Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 26. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Þjóöernissinn- aðir Armenar og Azerar hafa samið um vopnahlé á hluta landamæra Azerbajdzhan og Armeníu. Átti vopnahléið ao ganga í gildi klukkan fjögur í nótt. Landamærin sem um er að ræða eru landamæri sjálf- stjórnarhéraðsins Nakítsjevan sem liggur að landamærum Tyrklands en telst til Azer- bajdzhan, þó það sé umlukið Armeníu. Armenar og Azerar höfðu ráðist hvorir á aðra á þessum slóðum undanfarið. Þá munu sovéskir og íranskir embættismenn hittast að máli í Teheran, en Iranar hafa boð- ist til þess að aðstoða við lausn vandamálanna í Azerbajdzhan. MOSKVA - Framleiðsla í Sovétríkjunum jókst lítillega árinu 1989, en hins vegarjókst skortur á neysluvörum vegna víðtækra verkfalla og ólgu. JÓHANNESARBORG- Dagblað í Höfðaborg birti frið- aráætlun fyrir Suður-Afríku sem blaðið fullyrðir að sé runn- in undan rifjum Nelsons Mand- ela leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins. I áætluninni hvetur Mandela til samningavið- ræðna milli hvíta minnihlutans og Afríska þjóðarráðsins. PORT-AU-PRINCE - Prosper Avril forseti og yfir- maður hersins á Haiti sagðist búast við að aflétta umsáturs- ástandslögum í dag og halda ótrauður áfram með undirbún- ing fyrir kosningar í október. Umsátursástandi var lýst yfir fyrir fimm dögum þegar andóf stjórnarandstöðunnar var brot- ið á bak aftur. SAL - Jóhannes Páll páfi II kom til Grænhöfðaeyja og er það fyrsti viðkomustaðurinn í Afríkuför hans, en hann mun næstu vikuna heimsækja ríki í Vestur- og Mið-Afríku. SRINAGAR - Indverski ríkisstjórinn i Kasmír, sem á í höggi við herskáa múslíma sem berjast fyrir aðkilnaði Jammu og Kamsír, varaði múslímana við þvi að hann muni beita hvaða þeim brögð- um sem þyrfti til að brjóta þá á bak aftur. WASHINGTON - George Bush forsti Bandaríkjanna mátti þola niðurlægjandi úrslit í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þegar 390 þingmenn greiddu atkvæði með lögum um kín- verska stúdenta í Bandaríkjun- um sem forsetinn hafði beitt neitunarvaldi gegn. Einungis 25 þingmenn stóðu með for- setanum. LONDON - Hin fræga leik- kona Ava Gardner lést úr lungnabólgu á heimili sfnu 67 ára gömul. |í ÚTLÖND aillllllllllllllW ..................Illllllllll................I...III Þjóðfylking Azera ítrekar hótanir sínar um borgarastyrjöld eftir að sovéski herinn sökkti nokkrum kaupskipum sem voru á valdi þjóðernissinna: Leyniskyttur skjóta á hersveitir í Bakú Leyniskyttur skjóta enn á sovéskar hersveitir í Bakú höfuðborg Azerbajdzhan. Þrátt fyrir að flestir leiðtogar vopnaðra sveita Þjóðfylkingar Azera hafa verið handteknir, þá ítrekar fylkingin hótanir um borgarastyrjöld. - Azerska þjóðin mun ekki sætta sig við þetta hernám og mun berjast gegn því til síðasta manns. Bardag- arnir halda áfram ef hermennirnir verða ekki kallaðir á brott á næst- unni. Skæruhernaður verður háður vítt og breitt um Azerbajdzhan. Ef Gorbatsjof vill annað Afganistan, þá fær hann það í Azerbajdzhan, sagði Ekhtibar Mamedov meðlimur í framkvæmdastjórn Þjóðfylkingar Azera í gær. í fyrrinótt gerði sovéski herinn og flotinn árás á nokkur kaupskip sem þjóðernissinnaðir Azerar höfðu lagt fyrir mynni hafnarinnar í Bakú til að hindra skipaumferð til og frá borg- inni. Einhver kaupskip sukku. Ayjaz Mutalibov forsætisráðherra Azerbajdzhan var kjörinn formaður kommúnistaflokksins í lýðveldinu á næturlöngum fundi í fyrrinótt, en Vezirov fyrrum formanni var spark- að í kjölfar þess að sovéskar her- sveitir réðust gegnum vegatálma í Bakú á laugardaginn með þeim af- leiðingum að nokkrir tugir Azera féllu. Opinberlega er sagt að um hundrað manns hafi fallið í innrás sovéska hersins í Bakú. Bakú er lömuð af verkföllum og þá mun brottflutningum um 30 þús- und Armena og ættingja sovéskra hermanna frá borginni vera lokið. Sovéskir hermenn í hernaðaraðgerðum gegn vopnuðum Azerum í Bakú, en lcyniskyttur Þjóðfylkingarinnar skjóta enn á hermennina. Flestir leiðtogar Þjóðfylkingarinnar hafa verið handteknir, en Þjóðfylkingin ítrekaði í gær hótun sína um borgarastyrjöld ef sovéska „hemámsliðið“ hafí sig ekki á brott. Óveður gengur yfir Bretlandseyjar: KÁRI STYTTIR LÍF 15 BRETA Kári gamli gerði mikinn usla á eyjum nokkrum sinnum á ári. Hefur Bretlandseyjum í gær þegar að rokið ekki orðið meira á Bretlandi minnsta kosti fimmtán manns fórust frá því í októbermánuði 1987, en þá í miklu óveðri er gekk þar yfir