Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 25. janúar 1990 Fimmtudagur 25. janúar 1990 TÍrhirin 1T Leggst grænmetisrækt af í Hveragerði? Eftir Stefán Ásgríms- son Garðyrkjumenn óttast víðtækar afleiðingar skæðs meindýrs; „ameríkutripsins“: „Það er nú verið að fullvinna nýja reglugerð um plöntusjúkdóma og mein- dýr í plöntum og í garðyrkju. Við vorum búnir að breyta gömlu reglugerðinni á þann veg að hún veiti okkur vörn gegn þessu blómatripsi. Reglugerðin á að veita okkur heimild til að stöðva inn- flutning blómasendingar ef trips finnst í henni,“ segir Sigurgeir Ólafsson deildar- stjóri hjá Rannsóknastöfnun landbúnað- arins við Tímann. Um þessar mundir berjast garðyrkju- menn og starfsmenn Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins harðri baráttu við harðsnúna óværu sem barst hingað til lands fyrir um einu og hálfu ári. Kvikind- ið gengur undir nafninu ameríkutrips og er ein tegund svonefndra kögurvængja sem kallast einu nafni Thrips í Ameríku. Fræðinafn þessa skordýrs er Fraccinella Occidentalis. Kvikindið er vanddrepið vegna þess að það hefur byggt upp þol gagnvart eiturefnum, nema þá helst þeim allra sterkustu. Jafnframt er það svo lítið (rúmur millimetri á lengd) að það er vandséð og -fundið. Komist það í ávexti og grænmeti nagar það þá og getur eyðilagt stórkostlega, nái það sér almennilega á strik. Dýrið stingur í frumur plantna og ávaxta og afleiðingarnar eru þær að ávextirnir missa lit, aflagast, skorpna og verða silfurglansandi. Það eru öll vaxtarstig skordýrsins sem eru skaðvaldar. Löglegt eitur virkar ekki Magnús Ágústsson líffræðingur er garðyrkjubóndi í Hveragerði. Hann seg- ir að mjög fáar eiturtegundir sem úðað er á garðplöntur og -ávexti ráði við að vinna á ameríkutripsinu. Hann sagði að stöðugt væri þó unnið að því að finna upp og þróa ný efni en einnig beindust athuganir að svokölluðum lífrænum vömum. Þær fælust í því að annaðhvort væri reynt að finna önnur skordýr sem gætu lifað á skaðvaldinum eða að fundnir væru einhverjir sveppir sem gætu sýkt meindýrið og drepið það. Þetta tvennt væru mestar vonir bundnar við um þessar mundir. Ameríkutripsið veldur mjög miklu fjárhagslegu tjóni þar sem það nær að stinga sér niður. Að sögn garðyrkju- bænda sem rætt var við í gær hefur hingað til lítið þurft að úða grænmeti hér á landi. Nái tripsið að stinga sér niður í grænmeti að einhverju ráði þá sé óhjá- kvæmilegt að fara að nota sterkari efni en notuð hafa verið til þessa og úða oftar. Þar með gæti orðið úti um hollustu grænmetis og neysla þess í raun orðið heilsuspillandi. Talið er víst að tripsið hafi borist hingað til lands með blómum en þau eru flutt í talsverðum mæli inn frá Évrópu. Garðyrkjubændur í Hveragerði rækta einkum blóm og þar hefur tripsins eink- um orðið vart og borist í gróðurhús þar sem grænmeti er ræktað og meðal annars eyðilagt uppskeru af papriku. Þar sem óargadýrsins verður vart er ekkert annað til ráða en að hreinsa allt út úr húsum og sótthreinsa þau. Jafn- framt verður að gufusjóða moldina til að drepa allt kvikt í henni þar sem lirfurnar halda þar til og þroskast. Garðyrkjubændur í Hveragerði hafa margir þurft að gera þetta að undanförnu og þeir sem rækta matjurtir hafa auk þess þurft að þvo gróðurhús sín rækilega að innan og jafnvel að utan. Þá telja margir að þar sem tripsið hefur einu sinni náð að stinga sér niður muni það koma upp aftur síðar. Grænmetisræktun í hættu Magnús Ágústsson segir að misjaflega erfitt sé að fást við fluguna eftir því hvaða jurtir menn séu að rækta. Þar sem blómarækt fer fram er einna erfiðast við hana að fást þar sem hún feli sig og haldi til í blómunum þar sem hún lifir á frjókornum. Hann segir að takist ekki að ráða niðurlögum pöddunnar gæti afleiðingin orðið sú að hætta verði að rækta græn- meti á ákveðnum svæðum, t.d. í Hvera- gerði. Verði ekki gripið til róttækra aðgerða hið bráðasta hljóti svo að verða