Tíminn - 25.01.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 25.01.1990, Qupperneq 3
Fimmtudagur 25. janúar 1990 Tíminn 3 Meira en fjórða hvert starf á landsbyggðinni hyrfi með landbúnaðinum: Hvar finna 20.000 manns nýtt starf? Grípi þjóðin „gulleggið“ - þ.e. 15 milljarðana sem hún getur sparað sér með því að leggja niður landbúnaðinn, að mati eins helsta hagfræðings Háskólans - má ætla að um 12-13 þúsund manns þyrftu að leita sér að nýju starfi af þeim sökum. Það starf þurfa þeir að flnna á almennum vinnumarkaði þar sem störfum hefur þegar fækkað í kringum 8 þúsund frá árinu 1987 til 1989, þótt landsmönn- um hafi fjölgað um rúmlega sex þúsund á sama tímabili. Verður því ekki betur séð en að það þurfi að skapa um 20.000 ný störf í landinu (á höfuðborgarsvæðinu?) til þess að þjóðinn geti nýtt sér 15 milljarða gróðann til fulls - auk nýrra starfa (1.500 á ári) sem þarf vegna fólksfjölgunar. Miðað við að skráð atvinnuleysi var meira á árinu 1989 en í áratugi, virðast 20.000 ný störf hins vegar ekki liggja á lausu. Framangreindar tölur byggjast m.a. á ítarlegri úttekt sem Félags- vísindastofnun Fláskólans gerði á þýðingu landbúnaðar fyrir atvinnu- líf og búsetu í landinu fyrir 2-3 árum, en fróðlegt er að glugga í á ný að gefnu tilefni. Niðurstaða hennar var m.a. sú, að drjúgur fjórðungur (28%) allra starfandi manna í landinu utan Vestfjarða og Reykjaness starfaði við land- búnað (6.000), landbúnaðariðnað (1.500) og þjónustu við þessar greinar (3.300) - samtals hátt ( 11.000 manns. Þar við bættust hátt í 2.000 manns á Vestfjörðum, Reykjavík og Reykjanesi sem unnu við landbúnað eða iðnað honum tengdan. Þá er þó ótalinn fjöldi Reykvíkinga í þjónustustörf- um fyrir landbúnaðinn (t.d. við sölu véla og tækja og varahluta til landbúnaðar og starfsmenn í stofn- unum landbúnaðarins, svo nokkuð sé nefnt). Að vísu hefur fólki þegar fækkað nokkuð í sveitum landsins frá því að þessi skýrsla var gerð, sem sjálfsagt á sinn þátt í hinu mikla aðstreymi fólks til höfuðborgar- svæðisins á síðustu árum. A sá straumur kannski einhvern þátt í því að atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu var 4-8 sinnum meira á síðasta ári heldur en nokkur næstu ár þar á undan? Þurfti um 1.000 millj.kr. til greiðslu atvinnuleysis- bóta á árinu. Hvar ný störf finnast á höfuðborgarsvæðinu fyrir 11-12 þús. til viðbótar, ef bændur fara nú að ráðum hagfræðinganna og hætta hokrinu, hafa þeir ekki bent á. (Húsnæði þyrfti þá um leið fyrir um 30.000 nýja borgarbúa?) Fækkun um 8.000 störf 1987-1989 Nýleg áætlun Þjóðhagsstofnunar gefur til kynna að unnin ársverk á almenna vinnumarkaðnum hafi verið nær 8.000 færri á nýliðnu ári heldur en árið 1987. Þar á móti bjargaði nokkru, að nær 3.000 ný störf urðu til hjá hinu opinbera þessi tvö ár. Nú eru á hinn bóginn uppi háværar raddir/kröfur um að- hald og jafnvel samdrátt hjá hinu opinbera, svo tæpast tæki það við tugum þúsunda fólks í atvinnuleit. Samanburður Þjóðhagsstofnun- ar á vinnumarkaðnum 1987 og 1989 lítur þannig út: Ársverk á landinu öllu 1987 1989 Hiðopinbera 22.100 24.900 Alm.vinnum. 