Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminnv.v,v> \ Föstudagur 26. janúar 1990 Föstudagur 26. janúar 1990 i’t’* Timinn ÞingmennirnirSkúli AlexanderssonogGuðmundurH.Garðarssonsetjaframfurðulegakröfu í utandagskrárumræðu á Alþingi: Vilja að ríkið greiði kostnað vegna útgerðar Andra við BNA Þingmennirnir Skúli Alexandersson og Guðmundur H. Garðarsson sögðu í utandagskrárumræðu um málefni Andra BA, sem nú liggur verkefnalaus við stendur Alaska, að ríkisvaldið bæri ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir skipinu. Þeir sögðu að eðlilegt væri að ríkisvaldið bætti þann skaða sem útgerð- arfélagið hefði orðið fyrir. Utanríkisráð- herra vísaði þessum kröfum á bug og sagði að alla tíð hefði verið ljóst að um áhætturekstur væri að ræða sem væri algerlega á ábyrgð útgerðarfélagsins. Hvernig á að skilja samninginn frá 1984? Það var Skúli Alexandersson, þing- maður Alþýðubandalagsins á Vestur- landi, sem óskaði eftir utandagskrárum- ræðunni. Hann óskaði eftir því að utan- ríkis-, samgöngu- og sjávarútvegsráð- herra gerðu grein fyrir sínum afskiptum af málinu. Sjávarútvegsráðherra gat ekki verið viðstaddur umræðuna. í upphafi ræðu sinnar vitnaði Skúli til ummæla sem Steingrímur Sigfússon sam- gönguráðherra lét falla þegar hann flutti á síðasta þingi frumvarp um heimild til íslenska úthafsútgerðarfélagsins til að kaupa skip. Þá sagði ráðherrann m.a.: „Þannig háttar til að skipaútgerð þessi, ef af verður, er ætluð til að nýta veiði- heimildir sem íslendingar hafa sam- kvæmt samningi við Bandaríkjamenn." Skúli spurði síðan á hverju hann byggði ummæli sín um veiðiheimildir. Þá spurði hann utanríkisráðherra hvernig utanríkisráðuneytið skilji samn- inginn sem íslensk og bandarísk stjórn- völd gerðu með sér árið 1984 og útgerð Andra byggir á. Einnig spurði hann hvort samningurinn væri öðruvísi en haldið hefur verið fram. Þá spurði hann ráðherrana báða hvort þeir telji sig ekki bera ábyrgð á hvernig komið sé fyrir Andra þar eð útgerð hans hefði byggst á fullyrðingum ráðherra um að gerður hefði verið samningur um veiðiheimildir við strendur Alaska. Andri missti af kvótanum fyrirárið 1989 Steingrímur Sigfússon samgönguráð- herra rakti í stuttu máli afskipti ráðu- neytisins af málinu. Hann sagði að ráðuneytið hefði meðhöndlað ósk út- gerðarfélagsins, um að skrásetja skipið hér á landi, eins og venja er þegar um eldra en 12 ára gamalt skip er að ræða. í bréfi sem sjávarútvegsráðuneytið sendi samgönguráðuneytinu snemma árs 1989 kemur fram að árið 1988 fékk Úthafsút- gerðarfélagið úthlutað 40 þúsund tonna þorskkvóta til veiða við strendur Alaska. Félagið gat ekki nýtt sér þessa heimild en var úthlutað sama kvóta fyrir árið 1989. í bréfinu er hvatt til þess að útgerðarfélagið fái að flytja til landsins skip svo að hægt verði að nýta þennan kvóta. Eftir að utanríkis- og sjávarútvegs- ráðuneytið höfðu mælt með umsókn útgerðarfélagsins flutti samgönguráð- herra frumvarp á Alþingi þar sem félag- inu var veitt heimild til að flytja inn skip. Þar með lauk afskiptum ráðuneytisins af málinu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði að útgerð Andra hefði á árinu 1989 fengið heimild til að vinna allt að 30 þúsund tonn af þorski sem sameig- inlega var ætlaður erlendum vinnsluskip- um. Ástæðan fyrir því að ekki tókst að nýta þennan kvóta var að skipið komst ekki á vettvang. Yfirvöld í Kanada buðu ekki upp á framlengingu á þessum kvóta en skipið gat fengið að veiða aðrar fisktegundir. Ráðherra sagði að það væri skylda íslenskra yfirvalda að aðstoða íslensk fyrirtæki í samskiptum við erlend stjórnvöld. Hann sagði að það hefði utanríkisráðuneytið gert eftir að útgerð Andra óskaði eftir aðstoð í desember síðastliðnum. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda Skúli Alexandersson tók aftur til máls og sagði að útgerð Andra hefði treyst því að hægt væri að hefja vinnslu á fiski í tengslum við samninginn frá 1984. Hann sagði að svo virtist sem að íslensk stjórnvöld hafi misskilið þennan samning. Skúli sagði að fyrir tæpu ári hefðu verið gefnar yfirlýsingar á Alþingi um að hér væri um að ræða veiðiheimild- ir sem hann sagðist skilja sem svo að þýddi jafnframt heimild til vinnslu. Skúli sagði að ef svo væri ekki hefði Alþingi verið blekkt. „íslensk stjórnvöld hljóta að taka ábyrgð á þessu, hvað svo sem þau segja í dag. Ef Andri BA fær ekki fisk til vinnslu, hefur orðið stórkostlegur skaði hjá útgerðinni þar eð ekki er hægt að nota skipið hér við land. íslensk stjórn- völd hljóta því að finna fyrir því þegar þau reyna að koma sér út úr þessari klípu. Skipið virðist ekki hafa annað en stimpil á pappírum um að það megi vinna fisk.