Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 16
AUCLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvogötu. S 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 ;tlo‘B|LAs r< ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN Tíniinn FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Vaigeir Reynisson í eldhúsinu. Feðgar áttu fótum fjör að launa er eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Selfossi: Heimilið í rúst Frá Sigurði Boga Sævarssyni, fréttaritara Tímans á Sclfossi. Mildi er að ekki varð manntjón í fyrrinótt, þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu að Hjarðarholti 5 á Selfossi. Feðgar voru í húsinu og sluppu þeir naumlega. Húsið er mjög mikið skemmt sökum elds og vatns. Sonurinn, Valgeir Reynisson, 18 ára gamall, sagði í samtali við Tímann að þeir feðgar hafi verið í þann veginn að festa svefn, um klukkan tvö um nóttina, þegar hann hafi fundið megna reykjar- lykt. „Ég flýtti mér í föt og hljóp fram á gang. í>á virtist eldurinn ekki mjög magnaður og við reynd- um að ráða niðurlögum hans með handslökkvitæki. í þann mund magnaðist eldurinn svo mjög að við fengum ekki við neitt ráðið og forðuðum við okkur út úr húsinu," sagði Valgeir í samtali við Tímann í gær. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn var reykurinn, sem lagði um húsið, orðinn kófþykkur og hitinn mikill eftir því. Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en hann var mestur í eldhúsi og stofu. Slökkviliðið var öðru sinni kallað á staðinn um klukkan sjö um morguninn, en þá logaði í þakklæðningu í eldhúsi. „Það er ekki lengi verið að breyta heimili í rúst,“ sagði Valge- ir. Segja má að eldhúsið sé alger- lega ónýtt, en aðrir hlutar hússins eru mjög illa farnir sökum reyks og vatns. Samkvæmt frumrannsókn á eldsupptökum virðist hafa kvikn- að í út frá rafmagni í eldhúsi. Stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur ályktar um sameiginlegt framboö núverandi minnihlutaflokka í borgarstjórn: Alger eining frumskilyrði í tilefni af bréfi stjórnar Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík 24. janúars.l. umviðræðurumsameig- inlegt framboð minnihlutaflokk- anna í Reykjavfk var eftirfarandi samþykkt gerð á stjórnarfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur: „Framsóknarflokkurinn hefur átt gott málefnalegt samstarf við aðra minnihlutaflokka í borgar- stjórn á yfirstandandi kjörtímabili og því ekki óeðlilegt að sá mögu- leiki sé kannaður til þrautar hvort um sameiginlegt framboð geti orð- ið að ræða af þeirra hálfu. Framsóknarfclag Reykjavíkur leggur áherslu á það, verði viðræð- ur teknar upp að nýju, að alger forsenda fyrir sltku samstarfi sé þátttaka allra núverandi minni- hlutaflokka, þar á meðal Kvenna- listans. Ennfremur leggur Framsóknar- félag Reykjavfkur áherslu á það að auk málefnasamnings verði eðiiieg hlutdeild fiokkanna tryggð á sam- eiginlegum framboðslista og sam- komulag verði um borgarstjóra- cfni. Þá leggur Framsóknarfélag Reykjavíkur áherslu á að það liggi fyrirekki síðaren 15. febrúar n.k. hvort af slíku framboði verður þar sem fyrir liggur ákvörðun fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík um framboð flokksins óháð öðrum flokkum, en undir- búningur að slíku framboði þolir ekki langa töf. Að þessum skilyröum uppfyllt- um telur Framsóknarfélag Reykja- víkur ekkert mæla gegn því að hefja viðræður að nýju um sameig- inlcgt framboð.