Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. janúar 1990 Tíminn 5 íslendingar nálgast ódauðleikann með stofnun sjóða: íslendingar eru duglegir við að stofha sjóði af ýmsu tagi. Alls munu um 1100 sjóðir starfa samkvæmt skipulagsskrá hérlendis og að auki er fjöldinn allur af sjóðum sem ekki hafa verið staðfestir. í nýjustu Stjómartíðindum er auglýst að 69 sjóðir hafi verið lagðir niður samkvæmt heimild í lögum frá 1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkæmt skipulagsskrá. Er þetta meðal annars gert til að minnka skriffinnskuna í kringum tilvist sjóðanna. Á bilinu 40-50 vörsluaðilar til viðbótar hafa lagt inn umsókn til Rfldsendurskoðunar um að sjóðir þeirra verði lagðir niður. Sjóðimir 69 em lagðir niður með samþykki vörsluaðila þeirra og að fenginni umsögn Ríkisendurskoðun- ar. Ástæðan fyrir því að sjóðimar em lagðir niður er í flestum tilfellum sú að sáralitlir eða engir fjármunir em í sjóðunum, yfirleitt nokkur þúsund krónur. Eitt af markmiðunum með setn- ingu laga nr. 19/1988 var að hreinsa til í þeim gríðarlega fjölda sjóða sem finnast hér á landi en margir þeirra hafa úr engum fjármunum að spila og hafa ekki úthlutað fé í fjöldamörg ár. Einnig var tilgangurinn sá að minnka skriffinnskuna sem fylgir tilvist sjóðanna því vörslumenn þeirra hafa þurft að skila inn árlegu yfirliti til Ríkisendurskoðunar sem hefur farið yfir fjárreiður þeirra. Styrktar-, framfara-, dánar- og minningarsjóðir Sjóðimir 69 sem nú hafa verið lagðir niður em af margvíslegum toga. Um er að ræða styrktar-, dánar-, framfara-, íþrótta-, gjafa- sjúkra-, minningar- og menningar- sjóði svo eitthvað sé nefnt. Elsti sjóðurinn sem nú er lagður niður var „Það ætla alhr að halda nafni sínu eða ættingja sinna á lofti að eilífu. Sjóðirnir viija svo oft gleymast þegar stofnendumir eða börn þeirra em dánir.“ frá 1892 og hét Styrktarsjóður handa ekkjum og bömum Vestmanna- eyinga. Einn annar sjóður er einnig frá því fyrir aldamót; Dánarsjóður Emils Tvede, lyfsala. Yngsti sjóður- inn sem nú er lagður niður var stofnaður 1983 og hét Styrktarsjóður til rannsókna á stjömulíffræði. Flest- ir em sjóðimir frá árabilinu 1940-60, eða þrjátíu talsins. Er þar um fyrst og fremst um að ræða minningar- sjóði sem stofnaðir hafa verið til minningar um tiltekna einstaklinga. Ef skoðuð em nöfn sjóðanna 69 sem nú heyra sögunni til er margt forvitnilegt að sjá. Eftirfarandi dæmi sýna það: Gjafasjóður Álasundsbæj- ar (1908), Styrktarsjóður ekkna og munaðarleysingja í Nesjahreppi utan Ennis (1912), Sjúkraskýlissjóð- ur Akurnesinga (1923), Trjá- og blómaræktarsjóður Maríu K. Step- hensen (1928), Námssjóður fátækra barna í Breiðdalshreppi (1942), Tíu ára áætlanasjóður (1942), Menning- arsjóður kennara (1947), Utanfara- sjóður ljósmæðra (1953), Menning- arsjóður bréfbera í Reykjavík (1954) og Sjúkra- og styrktarsjóður vitavarða íslands (1973). Ódauðleikinn fyrir bí Halldór V. Sigurðsson ríkisendur- skoðandi sagði að þetta væru fyrstu sjóðirnir sem lagðir hafa verið niður í kjölfar heimildarinnar í nýju lögun- um. Búast mætti við að miklu fleiri sjóðir sem svipað er ástatt um yrðu lagðir niður. Nú þegar lægju fyrir umsóknir frá 40-50 vörslumönnum eða stjórnum sjóða. Halldór sagði að sáralitlir pening- ar væru yfirleitt í þessum sjóðum og þeim yrði varið til málefna sem átti að verja peningum til upphaflega eða skyldra mála. Þegar Halldór var spurður að því hvort hann gæti tekið undir það að íslendingar gætu talist „sjóðaglaðir" sagði hann: „Þeir eru það. Það ætla allir að halda nafni sínu eða ættingja sinna á lofti að eilífu. Sjóðirnir vilja svo oft gleymast þegar stofnendurnir eða börn þeirra eru dánir.“ Halldór bætti því við að vissulega mætti segja að það væri synd að leggja niður sjóði sem væru orðnir nærri hundrað ára gamlir. „En það er oftast enginn sem hefur hugsun eða nennu til að sjá um þetta Iengur og tilgangur sjóðsins er oft á tíðum ekki lengur til staðar. Dæmi um það er ef tilgangur sjóðs er að styrkja ekkjur eða börn í hreppi sem engir íbúar teljast til í dag.