í gær. var stormurinn sá mesti sem komið Þök fuku af húsum, tré lögðust á hafði í 300 ár. hiiðina og risaþota feyktist út af Flestir þeirra er fórust í óveðrinu flugbraut. Náði veðurhæðin 195 km urðu undir trjám sem Kári reif upp á klukkustund, sem er mikið á með rótum. Þó urðu fjórir þeirra er Bretlandseyjum þó slíkir vindar létust undir veggjum sem þoldu ekki gnæði um Stórhöfða í Vestmanna- veðuráganginn. w Líbanon: Israelar gera enn loftárás Enn gera ísraelar loftárás á stöðv- ar Palestínumanna í suðurhluta Lí- banons. Nú voru það bækistöðvar Fatha byltingaráðs Abu Nidals sem lagðar voru í rúst í þorpinu Majdal- youn 40 km suður af Beirút. Að minnsta kosti fimm skæruliðar særð- ust alvarlega og stóð ekki steinn yfir steini af byggingunni. Þetta er þriðja árás ísraela á stöðvar skæruliða í suðurhluta Líba- nons á þessu ári. Þessi árás var greinileg hefnd fyrir drápið á Yitz- hak Rahimov ofursta í her ísraela en hann féll í átökum SLA hersveita kristinna manna í Suður-Líbanon og palestínskra skæruliða. ísraelar og SLA vinna saman innan svokallaðs öryggissvæðis ísraela í Líbanon, við landamærin að ísrael. Ákaft reynt aö mynda þjóöstjórn í Austur-Þýskalandi: Tvennarsögur um hugsanlega úrsögn Modrows Það urðu nokkrar sviptingar í austurþýskum stjórnmálum í gær þegar orðrómur komst á kreik um að Hans Modrow forsætisráðherra hefði boðist til þess að segja sig úr kommúnistaflokknum mætti það liðka fyrir samsteypustjórn núver- andi stjórnarflokka og stjórnar- andstöðunnar í Austur-Þýska- landi. Þóttu þetta mikil tíðindi og var talið að myndun einskonar þjóð- stjórnar sem starfa myndi fram að kosningum væri komin á skrið, Fjórflokkarnir sem starfa með kommúnistunum í núverandi ríkis- stjórn höfðu tekið höndum saman með stjórnarandstöðunni og kraf- ist þess að Modrow segði skilið við valdapósta sína innan kommún- istaflokksins ef af myndun þjóð- stjórnar yrði. Hins vegar kom babb í bátinn þegar Modrow lýsti því yfir að hann myndi ekki fórna tengslum sínum við kommúnistaflokkinn fyrir slíka samsteypustjórn. Það var Martin Kirchner for- maður Kristilegra demókrata sem fullyrti að Modrow hefði boðist til að segja af sér sem varaformaður kommúnistaflokksins og jafnvel segja sig úr flokknum til að liðka fyrir myndun þjóðstjórnar. Modrow sagði hins vegar við blaðamenn að hann hefði ekki lofað neinu slíku, en sagt að hann myndi láta þjóðarhag ráða gerðum sínum frekar en flokkshag komm- únistaflokksins. Þess má geta að Wolfgang Berg- hofer borgarstjóri í Dresden, einn af fáum leiðtogum kommúnista sem enn var virtur meðal almenn- ings þegar hann sagði sig úr flokkn- um í síðustu viku, hlaut einróma stuðning hinna 223 meðlima borg- arráðsins í Dresden í sérstakri atkvæðagreiðslu sem fram fór vegna úrsagnar hans úr flokknum. Svo bregðast krosstre sem önnur: UMBÓTASKÍMA í ALBANÍU Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Kommúnistaflokkurinn í Alban- íu sem hingað til hefur ekki látið aðra kommúnistaflokka segja sér fyrir verkum heldur haldið ótrauður í gamla stalínismann, hefur nú í hyggju að veita smá umbótaskímu inn í hið stalínska stjórnkerfi. Frá þessu skýrði Ramiz Alia leiðtogi Albana á miðstjórnarfundi komm- únistaflokksins í gær. Alia hét því að auka valddreifingu ákvarðanatöku í Albaníu, launa- uppbætur til verkamanna sem bera sérstaka ábyrgð og breytingar á verðmyndunarkerfinu. Þá sagði hann ekki útilokað að leyfa fleiri en einum að bjóða sig fram í hvert þingsæti, en hingað til hefur komm- únistaflokkurinn einungis tilnefnt einn mann í framboð fyrir hvert sæti. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa að sjálfsögðu ekki fengið að starfa, hvað þá bjóða fram til þings. Þá lofaði Alia að auka framboð á mat og neysluvörum í Albaníu strax á þessu ári. Hins vegar tók Alia það skýrt fram að ekki kæmi til greina að afnema valdaeinokun kommúnista- flokksins, áætlunarbúskap, hvað þá að leyfa öðrum flokkum að starfa. Alia sagði fjarri lagi að kommún- isminn væri úr sögunni og sagði ástæðu hruns kommúnismans í Austur-Evrópu vera vanhæfum leiðtogum að kenna, en þeir hefðu fest sig í skrifræði og tapað samband- inu við alþýðuna. Slíkt gæti ekki gerst í Albaníu. Fréttir hafa borist af mótmælaað- gerðum í Albaníu undanfarna daga og mun lögregla hafa beitt kylfum gegn mótmælendum sem söfnuðust saman við styttu hins óþekkta verka- ntanns í Tirana höfuðborg Albaníu í fyrradag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.