Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 -686300 NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Hjálpið okkur að styrkja SEM-HÓPINW Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Fjármálaráðuneytið boðar lögregluaðgerðir til að ná inn bifreiðagjöldum og þungaskatti: Hópar lögreglumanna leita uppi skuldara í dag hefjast innheimtuaðgerðir vegna vanskila á þungaskatti og bifreiðagjöldum sem samtals nema 720 milljónum króna. í Reykjavík er talið að vanskil séu um 280 milljónir vegna 3-4 þúsund bifreiða. Munu tveir hópar lögreglumanna fara um borgina og leita uppi þær bifreiðar þar sem ekki hafa verið gerð skil á umræddum gjöldum og taka af þeim skráningarmerki. Gert er ráð fyrir að aðgerðir lögreglunnar í Reykjavík muni standa í nokkra daga eða þar til náðst hefur til þeirra aðila sem eru í vanskilum. Tollstjórinn í Reykjavík hefur þegar sent út aðvörun til þeirra sem eru í van- skilum þannig að umræddar að- gerðir eiga ekki að koma á óvart, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Hefur fjármálaráðuneytið beint þeim tilmælum til allra innheimtu- manna ríkissjóðs að þeir hefji sem fyrst aðgerðir sambærilegar þeim sem Tollstjórinn í Reykjavík mun beita, þar sem nauðsynlegt sé að gæta samræmis í innheimtuað- gerðunum. Þá er tekið fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að það muni ekki semja við einstakl- inga eða fyrirtæki um greiðslufrest á umræddum gjöldum. Heildarvanskil á þungaskatti eru um 363 milljónir króna og á bifreiðagjaldi 357 milljónir króna. Eru skuldirnar allt frá því að vera nokkur hundruð krónur og upp í mmmm að vera ein milljón króna vegna eins bíls. Hafa sumir aðilar ekki staðið í skilum í mörg ár. Þess má geta að díselskattur af leigubifreið í eitt ár er nú um 104 þúsund krónur. „Rassíur“ af þessu tagi vegna vanskila á þungaskatti ogbifreiða- gjöldum hafa áður verið gerðar en ekki með eins áberandi hætti og nú. í lögum er veitt heimild til að stöðva notkun bifreiðar ef um vanskil á þungaskatti eða bifreiða- gjöldum er að ræða. I lögum nr. 3 frá 1987 segir varðandi vanskil á OBHEHHHHB þungaskatti: „Sé ekki komið með bifreið til skoðunar eða gjöld af henni greidd á réttum gjalddaga skal lögreglustjóri eftir kröfu skattheimtumanns eða skoðunar- manns stöðva bifreiðina hvar sem hún fer og taka merki hennar til geymslu svo sem að framan segir.“ Um vanskil á bifreiðagjöldum seg- ir í lögum nr. 39 frá 1988: „Ef bifreiðagjald er ekki greitt fyrir eindaga skal lögreglustjóri, eftir kröfu innheimtumanns, taka af bifreiðinni skráningarmerki til geymslu svo sem að framan segir.“ SSH Alþýöuflokkurinn og Birting dansa framboðsdans: Málefnalistinn skal hann heita „Allir sem vilja bjóða sig fram í prófkjöri Málefnalistans og „vinna saman í vor“ í lýðræðislegu og opnu samframboði einstaklinga, félaga og flokka geta nú undirritað þennan málefnasamning og þannig orðið aðilar að stórkostlegri og tímabærri tilraun með nýjan lýðræðisvettvang sem, ef vel tekst til, færir valdið í reynd frá flokksklíkunum til fólksins . í borginni," segir í féttatilkynningu frá fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík Alþýðuflokkurinn hefur nú ákveðið að bjóða ekki lista fram í eigin nafni í Reykjavík í sveita- stjórnakosningunum í vor, heldur standa að áðurnefndum málefnalista en frambjóðendur á listanum verða valdir í opnu prófkjöri. Að málefnal- istanum standa auk Alþýðuflokksins að sögn Birgis Dýrfjörðs, Birting; félag jafnaðar- og lýðræðissinna auk sextíumenninga sem birtu áskorun í Morgunblaðinu nýlega undir kjör- orðinu „Vinnum saman í vor.