“ „Nú duga engin stóryrði herra utanríkisráðherra“ Guðmundur H. Garðarsson þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vildi taka undir með Skúla um ábyrgð stjórn- valda í þessu máli. „Þeir aðilar sem standa fyrir þessari útgerð verða að fá þær bætur sem greinilegt er að íslenska ríkið verður að greiða vegna þessa máls. Og nú duga, hæstvirtur utanríkisráð- herra, engin stóryrði eða persónulegar árásir á menn út í bæ. („Hef ég verið með stóryrði"? Innskot frá utanríkisráð- herra) Nú dugir ekkert að vera með stráksskap eins og þú hefur verið með æ ofan í æ. („Ég verð að benda háttvirtum þingmanni á að hæstvirtur utanríkisráð- herra hefur ekki haft í frammi hin minnstu stóryrði í ræðustóli." Innskot frá forseta Sameinaðs þings) Maður er nú bara orðinn svo vanur því hér að þegar aðila utan þingsala ber á góma, að þá sé ráðherrann með skæting og svari útúr, að maður gefur sér það fyrirfram. En sleppum því. Hér er fullyrt að núverandi ríkisstjórn hafi vísvitandi blekkt þingmenn og hafi hún gert það hefur hún einnig blekkt þann útgerðar- aðila sem hér um ræðir. Því hlýtur það að vera krafa okkar að þessir ráðherrar, sem bera ábyrgð á þessum máli, geri okkur grein fyrir þvi' hvernig þessum málum er raunverulega háttað. Ég sé ekki betur en útgerðaraðilinn hljóti að eiga háar kröfur á hendur þeim sem hafa haldið á þessu máli.“ Ábyrgðin er útgerðarinnar Steingrímur Sigfússon sagði að ráðu- neytið hefði staðið í þeirri trú að engir meinbugir væru á því að nýta veiðiheim- ildir við Alaska. „Ég tel það alla tíð hafa verið ljóst að áhætta í sambandi við þennan rekstur var á herðum fyrirtækis- ins sem að fúsum og frjálsum vilja tekur þá ákvörðun og áhættu að reyna að fara í þessa atvinnustarfsemi." * 1«. uuiræuunum a Ajpingi i gær. Skuli Alexandersson er í ræðustól. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að samningurinn frá 1984 hefði verið um veiðar og nýtingu á fiski. „Það er alveg ljóst að hér er um að ræða sameiginlegt áhættufyrirtæki íslenskra og bandarískra aðila. Það var samkomulag um að hinn erlendi samstarfsaðili annaðist veiðar, en hið íslenska skip sæi um vinnslu. Um þetta var enginn blekktur. Á grundvelli samningsins fékk þetta fyrirtæki vinnslu- kvóta upp á allt að 30 þúsund tonn úr sameiginlegum kvóta. Það var áhætta tekin. Auðvitað gat það hent að þessi kvóti veiddist ekki. Það hefði líka geta hent að skipið kæmist aldrei á staðinn. Það var líka það sem gerðist. Skipið komst aldrei á staðinn og gat ekki nýtt þá veiðiheimild sem það sannarlega hafði. Samningurinn var framlengdur, en útgerðaraðilanum var að sjálfsögðu ljóst að það lá ekkert fyrir um það fyrirfram hvaða kvóta yrði úthlutað á næsta ári. Það var ekki ráðuneytisins að segja til um það. Ef við lítum á tölur yfir hver hefur verið hlutur útlendinga og sameiginlegra áhættufyrirtækja á þessu svæði, þá ætti mönnum að vera ljóst að þar gátu orðið breytingar frá ári til árs. Árið 1985 veiddu japönsk skip meira en 1,1 milljón tonna innan bandarískrar efnahagslög- sögu. Árið 1989 fengu þeir ekki að veiða neitt. Ef menn eru að spyrja um áhættu þá ítreka ég, hér var verið að stofna til áhættufyrirtækis á grundvelli samnings sem kveður ekki á um kvóta. Hann gefur aðeins heimild til að sækja um kvóta. Tal um ábyrgð ríkissjóðs og bótakröfu á hendur stjórnvöldum er furðulegt. Það er ábyrgðarhlutur að þingmaður skuli hafa gerst talsmaður slíkra sjónarmiða án þess að hafa kynnt sér málið.“ Bandarískir útgerðarmenn veiða megnið af kvótanum Guðmundur H. Garðarsson tók aftur til máls og sagði að stjórnvöld hefðu þá meginskyldu að vekja athygli viðkom- andi aðila á því hverjar hugsanlegar breytingar kunna að verða í úthlutun kvóta frá ári til árs. Hann ítrekaði fyrri ummæli um ábyrgð íslenskra stjórnvalda í málinu og bað um þau legðu fram skriflega skýrslu um málið fyrir Alþingi. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að í ár væri horfur á að erlendir aðilar myndu Tímamyndir: Árni Bjarna veiða 10% af öllum þeim afla sem verður veiddur á þessu svæði. Fyrir þremur árum veiddu þessir aðilar um 80% aflans. Ráðherra sagði að það hefði ekki verið til að auðvelda afskipti stjórnvalda af þessu máli að Jón Kristinsson, einn af þremur aðilum að útgerðarfyrirtækinu, hefði sagt sig úr fyrirtækinu vorið 1989. í desember sama ár sendi hann út bréf. þar sem hann segir að útgerðarfélagið hafi ekki rétt til vinnslukvótans. „Svo er verið að tala um að íslensk stjórnvöld séu skaðabótaskyld,“ sagði Jón Baldvin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.