Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslasdn Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vetrarferðir Harmsaga unga Englendingsins, sem í fyrri viku varð úti í Öræfasveit í Skaftafellssýslu, virðist einstaklingsbundin og ekki ástæða til að draga af henni stóra lærdóma út af fyrir sig. Þar var einstaklingur að glíma við sjálfan sig og örlög sín á ókunnum slóðum fjarri átthögum og aðstæðum sem hann var heimavanur við. Prátt fyrir mikla fjölmiðlaumfjöllun um hvarf þessa unga útlend- ings, vita íslendingar lítið um það hverjir verða til að syrgja hann nema einu sinni hefur verið sagt að hann hafi átt foreldra á lífi. En hvort sem hægt er að öðlast mikla lærdóma af örlögum eins útlendings sem býður íslenskum þorraveðrum birginn í óskilgreindum tilgangi, þá sýnist tímabært að íslenskir ráðamenn fari í alvöru að gefa gaum að ferðaflandri sinna eigin þegna á hávetrum jafnt sem sumartíð um íslenskar auðnir, öræfaslóðir og venjulega fjallvegi. í sambandi við leitina að unga Englendingnum síðustu daga hefur óspart verið hampað kostnaði og fyrirhöfn, pen- ingaútlátum og ómaki. Satt að segja hefur peninga- hliðin á mannsleitum ekki verið tíunduð svo mjög hingað til, enda miklu minni ástæða til að ofgera þá hlið málsins, en ræða af skynsemi það fyrir- hyggjuleysi og stjórnleysi sem er á ferðalögum hér á landi. Það er mál fyrir sig að útlendingar þekkja lítið til íslenskra veðra og gera sér ekki grein fyrir torfærum íslenskra þjóðvega, hvað þá allra afveg- anna þvers og kruss á fáförnum slóðum. Hitt er verra að íslenskir ferðamenn, ekki síst ökumenn, kunna ekki almennt að ferðast í sínu eigin landi. Má af því ráða að álitlegur hluti ökumanna kann þess engin skil hvernig íslensk veðrátta er og hvaða hættur ber að varast á ferðalögum á íslandi, einkum á vetrum. Þannig má segja að fólk trúi meira á ágæti vegakerfisins og bílanna, en að það sé meðvitað um íslenskan veðurfarsveruleika og takmarkanir vegagerðar og véltækni. Ef það er svo að einstakir ökumenn á langferða- leiðum, rjúpnaskyttur og Þórsmerkurfarar og þeir sem aka Reykjanesbrautina viti ekki hvað eru akstursskilyrði og ferðaveður á íslandi, þá er hitt verra að forráðamenn umferðarmála vita margir hverjir engu meira um það mál. Háttsettur maður í umferðarmálum lét þau orð falla eitt sinn í samtali við starfsmann Tímans að í umferðar- fræðslu og leiðbeiningum til ökumanna hefði áróður fyrir notkun bílbelta allan forgang, en leiðbeining um vetrarakstur skipti minna máli. Þessi afstaða til kennslu- og upplýsingastarfsemi íslenskra umferðarsérfræðinga er aðfinnsluverð, ekki vegna þess að áróður fyrir notkun bílbelta sé ekki góðra gjalda verður, enda bílbeltanotkun lögbundin, heldur af því að þessi afstaða lýsir háskalegri þröngsýni í umferðarmálum. Föstudagur 26. janúar 1990 GARRI Akademían sem brást Sænska akademían datt heldur betur í það við veitingu Nóbels- verðlaunanna að þessu sinni. Lengi hefur það verið siður þessarar sænsku menningarstofnunar, sem veitir hin eftirsóttu verðlaun kennd við dínamitkónginn, að leita uppi sérkennilegt fólk, helst vinstri sinnað, í fjörrum löndum, sem enginn þekkir haus né sporð á, og komu þá gjaman hugmyndabræð- ur þeirra í útvarpið á íslandi og mærðu verðlaunahafa nokkram viðurkenningarorðum, eða að yfir- gagnrýnandi Morgunblaðsins lýsti púðrinu í viðkomandi, einkum því púðri að hann orti ekki hefðbundið eins og sveitamaður, heldur nánast alveg eins og Jóliann Hjálmarsson. Við þessa tengingu við Nóbels- verðlaunin hefur vegur nýrri skáldlistar í landinu vaxið stórum. Fyrir stríð voru