Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 10. mars 1990
Innbrotiö í Studíó Stemmu upplýst:
Spólurnar fundnar
Upptökutæki, snældur og hátalarar sem stolið var er brotist
var inn í Stúdíó Stemmu eru komnar í leitirnar, en brotist var
inn í Stemmu um miðjan febrúar sl. Það var Rannsóknarlög-
regla ríkisins undir stjórn Sigurðar Benjamínssonar rannsókn-
arlögreglumanns sem upplýsti innbrotið. í Ijós kom að 18 ára
piltur hafði verið að verki.
Síðdegis í gær fjölmennti Dóm- vöndur og konfektkassi að launum
kórinn, fyrir utan hús Rannsóknar- fyrir vel unnið verk. Ástæða þessa
lögreglu ríkisins við Auðbrekku og var sú að meðal þess sem stolið var
söng kórinn nokkur lög rannsóknar- og nú er komið í hendur réttra aðila,
lögreglunni til heiðurs, auk þess sem var upptaka með Dómkórnum sem
Sigurði Benjamínssyni rannsóknar- gefaáút umnæstujólogvildikórinn
lögreglumanni var afhentur blóm- með þessu þakka rannsóknarlög-
reglumanninum. Að söng loknum
bauð RLR kórnum í kaffi.
„f>að var rannsóknarlögreglumað-
ur sem hringdi í mig klukkan hálf sjö
á fimmtudagskvöld til að segja mér
að tækin og spólurnar væru fundnar,
líklega allt óskcmmt og að þetta væri
á leið til þeirra. Hann vissi að hver
mínúta skipti mig máli, þar sem
þetta var komið heldur betur á
sálina á mér,“ sagði Sigurður Rúnar
Jónsson eigandi Stemmu í samtali
við Tímann í gærdag. „Ég mátti hins
vegar ekki segja neinum frá þessu
þar til ég fengi annað símtal frá
honum, því það átti eftir að yfirheyra
aðila og þeir vissu ekki nema að
fleiri væru tengdir þessu sem ekki
var komið fram,“ sagði Sigurður
Rúnar. Það var síðan síðar um
kvöldið eða um 21.15 sem rannsókn-
arlögreglan hringdi á ný í Sigurð
Rúnar og honum sagt að tækin væru
komin í þeirra hendur og málið
upplýst.
„Ég er mjög feginn að þetta er
komið í leitirnar. Það tók sig upp
gamalt bros í gær og það hefur ekki
farið síðan. Það er hreint ævintýri
líkast að þeim hafi tekist að finna
þetta,“ sagði Sigurður Rúnar.
Einn hátalaranna var skemmdur,
MNM»dKIAML«ftRK4U KNKI»1M1»
Dómkórinn söng fyrir utan hús Rannsóknarlögreglu ríkisins við Auðbrekku síðdegis í gær. Þetta gerðu þau til að
þakka RLR fyrir að hafa upplýst innbrotið í Stemniu. Tímamyndir Ámi Bjama.
Sigurður Rúnar Jónsson með snæld-
urnar sem stolið var, en nú eru
komnar í réttar hendur.
en að öðru leiti voru tækin í lagi. Þá
endurheimtust 52 uppáteknar
snældur, þ.e. allar þær er teknar
voru. Snældur þessar innihalda m.a.
frumupptökur af kvikmyndatónlist,
söng Sigurðar Rúnars á klukkutíma
konsert í franska ríkisútvarpinu fyrir
ári síðan, leikhústónlist, með söng
nemenda sem farið hafa í nám
erlendis og eiga eflaust eftir að gera
það_gott. „Það væri gaman að eiga
söng með Kristjáni Jóhannssyni eins
og hann var fyrir 20 árum síðan.
Maður veit í raun og veru ekki hvað
maður er með í höndunum," sagðí
Sigurður Rúnar. -ABÓ
BILFERÐ TIL EVROPU
MEÐ XÚXUSSKIPI
1 ■ \M □ □ - - lí-lfn ■ - b
NORRONA
Það er notaleg tilbreyting
að sigla með lúxusfleytu til
Evrópu. Um borð í þægi-
legri ferju með öllum ný-
tísku þægindum geturðu
slakað á og byrjað að njóta
sumarleyfisins. Hreint
sjávarloftið hressir ótrú-
lega og streitan hverfur eins
og dögg fyrir sólu á Atlants-
hafsöldunni. Norræna er
bílferja af fullkomnustu
gerð, búin þeim þægindum
sem kröfuharðir
ferðamenn nútímans
vilja. Um borð í
Norrænu er að finna
veitingastaði, frí-
höfn, bari, diskótek
og leikherbergi fyrir
bömin. Fullkominn stöð-
ugleikabúnaður gerir
siglinguna að ljúfum leik.
Þannig eiga sumarfríin að
vera. Hringdu eða
líttu inn og fáðu all-
ar upplýsingar um
ferðir Norrænu til
Færeyja, Noregs,
Danmerkur og
Hjaltlands, því vel
undirbúið sumarfrí er
vel heppnað sumarfrí.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
SMYRIL-LINE ÍSLAND
LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK '
SÍMI 91- 62 63 62
::Aj
AUSTFAR HF.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
FJARÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI
SIMI 97-211 11
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar
eftir tilboöum í aöfærsluæðar og dreifikerfi fyrir Hafnarfjörð 13.
áfanga, Hvaleyrarholt-Reykjanesbraut.
Hvaleyrarholt: Heildarlengd lagna er um 2.160 m, pípustæröir eru 0
20-0 200.
Reykjanesbraut: Heildarlengd lagna er um 650 m, pípustærð er 0
250.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
frá og með þriðjudeqinum 13. mars, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin veröa opnuð á
11.00.
opnuð á sama stað, þriðjudaginn 3. apríl 1990 kl.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Kransar, krossar, kistu-
skreytingar, samúðarvendir
og samúðarskreytingar.
Sendúm um allt land á opnunartíma
frá kl. 10-21 alla daga vikunnar.
MIKLUBRAUT 68 b 13630
t
Eiginmaður minn
séra Trausti Pétursson
og móðir mín
Sigríður Sveinsdóttir
verða jarðsungin mánudaginn 12. mars kl. 13.30 f rá Akureyrarkirkju.
Borghildur María Rögnvaldsdóttir.
t
Eiginkona mín
Helga Lovísa Kemp
Vífilsstöðum
andaðist 8. mars.
Hrafnkell Helgason.