Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
TIMANS
687691
;tlO«B'LASr0i
ÞRðSTUR
685060
VANIR MENN
Tíminn
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Seðlabankinn: raunvextir á síðasta ári hinir lægstu frá 1985:
Raunvextir iækkuðu
allt að 9%
fyrra
Raunvextir (vextir umfram verðbólgu) á lánum banka
og sparisjóða lækkuðu verulega milli áranna 1988 og
1989. Raunvextir bankalána urðu lægri á síðasta ári en
nokkru sinni frá árinu 1985, samkvæmt Hagtíðindum
Seðlabankans. M.a.s. urðu vanskilavextir í raun mörgum
prósentum lægri á nýliðnu ári heldur en raunvextir á
víxlum árið áður.
Vegna þess að bankastjórar
telja líklegt að draga muni úr
verðbólgu a.m.k. fyrstu mánuði
þessa árs lækkuðu bankar nafn-
vexti óverðtryggðra útlána frá 2%
til 3,5% í byrjun þessa árs. Vöxt-
um á verðtryggðum lánum hefur
hins vegar ekki verið breytt, þann-
ig að bankar virðast ekki stefna að
frekari lækkun raunvaxta að svo
komnu.
Rétt er að taka fram að Seðla-
bankinn miðar reikning raunvaxta
árið 1989 við vexti umfram fram-
færsluvísitölu - þ.e. vexti umfram
hækkun verðlags (verðbólgu) - en
ekki vexti umfram lánskjaravísi-
tölu, sem Seðlabankinn telur ekki
lengur almennan verðlagsmæli-
kvarða á sama hátt og áður var.
Lánskjaravísitala hækkaði tæp-
lega 3% minna en verðlag á síð-
asta ári. (Sú þróun snýst síðan
alveg við ef/þegar laun hækka
meira en verðlag á ný.) Lækkun
raunvaxta á árinu var þó töluvert
meiri en þessum mun á vísitölum
nemur.
Árið 1988 í heild voru raunvext-
ir víxillána 12,5% og óverð-
tryggðra skuldabréfa 11,8%. Síð-
ast liðið ár lækkuðu þeir niður í
3,4% á báðum þessum tegundum
lána yfir árið í heild. Raunvextir
verðtryggðra skuldabréfa lækk-
uðu úr 9,2% niður í 4,7% á sama
tíma. Athygli vekur að bank-
arnir hafa tekið mun hærri raun-
vexti af verðtryggðum skuldabréf-
um heldur en óverðtryggðum öll
þau 7 ár sem yfirlit í Hagtíðindum
nær til, eða frá árslokum 1982.
í tölum hér að framan er miðað
við meðalvexti yfir heilt ár. Miklar
breytingar voru hins vegar á nafn-
vöxtum innan s.l. árs. Meðalnafn-
vextir á óverðtryggðum skulda-
bréfum voru t.d. innan við 16% í
upphafi ársins (þegar menn bjugg-
ust við hjöðnun verðbólgu sem
ekki varð). Á 3. ársfjórðungi
höfðu þeir meira en tvöfaldast, í
35%, en sigu aftur niður í 30,6%
á síðasta fjórðungi ársins.
Væntingar um hjöðnun verð-
bólgu telur Seðlabankinn einnig
mega greina á vaxtaþróun ríkis-
víxla. Fyrir áramótin voru þeir
26% en lækkuðu í byrjun janúar
niður í 23, 22 og 21%. Lægstu
vextimir gilda fyrir lengstu víxl-
ana, sem Seðlabankinn telur vís-
bendingu um að búist sé við
frekari vaxtalækkun á næstunni.
• HEI
Níu hjól út af
Engin slys urðu á mönnum þegar
hjólbarði sprakk á þessum átján
hjóla trukki, með þeim afleiðing-
um að hann hafnaði hálfur utan
vegar, á Vesturlandsvegi við
Hestháls síðdegis f gær. Bíllinn vai
með fullfermi af möl og þurfti að
moka meirihluta farmsins á milli
bíla, til að hægt væri að ná honum
upp á veginn að nýju og skipta um
dekk.
