Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 2
1 IM 2 Tíminn Föstudagur 26. janúar 1990 Ríkissjóður þungur baggi á húsbyggjendum/húseigendum: Virðisauki hækkar byggingavísitölu Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 3,3% í janúar. Þar af eru 2% eru talin af völdum hins nýja virðisaukaskatts - þrátt fyrir að við útreikninginn hafi verið dregin frá áætluð endurgreiðsla skattsins vegna vinnu á bygging- arstað. Án slíkra endurgreiðslna hefði byggingarkostnaður hækkað um nær 12% að mati Hagstofunn- ar. Þá hækkun verða hins vegar allir þeir að axla framvegis sem vilja að halda húsnæði sínu sóma- samlega við, svo fremi það viðhald kosti ekki yfir 7% af verði íbúðar- innar/hússins á einu almanaksári (t.d. meira en 420.000 í viðhald á 6 millj.kr.íbúð á sama ári). Af einstökum hækkunum nefnir Hagstofan 9,7% hækkun á verði steypu, sem hækkar vísitöluna um 1% og 9,3% hækkun á innihurða. Þá varð 14,2% hækkun á hönnun- arkostnaði, sem fyrst og fremst er rakin til virðisaukaskattsins. Þetta er annað árið í röð sem byrjar með 3,3% hækkun á bygg- ingarvísitölu, að meirihluta til vegna aukinnar skattheimtu ríkis- sjóðs. Um áramótin 1988/89 var það 9% hækkun vörugjalds sem átti stærstan hlut í 12% verðhækk- un á steypu og 14-16% verðhækk- un á mörgum helstu byggingarefn- um öðrum. Mun ekki fjarri lagi að þessi viðbótarskattheimta hafi hækkað nýbyggingarkostnað um 4-5% (t.d. um 240-300 þús.kr. á 6 millj.kr.íbúð) og almennan við- haldskostnað um 15% á rúmu ári. Síðustu 12 mánuði hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 27,3%, sem er töluvert umfram hækkun lánskjaravísitölu á sama tíma. -HEI KA?C, 1 ÍBp BANKi ( VÖRUHUS IjQ| Kaupfélag Árnesinga. Athugasemd við grein Tímans 24. jan. 1990: UMINNKAUPAFERDIR SEL- FYSSINGA TIL REYKJAVÍKUR Velkomin í íþróttahöltína fio"A\a o« sPa Vélsleðasýning Vélsleðamarkaður á Akureyri Sýning á vélsleðum, útbúnaði og útilífsvörum í íþróttahöllinni á Akureyri 27. og 28. janúar n.k. kl. 13-18 laugardag og kl. 11-16 sunnudag Sjáið allar ’90 árgerðirnar Úrval af notuðum sleðum af: Arctic Cat, Polaris, Ski-doo og hjólum til sýnis og sölu á og Yamaha. Komið og ræðið við umboðsmenn og sölumenn. Fáið verðlista. útisvæði. Komið með gamla sleðann á útimarkaðinn strax á föstudag og reynið að skipta í nýrri eða selja. Aftanísleðar, vélsleðakerrur, kuldafatnaður, kuldaskór. Hjálmar og alls konar aukabúnaður til sýnis og sölu. Bflasímar, Iórantæki, varahlutir, olíur, áttavitar. Verkleg kennsla í notkun LORAN staðsetningartækja kl. 15 á laugardag. Skátargefa leiðbeiningar og heilræði um ferðalög. Á útisvæði: markaður fyrir notaða sleða, kerrur og aðra hluti tengda íþróttinni. Samæfing björgunarsveita og Landhelgisgæsluþyrlunnar (ef veður leyfir). Árshátíð L.Í.V. verður haldin í Sjallanum kl. 19.30 á laugardagskvöld. Borðhald - Skemmtiatriði - Dans Félagar í L.Í.V. og allt áhugafólk um útilíf er hvatt til að fjölmenna. ATH! Afsláttur til L.Í.V. félaga á hótelum á Akureyri. Hringið og látið skrá ykkur á árshátíðina í símum: 96-21509, 96-22233, 96-24913. L.Í.V. Mér þykir full ástæða til þess að gera athugasemd við þessa ofangreindu frétt Tímans, sem var að hluta til á forsíðu blaðsins og gat naumast farið fram hjá lesendum þess. Af greininni mátti helst draga þá ályktun að á Selfossi eða í Árnessýslu væru takmarkaðir möguleikar til verslunar á heimaslóð og fólk hrektist til Reykjavíkur til þess að ná í sínar nauðþurftir. Á forsíðu mátti lesa þá niðurstöðu að „einungis Selfyssingar kæmu gagngert til að versla í Reykja- vík.