Tíminn - 03.03.1990, Side 14

Tíminn - 03.03.1990, Side 14
26 Tíminn Laugardagur 3. mars 1990 Auglýsing Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar stöður heilsugæslulækna sem hér segir: 1. FáskrúðsfjörðurH1, ein læknisstaðafráog með 1. júlí n.k. 2. Patreksfjörður H2, tværlæknisstöðurfráog með 1. maí n.k. 3. Stykkishólmur H2, ein læknisstaðafráog með 1. maí n.k. 4. Flateyri H1, ein læknisstaða frá og með 1. j úní n.k. eða eftir samkomulagi. 5. Þingeyri H1, ein læknisstaða frá og með 1. apríl n.k. eða eftir samkomulagi. 6. Þórshöfn H1, ein læknisstaða frá og með 1. júní n.k. eða eftir samkomulagi. 7. Siglufjörður H2, ein læknisstaða frá og með 1. apríl n.k. eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 26. mars 1990 á sérstökum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni. f umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræði- leyfi í heimilislækningum. Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir ráðuneytið og land- læknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 26. febrúar 1990 Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Bændur Athugið Námskeið á næstunni 1. Bleikjueldi 8.-10. mars. 2. Verkun votheys í rúlluböggum 14.-16. mars. 3. Nautgriparækt, mjólk og mjólkurgæði 19.-21. mars. 4. Kynbótadómar hrossa 29.-31. mars. 5. Endurvinnsla túna 2.-4. apríl. 6. Tölvunotkun - grunnnámskeið 5.-7. apríl. 7. Skógrækt 23.-25. apríl. 8. Skjólbelti 5.-6. júní. Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Bænda- skólans í s. 93-70000. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins tekur þátt í kosntaði þátttakenda. Skólastjóri Æ VINNU- OG DVALARHEIMILI j|M SJÁLFSBJARGAR Starfsleiðbeinandi Vinnu og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða starfsleiðbeinanda í hlutastarf til starfa í vinnu- og föndurstofu Vinnu- og dvalarheimilisins. íbúar heimilisins sækja þangað vinnu eftir hádegi 5 daga vikunnar. Æskilegt er að umræddur starfsmaður hafi starfað með fötluðum, eigi auðvelt með að umgangast fólk, geti starfað sjálfstætt og hafi starfsreynslu á þessu sviði. Nánari upplýsingar veitir Hildur Jónsdóttir alla virka daga frá 1-4 í síma 29133. Umsóknir skulu berast Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar Hátúni 12, Reykjavík fyrir 16. mars n.k. merktar „starfsleiðbeinandi". DAGVIST BARIVA Forstaða dagheimilis Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns við dagheimilið Austurborg lausatil umsóknar. Fóstru- menntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 17. mars næstkomandi. Upplýsingar veita framkvæmda- stjóri og deildarstjóri fagdeildar dagvistar varna í síma 27277. Þeir félagar Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen í leik gegn Júgóslövum. Til varnar er hornamaðurinn snjalli Mile Isakovic. Tlmamynd Pjetur. Handknattleikur: Lið Júgóslava Landslið Júgóslava sem mætir því íslenska í dag er þannig skipað: 1. Mirko Basic 2. Veselin Jujovic 3. Iztok Puc 4. Zlatko Portner 5. Sinisa Prokic 6. Mile Isakovic 7. Zlatan Saracevic 8. Veselin Vukovic 9. Irfan Smailagic 10. Slobaodan Kuzmanovski 11. Jovica Chetkovic 12. Ermin Velic 13. Vlavimir Jelcic 14. Aleksandar Knezevic 15. Nenad Kljajic 16. Djuradj Trbojevic 17. Goran Stojanovic Allar líkur eru þó á því að Zlatko Portner geti ekki leikið með vegna meiðsla. Ísland-Júgóslavía síðan 1985 Leiltir íslendinga gegn Júgó- slövum síðan 1985, 1985 úrslit. Ísland-Júgóslavía . . . 