tveir varaþingmenn Framsóknar- flokksins, þau Finnur Ingólfsson að-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.