Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 1
r Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, fyrrum stiórn armaður Landsvirkjunar, boðar stórfelldan gullfund: Hafa fundist 4 milljarðar í Landsvirkjun? Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir það athyglisvert að forstjóri Landsvirkjunar skuli hafa upplýst að með sömu bókhaldsreglum og beitt er við almenn fyrirtæki í landinu, skili Landsvirkjun fjögurra milljarða króna arði á ári. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að verði frumvarp, sem kveður á um að leggja tekjuskatt á orkufyrirtæki, að lögum muni Landsvirkjun greiða tvo milljarða í tekjuskatt á ári. Þetta lítur Ólafur á sem gullf und, því reiknað var með að heildarskatt- innheimta af tekjuskattinum yrði 250 milljónir, en nú eygir Ólafur tvo milljarða eingöngu frá Lands- virkjun. % Blaðsíða 5 Fulltrúar íhalds og komma sam- einast á Al- þingi um að láta ríkið borga fyrir „skemmti- ferðaskipið" Andra BA: Fulltrúar íhalds og komma tóku höndum saman um ríkiskassann á Alþingi í gær í umræðu utan dagskrár um málefni Andra BA. Þeir Skúli Alexandersson og Guðmundur H. Garðarsson settu fram þá kröfu að ríkið bætti tjón það sem eigendur Andra yrðu fyrir vegna þess að ekki fékkst þorskvinnsluleyfi við strendur Alaska. Lauslega áætlað nemur tjón útgerðarfélagsins um 600 milljónum kr. Þetta telja þeir Skúli og Guðmundur að skattgreiðendur eígi að greiða. Fjörugar umræður urðu um þetta á þingi í gær. • OPNAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.