Tíminn - 03.03.1990, Síða 9

Tíminn - 03.03.1990, Síða 9
Laugardagur 3. mars 1990 Tíminn 21 Þórgnýr Guðmundsson á Sandi Fæddur 6. apríl 1902 Dáinn 5. febrúar 1990 Heljar lúður i hlustum gellur, hraðað er för til dáins ranna. Hver af öðrum fer og fellur fyrri aldar búandmanna. (K.I.) Þetta erindi fciður míns hefúr oft komið í huga mér seinustu mánuð- ina. Frá því í september hafa fimm Aðaldælir horfið þá leið sem við eig- um öll að ganga. Þetta fólk var allt á góðum aldri, þegar ég var að alast upp í Aðaldal, ffændur, nágrannar og sveitungar. Högni á Syðra-Fjalli, Ami Kristinn í Skriðulandi, Snorri í Geitafelli, Kristjana í Múla og nú síðast Þórgnýr á Sandi, kennari og skólastjóri í Að- aldal um langan aldur. Aðaldælir þurftu ekki að kvarta yfir tíðum kennaraskiptum eða sækja þá um langan veg. Þeir fengu þá af heima- slóðum og hélst vel á þeim. Jóhannes í Haga hóf kennslu 1908 og kenndi til 1948, Steingrimur í Nesi ffá 1949 til 1963 og Þórgnýr á Sandi ffá 1943 til 1972. Þeim fækkar óðum sem hafa fengist við farkennslu. Mánuð eða þriggja vikna tíma á sama bæ. Kennt var í stofu á þeim heimilum sem rúm- ust áttu húsakynnin. Það voru ekki allar kennslustofúr stórar, sem ég man eftir, en hjartarúm húsbændanna voru góð þó húsrými væri ekki mik- ið. Auk kennara voru nemendur iðu- lega í fæði og húsnæði, auk heima- fólksins sem yfirleitt var fleira en nú gerist og því ofl þröngt á þingi, en allt blessaðist þetta og námsárangur var býsna góður. A milli bæja var svo farið gangandi eða á skíðum og það er ekki svo langt síðan þetta var. Þó eru breytingamar á öllum sviðum orðnar meiri en nokkur mannshugur hefði getað ímyndað sér um 1945, þegar ég var að hefja mína skóla- göngu, þá 10 ára. Ég og systkini mín vorum svo lánsöm að njóta tilsagnar þeirra þriggja kennara sem ég hef nefnt og þar bar aldrei skugga á. Þór- gnýr kenndi mér seinasta veturinn sem ég var i bamaskóla og nú leitar hugur minn norður í Aðaldal, þegar komið er að kveðjustund hans. Hann var fæddur á Sandi 6. apríl 1902, sonur Guðrúnar Oddsdóttur og Guðmundar Friðjónssonar sem þar bjuggu. Þar ólst upp stór hópur at- gervisfólks og var Þórgnýr næstelstur ellefu systkina. Hann var við nám á Eiðum í tvo vetur og hóf síðan kennslustörf, fyrst í Eiðahreppi en tók síðan kennarapróf 1943 og eftir það var hann kennari og skólastjóri í Aðaldall til 1972 og hann naut þess að sjá stórhýsi Haffalækjarskóla rísa. Það vom sterk bönd frændsemi og vináttu milli Ytra-Fjalls og Sands. Foreldrar mínir mátu Þórgný mikils og töldu hann til sinna bestu vina, þar komu einnig til sameiginleg áhuga- má eins og skógrækt og bindindis- mál. Nú er móðir mín ein eftir þeirra þriggja og saknar vinar í stað. Þór- gnýr var gull af manni og góður og farsæll kennari sem lét sér mjög annt um nemendur sína og þeirra hag. Trúmennska og samviskusemi gagn- vart öllu þvi sem hann átti hlut að var hans leiðarljós og aldrei hefði það hvarflað að honum að setja hagsmuni sína ofar hag nemenda eða láta bitna á þeim kröfú um stundarhagnað svo sem nú gerist ár eftir ár, meðþeim af- leiðingum sem allir þekkja. A sumrin vann hann að búinu á Sandi ásamt systkinum sínum. Þau