Tíminn - 06.02.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. febrúar 1990
Tíminn 13
\rmn
r uvri\i\oo ■ Mnr
Húsvíkingar
- Þingeyingar
Guðmundur
Steingrímur
Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Félagsheimili Húsavíkur
miövikudaginn 7. febrúar kl. 20.30.
Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og Guð-
mundur Bjarnason heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra.
Aö framsöguræðum loknum, fyrirspurnir og frjálsar umræöur.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Húsavíkur
Akureyringar - Eyfirðingar
Opinn fundur um
atvinnu- og stóriðjumái
verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri, 4. hæö,
fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30.
Frummælendur:
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sem ræöir um stjórn-
málaviðhorfið og stööu atvinnulífs á landsbyggöinni.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi, ræðir um atvinnuástandiö á
Akureyri. Guömundur G. Þórarinsson, alþingismaður, ræðir um
stööuna í álviðræðunum og um nýtt álver á íslandi:
Ávörp flytja:
Guömundur Bjarnason, ráðherra, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
alþingismaður.
Fundarstjóri:
Siguröur Jóhannesson, bæjarfulltrúi.
Akureyringar og Eyfiröingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og
taka þátt í umræðum og bera fram fyrirspurnir.
Framsóknarfélag Akureyrar
Staðan tekin
Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna tii skrafs og ráðagerða-
funda á næstu vikum sem hér seqir:
Fyrstu fundir: Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20
Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20.
Allir velkomnir. Stjórnin
Akureyrarferð FUF félaga
Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF
á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs,
skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir.
Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla
dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju
sunnudagskvöldið 11. febrúar.
FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru
hvattir til að slást í hópinn.
Far og gisting í svefnpokaplássi mun kosta tvö til þrjú þúsund krónur.
Nánari upplýsingar og skráning:
Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn.
Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin.
FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu.
Framsóknarkonur
Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka sæti á framboðslistum
Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hafa með
því áhrif á starf og stefnu ykkar sveitarfélags. stjórn LFK.
SPEGILL
Hjónabandsuppskrift
Aðalhetjan úr Morðsöguþáttun-
um, Angela Lansbury, fer ekki í
grafgötur með hvers vegna hjóna-
band hennar hefur enst í 40 ár.
Hún segir erfiðleikana hafa
treyst samband sitt og eiginmanns-
ins, Peter Shaw, vegna þess að þau
hafi bæði unnið að því hörðum
höndum og gert sér grein fyrir því
frá upphafi að í hjónabandi væri
ekki tjaldað til einnar nætur. Þau
hjón hafa þurft að horfa upp á bæði
börn sín verða eiturlyfjum að bráð
en með samstilltu átaki tókst fjöl-
skyldunni að vinna sig út úr þeim
erfiðleikum.
„Ungt fólk í dag gefst of fljótt
upp. Ef erfiðleikar steðja að er
litið á skilnað sem þægilega og
fljótlega lausn. Hjónabandið er
dýrmætara en flest annað en það
krefst stöðugrar vinnu. Okkur hef-
ur ekki alltaf komið vel saman en
skilnaður hefur aldrei komið til
tals,“ segir Angela.
Angela vinnur mikið og geta því
samverustundir þeirra hjóna verið
stopular en hún segir að gott sé
fyrir hjón að vinna saman í garðin-
um ef þau geti komið því við.
Angela Lansbury ásamt eiginmanni sínuni. „Ekkert fær aðskilið okkur,“
segir hún.
Goldie
Hawn
er norn!
Goldie Hawn á nú í hatrömmum
deilum við fyrrum maka sinn um
yfirráðaréttinn yfir börnum þeirra
tveimur. Goldie giftist Bill Hudson
árið 1976, átti með honum tvö
börn og skildi við hann 1982. Við
skilnaðinn var ákveðið að Goldie
hlyti forræði barnanna, en hann
mátti heimsækja þau og hafa þau
hjá sér í fjórar vikur á ári.
Fyrir þremur árum flutti Goldie
til Colorado og þá upphófust lætin.
Hjónin fyrrverandi skiptast nú á
fúkyrðum í fjölmiðlum og bera
hinar verstu sakir hvort á annað.
Bill Hudson segir að Goldie sé
hin versta norn og sambúðin með
henni hafi verið hreint kvalræði.
Einnig fettir hann fingur út í að
börnin búi með elskhuga Goldie,
Kurt Russell, og lausaleikskróga
þeirra.
Goldie aftur á móti segir Bill
hafa sýnt börnunum algert af-
skiptaleysi eftir skilnaðinn og
ástæða þessara láta núna sé alls
ekki umhyggja hans fyrir börnun-
um. Hann sé bara að hefna sín á
henni fyrir að veita honum ekki
heimild til að taka lán út á hús það
sem þau keyptu saman þegar þau
voru gift.
Nornin ógurlega rekur upp stór
augu yfir ósvífninni í
eiginmanninum fyrrverandi.
HALAKÖRTUFÍKN
Mikið er lagt á sig fyrir vímuna þegar menn eru reiðubúnir til að sleikja
svona kvikindi.
í miðri baráttu yfirvalda Banda-
ríkjanna gegn fíkniefnum hafa þar-
lendir neytendur uppgötvað nýja
leið til að komast í vímu - þeir
sleikja halakörtur!
Tekin er halakarta, hún hrist til
og æst upp og þá gefur hún frá sér
efnasamband, sem heitir bufoten-
ine, í gegnum húðina. Þegar hala-
kartan er orðin æst og reið er hún
sleikt og þá kemst „sleikjandinn" í
vímu sem er ekki ósvipuð þeirri
sem LSD orsakar. Efnið er að vísu
ekki jafnsterkt og LSD en hefur
þann kost að vera ókeypis.
Dr. Alan Tani hjá eiturefna-
stofnun San Fransisco segir að
bufotenine sé að mörgu leyti svipað
að uppbyggingu og LSD og heróín.
Vitað er um unglinga sem sleikja
halakörtur reglulega.