með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum af- leiðingum. Nú stunda garðyrkjumenn mjög víða bæði ræktun blóma, grænmet- is og ávaxta. Þeir gætu orðið tilneyddir til að sérhæfa sig í annaðhvort grænmet- is- eða blómarækt innan ákveðinna svæða og strangt eftirlit yrði síðan að hafa með því að loka öllum hugsanlegum smitleiðum milli svæðanna. Landbúnaðarráðuneyti tómlátt? Garðyrkjubændur sem rætt var við í gær, bæði í Hveragerði og víðar á Suðurlandi gagnrýna landbúnaðarráðu- neytið fyrir að hafa brugðist hægt og seint við vandanum. Þannig hafi tækifæri til að ráða niðurlögum smávægilegs vandamáls jafnvel glatast og vandinn fengið næði til að vaxa og verða að stórkostlegum höfuðverk. Tripsins varð fyrst vart í tiltölulega fáum garðyrkjustöðvum í Hveragerði og hefur borist frá þeim til annarra stöðva í * næsta nágrenni. Garðyrkjumenn segja að ef brugðist hefði verið við strax hefði verið hægt að hjálpa mönnunum við að losna við meindýrið með því að eyða öllum blómstrandi plöntum í viðkom- andi stöðvum og sótthreinsa stöðvarnar. í gildi eru lög um sóttvarnir og mein- dýr í innfluttum gróðri og varnir gegn slíku en hins vegar engin reglugerð til að framfylgja markmiði laganna. Þannig hefur enginn aðili, svo sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins heimild til að grípa til sinna ráða í tilfellum eins og því þegar trips fannst fyrst. Garðyrkjumenn gagnrýna að ráðuneytið hafi ekki enn sett slíka reglugerð. Einnig höfðu viðmælendur okkar at- hugasemdir um að við beiðni garðyrkju- manna og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins um fjárveitingu til að kosta að einhverju leyti eftirlit og sótthreinsun hefði enn ekki verið svarað. Mælst hefði verið til þess að fjárveitingar yrðu í því formi að greitt yrði niður eitur og tæki til sótthreinsunar. Engin viðbrögð hefðu orðið við beiðninni hjá ráðuneytinu. Halldór Sverrisson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins sagði að tripsið væri enn ekki orðið slæmt vandamál en gæti orðið það ef það bærist að marki í grænmetisræktunina einkum á aðal grænmetissvæðunum í uppsveitum Árnessýslu og í Borgarfirði. Þess vegna væri reynt að vara fólk við og benda á hættuna. Garðyrkjumönnum hefði verið bent á að forðast eftir því sem unnt væri að flytja plöntur inn á græn- metisræktarsvæðin. En þar væru einnig stórir blómaræktendur sem þyrftu að flytja inn blóm og græðlinga í einhverj- um mæli. Þessir aðilar þyrftu að vera vel á verði. Eiturþolið kvikindi Hann sagði að margar tegundir af tripskvikindum fyrirfyndust og alþekkt hér á landi væri svokallað nellikutrips en það hefði ekki nándar nærri sama eitur- þol og ameríkutripsið og væri því auð- veldara viðfangs. Ameríkutrips lifði villt út í náttúrunni í sínum upprunalegu heimahögum. Það- an hefði það borist til Evrópu og m.a. inn í gróðurhús og líklega öðlast eiturþol sitt þar, „Það er talið að villtir stofnar í Amer- íku séu mun næmari fyrir eitri heldur en þeir gróðurhúsastofnar sem hingað til lands hafa borist," sagði Halldór. „Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég vonast þó til að við berum gæfu til þess að koma í veg fyrir stór- vandamál,“ sagði Sigurgeir Ólafsson deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Sigurgeir sagði að ameríkutrips væri í sjálfu sér ekki vandamál í sambandi við skrautjurtir því á þær væri hægt að beita efnum að vild þar sem menn ætu þær ekki. Næði tripsið hins vegar almennri útbreiðslu í grænmetisrækt, þá væri veru- legt vandamál á ferðinni. Ástæðan er sú að þar er takmarkað hvað nota má af eiturefnum. Auk þess eru hættufrestir á skordýraeiturefnum sem þarf að virða. Grænmetisræktendur munu því eiga erfitt með að ráða niður- lögum meindýrsins. Sigurgeir sagði að trips væri mjög útbreitt í Evrópu en innflutningur á blómum og plöntum umtalsverður þaðan. Því væri nauðsynlegt að grípa á ýmsum þáttum samtímis: Vantar valdssvið og fé