Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriójudágur 6.‘ febrúár 1990
Frumvörp um Skákskóla íslands og launasjóð stórmeistara:
Háskóli á sviði
skáklistarinnar
Stjórnarflokkarnir hafa nú til meðferðar drög að frumvarpi
til laga um stofnun Skákskóla íslands, einnig drög að
frumvarpi um launasjóð stórmeistara í skák. Verði frumvörp-
in að lögum mun það þýða verulegar breytingar á málum
skákíþróttarinnar hér á landi. Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði í samtali við Tímann að væntanlega yrði
frumvarpið lagt fyrir Alþingi fyrir vorið.
Skákskólinn mun starfa á vegum
Skáksambands íslands í samvinnu
við menntamálaráðuneytið. Hlut-
verk hans verður að efla vöxt og
viðgang skáklistarinnar með aukinni
fræðslu. Á hann meðal annars að
þjóna sem eins konar háskóli á sviði
skáklistarinnar, cins og segir í grein-
argerð með frumvarpinu.
Inntökupróf
Samkvæmt drögunum mun skól-
inn skiptast í almenna deild og
framhaldsdeild. Nám í aimennu
deildunum verður auglýst og greiða
nemendur ákveðið námsgjald. f
franthaldsdeildina verða aftur á móti
valdir nemendur á grundvelli inn-
tökuprófs. Munu stórmeistarar í
skák annast kennslu við framhalds-
deildina. Nánar verður kveðið á um
starfsemi skólans í reglugerðum en
búist er við að nám í framhaldsdeild-
inni verði um tíu stundir á viku.
Skólanum er einnig ætlað að þjóna
landsbyggðinni með farkennslu og
námskeiðaahaldi af ýmsu tagi. Þess
má geta að í frumvarpinu er sérstak-
lega kveðið á um að skólanum sé
skylt að gæta þess að stúlkum bjóðist
sömu tækifæri og piltum til náms og
þátttöku.
Gert er ráð fyrir að árlega verði
veittur styrkur til Skákskólans. f
fyrsta lagi framlag til að greiða laun
skólastjóra samkvæmt taxta BHMR
og í öðru lagi rekstarstyrk sem nemi
hæfilegri leigu fyrir afnot húsnæðis
Skáksambandsins. Vegna stofn-
kostnaðar er gert ráð fyrir sérstökum
styrk á fjárlögum ársins 1991.
Skólastjórn Skákskóla íslands
verður skipuð þremur mönnum til
þriggja ára í senn. Stjórnin ræður
skólastjóra sem annast rekstur skól-
ans og ræður til hans kennara með
samþykki stjórnarinnar.
Reglu komið á
stórmeistarana
í tengslum við frumvarpið um
Skákskóla íslands verður lagt fram
frumvarp um launasjóð stórmeistara
í skák. Markmið frumvarpsins er að
tryggja fjárhagsfegan grundvöll stór-
meistara sem kjósa að helga sig
skáklistinni, en ekki hvað síst að
setja reglur um styrki til stórmeistara
og vinnuskyldu þeirra. Á stofnfé
sjóðsins að samsvara árslaunum
fjögurra háskólakennara og þiggja
fjórir stórmeistarar Iaun frá sjóðnum
samtímis. Launin verða veitt til
tveggja ára í senn.
íslenskir skákmeistarar hafa notið
launa hjá ríkinu undanfarna áratugi,
eða allt frá því að Friðrik Ólafsson
vann til stórmeistaratignar fyrstur
íslendinga 1957. Nú eru fjórir stór-
meistarar á launaskrá menntamála-
ráðuneytisins og stunda ekki aðra
atvinnu en skákiðkunina. Engar
reglur hafa þó verið settar um rétt-
indi og skyldur stórmeistara, vinnu-
framlag eða launagreiðslur til þeirra.
í frumvarinu er gert ráð fyrir að
kennsluskylda stórmeistaranna við
Skákskólann svari til árlegrar
kennsluskyldu lektora við Háskóla
íslands.
Þráinn Guðmundsson fyrrum for-
maður Skáksambandsins sagði í
samtali við Tímann að almenn
ánægja væri meðal skákmanna og
skákáhugamanna um þessi frumvörp
og væntu menn þess að skólinn gæti
tekið til starfa ekki seinna en næsta
haust. SSH
ALKALÍ ER EKKIÍ
ÍSLENSKRISTEYPU
Niðurstöður af athugunum Hákonar Ólafssonar á steypusívalningum
Jóns Guðmundssonar við Tækniháskólann í Lundi, leiddu í ljós að ekki
hafi verið um alkalíefnahvörf aðræða, heldur hafi átt sér stað skorpurýrn-
un.
Skorpurýrnun felst í því að kjarninn er ennþá rakur, en ysta himnan er
þornuð. Að sögn Haraldar Ásgeirssonar hjá Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins er steinsteypa ekkert annað en efnahvörf og alkalíefnahvörf
eru ein af þeim efnahvörfum sem þar eiga sér stað. f allri steypu eru
einhverjar slíkar hvarfanir en það eru aðeins skaðleg efnahvörf sem menn
eru hræddir við. „Þær höfum við mælt og þær höfum við útilokað úr okkar
steypu, með því að nota kísilryk, draga úr salti o.fl.,“ sagði Haraldur.
-ABÓ
Frá Reykjavíkurmóti í skólaskák, en skákáhugi er mikill hjá grunnskólanem
um.
Athugasemd frá Sementsverksmiöju ríkisins:
Alkalí ríður ekki lengur húsum
Sementsverksmiðja ríkisins vill með þessum orðum leiðrétta þá
flennifyrirsögn sem prýddi forsíðu Tímans fimmtudaginn 1. febrúar
1990.
