Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 14
26 Tírrvinn Laugardagur 10. mars 1990 Guðjón Bjarnaison Guðjon Bjamarson sýnir að KJARVALSSTÓDUM í dag, 10. mars, opnar Guðjón Bjarnar- son sýningu í austursal og forsal Kjar- valsstaða. Á sýningunni eru áttatíu mál- verk og skúlptúrar, unnin í tré og striga í Bandaríkjunum og hérlendis á sl. ári. Guðjón er fæddur 1959 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR 1979, nam lögfræði við lagadeild Háskóla fslands 1979-81, en hélt þá til Bandaríkjanna. Þar lagði hann stund á nám í arkitektúr við Rhode Idland School of Design í Providence í Nýja Englandi. Hann lauk BFA gráðu 1983 og B. Arch. ári seinna. Árið 1987 lauk hann meistaragráðu í myndlist og skúlptúr við School of Visual Art í New York og lagði síðan stund á framhaldsnám í arkitektúr við Columbia háskóla og lauk meistaragráðu í arkitekt- úr sl. vor. Guðjún býr og starfar í New York. Þetta er önnur einkasýning hans og sú fyrsta hér á landi, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á sl. árum í Bandaríkjunum. Slagverkshópurinn Snerta og Infcrmó 5 munu leika tilbrigði við verkin við opnun sýningarinnar á laugardag og á sunnudag kl. 20:30 leika Jón Aðalsteinn Þorgilsson og Þorsteinn Gauti rómantísk verk á klarinett og píanó. Sýningin er opin daglega til 25. mars. Frá Ferðaf élagi Islands Sunnudagsferð 11. mars Kl. 10:30 - Skíðaganga um Kjósarskarð. (kr. 1000) Kl. 13:00 Stórstraumsfjöruferð: llval- fjörður - Hvammsvíkurhólmi. Létt rölt um fjölbreytta strönd. (kr. 1000) Kl. 13:00 -Skíðagöngunámskeið. Leið- beinandi er Halldór Matthíasson. (kr. 1000) Kl. 13:00 - Skíðaganga á Mosfellsheiði. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl (kr. 1000). Mánudagur 12. mars kl. 20:00 - Kvöld- ganga og blysför í Viðey. Létt ganga á fullu tungli. Litið inn í Viöeyjarkirkju. Brottför frá Viðeyjarbryggju Sundahöfn. Far 5(K) kr. og btys kr. 100. Vetrarfagnaður i Risinu, Klúbbnum, Borgartúni 32, laugard. 17. mars. Pantið tímanlega. Páskaferðir: 1. Snæfellsnes - Snæfells- jökull 3 og 5 dagar. 2. Þórsmörk 3 og 5 dagar. 3. Landmannalaugar, gönguskíða- ferð. Athugið sértilboð á Árbókum F.í. Aðalfundur F.í. verður haldinn í Sókn- arsalnum, Skipholti 50A, miðvikudaginn 14. mars kl. 20:30. Venjuleg aðalfundar- störf. Félagsmenn sýni ársskírteini frá árinu 1989 við inngangi. Stjórn Ferðafélags íslands Erindi i Neskirkju Tvo næstu sunnudaga, 11. og 18. mars, flytur dr. Gunnar Kristjánsson erindi í safnaðarheimili Neskirkju að lokinní guðsþjónustu. Erindin fjalla um helstu stef föstunnar og píslarsögunnar í myndlist. Það fyrra tekur fyrir efni er tengist síðustu kvöld- máltíðinni en í því síðara verður fjallað um krossfestinguna. Auk talaðs máls sýnír dr. Gunnar litskyggnur af kunnum listaverkum. Erindin hefjast kl. 15.15. Veitingar verða á boðstólum. Öllum er að sjálf- sögðu heímill aðgangur. LagadeildH.Í: Lektor í skoskum sif jarétti heldur fyrirlestur Mánudaginn 12. mars kl. 12.00 heldur dr. Anne Griffiths, lektor í skoskum sifjarétti við Edinborgar-háskóla, fyrir- lestur á vegum lagadeildar Háskóla Islands. Fyrirlesturinn nefnist „Disputing the Family: Legal Rules of Social Process- es" og fjallar um sáttaumleitan í fjölskyld- uerjum meðal Kwena-ættbálksins í Botswana í Suður-Afríku, með sérstakri hliðsjón af stöðu kvenna. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar, og er öllum opinn. Hafnarborg Nýlega var opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, sýningin NONAGINTA. Þátttakendur eru: Bjðrn Roth, Daði Guðbjömsson, Eiríkur Smith, Kjartan Guðjónsson og Ómar Stefánsson. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Sýningin stendur til 19. mars. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Qarðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla. Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsíell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg. Búðargerði 10. Hafnarfjörður: liókabúð Olívers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást cinnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Útivist um helgina Þórsmerkurgangan, 5. ferð, sunnudaginn 11. mars. Nú erum viö komin til byggða. Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Reykjum í Ölfusi mcðfram Ingólfsfjalli, fram hjá Sogni, Gljúfri og Hvammi að Fjalli. Síðan verður gcngið um Hellisbrú að hinni fornu lögferju hjá Laugardælum. Ef skilyrði verða hagstæö vcrður ferjað yfir ána á gamla vaðinu með aðstoð Slysa- varnardeildarinnar Tryggva. Staðfróðir Árnesingar verða fylgdarmenn. Brottför kl. 10,30 frá Umferðarmiðstöð- bensín- sölu. Stansað við Árbæjarsafn. Eftirmið- dagsferð: Sameinast morgungöngunni við Kögunarhól. Brottför kl. 13.00 frá Um- ferðarmiðstöð- bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn. Skíðaganga, sunnudaginn 11. mars Genginn léttur hringur í nágrenni Jós- efsdals. Brottför kl. 13.00 frá Umferðar- miðstöð-bensínsölu. Stansað við Árbæj- arsafn. Siglufjarðarprestur og kirkjukór rieimsækia Grafarvogsprestakall Grafarvogs-söfnuður tekur á móti góð- um gestum á sunnudag, því að þann dag mun guðsþjónusta sunnudagsins í Grafar- vogi vera flutt af sóknarprcsti Siglfirð- inga, sr. Braga Ingibergssyni, kirkjukór Siglufjarðar undir stjórn Tonys Raleys. Að lokinni guðsþjónustunni er „kirkju- kaffi" á vegum Siglfirðingafélagsins í Reykjavík. Guðsþjónustan verður í messuheimili Grafarvogssafnaðar, Fél- agsmiðstöðinni Fjörgyn, cn þar fer fram allt guðsþjónustuhald safnaðarins, barna- messakl. 11:00 ogguðsþjónustakl. 14:00 hvern sunnudag. Sóknarprestur Grafarvogs-safnaðar er Vigfús Þór Árnason, sem áður var prestur á Siglufirði. Almanakshappdrætti Þroskahjálpar Almanakshappdrætti Landssamtak- anna Þroskahjálpar. Vinningurinn í janúar kom á nr. 6726 og vinningurinn í febrúar á nr. 2830. Spilakvöld í Kópvogi Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld í Þinghóli, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 12. mars kl. 20:30. Allir velkomnir. FRÍKIRKJANíReykjavík Helgistund verður kl. 17:00. Föstuguðsþjónusta er á miðvikudag kl. 20:30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir evðublaða fVrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Ein af myndum Karólínu á sýningunni Karólína sýnir í NÝHÓFN Karólína Lárusdóttir opnar sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 10. mars kl. 14:00-16:00. Á sýningunni verða vatnslitamyndir og dúkristur. Karólína er fædd í Reykjavík árið 1944. Hún nam við Ruskin School of Art í Oxford 1965-67 og Barking College of Art 1980 undir handleiðslu Harry Ecclest- on. Hún kenndi myndlist um fimm ára skeið, en vinnur nú alfarið að list sinni. Karólínu var boðin aðild að Royal Society of Painter-Etchers and Engravers árið 1980 og kosin meðlimur 1984. í sept. 1989 fékk hún Dicks and Greenbury verðlaunin fyrir mynd sína „Bíð" á haustsýningu Painter-Etchers í Bankside Gallery í London. Þetta er þrettánda einkasýning Karó- línu, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Henni lýkur 28. mars. Sýningarsalur FÍM: „Obsessions 2" Laugardaginn 10. mars verður opnuð í sýningarsal FÍM sýning á verkum hönn- uðarins og listamannsins Daniel Morgen- stem. Sýningin nefnist „Obsessions 2". Það er tímaritið Mannlíf sem gengst fyrir þessari sýningu. Daniel Morgenstern kom til Bretlands fyrir þremur árum frá heima- landi sínu, tsrael, og hefur skapað sér nafn sem einn merkasti hönnuður þar í landi. Sýningin verður opin alla daga kl. 14:00-18:00 til 27. mars. Sími 45000 Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Jón Aðal- steinn Þorgeirsson. ÁsgeirSmári sýnir nýjar olíu- og vatnslitamyndir í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 ogumhelgarfrá 14-18. Hennilýkur þriðjudaginn 20. mars. Sunnudaginn 11. mars heldur hljóm- sveitin Súld tónleika í Duus húsi við Fischersund. Súld hefur ekki leikið opin- bcrlega síðan í júlí 1988 en þá kom hljómsveitin fram á djasshátíð í Montreal í Kanada. Tónlistin sem Súld flytur eru Páll Pálsson, bassi, Tryggvi Hiibner, gítar, Lárus Grímsson, hljómborð, Steingrímur Guðmundsson, trommur, og Maarten Van der Valk, slagverk. