Tíminn - 03.03.1990, Page 13

Tíminn - 03.03.1990, Page 13
Laugardagur 3. mars 1990 Tíminn 25 73 rLvixixtJðiHnr Utl Reykjavík Létt spjall á laugardegi Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun ræöa um borgarstjórnarkosn- ingarnar og framboðsmál laugardaginn 3. mars n.k. kl. 10.30 í Nóatúni 21. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið JónHelgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Stokkseyri - Eyrarbakki Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum. Gimli, Stokkseyri, mánudaginn 5. mars kl. 21.00. Stað, Eyrarbakka, þriðjudaginn 6. mars kl. 21.00. GuðmundurG. ÓlafurÞ. Þórarinsson Þórðarson Strandamenn athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík gengst fyrir fundi með Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni um álmálið fimmtudaginn 8. mars n.k. kl. 20.30 að Nóatúni 21. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið. Virðum líf verndum jörð Umhverfismái í brennidepli Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- nna verða með fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21 þar sem fyrirlesarar munu kynna hina ýmsu þætti umhverfismála. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. L.F.K. og S.U.F. Viðtalstími L.F.K. Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður Landssambands Framsóknarkvenna, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, þriðjudaginn 6. mars n.k. kl. 15.17. Allir velkomnir. L.F.K. Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn n.k. þriðjudag 6. mars kl. 20.30 í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Framboðsmál. Stjórnin. REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Guðrún Jóh. SPEGILL Nýi dansfélaginn hennar Diönu - Prinsessan fær tilsögn í gömlu dönsunum Díana prinsessa þykir standa sig vel í því að sinna opinberum störfum, svo sem að vera við opnun á listsýningum, vígslu nýrra mannvirkja, heimsækja sjúkrahús, barnaheimili og dvalarheimili aldr- aðra. Nýlega kom hún í heimsókn til Toynbee Hall, í Stepney, í East End í London. Þar tók á móti henni John Profumo, fyrrum ráð- herra, sem hér um árið lenti í hneykslismálinu með Christinu Keeler og fleira fólki. John Prof- umo hrökklaðist úr ráðherrasæt- inu, en gerði iðrun og yfirbót og hefur helgað sig líknarmálum og félagsstörfum. Profumo er nú for- stjóri Toynbee Hall. Þegar Diana kom í heimsókn á staðinn, sem er félagsmiðstöð fyrir eldri borgara, þá var að byrja þar eftirmiðdags-dansleikur. Mark Collins, 69 ára fyrrv. bankamaður, gekk til prinsessunn- ar og bauð henni upp. Spilað var „kvikk-step“ og Diana sagðist ekki kunna að dansa það, en sló samt til. Sjónvarpsmenn voru fljótir með vélar sf nar að elta dansparið. Eftir dansinn hældi Mark Collins Díönu prinsessu á hvert reipi. „Hún er alveg frábær dansdama og við komumst strax í takt,“ sagði hann. Díana virtist skemmta sér vel og gamla fólkið var mjög ánægt yfir heimsókninni. Díana ræðir við eldri konu sem færði henni blómvönd. John Profumo, fyrrum ráðherra (annar f.h. á myndinni), tekur hér á móti Díönu prinsessu þeg- ar hún heimsótti Toynbee Hall Um snjó Það er ekki úr vegi, eins og veðráttan hefur verið hérlendis undanfarið, að birta nokkra fróð- leiksmola um snjó og snjókomu. Stærsti snjókall sem nokkurn tíma hefur verið búinn til var 48 fet á iiæð og mesti snjór sem hefur fallið á einum mánuði var 775 sm í Tamarack í Kaliforníu. Þau tóku sig vel út sem danspar, Mark Collins og Díana Það snjóar í hvert skipti sem verður jarðskjálfti. Eskimóar eiga 70 orð yfir snjó. „Ganik" er snjókoma og snjór á jörðu er „sput“. Jöklar hylja um 12% af yfirborði jarðar. Grænlandsjökull dugir til að hvert mannsbarn í heiminum geti fengið tveggja tonna ísklump á hverri mínútu í heilt ár. Nancy Knignht, sem vinnur á rannsóknarstofu í Colorado, fann tvö nákvæmlega eins snjókorn 1986 og afsannaði þar með kenn- inguna um að engin tvö snjókorn væru eins. Snjór vegur frá 50 kílóum hver rúmmetri og upp í 300 kíió. Það hefur aðeins snjóað 17 sinn- um í Flórída frá árinu 1774. Þegar snjóstormur skall þar á árið 1774 kölluð indíánarir hann „hvítt regn“. Mesta snjókoma sem mælst hef- ur á einum degi var 19 metrar, en það var í Colorado 14. apríl 1921.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.