Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. janúar 1990 Tíminn 9 hugsað sér tímasetninguna á lýð- ræðislegum umbótum. Hann hefur talað um nauðsyn pólitísks sam- hengis til 1997. En hann hefur líka sagt að Bretar væru ekki uppteknir við að hlusta á hvað Kínverjum væri að skapi og fara síðan ná- kvæmlega eftir því. Kínverjar þrjóskir og tortryggnir Kínversk stjórnvöld eru við- kvæm fyrir gagnrýni og halda þrjósk við þá fullyrðingu að at- burðirnir á Torgi hins himneska friðar væru aðeins staðbundnir smáerfiðleikar. Þau neita að viður- kenna ástæðurnar til núverandi uppreisnarhugarfars Hong Kong- búa. Hvert skref sem Bretar hafa tekið til að draga úr áhrifum at- burðanna 4. júní hefur samkvæmt því aukið æ meir á tortryggni í samskiptum Kínverja og Breta. Ákvörðun Breta um að veita 50,000 fjölskyldum í Hong Kong (25,000 manns alls) fullgild bresk vegabréf hefur hleypt sérstaklega illu blóði í kínversk stjórnvöld. Hér er um að ræða úrvalsfólk, sem Kínverjar álíta nauðsynlegt að verði um kyrrt til að tryggja að umskiptin 1997 gangi snurðulaust fyrir sig. Andstaða í Bretlandi gegn því að veita þessu fólki viðtöku gerir illt verra. Ólíklegt er að þjóðarstolt Kínverja eflist við þá vissu að sennilega er Hong Kong borgurum aðeins veitt landvist í Bretlandi fyrir náð og miskunn, af ríkisstjórn sem er undir áköfum þrýstingi heima fyrir að veita eins fáum Kínverjum innflytjendaleyfi og þeir komast upp með. Skýring Breta á því að hafa veitt vegabréfin - sú að þeir sem þau fengu myndu því aðeins velja að fara til Bretlands ef Kínverjarsvíki samkomulagið eftir 1997 - mætir litlum skilningi í Peking. í>ar halda menn því fram að meðlimir laga- stofnana og aðrir í mikilvægum stöðum álíti sér frjálst að rífa niður áhrif frá meginlandinu, vitandi að þeir eigi víst hæli í Bretlandi. Auðvitað er það niðurrifsstarf- semi sem litlausu mönnunum í Maó-fötunum stendur mest skelf- ing af. Li Peng, sem nýlega er orðinn 61 árs, er sennilega mest hataði maðurinn í Kína. Sem ætt- leiddur sonur Chou Enlai er hann það sem næst verður komist þvf að vera erfðaprins í því sem eftir er af kommúnistaheiminum. Það var hann sem kom fram í sjónvarpi í júni sl., baðandi út handleggjun- um, þar sem hann tilkynnti að herlög væru sett, og litið er svo á að hann sé sá sem aðalábyrgðina beri á fjöldamorðunum. Það hlýtur að hafa verið í hans augum eins og versta martröð hans væri að koma fram þegar fólk safnaðist saman þúsundum saman á gamlárskvöld í miðborg Hong Kong og krafðist þess að gripið yrði til sömu aðgerða í Kína og í Rúmeníu. Myndirnar af Nicolae Ceausescu líflátnum, eina bandamanni Kína sem eftir var í Evrópu, minntu harkalega á bitra uppskeru þeirra sem undir verða í byltingu. En það er ekki Hong Kong sem Kína stendur mest hætta af. Það er sjálf forystan í landinu. Þó að hún lúti valdi harðlínumanna er hún veikburða og sundruð. Mennirnir sem stýra fjölmennustu þjóð á jarðríki hafa engar sannfærandi áætlanir um hvernig vinna megi landið út úr efnahagslegum og félagslegum þrengingum, sem auk- ið er á með undirokun. Hins vegar er óhjákvæmilegt að tíminn vinni gegn hinum gömlu og þrjósku. Deng og Yang Shangkun forseti eru báðir um áttrætt. Við 1 dauða þeirra, sérstaklega Dengs, kemur fram í dagsljósið valdabar- átta bak við tjöldin. Og eins og venjan er í Kína getur dauði leið- toga verið tími nýrrar uppreisnar. Það kann að vera að besta von íbúa Hong Kong um að njóta freisis og lýðræðis sé sú að þegar að því kemur að 1997 rennur úpþ, hafi almcnn bylting komið frjáls- lyndari