Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 6. febrúar 1990
FRÉTTAYFIRLIT
TÓKÝÓ — Norður-Kórea
lýsti yfir stuðningi sínum við
umbótastefnu Gorbatsjofs í
Sovétríkjunum. Norður-Kóreu-
menn hafa lítið látið með um-
bótabrölt Sovétmanna og
Austur-Evrópubúa hingað til,
enda lítið sést af umbótum í
Norður-Kóreu.
HÖFÐABORG — Suður-
afrísk stjórnvöld hafa skorað á
Nelson Mandela og Afríska
þjóðarráðið að hefja strax við-
ræður við stjórnvöld.
AUSTUR-BERLÍN
Volkskammer, austur-þýska
þingið, samþykkti að ný ríkis-
stjórn taki við völdum í Austur-
Þýskalandi. Átta stjórnarands-
töðuflokkar og samtök taka nú
sæti með kommúnistum og
fjórflokkunum sem mynda nú-
verandi ríkisstjórn. Kommún-
istar eru því í minnihluta í
bráðabirgðastjórninni sem sitja
á fram yfir kosningar 18. mars.
Þingmenn þurftu að yfirgefa
þinghúsið í klukkustund vegna
sprengjuhótunar.
AUSTUR-BERLÍN
Ríkisstjórn Austur-Þýskalands
afnam ritskoðun og innleiddi
frjálsa fjölmiðlun.
JÓHANNESARBORG-
Fimm manns voru drepnir í
átökum um helgina. Einn var
bundinn við tré og í honum
kveikt.
KABÚL — Najibullah forseti
Afganistans sagðist vona að
viðræður Sovétmanna og
Bandaríkjamanna um næstu
helgi yrðu til þess að raunhæf
lausn fyndist á málefnum Afg-
anistans. Vitað er að Banda-
ríkjamenn eru reiðubúnir til að
samþykkja Najibullah sem
forseta þar til frjálsar kosningar
hafa farið fram í Afganistan.
SAN JOSE — Forsetafram-
bjóðandi stjórnarandstöðunn-
ar á Costa Rica bar sigur úr
býtum i kosningum um helg-
ina. Arias forseti var ekki í kjöri
þar sem stjórnarskráin bannar
slíkt.
SEOUL — Háskólastúdent í
Suður-Kóreu var dæmdur í 10
ára fangelsi fyrir að hafa heim-
sótt Norður-Kóreu í leyfisleysi.
ÚTLÖND
Mikhaíl Gorbatsjof vill flýta flokksþingi kommúnistaflokksins til aö styrkja lýðræðið og hasta umbótum:
Fjöif lokkakerf i er de
i f ■ / a / ■ rm m
facto í Sovétríkjunum
Mikhaíl Gorhatsjof forseti
Sovétríkjanna sagði í gær að í
raun og veru ríkti fjölflokkakerfi
„de facto“ í Sovétríkjunum.
Einungis þurfi að ganga lög-
formlega frá því að afnema
valdaeinokun kommúnista-
flokksins og því þurfi að flýta
flokksþinginu sem fyrirhugað
var að halda í októbermánuði.
Sagði Gorbatsjof að ekkert væri
því til fyrirstöðu að stjórnmála-
flokkar yrðu formlega myndað-
ir.
Stakk Gorbatsjof upp á á fundi
miðstjórnar í gær að flokksþingið
yrði haldið í lok júnímánaðar eða í
byrjun júlímánaðar. Flokkstjórnin
þarf að samþykkja afnám valdaein-
okunarinnar sem bundin er í stjórn-
arskrá Sovétríkjanna.
Þessar yfirlýsingar gefur Gorbat-
sjof deginum eftir að 200 þúsund
Moskvubúar hópuðust utan við
Kremlarmúra og kröfðust þess að
valdaeinokun kommúnistaflokksins
yrði afnumin. Reyndar komu full-
trúar kolanámumanna á fund Gor-
batsjofs síðastliðinn föstudag og
sögðu kommúnistaflokkinn vera
dragbít á umbótaþróunina. Kröfðust
þeir þess að valdaeinokun flokksins
yrði aínumin.
- Við eigum við mörg vandamál
að stríða og við verðum að leysa þau
mjög bráðlega. Og ef þú, Mikhail
Sergeijevitsh, vilt leysa þau, þá mun-
um við styðja þig af heilindum, sagði
einn leiðtogi kolanámumannanna
við Gorbatsjof, ef marka má fréttir
Prövdu.
Við það tækifæri gaf Gorbatsjof í
skyn að valdaeinokun kommúnista-
flokksins væri brátt á enda runnin.
- Kommúnistaflokkurinn leggur
•’ekki áherslu á valdaeinokunina og
er reiðubúinn til viðræðna við alla þá
sem áhuga hafa á endurnýjun sósíal-
ísks þjóðfélags, sagði Gorbatsjof við
kolanámumennina.
Flokksþing kommúnistaflokksins
sem er æðsta vald flokksins verður
að leggja blessun sína yfir þá ákvörð-
un að flokkurinn láti af valdaeinok-
un sinni. Gorbatsjof mun á fundi
miðstjórnar í gær hafa lagt fram
hugmyndir um breytingu á skipulagi
kommúnistaflokksins. meðal annars
vill hann afnema embætti aðalritara
og kjósa í staðinn formann flokksins.
Auk þess hefur Gorbatsjof gefið í
skyn að fleiri og róttækari umbóta-
sinnar þurfi að komast í æðstu
valdastofnanir kommúnistaflokks-
ins. Vegna þessa lagði Gorbatsjof
áherslu á að flýta flokksþinginu.
Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét-
ríkjanna segir að í raun sé fjölflokka-
kerfi til staðar í Sovétríkjunum.