“ Spornað við sæl- gætisáti 2. feb. Tannverndardagur verður föstu- daginn 2. febrúar og verður aðal- áherslan á umfjöllun um matarvenj- ur íslendinga. Éinkunnarorð dagsins Kjötmiðstöðin - Grundarkjör: Farið f ram á fógeta- úrskurð vegna leigu Eigendur húsnæðisins að Garða- torgi 1 þar sem áður var Kjötmið- stöðin og verslunin Grundarkjör hefur nýhafið rekstur, hafa farið fram á fógetaúrskurð varðandi þau eigandaskipti sem orðið hafa. Ástæðan er sú að þeir telja að um lögleysu sé að ræða og brot á þeim leigusamningi sem gerður hafi verið við þá. Ekkert samráð hafi verið haft við þá varðandi yfirtökuna og meðal annars hafi Reykjakaup, sem NU MA GREIÐA SKATTA MEÐ GREIÐSLUKORTUM Kópavogskaupstaður og Visa Is- land hafa gert með sér samning sem brýtur blað í greiðslukortaviðskipt- um og gefur korthöfum kost á að greiða fasteignagjöld með sjálfvirk- um reglubundnum hætti á 10 mánuð- um með Boðgreiðslum. Þá hefur bæjarfélagið boðið þeim gjaldend- um staðgreiðsluafslátt er greiða fast- eignagjöldin að fullu fyrir 25. janúar ár hvert. Þeir Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í Kópavogi og Einar S. Einarsson forstjóri Visa staðfestu samkomulagið. Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða fasteignaeigendum upp á að greiða gjöld sín með 10 mánað- arlegum greiðslum. Gjaldendur þurfa aðeins að hringja í innheimtu Bæjarsjóðs Kópavogs og tilkynna um greiðslumátann. Síðan sér Visa ísland um að millifæra gjöldin á réttum tíma. *EO rak Kjötmiðstöðina, ekki sýnt þeim þá samninga sem gerðir hafa verið og því sé ekki Ijóst hver hafi yfirtekið hvað og hver eigi að borga leiguna. Samkvæmt heimildum Tímans var framvinda málsins sú að Reykja- kaup, sem rak Kjötmiðstöðina, seldi Sanitas rekstur og lager verslunar- innar fyrir 84 milljónir króna. Sanit- as seldi síðan Jens Ólafssyni rekstur- inn og leiguna fyrir 108 milljónir króna. í þessum kaupum voru engar skuldir yfirteknar en fjárhagsleg staða Reykjakaupa mun vera mjög slæm. Þegar Tíminn hafði samband við Jens Ólafsson var honum ekki kunn- ugt um að vafamál væru í gangi vegna leigunnar og vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Friðrik Gíslason forsvars- mann Reykjakaupa í gær. ^jj eru í samræmi við það: „Sífellt nart skemmir tennur". I greinargerð frá tannverndarráði kemur fram að ótrúlega margar sjoppur eru hérlendis. Auk þess er algengt að svonefnt „sjoppufæði" sé til sölu á ólíklegustu stöðum eins og til dæmis bensínstöðvum, mynd- bandaleigum og sjúkrahúsum. Við athugun á fjölda sjoppa í landinu hefur komið í ljós að víða er ein sjoppa fyrir hverja 300-400 íbúa og sumstaðar er ein sjoppa fyrir hverja 150-200 íbúa. Til samanburð- ar má geta þess að í Helsingfors eru um 500 sjoppur, eða sem samsvarar einni sjoppu fyrir hverja 1200 íbúa. í greinargerðinni kemur einnig fram að oft getur verið erfitt að fá vatn að drekka í samkomuhúsum, íþróttahúsum, skólum og sundstöð- um en gos og sæta drykki er víðast hægt að fá. íslendingar drekka þrisv- ar sinnum meira magn af gosdrykkj- um heldur en Svíar eða sem samsvar- ar einni og hálfri dós á mann á dag. Reikna má með að neysla íslend- inga á sælgæti sé rúm 4 þúsund tonn á ári eða meira en 11 tonn á dag, sem samsvarar rúmum 17 kílóum á mann á ári eða 1 1/2 kílói á mann í hverjum mánuði. Á Tannverndardaginn og laugar- daginn 3. febrúar mun aðstoðarfólk tannlækna veita upplýsingar og leiðbeina fólki um tannvernd, meðal annars í stórmörkuðum í Reykjavík. Auk þess má nefna að tannlæknar á Akureyri og Sauðárkróki hafa skipu- lagt fræðslu. Fræðsluefni hefur verið sent til skóla landsins og þeim tilmælum beint til skólastjóra, kennara og heilsugæslufólks að á tannverndar- daginn, eða einhvem annan dag sem betur hentar, verði fjallað um tann- vemd f skólum. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.