Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 26. janúar 1990 ÞATTTAKA TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS í KOSTNAÐIVIÐ TANNRÉTTINGAMEÐFERÐ Vegna nýrra laga um greiöslur Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir tannréttingar vill stofnunin hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess aö fresta því aö leggja út í kostnað viö nýja tannréttinga- rrieöferð þar til nýjar endurgreiðslureglur hafa verið auglýstar. Aö því loknu skal fólki bent á aö afla sér úrskurðar Tryggingastofnunar um mögulega greiðsluþátttöku stofnunarinnar áöur en meöferö hefst. Tekið skal fram, aö tann- réttingameðferð, sem sannanlega hófst fyrir 1. nóvember 1989 veröur áfram endurgreidd samkvæmt eldri reglum. P5| TRYGGINGASTOFNUN m RÍKISINS Guðrún Alda Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna verður með matarspjallsfund í Lækjarbrekku, miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. m Elín R. Líndal Viðtalstími LFK Elín R. Líndal, varaþingmaður á Norðurlandi vestra, verðurtil viðtals, þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 17-19 í Nóatúni 21, sími 24480. Allir velkomnir. LFK. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut 4, í fundarsal Verkalýðs- félags Borgarness kl. 20.30 föstudaginn 28. janúar n.k. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Keflavík Skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins um val frambjóðenda í komandi bæjarstjórnarkosningum fer fram í Félagsheimili flokksins að Hafnargötu 62 sunnudaginn 28. janúar kl. 10.00-17.00. Skoðanakönnunin er opin öllum stuðningsmönnum flokksins. Mætið vel og takið þátt í könnuninni. Kaffiveitingar á staðnum. Uppstillingarnefnd Áshildur Haraldsdóttir. EVRIDÍS, flautukonsert Þorkels Sigurbjórnssonar leikinn í Mexíkó Áshildur Haraldsdóttir einleikari og Öm Óskarsson stjórnandi Áshildur Haraldsdóttir er nú stödd í Mexíkó þar sem hún mun leika einleik með sinfóníuhljómsveitinni Filharmoni- caó del Bajío, en stjórnandi hljómsveitar- innar er íslendingurinn Örn Óskarsson. Áshildur mun leika einleik í flautukonsert Þorkels Sigurbjörnssonar, Evridísi, á fernum tónleikum síðast í janúarmánuði, og Örn stjórnar öllum tónleikunum. Önn- ur verk sem flutt verða á tónleikunum cru eftir Egil Hovland og Jean Sibelius. Þorkell Sigurbjörnsson samdi Evridísi fyrir Manuelu og hljómsveit árið 1978 og hún frumflutti konsertinn og hefur flutt víða um heim. Áshildur Haraldsdóttir hefur stundað nám í Bandaríkjunum frá 1983 og lauk BA prófi með láði frá New England Conservatory í Boston 1986 og Meistara- prófi frá Juilliard skólanum, þá 22 ára gömul. Áshildur hefur haldið einleikstón- leika hér heima og erlendis og unnið til margra verðlauna. Örn Óskarsson dvaldi í Bandaríkjun- um sl. fjögur ár og stundaði nám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskóla Washingtonfylkis í Seattle. Þaðan lauk hann námi í hljómsveitarstjórn vorið 1989 og hélt þá til Mexíkó, þar sem hann hefur starfað síðan. Einnig var flautukonsertinn Evridís fluttur í Bryggeteatret í Oslo sunnud. 21. jan. sl. Þar dansaði Susanne Valentin við tónlistina ásamt dönsurum frá Svíþjóð. Dansað var líka eftir fleiri tónverkum. Endurteknir Ijóðatónleikar í Gerðubergi Eins og menn muna gekk fárviðri yfir mánudaginn 8. janúar. Það kvöld voru ljóðatónleikar í Gerðubergi, - en vegna fjölda tilmæla hefur verið ákveðið að cndurtaka Ijóðatónleikana laugardaginn 27. jan. kl. 15:00. Um er að ræða þriðju tónleikana í Ijóðatónleikaröð sem haldin er á vegum Gerðubergs nú í vetur. John Speight, bariton, syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Fluttur verður laga- flokkur eftir B. Britten, svo og sönglög eftir Purcell, H. Wolf, F. Schubert, R. Schumann, C. Ives o.fl. John Speight stundaði tónlistarnám við Guildhall School of Music and Drama 1964-’72, einnig nam hann tónsmíðar hjá Richard Rodney Bennett. Hann hefur sungið víða á Englandi og írlandi, bæði í óratoríum, óperum og á ljóðatónleikum. John hefur tekið þátt í mörgum óperusýn- ingum, bæði í Þjóðleikhúsinu og Islensku óperunni. Auk söngsins er John afkasta- mikið tónskáld. Hafnarborg: „Det Grönne Mórke“ - Sýning á verkum fimm norskra málara 1 Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, var nýlega opnuð sýning á verkum fimm norskra málara. Listamennirnir eru: Anne Katrine Dolven, Erík Annar Evensen, Olav Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad og Björn Sigurd Tufta. Til sýningarinnar er stofnað af hálfu Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg í Finnlandi og hefur hún verið sett upp í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og nú síðast í Noregi. Verk eftir þessalistamenn hafa ekki verið sýnd hér á landi áður, utan sýningar á verkum Björn Sigurd Tufta í Norræna húsinu árið 1987. Formáli í sýningarskrá er skrifaður af Maaretta Taukkuri, sýningarstjóra Nor- rænu Listamiðstöðvarinnar í Sveaborg. Sýningin í Hafnarborg stendur til 4. febr. n.k. Opnunartími er kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Sunnudagsferðir F.í. 28. jan. Sunnudaginn 28. janúarkl. 13:00 verða tvær dagsferðir á vegum Ferðafélags íslands. Onnur ferðin er sú fyrsta af fimm svokölluðum „verferðum". Tilgangur þeirra er að kynna gamlar verstöðvar frá árabátatímabilinu. Á sunnudaginn verð- ur farið til Grindavíkur og gengið þar á milli hverfanna. Byrjað verður austur við bæinn Hraun og gengið vestur um Grindavík í Staðarhverfið. Staðfróður heimamaður slæst í hópinn. Hin ferðin er skíðagönguferð á Hellis- heiðina, en þar er kominn ágætur snjór til skíðaiðkana. Skíðagönguferðir verða á dagskrá Ferðafélagsins alla sunnudaga svo lengi sem snjóalög leyfa. Brottför í ferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ferðafélag tslands „Fjallahringur" - Leirverk eftir Guðnýju Sýningar á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 27. janúar verða opnað- arþrjár sýningar að Kjarvalsstöðum. I vestursal opnar Þorlákur Krístinsson (Tolli) sýningu á olíumálverkum. I vesturforsal opnar Guðný Magnús- dóttir sýningu á Ieirmunum. I austurforsal opnar Bragi Þór Jósefs- son sýningu á ljósmyndum. I austursal er sýningin „Kjarval og landið", verk í eigu Reykjavíkurborgar. Magnúsdóttur. Kjarvalsstaðir eru opnir kl. 11:00-18:00 daglega og er veitingabúðin opin á sama tíma. „Upphaf aldarloka” Kvöldvaka verður á sýningu Tolla sunnudagskvöldið 28. janúar kl. 20:30, en yfirskriftin yfir kvöldvökunni er „Upp- haf aldarloka'*. Fram koma: Megas, Bubbi, Sigfús Bjartmarsson, Einar Már Guðmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Útivist um helgina: Þórsmerkurgangan, 2. ferð sunnud. 28. jan. Gengin verður gamla Seljadalsleiðin frá Árbæ upp Leirdal, norður fyrir Reyn- isvatn, sunnan í Reynisvatnsási, síðan austan Langavatnsheiði að Miðdal. Þetta erelsta Þingvallaleiðin. Brottförkl. 13:00 frá Umferðarmiðstöð, bensínsölu. Far- miðar við bíi (600 kr.) Skíðagöngunámskeið sunnud. 28. jan. Brottför kl. 13:00 frá Umferðarmið- stöð, bensínsölu. Vanur skíðakennari (600 kr.) Myndakvöld Útivistar, fimmtud. 2. febr. Myndakvöld verður í Fóstbræðraheim- ilinu, Langholtsvegi 109 og hefst kl. 20:30. Margrét Margeirsdóttir sýnir myndir úr hálendisferð sumarið 1989: Snæfell - Kverkfjöll - Mývatn og myndir frá Grænlandi. í hléi er boðið upp á góðar kaffiveiting- ar sem eru innifaldar í miðaverði. (aðg. 400 kr.) Hlutu verðlaun frá Þjóðminjasafni Jólasýningu Þjóðminjasafns íslands lauk þann 7. janúar og var aðsókn að sýningunni mjög góð. Fjöldi bama og unglinga tók þátt í jólaleik safnsins og hefur nú verið dregið úr réttum lausnum. Verðlaunahafar hafa fengið verðlaunin send í pósti. Verðlaun hlutu: Dagný Huld Hinriks- dóttir, Beykihlíð 5, Rvk, Guðný Björg, Heiðarási 6, Rvk, Katrín Svana Eyþórsdóttir, Melgerði 7 Rvk., Lilja Rut, Kaplaskjólsvegi 39, Rvk., Margrét Björk Sigurðardóttir, Bogahlíð 9, Rvk., Máni Gunnarsson, öldugranda 1, Rvk., Oddbergur Sveinsson, Breiðvangi 24, Hafnarfirði, Unnur Brynjólfsd. Bárugötu 17, Rvk., Þorvaldur, Hegranesi 19, Garðabæ, Þórir H. Þórisson, Skeljagranda 2, Rvk. Nýhafnarklúbburinn starfar á ný Nýhafnarklúbburinn tekur aftur til starfa 5. febrúar nk. Þetta er annað árið sem hann starfar, en starfsemi klúbbsins byggist á fyrirlestrum um myndlist og verða fjórir fyrirlestrar á vorönn og fjórir á haustönn. 