Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. janúar 1990 Tíminn 17 Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík Hið árlega þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 27. janúar n.k. í Norðurljósasal Danshallarinnar (Þórs- cafe) og hefst kl. 19.30. Heiðursgestir verða frú Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, sem jafnframt flytur ræðu kvöldsins. Aðgöngumiða- og borðapantanir eru í síma 24480 (Þórunn). Verð aðgöngumiða kr. 2.500,-. (Greiðslukortaþjónusta) Framsóknarfélag Reykjavíkur. Rangæingar JónHelgason Guöni Ágústsson UnnurStefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum: Gunnarshólma, fimmtudaginn 25. janúar kl. 15:30. Heimalandi fimmtudaginn 25. janúar kl. 21.00. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Útvarpsráði, verður til viðtals fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 10-12 að Nóatúni 21. Allir velkomnir. LFK. Guðrún Alda Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna verður með matarspjallsfund miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. Keflavík Skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins um val frambjóðenda í komandi bæjarstjórnarkosningum fer fram í Félagsheimili flokksins að Hafnargötu 62 sunnudaginn 28. janúar kl. 10.00-17.00. Skoðanakönnunin er opin öllum stuðningsmönnum flokksins. Mætið vel og takið þátt í könnuninni. Kaffiveitingar á staðnum. Uppstillingarnefnd Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss lllllllllllllllllllllllll SPEGILL IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^ ........Illlll Spænska Nóbels- skáldið skemmtir sér Það var að venju hátíðleg athöfn þegar Nóbelsverðlaununum var úthlutað þann 10. desember sl. Um 300 manns voru í salnum, karlmennirnir í kjól og hvítt og konurnar í kvöldkjólum. Þarna voru 9 afreksmenn hver á sínu sviði sem tóku á móti verðlaunum í Stokkhólmi, en sama dag fór fram athöfn í Osló. þar sem Dalai Lama, hinn friðelskandi leiðtogi Tíbetbúa, hlaut friðarverðlaun Nóbels. Nóbelsverðlaun rithöfunda og skálda 1989 hlaut spænski rithöf- undurinn Camilo Jose Cela. Ný- lega sáu sjónvarpsáhorfendur hér á landi viðtalsþátt við hann, þar sem margt sérstakt kom fram um ævi hans. Við hið hátíðlega veisluborð eft- ir afhendingu verðlaunanna hlaut Cela heiðurssæti við hlið Sylvíu drottningar og var hann mjög ánægður með það, því hann sagðist vera svo veikur fyrir fögrum konum. Hann stóð upp fyrstur af verðlaunahöfunum og hélt skála- ræðu, skálaði fyrir Svíakóngi og drottningu og hinni friðelskandi sænsku þjóð. Allt var þetta mjög settlegt og viðeigandi við svo hátíð- legt tækifæri. En þó árin séu farin að færast yfir skáldið, þá er mikill strákur í honum enn. Hann hefur alltaf haft gaman af að dansa og þegar hljóm- sveitin fór að spila spænska dansa honum til heiðurs skellti Cela sér í að dansa „pasadouble" við vin- konu sína og sambýliskonu í sl. fjögur ár. Hún heitir Marina Castano og var blaðamaður er þau hittust á rithöfundaþingi fyrir 5 árum. Kunningsskapur þeirra varð það innilegur að þau fluttu saman og búa nú í smábæ, um 50 km frá Madrid. Cela er kaþólskur og bjó með konu sinni á Mallorca, en þar eiga þau stórhýsi. Frúin hefur búið þar ein þessi árin síðan Cela hitti Marinu. Cela bregður fyrir sig betri fætinum í „pasadouble“ með vinkonunni. Chrístina Spánarprinsessa var viðstödd hátíðahöldin, hér er hún að óska landa sínum til hamingju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.