Ekkert sé því til fyrirstöðu að valda-
einokun kommúnistaflokksins verði
afnumin og að formleg stofnun
stjórnmálaflokka sé tímaspursmál.
Ólgan eykst í Kasmír:
Indverjar skjóta Pakistana
Indverskir landamæraverðir skutu
Pakistana til bana og særðu þrettán
þegar hópur pakistanskra mótmæl-
enda ruddist yfir varnarlínu Indverja
í Kasmírhéraði. Pakistaninn réðst
yfir vopnahléslínu Indverja og Pak-
istana sem skiptir Kamsír í tvo
hluta, reif niður indverska fánann og
réðst að indverskum landamæra-
vörðum. Indverjarnir hófu þá
skothríð með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Pakistanarnir voru að mótmæla
hörku Indverja við að bæla niður
íslamska uppreisnarmenn í Kasmír,
en þeir krefjast aðskilnaðar frá Ind-
landi. Var allt athafnalíf í Pakistan
lamað í gær vegna mótmælaverk-
falla, en almenningur krefst þess að
Indverjar láti af yfirráðum sínum í
Kasmír.
Átök hafa mjög aukist í Kasmír
undanfarnar vikur, en héraðið er
eina héraðið undir indverskri stjórn
þar sem meirihluti íbúa eru múslím-
ar, eins og Pakistanar.
Beinum viðræðum ísraela og Palestínumanna er fram
áttu að fara í Egyptalandi á næstunni nú stefnt í voða:
ISRAELAR DREPNIR VIÐ KAIRO
Tíu ísraelar og tveir egypskir öryggisverðir voru drepnir í
árás ókunnra grímumanna á langferðabíl nærri Kaíró á
sunnudaginn. Arásarmennirnir köstuðu handsprengjum og
skutu úr vélbyssum á farþegana. Sextán ísraelar særðust
alvarlega.
Árás þessi stefnir í voða beinum
friðarviðræðum ísraela og Palestínu-
manna sem áttu að hefjast í Kaíró
bráðlega. Herma fréttir að utanríkis-
ráðherrar ísrael, Egyptalands og
Bandaríkjanna hafi ætlað að hittast
í Evrópu um næstu helgi til að ganga
frá lokaundirbúningi fyrstu friðar-
viðræðufundanna. Ekki er ljóst
hvort af þcim fundi verður eftir það
sem undan er gengið.
Greinilegt er að öfgahópur sem
setur sig á móti friðarviðræðunum
hefur ákveðið að láta til skarar
skríða og fremja hryðjuverk sem
yrði til þess að Shantir forsætisráð-
herra ísrael yrði að skipta um skoð-
un og láta undan þrýstingi harðlínu-
manna í Likudbandalaginu sem ekki
vilja sjá friðarsamninga við Pales-
tínumenn.
Yitzhak Shamir forsætisráðherra
ísrael skýrði frá því í fyrrakvöld, að
hann hefði sagt Hosni Mubarak
forseta Egyptalands að engir friðar-
samningar gætu séð dagsins ljós í
Miðausturlöndum fyrr en hryðju-
verkum þar væri útrýmt. Mubarak
hafði hringt í Shamir, vottað honum
samúð sína og sagst vona að áfram-
hald gæti orðið á þeirri friðarþróun
sem náðst hefur undanfarnar vikur.
Shamir sagði að atburðirnir í Eg-
yptalandi gætu orðið til þess að
miðstjórnarfundur Likudbandalags-
ins sem halda átti á miðvikudag yrði
frestað, en fundurinn átti að skera úr
um hvort Likudbandalagið væri
fylgjandi beinum viðræðum við Pal-
estínumenn.
Einn harðasti andstæðingur við-
ræðna við Palestínumenn, Ariel
Sharon viðskiptaráðherra ísrael
sagði strax að árásin á langferðabif-
reiðina sannaði að ekki sé hægt að
ræða við Palestínumenn um nokk-
urn hlut. Sharon sem hefur að
undanfömu gagnrýnt Shamir mjög
harðlega vegna linkindar við Pales-
tfnumenn sagðist ekki efast um að
hryðjuverkamennirnir væru Pales-
tínumenn ogjafnvel á snærum PLO.
Þrátt fyrir þá skoðun Sharons
berast böndin helst að öfgafullum
egypskum múslímum sem berjast
gegn stjórn Hosni Mubaraks. Eftir
ódæðið á sunnudag hafði maður
samband við fréttastofur og sagði að
áður óþekkt samtök, Samtök til
varnar kúgaðra fanga í egypskum
fangelsum, hafi staðið fyrir árásinni.
Reyndar hefur Heilagt stríð, öfga-
fullur hópur Palestínumanna einnig
sagst hafa gert árásina. Þrír menn
voru handteknir í Egyptalandi í gær
vegna árásarinnar, en ekki er vitað
hverjir þeir eru né hvort þar séu
ódæðismennirnir á ferðinni.
Árásin á ísraelana hefur verið
fordæmd víða um heim. Hosni Mu-
barak forseti Egyptalands fordæmdi
hana strax, enda kemur hún mjög
illa við hann og ríkisstjórn hans. Þá
hafa helstu leiðtogar Palestínu-
manna fordæmt árásina harðlega .og
í hélt framkvæmdanenfnd Frelsis-
samtaka Palestínu, PLO fund vegna
málsins í gærkveldi. PLO var um
það bil að leggja blessun stna yfir
fyrirhugaðar friðarviðræður ísraela
og Palestínumanna í Kaíró.
Hins vegar kættust íranar mjög
yfir árásinni og sagði hana styrkja
mjög stöðu öfgafullra múslíma á
hernumdu svæðunum í Palestínu.
Ég heíti DODDI
Eg er meyja
SJÁUMSTIDANSHÖLLINNI