Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 9
<i invJO'inni.if Laugardagur 10. mars 1990 rinirniT 8 Tíminn 9 íslenskur maður á fimmtugsaldri, kvæntur og tveggja barna faðir er með eyðni á lokastigi. Sjúkdóminn fékk hann eftir að hafa heimsótt danska gleðikonu: Skrapp á hóruhús er nú með eyðni „Margir álíta að þetta sé ekkert vandamál, þetta sé bara mál homma og eiturlyfjaneytenda, en komi venjulegu fólki ekkert við. Það eru einmitt menn sem eru þessarar skoðunar sem leita uppi staði eins og ég fór á. Menn virðast loka augunum fyrir því að á hóruhúsunum eru eiturlyfjasjúklingar sem gera allt fyrir peninga." Þetta eru orð sem maður á fimm- tugsaldri lét falla þegar Tíminn ræddi við hann um sjúkdóminn eyðni sem hann er smitaður af. Þetta er ósköp venjulegur íslendingur, kvæntur og tveggja barna faðir. Árið 1984 brá hann sér á hóruhús í Danmörku. Gleðikonan sem hann lá með var smituð af eyðni. Fyrir rúmu ári uppgötvaði heimilislæknir mannsins að hann var kominn með eyðni á lokastigi. Maðurinn var þá búinn að vera meira og minna veikur í langan tíma. Nokkuð hefur dregið úr umræðu um eyðni á seinustu árum. Á síðustu sex mánuðum hefur ekki orðið vart við ný eyðnitilfelli hér á landi. Átján mánuðina þar á undan greindust að meðaltali einn á mánuði með smit. Haraldur Briem, læknir á Borgar- spítalanum, segir að þrátt fyrir að færri greinist nú með sjúkdóminn sé engin ástæða til að ætla að hann sé í rénum hér á landi. Viðmælandi Tímans segir að sjálf- sögðu hafi verið heimskulegt af sér að leita til gleðikonu. Hann bendir þó á að þegar þetta gerðist hafi umræðan um sjúkdóminn verið mjög takmörkuð og lítið hafi verið vitað um hann. Hann segir að ef hann hefði vitað meira um þá hættu sem er því samfara að samrekkja með gleðikonu hefði þetta vonandi aldrei gerst. Eins og áður segir uppgötvaðist sjúkdómurinn ekki fyrr en á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta hefur viðmæl- andi okkar ekki náð að smita konuna sína. „Það er raunar merkilegt að hún skuli hafa sloppið og alveg hreint undur. Svona er þetta bara með þennan sjúkdóm, hann hagar sér svo einkennilega. Hann er eins og rússnesk rúletta." Viðmælandi okkar segir að það hafi verið mikið áfall fyrir sig og fjölskyldu sína að fá það staðfest að . hann væri með eyðni. „Það var erfitt að viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér. Þetta er hins vegar enginn dauðadómur, maður lifir a.m.k. í voninni. Maður verður að halda fast í vonina því að hún er svo stór þáttur baráttunni gegn sjúkdómnum." Maðurinn er einn af þeim sem fá lyfið AZT sem hann segir að hægi mikið á sjúkdómnum. Hann segirað læknarnir Haraldur Briem og Sig- urður Guðmundsson eigi miklar þakkir skyldar fyrir frábært starf. Þegar sjúkdómur mannsins uppgötv- aðist í byrjun síðasta árs var heilsa hans afar slæm, en með hjálp lækn- anna hefur líðanin batnað. Heilsan er samt enn slæm. „Maður er ótta- legur aumingi," segir hann og hlær. „Mótstaða líkamans gegn sjúkdóm- um er engin. Maður er alltaf að fá hita. Þrekið minnkar sífellt. Stund- um er heilsan sæmileg í viku hálfan mánuð en þá kemur niðursveifla sem maður getur verið lengi að ná sér upp úr." Viðmælandi okkar hefur ekkert getað unnið í nærri tvö ár. Hann segist ekki geta stundað reglu- bundna vinnu. „Ég er 75% öryrki og verð það sem eftir er eða þangað til lausnin finnst." Fjölskylda mannsins hefur nýlega fengið að vita um hvernig komið er fyrir honum. „Fólk skyldi auðvitað ekkert í af hverju ég væri ekki í vinnu." Nú er rúmt ár liðið síðan sjúkdóm- ur mannsins uppgötvaðist. Hann viðurkennir að hann hafi verið farinn að gruna ýmislegt. Meðan hann dvaldi erlendis voru alls kyns kveisur að hrjá hann, en læknar gerðu sér ekki grein fyrir hvernig komið var. Viðmælandi Tímans finnst of mik- il áhersla hafa verið lögð á að eyðni sé hommasjúkdómur. í áróðrinum