Tíminn - 10.02.1990, Síða 2

Tíminn - 10.02.1990, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 10. febrúar 1990 Ódýrasti alvörujeppinn á markaðinum og\ ' hefur 10 ára reynslu að baki við þær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vegakerfi búa yfir. ' Veldu þann kost sem kostar minna! / ■ / ^iBIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HE IMk' Ármála 13 - 108 Reykjavík - s 681200 . — Verð frá kr. 655.000,- Undanfarna mánuði hafa birst auglýsingar í DV þar sem fullorðinsmyndbönd eru boðin til sölu. Tíminn ákvað að kanna hvað hér byggi að baki og sendi inn fyrirspurn samkvæmt aug- lýsingu. Myndbönd þessi fyrir fullorðna reyndust hinar svæsnustu klám- myndir, þar sem samfarir eru myndaðar frá hinum ýmsu hliðum og hvers kyns ónáttúra fær að njóta sín og er gert hátt undir höfði. Myndgæði myndbandanna eru bágborin og líkast til eru þau í réttu hlutfalli við umfang þessarar starfsemi. Greinilega er um fjölföldun á lélegum spólum að ræða og má draga þá ályktun út frá því að um heimilisiðnað með ófullkomnum tækjum sé að ræða. Ferlið við að komast yfir klámmynd, í því tilfelli sem Tíminn átti aðild að, er einfalt. Við skrifuð- um og óskuðum eftir pöntunarlista og sendum með hundrað krónur. Þetta fór í pósthólf 3009 í pósthús- inu í Kringlunni. Ekki liðu margir dagar þar til okkur barst pöntunar- bæklingur, þar sem 29 myndir eru kynntar. Myndir þessar virðast misjafnlega sóðalegar en óhætt er að segja að boðið sé upp á „allt“ í þessum geira. Pöntunarlistinn samanstendur af ógreinilegum Ijós- ritum af kápum þeirra mynda sem í dreifingu eru. Hver mynd fær stutta umsögn. Dæmi: „Station sex“ Um hana er sagt; „Mjög góð og fjölbreytt mynd sem skeður að mestu leyti á sjúkrahúsi. Ýmis hjálpartæki ástarlífsins eru notuð hér. Myndin er full af góðum atriðum." Töluvert er um þýskar myndir. Við skulum líta á annað dæmi þar sem ónáttúran er í algleymi. Mynd- in heitir því frumlega nafni „Ich, die pissende Analstute." Ekki verður farið í að þýða slíkt í Tímanum. Nú, við fylltum út pöntunar- eyðublað sem fylgdi með kynning- arbæklingnum og pöntuðum mynd sem ber nafnið Science friction. (Það var nú bara vegna þess að hún var flokkuð sem „venjuleg") Þegar búið var að fylla út seðilinn þurfti kaupandi að ákveða með hvaða móti hann vildi að spólan bærist ferðinni fleiri en einn aðili en hann vildi ekki greina frá hvað rannsókn miðaði. Gísli telur að starfsemin sé ekki umfangsmikil og dregur hann þá ályktun m.a. af myndgæðum þeirra spóla sem í umferð eru. „Sennilega er hér um fremur lélegan heimilis- iðnað að ræða og greinilegt að tækin eru ófulIkomin.“ sagði Gísli. Umræða um klám og þá um leið skilgreining á hugtakinu skýtur upp kollinum annað veifið. Gott dæmi um það er mál ákæruvaldsins á hendur fyrrum sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, Jóni Óttari Ragnars- syni. Málið er þessar vikurnar fyrir sakadómi og hefur fjölskipaður dómur þingað um það fyrir luktum dyrum. Þar eru til umfjöllunar tvær myndir sem Stöð 2 sýndi ekki alls fyrir löngu við misjafnar undir- tektir. Ekki er langt síðan Tíminn greindi frá því að fyrsti íslending- urinn hefði verið dæmdur fyrir hórmang. Með þessar staðreyndir í huga vakna spurningar hvort Reykjavík sé að taka á sig blæ stórborga á sviði klámiðnaðar. Sem betur, segja flestir, er langt í land með að svo verði. f flestum tilfellum sem slíkar bólur hafa skotið upp kollinum hefur verið um fikt að ræða og hafa þær tilraunir yfirleitt runnið út í sandinn. En eftir stendur að þessar tilraunir eru skýlaust brot við 210. grein almennra hegningarlaga frá 1940, þar sem lagt er bann við framleiðslu og dreifingu á klám- myndum að viðlögðum sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Ástæða er til að hafa áhyggjur af því að börn eða unglingar eigi greiðan aðgang að slíkum myndum. Þó mega þeir eiga það sem senda kynningarbæklinginn að þeir gátu þess að myndirnar væru alls ekki við hæfi barna og við- kvæms fólks. En ljóst er að eftir þeim leiðum sem í boði eru getur hver sem er pantað slíkar myndir. Eitt vakti sérstaka athygli Tím- ans við þetta umstang allt saman. Um helgar birtir „fyrirtækið" aug- lýsingar sínar og þá er einnig höfðað til Akureyringa. Þegar þær auglýsingar birtast er þess sérstak- lega getið að fyllsta trúnaðar verði gætt. Hvort dreifingaraðili telur Norðlendinga viðkvæmari en borg- arbúa er ekki gott að segja til um. -ES „Okkar maður“ tekur við spólunni forboðnu á miðvikudagskvöld. Honum varð að orði: „Þetta var ósköp venjulegur maður. Tímamynd: Pjetur við afhendingu og kostar krónur 1.900 sem er algengasta verðið. Hér virtist heiðarlega að málum staðið gagnvart því opinbera því okkar maður fékk nótu og jrar kemur fram að „fyrirtækið" hefur virðisaukaskattnúmer og greiðir þá væntanlega 24,5% virðisaukaskatt af klámmyndunum. Nótan er núm- er 89710. Við efúmst þó um að það sýni fjölda sendinga í Reykjavík. Hafandi gengið gegnum þetta ferli og séð hversu auðvelt er að verða sér úti um klámspólur hafði Tíminn samband við Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Þar varð fyrir svörum Gísli Pálsson lögreglufull- trúi. Staðfesti hann að RLR hefði kannað þær auglýsingar sem birst hafa um sölu á fullorðinsmynd- böndum. Sagði Gísli að þar væri á í hendur. Boðið er upp á heimkeyrslu, póstkröfusendingar og póstútburð. Við tókum þann kostinn að fara fram á heimsend- ingarþjónustu, enda segir í bækl- ingnum að hún sé mjög vinsæl. Rúmum sólarhring eftir að pöntunin fór í póst var bankað upp á hjá „okkar manni" og maður um þrítugt sagðist vera með pakka til húsráðanda. Var maðurinn sposk- ur og dró það kjark úr okkar manni og mun hann hafa orðið eilítið vandræðalegur. Spólan var greidd Klámmyndir bodnar til sölu gegnum smáauglysingar, bæöi í Reykjavík og á Akureyri: Klámspólur keyrðar heim til kaupenda

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.