23. júlí verður svo Jóns- messuhátíð eins og sl. ár. Ætlunin er að fara í listskoðunarferð til Madrid í fylgd sérfróðra manna um miðjan marsmánuð. Sú ferð er á vegum ferðaskrifstofunnar Lands og Sögu í Bankastræti, sem veitir allar upplýsingar. Fjöldi þátttakenda í klúbbnum er tak- markaður og ganga meðlimir síðasta árs fyrir, en þeir sem hefðu áhuga á að bætast í hópinn geta Iátið skrá sig í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sími 12230, fyrir 1. febrúar. Safnaðarkvóld í Laugames- kirkju með Dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi I kvöld, föstud. 26. jan., verður al- mennt safnaðarkvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20:30. Dr. Sigur- björn Einarsson biskup flytur erindi er hann nefnir: Sorgin og trúin. Einnig mun strengjakvartett úrTónlist- arskólanum í Reykjavík leika verk eftir Mozart. Boðið verður upp á kaffi. Kvöldinu lýkur með stuttri helgistund í kirkjunni. Þetta er annað safnaðarkvöldið í vetur þar sem fer saman fræðandi erindi og góð tónlist. Safnaðarkvöldin eru öllum opin. Jún D. Hróbjartsson sóknarprestur. FÍM-salurinn Samsýning félagsmanna í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna stendur yfir í FÍM-salnum og Galleríinu, Garðastræti 6. Opið er kl. 14:00-18:00 virka daga. FRÁ FÉLAGIELDRIB0RGARA Göngu-Hrólfur Félagar í Göngu-Hrólfi hefja laugardagsgöngu sína að venju kl. 11:00 að Nóatúni 17 laugardaginn 27. janúar. Göngunni lýkur að þessu sinni með samkomu í Langholtskirkju og fagna þar þorra með söng og kaffiveitingum. Dansnámskeið Dansnámskeið hefst á ný laugardaginn 3. febrúar í Nýja Dans- skólanum. Upplýsingar hjá skólanum. Tölvunámskcið Tölvunámskeið hefst 7. febrúar. Kennt verður á miðvikudög- um og föstudögum kl. 14:00. Þrír tímar í senn. Verð 5000 kr. fyrir námskeiðið. Tvö þorrablót Tvö þorrablót verða í Goðheimum, Sigtúni 3. Það fyrra 9. febrúar og hiðsíðara 23. febrúar. Upplýs- ingar á skrifstofu Félags eldri borgara, sími 28812. Frá Listasafni íslands 1 Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Verkin eru unnin á árunum 1945-1989. Listasafnið vill minna á breyttan opn- unartíma. Safnið er nú opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12:00 til 18:00. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Almenn leiðsögn um sýninguna sem stendur í safninu fer fram á sunnudögum kl. 15:00 í fylgd sérfræðings. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" er á fimmtudögum kl. 13:30. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga „Hana nú“ í Kópavogi verður á morgun, 27. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Gönguglaðir Kópavogsbúar heilsa þorranum með vaxandi bjartsýni og þátt- töku í bæjarröltinu ... Einkunnarorð eru: Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað molakaffi," segir m.a. í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú. MÁLVERKAUPPBOÐ1. febrúar Gallerí Borg heldur málverkauppboð fimmtudaginn 1. febrúar. Málverkaupp- boðið fer fram að Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Tekið verður á móti verkum á uppboðið fimmtudaginn 25., föstud. 26. og mánudaginn 29. jan. í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík held- ur félagsvist í Breiðfirðingabúð, föstudag- inn 26. janúar kl. 20.30. Góð verðlaun. Kl. 23:00 verður dansað. Harmoniku- músík. Allir velkomnir. Árshátíð Snæfellingafélagsins Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur árshátíð sína laugar- daginn 10. febrúar n.k. í- Goðheimum, Sigtúni 3. Leiðrétting I myndartexta með frásögn af Sýning- um á Kjarvalsstöðum í Dagbók fimmtud. 25. jan. var villa sem hér með er leiðrétt. Myndin var af málverki eftir Þorlák Kristinsson, (TOLLA), en hann er með sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Árshátíð Húnvetningafélagsins Árshátíð Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldin 3. febr. n.k. í Glæsibæ, Álfheimum 74, og hefst hún með borðhaldi kl. 19:00. Upplýsingar í símum 41204 og 30752. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Siminn er 21205 - opinn ailan sólar- hringinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.