“ Gerður hefur verið málefnasamn- ingur en í honum er kveðið á um markmið Málefnalistans. f samn- ingnum segir að kjörstjórn listans skuli setja nánari reglur um væntan- legt prófkjör. í þeim skuli koma fram að allir sem eru á kjörskrá til borgarstjórnar í Reykjavík að vori geti tekið þátt í prófkjörinu. f>á segir að stefna listans í borgar- stjórn skuli byggjast á frelsi einstak- linga og öryggi þeirra, - á jafnrétti einstaklinga í leit að lífshamingju og á bræðralagi einstaklinganna við lausn sameiginlegra vandamála. -sá Engin niðurstaða í Verðlagsráði Verðlagsráð sjávarútvegsins kom saman til fundar í gær, án þess að samstaða næðist um nýtt fiskverð. Að sögn Guðjóns A. Kristjánssonar formanns Far- manna og fiskimannasambandsins eru málin í sömu biðstöðu og fyrir helgi. Aðspurður hvort Verðlagsráð væri með þessu sprungið, sagðist Guðjón ekki telja það, en óvíst væri með framhaldið. „Ég held að enginn viti það í ráðinu núna hvert framhaldið verður," sagði Guðjón. Það sem tekist er á um í Verð- lagsráði, er hvernig leysa eigi þann mismun sem fram kemur þegar skip landa hér heima annars vegar og erlendis hins vegar. Verið er að tala um hvernig þeir sem lítið eða ekkert flytja út geti hugsanlega fengið uppbót á verðið sem fæst hér innanlands, þ.e. sárabætur fyr- ir minni, eða engan útflutning. „Ef þetta fer til yfirnefndar, þá er þetta allt sprungið. Maður leysir þetta mál ekki nema með samning- um í Verðlagsráðinu sjálfu. Odda- maður í yfirnefnd leysir ekki svona samningamál," sagði Guðjón. -ABÓ Vinnuslys hjá ÚA Vinnuslys varð hjá Útgerðar- félagi Akureyringa í gærmorgun. Kona fór með hægri hönd í roðflettingarvél, og sködduðust þrír fingur. Var konan flutt á sjúkrahús, en ekki var vitað síð- degis í gær hversu alvarleg meið- sli hennar voru. -ABÓ Drög að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða lögð fram á næstunni: Leggja til 30% af lahlut- deild til vinnslustoova í drögum að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða sem lagt verður fram á yfirstandandi þingi, er að finna breytingatillögu við frum- varpsdrögin. Breytingatillagan kem- ur frá þeim Jóhanni A. Jónssyni og Árna Benediktssyni, sem sæti áttu í ráðgjafanefndinni er mótaði íruni- varpsgerðina og leggja þeir til að 30% veiðiheimilda á þeim tegundum sem heildarafli er takmarkaður af á hverjum tíma skuli úthluta til ein- stakra fiskvinnslustöðva. Þá er lagt til að 7. grein frumvarps- draganna breytist á þann hátt að 7% (sem ekki er í drögunum) veiðiheim- ilda á þeim tegundum sem heildarafli er takmarkaður af á hvcrjum tíma skuli úthlutað til einstakra skipa. í greinargerð með breytingartil- iögunni kemur fram að fái fiskvinnsl- an hlutdeild í aflaheimildum myndi hún gera samning við útgerð um að veiða fiskinn. Jafnræðið felst í því að þegar fiskvinnslan semur við útgerð um löndun afla, hefur hún eitthvað að bjóða á rnóti þeim gæðum sem útgerðin ræður yfir. Bent er á að ekki sé víst að skiptingin 30-70 sé hin cina rétta, til að nauðsynlegt jafn- vægi verði milli veiða og vinnslu, en þeirri tölu gæti þurft að breyta eftir aðstæðum og í samræmi við þau markmið sem þarf að ná fram hverju sinni. Hlutföllunum mætti t.d. breyta ef æskilegt væri að minnka eða auka ferskfiskútflutning. Þeir Árni og Jóhann hafa einnig vclt fyrir sér hver þróunin verði, annars vegar ef farið yrði eftir þeim drögum cr fyrir liggja og hins vegar ef farið yrði cftir þeirra breytingatil- lögu. Ef farið yrði að þeirra tillögu, þá telja þcir að eftirfarandi muni m.a. gerast: Að útgerðir muni sam- einá atlaheimildir í nokkrum mæli og vanbúnustu skipunum yrði lagt, þannig að flotinn minnkar að því marki að flest skip hafi næg verkcfni allt árið. Þá er talið að fiskvinnslu- stöðvum muni fækka allnokkuð, en það mun gerast hægt og án þess að veruleg röskun verði á byggð, þar sem fiskvinnslustöðvar muni fremur sameinast innan byggðarlags. At- vinna fiskvinnslufólksins yrði því tryggari. Þá telja þeir líklegt að eignarhald fiskiskipa vcrði svipað og nú er, þar sem engin nauðsyn verður fyrir fisk- vinnslustöðvar að ná yfirráðum yfir þeim og munu skipin væntanlega bæði veiða fyrir vinnslu hér á landi svo og til sölu erlendis. Gera má ráð fyrir að ötl skipti milli útgerðar og fiskvinnslu verði frjálslegri, þar á meðat í verðlagsmálum, þar sem báðir standa nær jafnfætis þegar gengið er til samninga. Að lokum benda þeir á að tapi byggðarlag fiskiskipi af einhverjum ástæðum, t.d. í gjaldþroti eða að það er selt burtu, verður auðveldara að leysa mál byggðalagsins án atbeina stjórn- valda, þar sem fiskvinnslan hefur aflahlutdeild og hefur þvt stöðu til að gcra samninga við útgerðir skipa um veiðar fyrir sig. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.