ABÓ/Tímamynd Árni Bjarna
Næg
Ólíklegt er talið að ófriðurinn í
Azerbajdzhan hafi áhrif á olíuinn-
flutning til landsins en sem kunnugt
er eru nokkrar helstu olíuhafnir
Sovétríkjanna í Baku og fleiri borg-
um við Kaspíahafið. Undanfama
daga hafa Azerar hótað að sprengja
í loft upp olíuskip og olíumannvirki
á þeim slóðum. Skip sem flytja olíu
til íslands em hinsvegar yfirleitt
Hrottaleg árás manns á ellefu ára
stúlkubarn í Grindavík:
„Eg hitfi
þig seinna"
Ellefu ára stúlka úr Grindavík
varð fyrir fólskulegri árás I fyrra-
dag. Stúlkan var á göngu í bænum
þegar hún mætti ungum manni í
dökkum ieðurklæðnaði. Sam-
kvæmt lýsingu þeirri er stúlkan gaf
af árásarmanninum, var hann í
svörtum leðurbuxum og leður-
jakka. Maðurinn var dökkhærður
og stuttklipptur, um 170 sentimetr-
ar á hæð. Stúlkan sagði hann hafa
verið á hæð við móður sína og út
frá þeirri viðmiðun dregur lögregl-
an þá ályktun að árásarmaðurinn
sé meðalmaður á hæð. Stúlkan
horfði á eftir manninum, þar sem
hann gekk í átt að höfninni.
Sem fyrr segir var stúlkan á
göngu í sakleysi sínu þegar árásin
var gerð. Hún staldraði við og
beygði sig niður til að ná í miða
sem hún hafði misst á jörðina. Án
nokkurs aðdraganda gekk maður-
inn til hennar og sparkaði af öllu
afli í kviðinn á henni. Síðan sagði
hann: „Ég hitti þig seinna" og
hvarf á braut.
Sævar Sigurðsson, faðir stúlk-
unnar, sagði að hún væri með
innvortis sár og hefði miklar þraut-
ir eftir sparkið. „Manni finnst þetta
furðulegur ruddaskapur að ráðast
svona á bam. Þessi maður hlýtur
að hafa verið í cinhverju annarlegu
ástandi.“
Víðtæk leit hefur verið að
manninum í Grindavík en án
árangurs enn sem komið er. Farið
var í allar verbúðir og fylgst með
umferð út úr bænum. Allt kom
fyrir ekki og þykir líklegt að hann
sé farinn úr bænum. Öruggt er
talið að hann sé utanbæjarmaður
því að enginn kannast við svona
leðurklæddan mann í Grindavík.
Vitni hafa gefið sig fram sem telja
sig hafa séð hann á gangi í bænum.
Lögreglan í Grindavík hvetur alla,
sem telja sig hafa upplýsingar um
málið, að láta til sín heyra. Síma-
númer lögreglunnar í Grindavík er
92-6 84 44. -EÓ
olía til vors
lestuð í borgum við Eystrasalt eða
Svartahaf. Að auki er stór farmur á
leiðinni til landsins og mun sú olía
duga langt fram á vorið að sögn
Magnúsar Ásgeirssonar hjá Olíufé-
laginu.
Langstærsti hluti eldsneytis ís-
lendinga kemur frá Sovétríkjunum.
S'efnan er sú að allt 92 oktana
bensín komi þaðan, sömuleiðis öll
svartolía og 70-75% af gasolíu. Olía
sem kölluð er Vestan-olía getur
hinsvegar verið frá Sovétríkjunum
þar sem Sovétmenn eru aðal sölu-
aðilar til Rotterdam. Það verður því
að telja líklegt að ófriðarástand í
Sovétríkjunum hafi áhrif á framboð
og verð olíu. SSH