“ Halldór sagði að illmögulegt hefði verið að leggja sjóðina niður fyrr en nýju lögin voru sett 1988. „Það var heilmikil vinna hjá Ríkisendurskoð- un að ganga á eftir uppgjörunum. Mönnum fannst ekki taka því að senda uppgjör þegar tekjumar dugðu ekki fyrir frímerkinu á um- slagið.“ SSH Lagastofnun Háskólans segir að Vatnsendasamningurinn sé: Samkomulag um bætur en ekki kaupsamningur Lagastofnun Háskólans telur að forkaupsréttur Kópavogsbæjar að jörðinni Vatnsenda falli ekki úr gildi þó að hans sé ekki neytt fyrir 3. febrúar. Stofnunin telur að sam- komulag Reykjavíkurborgar og Magnúsar Hjaltesteds, ábúanda á Vatnsenda, sé samkomulag um fjár- hæð og greiðslutilhögun bóta komi til eignamáms, en ekki eiginlegur kaupsamningur. í áht Lagastofnunar segir að yfir- taki Kópavogur ekki réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar sam- kvæmt samningnum én Alþingi veiti Mannlaus vömbifreið sem stóð kyrrstæð við Rafn hf. í Sandgerði rann af ókunnri ástæðu af stað síðdegis í gær og stöðvaðist ekki fýrr en þrír fólksbílar sem vom í vegin- borginni heimild til eignarnáms missi Kópavogskaupstaður forkaupsrétt. Því sé varlegast, hafi bærinn á annað borð hug á að eignast landið, að tilkynna Reykjavíkurborg og Magn- úsi Hjaltested innan umræddra tíma- marka að hann hyggist ganga inn í samninginn. Álitið hefur verið kynnt bæjarstjórn Kópavogs. Bæjarstjóm- in mun taka ákvörðun í málinu á aukafundi næstkomandi þriðjudag. Heimir Pálsson forseti bæjarráðs Kópavogs segir að álit Lagastofnun- ar sé mjög ótvírætt. Samningurinn sé ekki kaupsamningur heldur undir- um, höfðu orðið fyrir skemmdum. Engin slys urðu á fólki þar sem allir bílamir vom mannlausir, en skemmdir urðu talsverðar. -ABÓ búningur að kaupsamningi og því þurfi Kópavogur ekki að nýta sér forkaupsréttinn fyrir 3. febrúar. Heimir sagði að bæjarstjórnin muni taka mið af þessari niðurstöðu þegar ákvörðun verður tekin um málið á þriðjudaginn. Heimir sagði að frá sínum bæjar- dymm séð komi ekki til greina að semja við Reykjavíkurborg um að breyta lögsögumörkum Kópavogs. Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi rit- aði grein í Morgunblaðið fyrir fáum dögum þar sem hann leggur til að sveitarfélögin tvö semji um málefni Vatnsenda, en slíkur samningur mun að öllum líkindum hafa í för með sér breytt lögsögumörk. , í gær var fyrsta nauðungaruppboð á Vatnsenda þingfest hjá Bæjarfóg- etanum í Kópavogi. Það var inn- heimta ríkisins í Kópavogi sem krafðist uppboðs vegna rúmlega 1,2 milljón króna skuldar. -EÓ RANN Á ÞRJÁ Verðlagsráð sjávarútvegsins: Leita leiða til að jafna fiskverðið „Það er verið að reyna að finna leið í verðlagsráðinu til að jafna fiskverðið, því menn vita að það er mismunandi fiskverð í landinu," sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands. Verð- lagsráð sjávarútvegsins er þessa dagana að funda um nýtt fiskverð sem taka á gildi 1. febrúar nk. Óskar sagði að menn væru að ræða ýmsa möguleika og leita leiða til að almennt fiskverð hækkaði ekki umfram það sem verið væri að tala um í kjarasamningum hjá öðrum hópum. Hvaða leið væri fær, sagði Óskar að tengja mætti fiskverð að hluta við markaðsverð til að vinnslan hafi möguleika til að kaupa sér aukinn afla. „Það kemur öllum til góða, vinnslunni sem og sjómönnum," sagði Óskar, hins vegar héldi Verðlagsráð áfram að ákvarða lágmarksverð. Aðspurður sagði Óskar að ekki væri farið að sjá fyrir endann á starfi nefndarinnar, en hann von- aðist til að samstaða næðist, svo ákvörðunin þyrfti ekki að fara til yfirnefndar. Ertu ekki bjartsýnn á að það takist? „Hæfilega bjartsýnn,“ sagði Óskar. Næsti fundur í Verðlagsráði fer fram á morgun, föstudag. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.