Tíminn - 10.02.1990, Side 6

Tíminn - 10.02.1990, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 10. febrúar 1990 Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason f Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680Q01. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Gegn verðbólgu Við gerð nýafstaðinna kjarasamninga ríkti annað hugarfar í samskiptum samningsaðila en lengstum hefur verið. Reyndar má líkja viðræðumálum og markmiðum við það sem gerðist 1986, þegar fylgt var skynsamlegri samráðsstefnu um samræmdar aðgerðir í efnahags- og kjaramálum. Síst er ástæða til að gleyma því að vel var að málum staðið til lausnar kjaradeilum á þeim tíma, þótt hitt sé rétt, að framkvæmd þess samkomulags fór úr skorðum, svo að eftirleikurinn varð ekki í samræmi við það sem á undan fór. Hvað var það þá sem gerðist í nýafstöðnum samningaviðræðum? í stuttu máli það, að aðilar vinnumarkaðarins urðu sammála um að gera ekki „verðbólgusamninga“ og leggja í sameiningu þunga á nauðsyn þess að fylgja þeirri hugsun eftir í framkvæmd, láta ekki skeika að sköpuðu um þróun efnahagsmála á samningstímanum. Samningsaðilar hafa orðið ásáttir um að ekki sé nóg að skrifa undir góðan kjarasamning, heldur verði að sjá til þess að skilyrði hans haldist og markmið hans séu virt í raun. Þetta merkir einfaldlega að ágæti þessara samninga kemur ekki í ljós fyrr en að samningstíma loknum. Efni samninganna ogframkvæmd eru eitt. Eftirtektarvert er að fyrirsvarsmenn launþega vara með miklum alvöruþunga við ógnun verðbólg- unnar. Þeir gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja af sér áhrif verðbólgu ár eftir ár og áratug eftir áratug eða lifa í þeirri efnahags- og fjármálablekkingu að launþegum komi verðbólgan ekkert við. Forystumenn launþega hafa sýnt mikla framsýni í þessu efni og í rauninni tekið mikilsvert frumkvæði í umræðum um efnahags- og kjaramál. Forystumenn launþegahreyfingarinnar hafa sýnt að þeir kunna að fara með hinn frjálsa samningsrétt sem m.a. felst í því að viðurkenna ábyrgð sína sem eitt af sterkustu valdaöflum í lýðræðisþjóðfélagi. Þetta kemur skýrt fram í viðtali við Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðusambands íslands, í Þjóðviljanum í gær. Þar segir hann fullum fetum, að launafólkið í ASÍ hafi látið það skýrt í ljós að það „vildi ekki láta henda sér eina ferðina enn í verðbólgukapphlaupið“. Fólk veit það af reynslunni að „verðbólgusamningar“ tryggja ekki kaupmátt launa, heldur þveröfugt, verðbólga rýrir kaupmátt og eykur framfærslukostnað. Ásmundur Stefánsson segir réttilega að ný við- horf í kjaramálum krefjist þess að allir áhrifaaðilar í þjóðfélaginu taki höndum saman um að fylgja þeim eftir í verki. Slíkt gerist ekki fyrir eins manns orð heldur samstöðu þjóðfélagsaflanna. Svo hefur líka farið að fjöldinn hefur lagst á eitt um að gerðir hafa verið skynsamlegir kjarasamningar og þeir aðlagaðir meginstefnu ríkisvaldsins í efnahagsmál- um. Til þess að þjóna þeim sem hafa smekk fyrir útblásnum orðum má kalla þetta þjóðarsátt. En fyrir aðra, sem nægir að orð standi undir sjálfum sér, mætti duga að segja að valdaöflin í þjóðfélaginu hafi unnið saman af raunsæi. Það er það sem fólkið í landinu vill. E M ^nn einu sinni hefur verið vikið að því að listaskáldið góða hvíli ekki á Þingvöllum, eins og við höfum þó trúað frá því á haustdögum 1946. Þær upplýs- ingar komu fram hjá Birni Th. Björnssyni, listfræðingi, í sjón- varpsþætti að Jónas lægi enn í Hjástoðar kirkjugarði í Kaup- mannahöfn. Þetta hefur svo sem heyrst áður. Hefur flutningur jarðneskra leyfa skáldsins heim til íslands valdið þrálátum og óviðkunnanlegum sögusögnum allar götur síðan haustið 1946. Engum getum skal að því leitt hvaða