voru samhent og samhuga og heimilið á Sandi bar glögg merki alls hins besta úr þing- eyskri bændamenningu. Ég kom í Guðríður Halldórsdóttir Borgarnesi Fædd 12. desemberl899 Dáin 24. febrúar 1990 Þegar lífsorkan fjarar út smám sam- an svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, og allir sem unna standa magnþrota í ástúð sinni og ómældri þrá eftir að geta hjálpað, verður dauðinn að líknandi engli. Þetta eru ef til vill ósættanlegar andstæður, en þannig horfðu þessi mál við mér þeg- ar ég kom að sjúkrabeði tengdamóð- ur minnar, Guðríðar Halldórsdóttur. Hún var fædd 12. desember 1899, ein af 10 bömum sæmdarhjónanna Guð- nýjar Þorsteinsdóttur og Halldórs Þórðarsonar bónda á Kjalvararstöð- um i Reykholtsdal. Eru þau systkin nú öll látin nema Aðalgeir sem býr á Akranesi, kvæntur Önnu Guðjóns- dóttur. Votta ég þeim samúð mína. Er af þeim systkinum öllum komin stór hópur mikils dugnaðarfólks. Leiðir okkar Guðriðar lágu fyrst saman fyrir nærri 37 árum þegar ég koma á heimili hennar sem verðandi tengdadóttir. Hef ég alltaf fúndið, og ekki síst nú, að það er mér mikil gæfa að hafa kynnst henni. Eiginleikar Guðríðar voru slíkir að það hlaut að laða fram það besta í fari annarra er voru samvistum við hana. Henni var lagið að hafa bætandi áhrif á alla án orða, án hávaða, með sínu stillta og ljúfa viðmóti, höfúm við öll, og þá ekki síst bamabömin, notið þess. Hún var mjög hlédræg kona, tillits- söm, mild og hleypidómalaus og gætti þess ætíð að særa ekki tilfinn- ingar annarra. Arið 1925 eignaðist Guðríður son, Aðalstein Bjömsson bifreiðarstjóra, en hann lést langt um aldur fram 1984, var hann kvæntur Margréti Helgadóttur. 6. nóvember 1931 gift- ist Guðriður Sumarliða Sigmunds- syni frá Gróf í Reykholtsdal. Hjóna- band þeirra var farsælt. Þau virtu hvort annað og sambúðin var góð. Eignuðust þau tvo syni, Sigfús, fúll- trúa í Sparisjóði Mýrasýslu, kvæntur undirritaðri, og Gísla, skrifstofu- mann hjá Byggingarfélaginu Borg, er hann kvæntu Elsu Ambergsdóttur. Bamabömin em 8 en bamabama- bömin 20. Guðríður og Sumarliði bjuggu lengst af að Borgarbraut 67 í Borgar- nesi, þangað vom allir velkomnir á hvaða tíma sem var. Sjaldan kom maður þar, að ekki væm þar fýrir fleiri eða færri gestkomandi, enda mætti gestum elskulegt viðmót hús- ráðenda. Mér verður ætíð minnis- stætt þetta heimili, vegna þess friðar og mannkærleika sem þar ríkti. Er aldurinn færðist yfir þau fluttu þau á dvalarheimili aldraðra i Borg- amesi, þar sem þau nutu góðrar um- önnunar og er mér ljúft að þakka það. Þegar mér verður hugsað til þess að böm framtíðarinnar alist upp án þess að kynnast nokkum tíma náið afa sínum og ömmu minnist ég tengda- foreldra minna sem alla tíð hafa sinnt bamabömum sínum af mikilli nær- gætni og ástúð. Þau lásu fyrir þau, kenndu þeim vísur og síðast en ekki síst að umgangast dýr og virða landið sitt. Að eiga Guðríði og Sumarliða að ömmu og afa og hafa samskipti við þau em forréttindi og bamabömun- um dýrmæt minning. Snyrtimennska og vandvirkni ein- kenndi öll störf Guðríðar, hvort held- ur var á heimilinu eða við ræstingar, sem hún vann við í mörg ár. Þá var hún og ósérhlífinn félagi í