stjórn að völdum í Kína. , jlllllllllllllllllllllllll FÓLK llllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllliflllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllll^ Israelskur fræðimaður Andstæðingarnir kunna líka að leggja saman „Þeir geta lagt saman eins og allir vita,“ segir hann. Fjögurra milljóna talan, samanlögð við fjölda þeirra sem dóu annars staðar, gæfi endanlega útkomu fórnarlamba Helfararinnar sem væri sýnu hærri en sú ónákvæma tala 6 milljónir sem hefur lengi verið fest í sessi með mismunandi aðferðum, m.a. samanburði á hag- tölum um fjölda evrópskra gyðinga fyrir og eftir styrjöldina. Þó að mismunandi áætlaðar töl- ur um fjölda dauðra í Auschwitz hafi verið gefnar upp á þessu ári meðan æsingurinn var sem mestur vegna rómversk-kaþólsks nunnu- klausturs sem komið hefur verið á laggirnar í Auschwitz er oftast vitnað til talnanna 2,5 milljónir gyðinga og 1,5 milljón af öðrum kynstofnum, sem flestir eru álitnir hafa verið Pólverjar. f lok sept- ember birti Yehuda Bauer grein í The Jerusalem Post þar sem hann sagði þessar tölur „augljóslega rangar". 1,6 milljón drepin í Auschwitz Bauer segir að fyrir fimm árum hafi rannsókn franska gyðinga- sagnfræðingsins Georges Wellers staðfest að u.þ.b. 1,6 milljón manna hefðu verið drepnir með gasi, teknir af lífi á annan hátt, píndir til dauða eða hefðu fallið fyrir hungri eða sjúkdómi í Ausch- witz. Samkvæmt þessari rannsókn hefði um 1,35 milljón fórnarlamb- anna verið gyðingar. 83.000 voru Pólverjar, 20.000 sígaunar og 12.000 sovéskir stríðsfangar. Að auki voru 150.000 Pólverjar fangar í Auschwitz en síðar fluttir eitthvað annað þar sem margir þeirra, þó ekki meirihlutinn, dóu. Grein Bauers hleypti af stað heilmiklum gauragangi í ísrael. Hann fékk símhringingar og bréf þar sem hann var spurður hvers vegna hann héldi því fram að milljón færri gyðingar hefðu dáið í Auschwitz en áður hefur verið fullyrt. Hvaða máli skiptir mun- urinn þegar tölurnar eru hvort sem er svo háar? Það er svo sannarlega ástæða til að spyrja hvers vegna munurinn á svona óhugnanlegum áætluðum dánartölum skipti yfirleitt máli. Bauer svarar af tilfinningahita og vísar til hlutverks sagnfræðingsins og freistingarinnar til að búa til „goðsögur" sem sé hættuleg tii lengdar. í ádeilum sínum á hinar þekktu dánartölur í Auschwitz nýtur Bau- er samþykkis starfsbróður síns við hebreska háskólann, Yisrael Gutman, sem er ritstjóri fjögurra binda alfræðibókar um Helförina sem kemur út á næsta ári. Gutman stjómaði neðanjarðarhreyfingu gyðinga í fangabúðunum í Áusch- witz. Var tilgangur talna- fölsunarinnar af stjóm- málalegum toga? Meðal sagnfræðinga sem fjalla um Helförina hefur stærri tölunum verið vísað á bug í mörg ár að sögn Bauers, þó að almenningur hafi ekki haft spurnir af því, „og mér finnst tími til kominn að al- menningur fái að vita af því,“ segir hann. Bauer gerir því skóna að bæði pólskir kommúnistar og þjóð- ernissinnar hafi haldið á lofti hærri tölunum í stjórnmálalegum til- gangi, þ.e. að sýna tap bæði gyð- inga og Pólverja í svo gríðarlega stórum tölum að mismunurinn á örlögum þessara tveggja hópa má- ist út. Bauer segist þó ekki gera lítið úr árásum nasista á Pólverja. Hann kallar þær þjóðarmorð, sem hann skilgreinir sem „eyðingu þjóðlegrar heildar með fjölda- morði á úrvali" þeirra sem veittu andstöðu. Blómi pólskra menntamanna var myrtur í fanga- búðunum, þ.