orsakir liggja til grund- vallar þessum sögusögnum og er bágt að trúa því að þær séu sprottnar af stráksskap einum. Um er að ræða eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar fyrr og síðar, og þótt hatrammar deilur hafi oft risið út af skáldum, heyra þær deilur til þeirri öld sem við lifum á, en ekki þeirri nítjándu, og líka hugmyndafræði sem var talin góð og gild í ein sjötíu ár á þessari öld, en er nú dauð. Jónas Hallgrímsson kemur hvergi við taugaveiklun tuttugustu aldar, og þar sem hér eru ekki ritaðar rússneskar alfræðibækur, eða rifin blöð úr sögunni, er undar- leg sú árátta að reyna að koma við sögufölsun um jarðneskar leifar Jónasar. Listfræðingurinn staðhæfir sem sagt að Jónas liggi ekki á Þingvöllum heidur í Hjá- stoðargarði í Kaupmannahöfn í leiði sem aldrei hefur verið hreyft. Ekki um að villast Umsjón með uppgreftri á beinum Jónasar hafði Matthías Þórðarson þáverandi þjóð- minjavörður. Hann lýsti aðstæð- um í viðtali við Tímann 13. september 1946. „Árið 1875 var danskur maður grafinn í sama reitnum og um leið var flutt þangað kista lítils drengs. Árið 1898 var annar danskur maður grafinn í sama reitnum og árið 1907 kona hans. Var hún jörðuð á sama stað og maðurinn sem grafinn var 1875. Bein Jónasar Hallgrímssonar voru dálítið neðar og austar en þessar beina- grindur. Var ekki um að villast, að það voru leifar hans.“ Þannig skýrir þjóðminjavörður frá málavöxtum. Hafa ber í huga að Matthías Þórðarson var ekki maður sem aldrei hafði nálægt uppgreftri og beinum komið. Yfirlýsing hans um að ekki væri um að villast af hverjum beinin voru stafar eflaust af því að þau voru auðþekkjanleg á fótbrot- inu. Björn Th. segir í Tímanum að hann hafi fundið leiðið eftir númerum. í Fjölni stendur að Jónas sé grafinn í S-198, og segir Björn Th. að hann hafi rakið þetta númer í gegnum margvís- legar breytinga allt fram til núm- ers N-1095-96, en sá grafreitur hafi aldrei verið hreyfður s.vo hann viti. Björn Th. bætir svo við síðar: „Enn sem komið er hefur enginn íslendingur lagt út í að kanna þetta til hlítar. Það þyrfti að gera það og er vel hægt.“ Nú liggur vitnisburður Matthíasar Þórðarsonar fyrir um fullvissu hans um að hann hafi grafið í rétt leiði. Engu að síður er orðrómurinn svo þrálát- ur um að beinin á Þingvöllum séu jafnvel af dönskum bakara, að rétt er að fara að orðum Björns Th. og „kanna þetta til hlítar.“ Við minna en ítrekaða fullvissu getum við ekki unað. Fjölnismenn heim Fjölnismenn voru jarðsettir í Hjástoðargarði. Þar hvíla þeir Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason. Björn Th. upplýsir í viðtali í Tímanum að innan fárra ára verði leiði Fjölnis- manna horfin vegna þess að breyta á kirkjugarðinum í al- menningsgarð. Danir hyggjast færa legsteina frægra skálda sinna og annarra fyrirmanna í sérstakan minningarreit. Eftir að garðinum hefur verið breytt sér þess hvergi stað hvar Fjölnis- menn hafa verið grafnir, og þá verður óhugsandi að kanna hvort Jónas liggur enn í Hjástoð- argarði, en í framhaldi af þeim vafamálum, sem vakin hafa ver- ið upp að nýju hefur forsætisráð- herra látið í ljós þá skoðun að hugsanlegt væri að forsætisráðu- neytið eða Þingvallanefnd skipti sér af málinu. En það er fleira sem þyrfti að gera en ganga úr skugga um hvar Jónas liggur. Hin hugar- farslega endurreisn íslendinga á nítjándu öld hefur verið rakin til Fjölnismanna, þar sem þeir þrír, Jónas, Brynjólfur og Konráð koma helstir við sögu. Fjölnis- menn skipa ákveðinn sess í sögu okkar, þótt ekki færu þeir fyrir flokkum eða stýrðu þjóðfélagi. Ríki þeirra var andlegt á sama hátt og ríki Jóns Sigurðssonar var af veraldlegum toga. Bæði Jón Sigurðsson og Fjölnismenn voru stórveldi á vettvangi ís- lenskrar