“ Hér er ekki meiningin að setja spurningamerki við fólk eða fyrir- tæki á Suðurlandi en þeim fremur beint að blaðinu og vísindamönnum þess. Málefnið er ekki ómerkilegt og því bendir það til einhverra erfið- leika í útvegun fréttaefnis að fjalla um þetta efni með slíkum hætti. Þar sem íbúatala skiptir þúsundum eins og á Selfossi, næst enginn raunhæfur samanburður við önnur sveitarfélög með 28 manna úrtaki. Ég sá enga ástæðu til þess að halda að fólk færi frekar eða tíðar frá Selfossi til Reykjavíkur í verslunarerindum heldur en frá öðrum þéttbýlisstöðum í nágrenni höfuðstaðarins. Á Sel- fossi er einn vinsælasti stórmarkaður landsins, Vöruhús K.Á. og má segja að heiður Vöruhússins sé í veði þegar slíkur fréttaflutningur veður uppi. Ekki veit éghvað forráðamenn SBS (Sérleyfisbifreiðar Selfoss) segja við þeirri auglýsingu að sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar þá noti bílana enginn maður. Bílarn- ir fara þó ekki aðeins daglega, heldur nokkrar ferðir á dag. Að sjálfsögðu þekkir undirritaður ekki sölutölur frá öðrum fyrirtækj- um austan fjalla en Kaupfélagi Ár- nesinga. Söluaukning Vöruhúss K.Á. árið 1989 var í takt við verð- lagsþróun. Þar sem margnefnd könnun átti að túlka viðhorf fólks í jólaversluninni, vil ég láta koma hér fram söluaukningu í nokkrum aðal jólavöruflokkunum í Vöruhúsi K.Á. þ.e. samanburður á sölu í des. 1989 og des. 1988. Þessir flokkar eru Sigurður Kristjánsson. vefnaðarvara, fatnaður 23%, bús- áhöld, gjafavörur 28% og leikföng, sportvörur 26%. Þess er líka að geta að des. 1988 var mjög góður sölu- mánuður, jólaauglýsingar hvöttu fólk til þess að versla í heimabyggð og við áttum von á því í blíðunni fyrir síðustu jól að fólk færi eitthvað meira í burtu til þess að gera jólainn- kaup og samanburður við árið á undan yrði óhagstæðari. Nú vil ég snúa dæminu algjörlega við. Hversu mikið versla Reykvík- ingar árlega út á landsbyggðinni? Hér í Árnessýslu höfum við ferða- manninn á sumrin en sér í lagi höfum við ágæta og árlega gesti, fjölskylduna í sumarbústaðnum. Sölubókhald Vöruhúss K.Á. fræðir okkur eitthvað um þetta og saman- burður sölunnar í jan. og febrúar annars vegar og júlí og ágúst hins vegar síðustu árin, rokkar frá því að vera 50-65%. Þá eru að sjálfsögðu júlí og ágúst söluhærri og þess vegna er okkar þjónustuþáttur við Reyk- víkinea að mínu mati mun stærri heldur en sú verslun sem Árnesingar kunna að gera í borg Davíðs. Nábýl- ið við höfuðborgina er því mikið fremur kærkomið frá sjónarmiði verslunarmanna á Selfossi heldur en hið gagnstæða. Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri Þing Lútherska heimssambandsins í Brasilíu: Friður og umhverfisvernd Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason er formaður íslenskrar sendinefndar sem sækja mun 8. heimsþing Lútherska heimssam- bandsins í Brasilíu dagana29. janúar til 9. febrúar. Heimsþingið munu sækja um eitt þúsund manns, þ.e. fulltrúar 105 aðildarríkja Lútherska heimssambandsins. Megin viðfangs- efni þingsins fjallar um frið, réttlæti og umhverfisvernd. Aðrir fulltrúar íslensku kirkjunn- ar verða þau séra Dalla Þórðardótt- ir, sem verður einn af umræðustjór- um þingsins, séra Bernharður Guðmundsson fræðslustjóri kirkj- unnar, sem annast mun utanríkismál af hálfu Biskupsstofu. Auk þeirra verða þau Ebba Sigurðardóttir bisk- upsfrú og séra Þorbjörn Hlynur Árnason stjórnarmaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og nýráðinn aðstoðarmaður biskups, gestir þingsins. Þá verður Gunnbjörg Óla- dóttir guðfræðinemi í hópi æskufólks á þinginu. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.