23-24 Ísland-Júgóslavía . . . 15-20 Ísland-J úgóslavía 1987 . . . 20-13 í sland-J úgósla vía . . . 19-20 í sland-J úgóslavía . . . 24-20 f sland-J úgóslavía . . . 18-15 Ísland-Júgóslavía . . . 17-24 Ísland-Júgóslavía . . . 25-22 fsland-Júgóslavía 1988 . . . 27-28 Ísland-Júgóslavía . . . 23-20 fsland-Júgóslavía . . . 19-19 Leikir 11 Sigrar 5 Jafntefli 1 Töp 5 Markatala 230-225 +5 íslandsmótið í borðtennis: Börn, unglingar og gamlingjar keppa í Ásgarði Um helgina verður íslandsmótið í borðtennis í flokkum bama og ungl- inga, sem og í Old Boys flokk, haldið í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Mótið er i umsjá borð- tennisdeildar Stjörnunnar. í dag hefst keppni 09.00. með keppni í einliðaleik í öllum flokkum og verða undanúrslitaleikirnir leikn- ir stðdegis. Á sunnudag hefst keppni einnig kl. 09.00 með keppni í tvíliða- leik og tvenndarkeppni, en úrslita- leikirnir í einliðaleik hefjast kl. 13.30. Úrslitaleikir í tvíliðaleik hefj- ast kl. 14.30. Verðlaunaafhending er ráðgerð kl. 16.20. BL Opnu Málmeyjarleikarnir í Svíþjóð: 6 íslandsmet í sundi Þrjátíu og sjö fatlaðir íþrótta- menn tóku þátt í Opnu Málmeyj- arlcikunum 10.-11. febrúar. Sveit Íslendinga varð í 5. sæti af 148 sveitum í Boccia. Tveir keppendur tóku þátt í borðtenn- is, Jón Heiðar Jónsson varð í öðru sæti í keppninni og Viðar Árnason í þriðja sæti. íslendingarnir settu sex ís- landsmet í sundi. Birkir Rúnar Gunnarsson setti tvö íslandsmet í flokki blindra og sjónskertra, í 100 m bringusundi á 1:42,48 mín. og í 100 m skrið- sundi á 1:33,97 mín., Lilja María Snorradóttir setti tvö íslandsmet, í 100 m skriðsundi á 1:11,29 mín. og í 200 m skriðsundi á 3:33,81 mín. Ólafur Eiríksson setti fs- landsmet í 200 m skriðsundi á 2:12,48 mín. og Geir Sverrisson setti íslandsmet í 100 m bringu- sundi á 1:14,38 mín. Lilja María Snorradóttir varð í 1. sæti í 100 m baksundi á 1:24,78 mín., Krist- ín Rós Hákonardóttir var í 2. sæti í 100 m baksundi á 1:35,83 mín., Ólafur Eiríksson varð í 2. sæti í 100 m skriðsundi á 1:02,36 mín., Ólafur Eiríksson varð í 3. sæti í 100 m baksundi á 1:15,94 mln., Kristín Rós Hákonardóttir varð í 3. sæti í 100 m bringusundi á 1:49,81 mín., Birkir Rúnar Gunnarsson varð í 3. sæti í 100 m baksundi á 1:58,20 mín., Karen Sverrisdóttir varð í 3. sæti í 100 m bringusundi á 2:11.86 mín., Geir Sverrisson varð í 3. sæti í 100 m skriðsundi á 1:02,51 mín., Kristín Rós Hákonardóttir varð í 3. sæti í 100 m skriðsundi á 1:45,89 mín., Sigrún Bessadóttir varð í 4. sæti í 100 m bringusundi á 2:13,21 mín., Elísabet Sigmars- dóttir varð í 4. sæti í 100 m baksundi á 3:05,20 mín., Sigrún Bessadóttir varð í 4. sæti í 100 m skriðsundi á 1.40,79 mín., Geir Sverrisson varð í 4. sæti í 100 m baksundi á 2:35,59 mín., Sóley Axelsdóttir varð í 4. sæti í 100 m baksundi á 2:35,59 mín., Ásdís Úlfarsdóttir varð í 4. sæti í 50 m baksundi á 1:17,83 mín., Kristín Rós Hákonardóttir varð í 4. sæti í 200 m skriðsundi á 3:55,42 mín. Önnur úrslit urðu: 200 m skriðsund: Sóley Axels- dóttir, 4:11,88 mín., 50 m bringu- sund; Ásdís Úlfarsdóttir 1:35,48 mín. 100 m bringusund: Ólafur Eiríksson 1:25,51 mín. og Guðni Jónsson 1:38,88 mín., 50 m skriðsund: Ólafur Eiríksson 28,88 sek., Lilja María Snorra- dóttir 33,85 sek., 100 m skriðsund: Sóley Axelsdóttir, 1:59,48 mín., Karen Friðriksdótt- ir 2:35,45 mín., Elísabet Sigmars- dóttir 2:41,56 mín. og Guðni Jónsson 1:18,63 mín. BL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.