endurreisnar, þótt með sitt hvorum hætti væri. Nú þegar fyrir liggur, samkvæmt upplýs- ingum Björns Th., að leggja á Hjástoðargarð niður og gera hann að almenningsgarði, og Danir sjálfir ætla að bjarga sín- um mönnum í sérstakan minn- ingarreit, er eðlilegt að við ger- um ráðstafanir til að flytja Fjöln- ismenn heim. ÞeirBrynjólfurog Konráð eiga að jarðsetjast í þjóðargrafreitnum á Þingvöll- um. Þar hitta þeir fyrir sinn einkavin Jónas Hallgrímsson og þar geta þeir búið saman til eilífðar. Höfundarréttur á dögum Dickens Á nítjándu öldinni höfðu skáld og rithöfundar litlar eða engar tekjur af verkum sínum. í heimalöndum þeirra komu bæk- ur þeirra og þar var hægt að tala um einhverjar tekjur. Á íslandi var því ekki fyrir að fara að menn hefðu tekjur af bókum. Fjölnismenn seldu tímarit sitt að vísu, en ætli tekjurnar af tímaritinu hafi ekki farið til prentverksins, ef þær hafa þá dugað fyrir prentun. Hinn mikli enski rithöfundur Charles Dickens, sem var samtímamað- ur Jónasar Hallgrímssonar, fæddur 1812, dáinn 1870, fékk tekjur af sölumiklum bókum sínum í Bretlandi. Skáldverk hans voru gefin út og seld í stórum upplögum í Bandaríkj- unum án þess að eitt sent gengi til höfundar. Ráð Dickens við þessu var að fara í upplestrar- ferð til Bandaríkjanna. Hann var frábær upplesari og hafði góðar tekjur af því að lesa fyrir Bandaríkjamenn. Þannig gátu einstaka höfundar bjargað sér. Jónas Hallgrímsson átti engra slíkra kosta völ. Hann orti á tungu sem enginn þekkti. Hann var hið fátæka skáld. Lært til höfundarréttar í nútímanum er höfundarrétt- urinn tryggður. Hægt er að stela verkum og gefa þau út, en þá koma lög og réttur til sögunnar og hafið er þjófnaðarmál á út- gefanda. Vegna smæðar okkar og einangrunar tókst lengi fram eftir öldinni að gefa hér út þýdd verk, sem höfundur hafði ekki hugmynd um að væru til á ís- lensku. Þannig losnaði bókaút- gáfan við að greiða höfundar- laun. En þetta er löngu liðin tíð. Nú hefur höfundarrétturinn ver- ið tryggður, líka hér. Um tíma lentu þó á fjórða tug höfunda í því slysi að vera sviptir höfunda- rétti á þessum áratug. Það var vegna sérkennilegrar frekju í Rithöfundasambandi íslands út af greiðslu fyrir efni sem er fjölfaldað í skólum. Rithöfunda- samband íslands, sem stjórnað er af vinstri klíku, lét sig ekki muna um að hegða sér í þessu máli með sama hætti og Banda- ríkjamenn við Charles Dickens. Hinir höfundarréttarlausu freistuðu þess að ná rétti sínum í tíð tveggja menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðust ekki að í höfundarrétt- armálinu og hefur engin skýring fengist á því. Vel má vera að þar hafi staðið í vegi einhverjir þeir menn í Sjálfstæðisflokknum, sem kusu heldur að reykja frið- arpípu með klíkunni sem skilur ekki höfundarrétt heldur en berja í borðið. Þegar hnippt var í Svavar Gestsson núverandi menntamálaráðherra, varð hon- um fyrst fyrir að spyrja af hverju þeir Sjálfstæðisráðherrarnir hefðu ekki leyst þetta mál, en fjöldföldunargreiðslurnar eru greiddar af ríkinu. Engin svör fengust við því. Þá sneri Svavar sér að því koma vitinu fyrir klíkuna af því hann skildi hvað höfundarréttur er. Nú hafa höfundarnir fengið sinn rétt. Flokksbræðrum menntamála- ráðherra í rithöfundasamband- inu, og öðrum sem þverskölluð- ust, hefur eflaust verið bent á það, að enginn hefur leyfi til að svipta menn höfundarrétti, jafn- vel þótt þeir séu að frelsa heim- inn. Þær framfarir hafa þó átt sér stað síðan á dögum Charles Dickens. j iíJ 'n nov liigno f)ít t-os'J'iór.t' •; onnod jjttj'>'i Ot>rj m i'i'j t t ).................-..................................................................................................

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.