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Sunnudaginn 11. mars halda þeir Jón- Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari tónleika að Kjarvalsstöðum og hefjast þeir kl. 20.30. Flutt verður tónlist frá rúmantíska tímabili tónlistarsögunnar. Á efnisskránni er sónata eftir C. Saint Saens op. 167 fyrir klarinett og píanó, Grand Duo Consertant op. 48 fyrir klari- nett og píanó eftir C.M. V. Weber og loks sónata fyrir klarinett og píanó eftir J. Brahms op. 120, nr. 2. Aðalf undur Bandalags kvenna í Reykjavík Bandalag kvenna í Reykjavík heldur aðalfund sinn laugardaginn 10. mars 1990 í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 09:00 með helgi- stund í fundarsal í umsjón Sigrúnar Einarsdóttur, form. Kirkjumálanefndar BKR. Þá setur Kristín Guðmundsdóttir, formaður BKR, fundinn, en síðan verða ávörp gesta og önnur aðalfundarstörf. Eftir hádegishlé verður sérstakt mál- efni á dagskrá sem nefnist „Þjónusta í þágu aldraðra", en sú dagskrá er í umsjá Ellimálanefndar BKR. Aðalfundinum er síðan slitið kl. 19:00 í kvöldverðarfagnaði í Víkingasal Hótels Loftleiða. Breiðfirðingafélagið í Reykjavík: Félagsvist Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verð- ur með félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 11. mars og hefst kl. 14.30 stundvíslega. Góð verð- laun. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Klinborg Guðmundsdóttir, leirlist, Erla B. Axelsdóttir, listmálun, Helga Ármanns, grafík, Margrét Gunnarsdótt- ir, leirlist og Sigrún Gunnarsdóttir, leirl- ist, standa að Art-Hún hópnum. Myndlist og skák í Faxafeni Art-Hún hópurinn hefur opnað mynd- listarsýningu í hinum nýju húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands íslands við Faxafen. Sýningin er haldin í tengslum við Stórveldaslaginn og Búnað- arbankamótið, sem haldin eru í mars. Sýningin er opin meðan á skákmótunum itendur. I Art-Hún hópnum eru 5 myndlistar- nenn sem hafa allir vinnustofur á sama ;tað, að Stangarhyl 7 í Reykjavík, og reka þar jafnframt Gallerí. Virgill litli og Tóta Sigga, en Karl I-~.mil horfir á Leikfélag Kópavogs: „Virgill l'itli" sýndur um helgar Nýlega frumsýndi Leikfélag Kópavogs barnaleíkritið „Virgil litla" eftir hinn kunna barnabókahöfund Ole Lund KÍTkegaard, en hann hefur m.a. skrifað barnabækurnar Fúsa Froskagleypi, Gúmmí Tarsan o.m.fl. Þetta er í þriðja skipti sem Leíkfélag Kópavogs frumflytur verk eftir Kirke- gard. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýð- ir og staðfærir leikgerð höfundar, ásamt því að semja lög og söngtexta í leikrítið. Leikstjóri er Asdís Skúladóttir, Gerla hannar leikmynd og búninga, en Egill Örn Árnason sér um lýsingu. Sýningar á Virgli litla eru í Félagshei- mili Kópavogs á laugardögum og sunn- udögum kl. 14:00. Hægt er að panta miða allan sólarhringinn í síma 41985. Gestir f rá Sovétríkjunum hjáMÍR Dagana 13.-18. mars dveljast hér á landi á vegum MlR, Menningartengsla tslands og Ráðstjórnarríkjanna, tveir gestir frá Sovétríkjunum, þau Elena A. Lúkjanova lögfræðingur og Alexander V. Lapúkhin blaðamaður. Koma þau m.a. fram, flytja fyrirlestra og svara fyrirspurnum, í félagsheimili MÍR, Vatnstíg 10, þriðjudagskvöldið 13. mars kl. 20:30 og a aðalfundi félagsins á sama stað laugardaginn 17. mars, að loknum aðalfundar-störfum sem hefjast kl. 14:00. Elena Lúkjanova er dósent við laga- deild Ríkisháskólans í Moskvu og sér- grein hennar innan lögfræðinnar er ríkis- réttur. Hún hefur samið nokkur fræðirit og tekið þátt í samningu frumvarps til nýrra laga um alþýðufræðslu í Sovétríkj- unum Alexander Lopúkhin er sálfræðingur og hagfræðingur að mennt, en hefur um langt árabil unnið við blaðamennsku og starfarnú á ritstjórn dagblaðsins Prövdu. Aðgangur að fyrirlestrum gestanna frá Sovétríkjunum á Vatnsstígnum er öllum heimill. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnud. kl. 14:00. Frjalst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Athugið: Dagur aldraðra i umferðinni. Guðsteinn Þengilsson frá Medical Alert og fulltrúi frá Umferðarnefnd halda fram- söguræður um „Öryggi í umferðinni" sunnudagínn 11. mars kl. 15:00 í Goð- heimum, Sigtúni 3. Kjarvalsstaðir: EPTA píanótónleikar Á mánudagskvöld kl. 20.30 verða haldnir EPTA píanótónleikar á Kjarvals- stöðum. Þar leikur Nína Margrét Gríms- dóttir verk eftir Bach, Haydn, Jónas Tómasson, Debussy og Chopin. Kvikmynd Stanislavs Rostotskí „Hvíti Bim Eymablakkur" sýnd í MÍR Sunnudaginn 11. mars kl. 16:00 verður sýnd verðlaunamyndin „Hvíti Bim Eyrnablákkur", eftir hinn kunna sovéska kvikmyndaleikstjóra Stanislavs Rostotskí í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimilí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.