aðrir að tengja sig við Nóbelsverðlaunin og skrifuðu mikið um einhverja suður-amer- íska kerlingu, Gabríelu Mistral, sem þá hefði nýlega fengið verð- launin, og töluðu um heimshöfund eins og venjan var, þótt enginn hafí heyrt getið þessarar merkismann- eskju síðan. Þá hefur lengi verið vitað um tregðu akademíunnar við að veita Graham Greene Nóbels- vcrðlaunin þrátt fyrir ítarlegar til- nefningar. Hann passar ekki í kramið. Menningarmafían þegir Nú hefur akademían orðið fyrir stóru áfalli. Hún hefur úthlutað Nóbelsverðlaununum til gamals Falangista og stuðningsmanns Francos á Spáni, sem heitir Cam- illo Jose Cela. Hvorki Thor eða Sigurður A. hafa séð ástæðu til að minnast Cela í sérstökum frétta- tíma ríkisútvarps, og Jóhann Hjálmarsson hefur ekki mátt vera að því að minnast Cela í Morgun- blaðinu, enda yrkir hann ekki Ijóð, hvorki eins og sveitamaður eða Jóhann. Menningarmafían hér og í Vestur-Evrópu verður að una því að geta ekki með neinum hætti tengt sig Nóbelsverðlaununum að þessu sinni, því fyrr ganga þeir af sínum menningarlega standi en fara að segja eitthvað frá fyrrver- andi Falangista á Spáni, þótt sænska akademían hafi brugðist þeim núna með því að verðlauna eitthvað annað en tilætlunarskáld- skap um kjöt eða bflaverkstæði og annað álíka háfleygt. Nóbelssnuddarar víðsfjarri Að vísu kom einhver þáttur um Cela í ríkissjónvarpinu, eins og fyrir slys, og kannski vegna þess að þátturinn hefur verið geflns. Engir sérstakir menningarvitar og Nób- elssnuddarar voru fengnir til að þýða textann eða segja nokkur formálsorð, ekki einu sinni Guð- bergur Bergsson, sem er gáfaðasti rithöfundur sem kemur í sjónvarp. Cela fékk því venjulega þýðingu á texta á „skaufum“ sínum og ástar- orðabókinni, og öðrum djarfmæl- um, sem hæfa gömlum Falangista. Orðræða hans bar t.d. engan keim af íslenskum textum um móðurlífs- kenndina, sem grípur vitrar konur þegar þeim verður hugsað til klettagilja, eða orðfæris háskóla- nema sem læra aUt um verkalýðs- stéttina á landnámsöld. Orðfæri Cela var þannig víðsfjarri því jórtri sem í árátugi hefur nært vinstri höfunda og gefið hefur verið út hjá Máli og menningu sem hinar endanlegu bókmenntir. Pasodoble við hjákonuna Cela kom til Stokkhólms, höfuð- vígis akademíunnar og vinstri vill- unnar og sat þar við hlið drottning- arinnar, en dansaði á eftir við ástkonu sína pasodoble, sem Heið- ar Ástvaldsson hefur verið að reyna að kenna tslendingum síð- ustu áratugina. Konu sína getur hann ekki skilið við þar sem hann er kaþólskur, en hún býr á fyrra heimili þeirra á Majorka. Sambýl- iskona kynntist honum á rithöf- undaþingi fyrir fimm árum, og má segja að rithöfundaþingin séu til einhvers haldin, þótt talið hafi verið af þeim sem hafa lykilinn að pósthólfi Rithöfundasambands Islands, félagsins sem úthlutar höfundarrétti í gegnum Ragnar Aðalsteinson hrl., að þar séu rædd og ráðin dýpstu rök tilverunnar. Víst er að Cela hefði aldrei verið sendur á rithöfundaþing hefði hann verið tslendingur. Gott ef hann hefði ekki verið án höfundarréttar líka. Garri. VÍTT OG BREITT Nytsamir sakleysingjar Kommúnistinn Ceausescu sem tekinn var af lífi af sjálfskipuðum alþýðudómstóli, eins og tíðkast þar sem sósíalistar ráða ríkjum, er farinn að ganga aftur á íslandi og það með svo furðulegum hætti að draugur sá er orðinn enn dularfyllri og jafnframt áþreifanlegri en sjálf- ur Þorgeirsboli. Starfslið Morgunblaðsins gerir kommúnistum það til þægðar og yfirbótar að kalla Ceausescu nas- ista og sé vel að verki staðið verður hægt að þvo kommúnistastimpilinn af öllum alræðisprelátum sem ráðið