Kvenfé- lagi Borgamess. Ofáir vom sokkamir og vettlingam- ir sem bamabömin og fleiri böm fengu frá Guðriði og dúkar sem hún heklaði prýða mörg heimili, allt var Sigríður Krístjánsdóttir Fædd 6. janúar 1922 Dáin 6. febrúar 1990 Að kvöldi 6. janúar barst okkur sú harmafregn að elskuleg vinkona okk- ar, Sigriður Kristjánsdóttir, Lillý, hefði látist þá um morguninn. Lillý var gleðinnar bam og öllum leið vel í návist hennar, þó fór hún ekki var- hluta af andstreymi lífsins. Hún bar sínar sorgir með stillingu og jafnað- argeði og má segja það sama um þau hjón bæði. Við Lillý kynntumst á Húsmæðra- skóla ísafjarðar haustið 1943, þar var þá saman kominn glaður hópur ungra kvenna. Við vomm svo heppnar að lenda saman á „salnum", en það var stærsta herbergið með 6 rúmum. I fyrstu var okkur vorkennt að lenda í svona stóm herbergi, en það endaði svo að hinar öfúnduðu okkur af að vera svo margar saman, því ekki var laust við að tíst og hlátrar heyrðust á kvöldin frá „salnum“, en allir áttu að vera kornnir í ró klukkan 11. Aðeins í eitt eða tvö skipti var bankað hóg- værlega frá kennaraherberginu og datt þá allt í dúnalogn að sjálfsögðu. Er skólanum Iauk leigðum við Lillý okkur herbergi saman og unnum í Rækjuverksmiðjunni á ísafirði nokk- um tíma. Arin liðu og leiðir skildu, en aftur hittumst við hér í Reykjavík, en alla þá tíð höfúm við átt heima sitt í hvor- um enda borgarinnar, svo það var vík milli vina. Það var áfall fyrir mig að missa Lillý svo snöggt. Við höfðum þekkst frá æskutíð þó leiðir skildu um tíma. Mér finnst sterkur og hlúr strengur liggja á milli okkar, ég trúi að hann slitni ekki þótt leiðir skilji um sinn. Einnig veit ég að skólasystumar em nú með sorg í huga. Við Haukur biðjum forsjónina að vaka yfir þeim sem mest hafa misst, eiginmanni hennar og dóttur þeirra. S.J. Sand fyrir nokkmm ámm og hitti Þórgný. Hann var glaður í bragði og léttur í tali. Margt var honum hug- leikið, bæði skóla- og bindindismál, en bindindismaður var hann alla ævi. Hann ritaði greinar um áhugamál sin í blöð og tímarit, enda prýðilega rit- fær eins og hann átti ættir til og skrif- aði gott og vandað mál. Hann sýndi mér bók sem seinustu nemendur hans gáfú honum í afmælisgjöf þegar hann hætti kennslu vegna aldurs. Mér er í minni gleði hans og stolt yfir þeirri gjöf, ég held meiri en þó hann hefði verið sæmdur opinbem heiðurs- merki, og ég skynjaði hamingju þess er fær sönnur fyrir því að vel hafi tek- þetta sérlega vel unnið. Með Guðríði er gengin góð og gagnmerk kona. Hún var ein þessara sterku stofna sem byggðu upp í kyrr- þey þá þjóð, sem hinir yngri tóku í arf og ef við vinnum okkar störf eins og hún gerði, þá er vel. Hún gerði engar kröfur til lífsins sjálfri sér til handa, en hugsaði fýrst og fremst um aðra. Tengdamóður mína kveð ég með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Helga Guðmars Elskuleg amma mín er kvödd frá Borgameskirkju í dag. Hún fæddist á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal 12. desember 1899, þriðja í röðinni af 10 bömum hjón- anna Guðnýjar Þorsteinsdóttur og Halldórs Þórðarsonar. Amma ólst upp á Kjalvararstöðum, en fór ung til vinnu á ýmsum stöðum, svo sem Hvítárbakkaskóla, Gistihúsið i Borg- amesi og víðar. 