gleymist sú staðreynd að hver sem er getur fengið þennan sjúkdóm. Hann leggur einnig áherslu á að umræða um þessi mál sé of lítil. „Umræðan er skammt á veg komin hér á landi, ég vil segja hættulega stutt." Maðurinn gagnrýnir einnig þá fé- lagslegu þjónustu sem eyðnisjúkl- ingum er látin í té. Hann segir að sá félagsráðgjafi sem hann leitaði til hafi algerlega brugðist. Viðmælandi Tímans er ekki sá eini sem hefur smitast eftir að hafa heimsótt gleðikonu erlendis. í nýj- asta tölublaði af tímaritinu Bleikt og blátt segir frá manni sem hefur svipaða sögu að segja. Haraldur Briem, læknir á Borgar- Haraldur Briem, læknir spítalanum, var spurður hvort áróð- ur gegn eyðní hefði ekki verið of mikið tengdur hommum og fíkni- efnaneytendum og gleymst hefði að leggja áherslu á að gagnkynhneigðir geta fengið þennan sjúkdóm? „Áróðurinn hefur verið tengdur þessum áhættuhópum, en það er velþekkt að þetta getur smitast með- al þeirra sem ekki eru í hefðbundn- um áhættuhópum. Þetta er frekar bundið við hegðun. Það kann hins \V Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagningu holræsa og jarðvinnu vegna vatnslagna í Vatnagarða frá Sægörðum að Holt- avegi. Helstu magntölur eru: Gröftur 9.000m3 Fyllingar 6.500 m3 Lagning holræsa 410 m Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. mars 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 tmem T Ö L V u N O T E N D u R Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum setjum og prentum allar gerðír evðublaða fVrir tölvuvínnslu —m l'KIMSMIOIAN^ \C*dda\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 vegar vel að vera að þessu sé ekki haldið nægilega vel á lofti, en ég held þó að ekki sé hægt að segja með sanngirni annað en að þessum skila- boðum hafi verið komið áleiðis, þ.e. að þetta geti smitast við kynmök frá karli til konu og konu til kafls alveg eins og milli karla og við sprautun. Það er hins vegar áhyggjuefni að menn taka þetta ekki alvarlega. Það hefur sýnt sig í Bandaríkjunum að hommar hafa tekið þetta alvarlega enda brennur þetta meira á þeim en öðrum. Það er meiri aukning núna meðal gagnkynhneigðra en meðal þessara svokölluðu áhættuhópa. Tíðnin meðal gagnkynhneigðra er þó enn miklu minni en meðal hinna. Þetta sama kemur í Ijós ef litið er á aðra kynsjúkdóma. Það hefur dregið úr sárasótt hjá hommum en ekki hjá gagnkynhneigðum. Þá má því með nokkrum rökum segja að áróðurinn hafi ekki skilað sér til allra, en við verðum að hafa það í huga að vandamálið er svo framandi fyrir flest alla." Hér á landi eru um 68% þeirra sem eru smitaðir hommar. Gagn- kynhneigðir eru einungis um 10% smitaðra. Sex íslendingar hafa látist úr eyðni, en alls hafa þrettán fengið sjúkdóminn á lokastigi. 54 hafa greinst með smit. -EÓ Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði IngviJónRafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aöal hoiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsveg'MO 94-3541 Bolungarvik Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu115 94-7366 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Nielsson Fífusundi12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarveig46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg18 96-24275 skrifstofa Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svaibarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbrautfju 96-51258 Vopnafj&rður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiöarvogi 12 "¦ 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli ísleifsson Hafnarbraut16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi5 98-22317 Hveragerði L.ilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jón ína og Árný Jóna Króktún17 98-78335 Vík IngiMárBjörnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 POSTFAX TIMANS 687691

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.