hafa og ráða ríkjum um austan- verða Evrópu og víðar. Grimmdar- æðinu og aulalegum vanmætti til að stjórna flokkum og ríkjum verð- ur lýst sem nasisma og þar með hægri stefnu og tenórar kommún- ismans þvegnir af allri synd. Nytsömu sakleysingarnir á Morgunblaðinu verða að varast að styggja í engu þær hámenningar- persónur sem deilt hafa hugmynda- fræði með fyrrum forseta og vara- forseta Rúmeníu og annarra kommúnistaríkja. Aðferðin er gamalkunn, að stilla hugtökum upp í röngu samhengi og er Moggi nú búinn að gera Ceausescu og hans nóta að hægri manni og þar með andstæðingi vinstri mannúð- arstefnu. Áhaus Foringi Alþýðubandlagsins er ekki eins stimamjúkur við íhaldið og Mogginn er við kommana. Á fundi með krötum og öðrum sam- runasinnum, sem útvarpaðogsjón- varpað er frá í hverjum fréttatím- anum af öðrum líkti Ólafur Ragnar borgarstjóranum í Reykjavík við Ceausescu og að íhaldsstjórnin í Reykjavík væri eins og hvert annað ceausescuiskt valdakerfi. Allaballaforinginn ætti vel að Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráöherra. Davíð Oddsson borgarstjóri. vita um líkt svipmót Davíðs og alræðisherrans fyrrverandi í Rúm- eníu, því með honum hefur hann drukkið síðdegiste í einni af höllum hans í Búkarest. Ef stjórnmálafræðingurinn sem stýrir Alþýðubandalaginu sér helst samlíkingu með hugmyndafræði kommúnistaleiðtoga og marx- ískra flokka og íhaldsmeirihlutans í Reykjavík er það hans mat og allt í lagi með það. Á íslandi ríkir skoðana- og tjáningarfrelsi og hafa sameignarsinnar boðið upp á hvers kyns rugl til þessa í skjóli borgara- legs frelsis. Hitt er skrýtnara að nær enginn manneskja hreyfir því orði að kommúnistaflokkarnir sem nú eru að hrynja austur um alla álfu eru sömu flokkarnir og íslenskir sam- eignarsinnar og yfirlætisfull kúlt- úrljós og friðarsinnar hafa haft mikil og góð samskipti við gegnum tíðina. Vinstri sinnaðir mennta- menn hafa setið á fróðleikssetrum þeirra kommúnistaleiðtoga sem nú er verið að hrekja frá völdum og upplýsa enn betur en áður var gert hvers konar stjórnarfar og gerræði ríkti í ríkjum Heimsfriðarráðsins. I felum Auðvitað er borgarstjórinn í Reykjavík fullfær um að svara fyrir sig og reka af sér slyðruorðið, og skal það ekki reynt hér. Hins vegar er næsta furðulegt að formaður Alþýðubandalagsins, sem á rætur sínar að rekja til byltingarsinnaðara marx-lenínista og hefur enn marga slíka innan sinna vébanda, skuli leita svona langt yfir skammt til að leita uppi íslenska samsvörun við sósíalista- leiðtogann Ceauseceu. Innan tíðar er von á Havel forseta Tékkóslóvakíu í heimsókn til íslands. Husak, síðasti gestgjafi Heimsfriðarráðsins, og aðrir marx- leníniskir leiðtogar hafa talið sér og sínum fyrir bestu að búra Havel inni í fangelsum í nær fimm ár fyrir þá sök að krefjast mannréttinda sér og löndum sínum til handa. Þegar Havel forseti kemur til íslands er sjálfsögð kurteisi að fara ekki að viðra skoðanabræður Husaks og annarra alræðisherra framan í hann. Þá er eðlileg hæ- verska að passa vel upp á að Davíð Ceauesceu Oddsson haldi sig í hæfilegri fjarlægð þegar Svavar menntamálaráðherra fer að faðma forsetann og menningarliðið í vin- áttufélögunum og friðarsamtökun- um fara að flaðra upp um tugthús- lim sósíalismans. Af öllum þeim fagnaðarfundum mun Moggi birta margar myndir og nytsamir sakleysingjar dást að tilstandinu. í gær flúði Morgunblaðið svo til Danmerkur til að hneykslast, þorir ekki að segja orð hér heima. En afturganga Ceausesceu geng- ur ljósum logum í Reykjavíkur- deild íhaldsins. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.