Heldur snöggan endi fékk sú frétt sem Ríkisútvarpið kom með
mánudaginn 29. janúar sl. og dagblaðið Tíminn birti svo þrem
dögum síðar. Það er umhugsunarefni hvernig starfsmenn hjá virtum
menntunarstofnunum, sem háskólinn í Lundi er, geta í óskiljanlegri
fljótfærni eða e.t.v. af annarlegum hvötum sett fram opinberlega
niðurstöður sem eru byggðar á hugarburði og grun en ekki
mælingum og rannsóknum. Slíkt hefur a.m.k. ekki tíðkast hjá
íslenskum rannsóknaStofnunum.
Óskiljanlegt er einnig hvers vegna
Jón Guðmundsson, sem fram-
kvæmdi rannsóknina, þáði ekki boð
Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins um að hún rannsakaði um-
rædd steypusýni. Ef það boð hefði
verið þegið hefði þetta frumhlaup
ekki orðið.
Eftirtektarverð er sú veglega um-
fjöllum sem þessi frétt fær í Tíman-
um. Víst er að alkalírannsóknir
Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins hafa ekki fengið neina álíka
umfjöllun. Þó hafa þær staðið sam-
fellt í nær 25 ár og nýtur stofnunin
virðingar vísindamanna á þessu
sviði. Því er ástæða til þess að beina
því til blaðsins hvort ekki sé ástæða
til þess að kynna sér þessar rann-
sóknir betur og flytja fremur fréttir
af þeim en framangreindri fréttabólu
sem sprakk á örfáum dögum. Eða
telur dagblaðið Tíminn engan spá-
mann í sínu föðurlandi og erlendar
rannsóknir merkilegri en innlendar?
Eftir lýsingunni að dæma hefur um-
rædd vikursteypa í bílskúr Sturlu
skemmst vegna rangrar meðhöndl-
unar á steypunni og handvömm við
niðurlögn og aðhlynningu. Steypan
er greinilega óþétt og vatnsrennsli í
gegnum steypu hefur ávallt í för með
sér úrfellingar, hvort heldur er er-
lendis eða hér á landi. Þetta um-
rædda mannvirki Sturlu Einarssonar
hefur verið rannsakað af kunnáttu-
mönnum sem staðfesta þennan
úrskurð, en Sturla á greinilega erfitt
með að sætta sig við hann.
Önnur ummæli Sturlu, eins og að
Keflavíkurvegurinn og ráðhúsið í
Reykjavík hafi verið steypt úr er-
lendu sementi, eru röng. Keflavíkur-
vegurinn var steyptur úr alíslensku
sementi, svo og helmingur ráðhúss-
ins. Þá hefur íslenskt sement verið
notað í flestar virkjanir á Þjórsár-
svæðinu og í Blönduvirkjun.
Fullyrðingar Sturlu um hvernig
sementsframleiðslu sé háttað í Sem-
entsverksmiðjunni eru rangar og
bera ekki vott um að hann hafi lært
efnisfræðina vel í Meistaraskólan-
um.
Sementsverksmiðjan er hvenær
sem er reiðubúin að veita honum
sem öðrum fræðslu í þeim efnum ef
hann óskar þess.
Sementsverksmiðjan vonar svo að
Tíminn taki framangreind atriði um
alkalírannsóknir á lslandi til athug-
unar.
Virðingarfyllst,
Sementsverksmiðja
ríkisins
Aths. ffréttastj.
Vegna athugasemdar Sements-
verksmiðjunnar er nauðsynlegt að
ítreka að blaðið hefur ekkert fullyrt
um að alkalívirkni séénn til staðar í
íslenskri steypu. Blaðið sagði hins
vegar af því frétt að eftir að Jón
Guðmundsson við Háskólann í
Lundi fullyrti á norrænni ráðstefnu
um steypu að alkalívirkni fyndist
enn hér á landi hefðu þeir sem efast
hafa um að búið væri að útrýma
þessum vágesti kvatt sér hljóðs á ný.
Einn slíkur var umræddur bygginga-
meistari. Allt er þetta satt og rétt og
því ekki um það að ræða að „leið-
rétta þá flennifyrirsögn" sem var á
forsíðu blaðsins. Sementsverksmiðj-
unni til upplýsingar þá er það ekki
frétt árið 1990 að alkalívirkni hafi
verið útrýmt, enda hefur það verið
vitað í um áratug. Hins vegar er það
frétt ef alkalívirkni er til staðar á
sama tíma og almennt er talið að
henni hafi verið útrýmt. E.t.v. liggur
þar skýringin á því að ekki hefur
verið skrifað á forsíðu blaðsins um
rannsóknarstarf RB á sviði alkalí-
virkni í nokkur ár. Sementsverk-
smiðjan gefur í skyn að blaðið hafi
vegna óvandaðra vinnubragða verið
að elta einhverja fáránlega „frétta-
bólu.“ Slíkum hugrenningum er vís-
að á bug, enda var þessi bóla elt af
forstjóra RB til Svíþjóðar og yfir-
verkfræðingur stofnunarinnar treysti
sér ekki til þess að vísa þessari bólu
á bug í umræddri frétt Tímans. í dag
virðist hins vegar komin niðurstaða
í þetta mál sem bendir til þess að
alkalí ríði hér ekki húsum, og fögn-
um við því að sjálfsögðu hér á
Tímanum.
Eg heíti ÞJ0ÐBJ0RG
Eg er steingeít r%n
SJÁUMST í DANSHÖLLINNI
Borðapantanir í sima 23333