á m. Auschwitz, að hans sögn. En hvað gyðinga varð- aði ætluðu nasistar þeim örlög sem tóku út yfir það að eyða þjóð, þ.e. „fjöldagjöreyðingu". Þjóðarmorð og Helför segir hann aðskilinn hrylling og ef þjóðir heims vilji berjast gegn því að slíkt endurtaki sig verði þær að hafa í huga muninn. „Kólera og krabbamein eru ekki meðhöndluð með sömu aðferðum, það verður að gera greinarmun á banvænum sjúkdóm- um,“ segir hann. Fjöldamorð nasista a gyðingum og fleirum hafa lifað sem óhugnanleg minning með mannkyninu í um 45 ár. Nú hefur ísraelskur sagnfræð- ingur kveðið upp úr með það að ekki hafi eins margir gyðingar verið drepnir í Auschwitz og til þessa hefur verið haldið fram. Samt er talan skelfilega há. Myndin sýnir einn sýningargripa í Ausch- witz. Lægri tölurnar yfirleitt viðurkenndar af sóma- kærum fræðimönnum Um nokkurt skeið hafa mörg samtök gyðinga forðast að taka afstöðu varðandi dánartöluna í Auschwitz. Elan Steinberg, fram- kvæmdastjóri Heimsþings gyð- inga, sem lét til sín taka í deilunni um klaustrið í Auschwitz, fellst á að lægri tölurnar séu yfirleitt viður- kenndar af sómakærum fræði- mönnum. Hann sagði að þó að lægri tölurnar drægju ekki upp eins skýra mynd af því sem raunveru- lega gerðist í Auschwitz, sem „fyrst og fremst var blóðvöllur gyðinga," leiddi sífelld endurtekning einfald- lega til þess að margir gyðingar legðu trú á hærri tölurnar. „í mörgum löndum björguðu íbúarnir lífi gyðinga“ „Það er verkefni sagnfræðingsins að rannsaka goðsögur,“ segir Bau- er, „og ef þörf krefur að sprengja þær í loft upp“. Hann skýrði betur hvað hann ætti við með því að benda á þá „hugmynd sumra ísra- elskra stjórnmálamanna að allir þeir sem ekki eru gyðingar hafi verið á móti okkur" meðan á Helförinni stóð, með einni undan- tekningu, „þeim réttsýnu ekki-gyð- ingum“ sem hafa verið heiðraðir við Yad Vashem, minnismerkja- miðstöðina um Helförina í Jerúsal- em. „Þetta er hrein og klár vit- Ieysa,“ segir Bauer. „I mörgum löndum björguðu íbúarnir lífi gyð- inganna." Bauer segir það svipaða mis- notkun á sögulegum staðreyndum að „líkja hverjum og einum gyð- ingahatara eftir Helförina við nas- ista.“ Hann segir að það séu nas- istahugmyndir í samtima gyðinga- hatri, en oft er lfka mikilvægur munur þar á. „Einfaldar samlíking- ar eru nokkuð sem við verðum að vara við,“ segir hann. Bauer stendur á því fastar en fótunum að hafa skuli það sem sannara reynist um dánartölurnar í Helförinni. En hann hefur líka varað við því að „drekkja harma- tárum og þjáningum í hafsjó af neðanmálsgreinum" og „að koma fram með fjarlægar gervi-vísinda- legar aðferðir sem séu eins ómann- legar og þær sem þeir studdust við sem frömdu glæpinn eða þær sem þeir studdust við sem voru við- staddir og horfðu á án þess að hafast nokkuð að“. í Auschwitz er grafið í stein: Fjórar milljónir manna létu lífið í fangabúðum nasista. En Yehuda Bauer, einn fremsti sagnfræðingur varðandi Helförina og svarinn andstæðingur þeirra sem neita því að hún hafi átt sér stað, segir að fjöldi fórnarlambanna hafi verið minni en helmingur uppgefinnar tölu. Hvernig stendur á því að Bauer, yfirmaður deUdarinnar sem fjallar um rannsóknir á Helförinni við stofnun um samtíma gyðingdóm við hebreska háskólann í Jerúsalem, heldur því fram að miklu færra fólk, og þar af leiðandi miklu færri gyðingar, hafi dáið í Auschwitz en yfirleitt er talið? „Fyrsta skylda sagnfræðingsins er að segja sannleik- ann,“ segir Bauer. Og í þessu tilfeUi er sannleikurinn nógu skelfilegur. Að ýkja fjölda dauðra í Auschwitz segir hann að „væri aðeins vatn á myllu þeirra sem neita því að Helförin hafi átt sér stað.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.