109.500 101.700 Samtals 131.600 126.600 Atvinnuleysi 580 2.200 Þjóðhagsstofnun hefur ekki einhlíta skýringu á því af hverju atvinnulausum hefur fjölgað mun minna heldur en störfum hefur fækkað, auk þess sem fólki á starfsaldri fjölgaði um 3-4 þúsund milli þessara ára. Talið er að þetta skýrist að hluta til með því að fleiri hafi farið í skóla (samanber veru- lega fjölgun fólks á námslánum), aðrir hafi e.t.v. hætt störfum á vinnumarkaðnum fyrr en þeir hefðu kosið (sbr. mikil fjölgun bótaþega Tryggingastofnunar sem Tíminn skýrði frá fyrri nokkru) og sömuleiðis er talið að hluti skýring- arinnar felist í því að fólk sem vill komast í starf takist það ekki, en það eigi þó ekki rétt á atvinnu- Ieysisbótum. Þá benda tölur til þess að ýmsir hafi leyst sín mál með því að kaupa farmiða (aðra leið) til Svíþjóðar. —HEI Samtök um uppeldið fslandsdeild OMEP, Alþjóðasam- taka um uppeldi ungra barna, var stofnuð 12. desember sl. OMEP lætur sig einkum varða rétt barnsins í þjóðfélaginu og hefur á stefnuskrá sinni þau markmið að börn í öllum löndum heims njóti mannsæmandi lífsskilyrða og þroskavænlegs upp- eldis og menntunar. Markmið og aðgerðir OMEP beinast fyrst og fremst að uppeldisskilyrðum barna fyrstu æviárin eða frá fæðingu til 8-10 ára aldurs. Samtökin voru stofnuð í Prag árið 1948 í kjölfarsíðari heimsstyrjaldar- innar. í dag eru um 50 lönd aðilar að samtökunum. Meðlimir í OMEP geta verið einstklingar, stofnanir og félagasamtök sem láta sér annt um velferð ungra barna. Á stofnfundin- um kom fram að bæjarráð Kópavogs hefði samþykkt að gerast aðili að íslandsdeildinni og leggja fram sem nemur fimm þúsund krónum á hvern leikskóla í bænum. í stjórn félagsins voru kosnir fimm aðalmenn og fimm varamenn. For- maður var kosin Valborg Sigurðar- dóttur, fyrrverandi skólastjóri, ritari Bergur Felixson, framkvæmdastjóri og gjaldkeri Ingibjörg K. Jónsdóttir forstöðumaður. Meðstjórnendur voru kjörnar þær Helga Hannesdótt- ir, geðlæknir og Svandís Skúladóttir, deildarstjóri. Fyrsta hestamót ársins: Folald í verðlaun á Vetrarmóti Geysis Fyrsta hestamannamót ársins verður haldið á Hellu laugardaginn 27. janúarn.k. klukkan tvösíðdegis. Mótið er nefnt „Vetrarmót Geysis“ og er fyrirkomulag þess með nýstár- legu sniði, því það er stigamót, þar sem keppnishestar safna stigum á fimm mótum, sem haldin verða í janúar, febrúar, mars, apríl og maí. Á hverju móti verða veittir tíu verðlaunapeningar og þrír efstu hestar á öllum mótunum fá veglega verðlaunabikara, auk þess sem eig- andi efsta hestsins fær folald í verð- laun. Það er hrossaræktarbúið á Árbakka á Landi, sem gefur folald- ið, og er það undan stóðhestinum Röðli 1053 frá Akureyri, sem er kynbótahestur með 1. verðlaun. Keppt verður í tölti með útslátt- arfyrirkomulagi, þannig að loks verður bestu hestunum raðað í sæti eitt til tíu. Efsti hestur fær svo tíu stig, hestur í öðru sæti níu stig og þannig koll af kolli uns tíundi hestur fær eitt stig. Samanlögð stig á öllum mótunum ráða svo úrslitum. Að auki er svo ætlunin að keppa einnig í skeiði og í barnaflokki, en þar verður ekki um stigasöfnun að ræða milli móta. Vetrarmót Geysis er bundið við að keppnishestar verði í eigu fé- lagsmanna, en knapar mega koma hvaðanæva að. Stóðhesturinn Röðull 1053 frá Akureyri og Jóhann G. Jóhannesson. Folald undan Röðli, fætt á Árbakka vorið 1990, verður í verðlaun á Vetrarmóti Geysis.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.