Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. febrúar 1.990 i i * ( f ' Tíníiriri 9 Íónasar Hallgrímssonar eftir að hann var grafinn í danska mold árið 1845. mennina heim! öllum númerum í kirkjugarðinum. I Fjölni segir að Jónas sé grafinn í S-198 í reit Þrenningarkirkjunnar. Það sem ég gerði var að rekja þetta númer til baka með aðstoð danskra fræðimanna sem þekkja garðinn mjög vel og að N-1095- 96. Sá grafreitur hefur aldrei verið hreyfður svo ég viti. Þetta er ákaflega flókin vinna því þarna hafa orðið mjög miklar breytingar, sérstaklega eftir að líkbrennslan byrjaði og eftir að kaþólskir menn fengu sinn garð. Enn sem komið er hefur enginn íslendingur lagt út í að kanna þetta til neinnar hlítar. Það þyrfti að gera og það er vel hægt. Allar dagbækur og bækur um stafabreytingar eru til. Hins vegar er hætta á að innan fárra ára verði ekkert til af þessum leiðum Fjölnismanna því til stendur að breyta kirkjugarðinum í almenningsgarð. Mjög lítið hefur verið hugsað um garðinn á seinni árum og hann er allur að eyðileggj- ast. Margir legsteinar eru brotnir og liggja út af. Ætlunin er að færa einungis frægustu legsteinana eins og H.C. Andersen og Oehlenschláger og aðra slíka í minningarreit og eyðileggja allt hitt. Þá hverfa menn eins og Brynjólfur Pétursson, Finnur Magnússon, Konráð Gíslason og fleiri. Það væri ekki óeðlilegt að Sögufélagið, Rithöfundasambandið eða einhver álíka félagsskapur reyndi að koma í veg fyrir að þessar menningar- leifðir íslenskrar sögur verði eyðilagðar. Því þarna hvíla helstu forvígismenn íslenskrar endurreisnar," sagði Björn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.