Fylgjast þyrfti betur með innflutningi blóma og plantna enda ómögulegt og óæskilegt að stöðva hann og loka land- inu. Jafnframt þyrfti að loka smitleiðum til garðyrkjustöðva og hefði raunar þegar verið gert þannig að nú væru óseldar plöntur ekki lengur sendar til baka til dreifingaraðila. Með því móti hefði verið stórlega dregið úr líkum á að dýrið dreifðist frá smituðum stöðum til ósmit- aðra. Þá hefðu hann og starfsmenn hans heimsótt flestar garðyrkjustöðvarnar til að reyna að átta sig á hvað ameríkutrips- ið væri orðið útbreitt. Jafnframt hefði verið fylgst stöðugt með þeim stöðvum þar sem kvikindið hefði greinst. Enn- fremur hefði fengist undanþága til þess að flytja inn nokkur efni sem ekki væru á skrá eiturefnanefndar yfir efni sem leyfilegt væri að nota í garðyrkju en vitað væri að virkuðu betur á ameríku- trips en önnur efni. „Þá héldum við fræðslufundi með ræktendum fyrir áramótin í samvinnu við Búnaðarfélagið. Hins vegar höfum við ekki fengið þann fjárstuðning sem við vorum að vonast eftir til árangurs- ríkrar herferðar í samvinnu við garð- yrkjumenn gegn þessum vágesti. Um hann var sótt gegn um landbúnaðarráðu- neytið en ekkert svar hefur borist enn þá,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að fjárstuðningurinn hefði verið hugsaður til þess að auðvelda mönnum að kaupa úðunarbúnað og eiturefni. Hugmyndin hefði ekki aðeins verið að ganga milli bols og höfuðs á ameríkutripsinu heldur einnig að bæta almennt varnir gegn meindýrum í ís- lenskri garðyrkju. Til þess væri nú lag þar sem að viss hugarfarsbreyting í þá átt væri að eiga sér stað. Jafnframt því að beðið væri svara ráðuneytis um fjárstuðning, væri beðið staðfestingar nýrra reglna sem auðveld- að gætu þessa baráttu, enda vantaði nú heimild til þess að getað stoppað af stöðvar þar sem ekki hefði tekist að útrýma skaðvaldinum. „Slíka heimild höfum við ekki eins og er, sem er illt því að á ferðinni er vandamál sem við getum ekki sætt okkur við að látið sé afskipta- laust," sagði Sigurgeir. Miklir fjármunir eru í húfi fyrir garð- yrkjustöð ef þarf að loka henni og eyða uppskeru. Garðyrkjumenn hafa eitthvað sótt um aðstoð til Bjargráðasjóðs í slíkum tilfellum enda er oft eina leiðin til þess að hreinsa stöðvarnar nægjanlega að fleygja talsverðu af plöntum. Hættuástand Sigurgeir var spurður hvort vandinn hefði verið að aukast jafnt og þétt meðan að ráðuneytið hefur setið með hendur í skauti? „Ég vil ekki segja það beint þar sem ekki er farið að reyna á það. Ameríku- trips fannst á um 17 stöðum á s.l. ári og var á mis alvarlegu stigi. Hreinsun hefur víða tekist vel til. Hins vegar getur þetta aftur blossað upp. Þá er heldur ekki víst að við höfum fundið alla sýkta staði. Ég held að öllu athuguðu að lykilatriði sé að reyna að girða af smitleiðir til stöðvanna eða framleiðendanna. Vissu- lega eru stöðvar með blandaða ræktun, bæði blóm og grænmeti, viðkvæmari en aðrar. Sá sem ræktar grænmeti og flytur jafnframt inn græðlinga og pottaplöntur hlýtur að vera í sérstakri hættu.“ -Mun paddan þá stuðla að sérhæfingu milli garðyrkjustöðva og jafnvel svæða? Hér er vandinn sá að stöðvar eru litlar og með blandaða framleiðslu. Erlendis greina menn milli stöðva sem framleiða afskorin blóm og pottablóm og hins vegar þeirra sem framleiða græðlinga og smáplöntur sem selt er hinum fyrmefndu. Til hinna síðarnefndu eru gerðar mikl- ar kröfur og strangar um að ekki séu meindýr eða sjúkdómar í afurðunum. Hins vegar er slakað aðeins á hvað varðar þá sem selja til neytenda. Hér er engin slík aðgreining og dæmi um að innflutt afskorin blóm séu seld í garð- yrkjustöð úti á landi. Við fylgjumst nú mjög vel með innflutn- ingi og vonumst til að eftirlitið veiti aðhald sem dragi úr líkum á að mjög smitaðar plöntur séu sendar hingað," sagði Sigurgeir Ólafsson að lokum. -sá wm ——IM........i ................i...........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.