6. nóvember 1931 giftist amma Sumarliða Sigmundssyni frá Gróf í ist með ábyrgðarfúllt starf. Neskirkja í Aðaldal átti dyggan stuðningsmann og velunnara þar sem Þórgnýr var. Hann sat í sóknamefnd og starfaði sem safnaðarfulltrúi. Kirkjuna prýðir nú fagur ljósakross sem hann og systkini hans gáfú til minningar um látna ástvini. í Nesi verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið for- eldra og ættmenna. Hann kvæntist ekki og átti ekki afkomendur, en hinn stóri hópur systkinabama hans var sem hans eigin böm. Þeirra gleði var hans gleði og þeirra sorgir hans sorg- ir. Aðaldælir eiga Þórgný á Sandi stóra þakkarskuld að gjalda sem seint verður greidd. Þá skuld að hafa verið kennari og lærifaðir fjölda bama og unglinga. Ég er ein úr þeim hópi og þessi orð mín lítil afborgun. Frænd- um og vinum á Sandi sendi ég hlýjar samúðarkveðjur, en kennara minn og frænda vil ég kveðja með erindi úr kvæði sem faðir minn orti eftir Jak- obínu í Hólsgerði en hún og Guð- mundur á Sandi vom systkinaböm: Gott er að hverfa ffá gegnu starfi, gamall að vetmm, ungur í lund. Vera hinn trausti, vera hinn þarfi, vakinn og sofinn með græðandi mund. Skilja svo flekklausan orðstír að arfi, auðmjúkur leita á guðs síns fúnd. (K.l.) Asa Ketilsdóttir frá Fjalli Reykholtsdal. Hann var sonur Val- gerðar Gísladóttur og Sigmundar Þorsteinssonar, afi lést 9. júlí 1982. Þau amma og afi byrjuðu búskap að Bjargi hér í Borgamesi 1932, byggðu síðan húsið að Borgarbraut 67, Borg- amesi, og bjuggu þar þangað til að þau fóm á Dvalarheimili aldraðra i Borgamesi. Mikið var alltaf gott að koma til og vera hjá ömmu og afa. Þau vom ein- staklega gestrisin og alltaf var mikill gestagangur, þá einkum fólk úr Reykholtsdalnum eða fólk ættað það- an. Attu amma og afi mjög sterkar taugar til Reykholtsdalsins sem þeim fannst dala fegurstur. Alltaf hafði amma nógan tíma fyrir okkur krakkana og kenndi okkur margt, eins og að pijóna, kvæði og ljóð, og sagði okkur ótal sögur. Amma átti þvi láni að fagna að vera heilsuhraust og góðum gáfúm gædd. Hún eignaðist þijá syni, Aðalstein Bjömsson, hann andaðist 31. júlí 1984, var kvæntur Margréti Helga- dóttur, þau eiga fjögur böm. Sigfús Sumarliðason, kvæntur Helgu Guð- marsdóttur, þau eiga tvö böm, og Gísla Sumarliðason, kvæntur Elsu Ambergsdóttur, þau eiga tvo syni. Það væri gott að hafa þá eiginleika sem amma hafði, að vera alltaf ánægð með sitt hlutskipti, þó oft blési á móti, og þykja vænt um allt og alla og geta alltaf lagað sig að aðstæðum. Hún var dugleg og myndarleg bæði við matargerð og hannyrðir. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 24. febrúar síðastlið- inn. Elsku amma mín, þú varst alltaf svo góð, þakka þér fýrir allt og allt, við kveðjum þig með söknuði. Guðríður Hlíf og fjölskylda l*| \gr Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í frystikerfi fyrir skautasvell í Laugardal. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 29. mars 1990 kr 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Já... en ég nota nii yfirleitt beltiö!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.