Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn 'lOOI r>-err> 01 lUpfihlíínUI) i Laugardagur 10. mars 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun : Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift f kr. 1000,-, verð í lausasölu f 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sigur Genschers Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata, hins stóra og valdamikla hægri flokks landsins, hefur þótt sein- heppinn í ýmsum gerðum sínum. Hafi hann náð sér á strik í einn tíma hefur hann dalað jafhskyndilega í annan. Um það bil sem austur-þýska stjórnkerfið var að hrynja og aðrir stóratburðir áttu sér stað austan jámtjaldsins síðastliðið haust var gengi Kohls í lægð. Hins vegar tókst honum að reisa sig nokkuð við, þegar hann kvað einna fyrstur upp úr með það að pýsku ríkin yrðu að sameinast sem fyrst, þótt hjá mörgum fengi hann bágt fyrir það orðalag á tillög- um sínum um sameininguna að tala um „endur- sameiningu", sem lagt var út þannig, að hann sæi fyrir sér að sameinað Þýskaland eignaðist að nýju þau lönd sem áður töldust þýsk en tilheyra nú Pól- landi samkvæmt landamærasamningum eftir styrj- öldina. Það verður ekki frá Hemut Kohl tekið að hann sá rétt í því að sameining Þýskalands myndi ganga hratt fyrir sig. Hins vegar hefur hann orðið offari í pólitískri veiðibræði sinni í sambandi við þetta mál. Hann fór að slá á strengi þýskrar þjóðernishyggju, sem hvarvetna þótti óviðurkvæmilegt og þótti stað- festa grunsemdir um að tal hans um „endursamein- ingu" merkti í raun og veru að Þjóðverjar hlytu fyrr eða síðar að fara í landamæradeilu við Pólverja. Ekki var það einasta að hann fengi pólsk stjóm- völd upp á móti sér, heldur Evrópuþjóðir yfirleitt, ekki síst sigurvegarana í heimsstyrjöldinni, sem . þóttust eiga síðasta orðið um það, hvemig landa- mærum Þýskalands og Póllands skyldi háttað. Auk þess kom í ljós að sameiningartal Kohls og viðhorf til landamæra Þýskalands í austri, vöktu minni hrifningu í Vestur- Þýskalandi en hann kann að hafa átt von á. Mestu varðaði að samstarfsflokkur Kristilegra demókrata, Frjálsir demókratar, undir forystu Hans-Dietrich Genschers utanríkisráð- herra, snerist algerlega gegn hugmyndum Kohls, svo að lá við stjórnarslitum. Innan þýsku stjómarinnar hefur þetta mál nú verið til lykta leitt með uppgjöf kanslarans á stefnu sinni. Sambandsþingið í Bonn hefur samþykkt þingsályktun í anda Genschers, þar sem Pólverjar eru fullvissaðir um að Þjóðverjar ætli að virða nú- verandi landamæri, allt landakröfutal sé úr sög- unni. Vestur-Þjóðverjar hafa í þessu máli notið stefhu- festu og skynsamlegra ráða Genschers utanríkis- ráðherra, sem á óvenju löngum ferli í því embætti hefur unnið Þjóðverjum traust í utanríkisstefnu sinni, ekki síst hvað varðar samskipti við Austur- Evrópuríkin. Hafi Genscher tekið „austurstefnu" Willy Brandts sér til fyrirmyndar, er víst að hann hefur fylgt henni eftir af sannfæringu, fest hana í sessi sem grundvallaratriði í þýskri utanríkisstefhu. Með stefhufestu hefur Genscher brotið tækifæris- stefnu Kohls kanslara á bak aftur. .ESSAR VIKURNAR eru þjóðir að vakna upp í nýjum heimi, þar sem helstu viðbrögð þeirra, sem vilja ekki taka á sig vitundina um heimskupör fyrri daga, er að segja að þeir hafi ekki verið fæddir á tímum kalda stríðsins um 1950 og ekki komn- ir til vits og ára á dögum blóma- byltingarinnar skömmu fyrir 1970. Hér á landi hefur verið ástunduð mikil þrætubókarlist um svart og hvítt og misjafnlega grátt í pólitík, brúnstakka og svartstakka og falangista stríðs- tímans, og það rauða veldi sem hótaði að leggja undir sig heim- inn undir kjörorðinu: Betri rauður en dauður, og hélt úti undirróðursstarfsemi í lýðræðis- ríkjum Vestur-Evrópu, fyrir utan að standa grátt fyrir járnum gegn kapítalistum Bandaríkj- anna, sem voru jafn gráir fyrir járnum og höfðu auk þess tekið að sér að gegna einskonar lög- reglustörfum í heiminum við misjafnt þakklæti. Þetta vilja nú mestu þrætumennirnir og trú- boðar austurs og vesturs í pólitík strika yfir, og byrja upp á nýtt með hreinar hendur. Það getur hins vegar reynst erfitt þótt fólk sé fljótt að gleyma sé því sagt að gera það. Fyrstu og ótvíræðustu viðbrögð um að gleymskan er fjórða pólitíska aflið í landinu, fyrir utan þessar alvanalegu lín- ur eins og hægri, miðju og vinstri, komu fram í nýlegri skoðanakönnum um fylgi flokka, sem Félagsvísindastofnun há- skólans gerði fyrir Morgugn- blaðið. Þar kemur fram að Al- þýðubandalagið eitt flokka bætir við sig 3,6% í fylgi frá því í október s.l. Allir hinir stóru flokkarnir tapa fylgi þótt í litlum mæli sé. Þetta er stórmerkileg niðurstaða, einkum þegar haft er í huga að fortíð Alþýðu- bandalagsins er þannig að mati flokksmanna, að þeir vilja ekki ræða hana. Er engu líkara en þeir sem gerðust gistivinir Ceausescu njóti nú meiri pólit- ísks trúnaðar en aðrir menn. Herferð gleymskunnar Ljóst er að gleymskuherferðin mikla er hafin og rekin af ekki minni krafti en sóknin áður gegn því lýðræðisskipulagi, sem við búum við. Hún er í sjálfu sér ekkert undrunarefni. Hitt sætir meiri undrun, að þeir sem eru spurðir í skoðanakönnun skuli í svo ríkum mæli muna eftir Al- þýðubandalaginu og tjá því holl- ustu sína. Víst á Alþýðubanda- lagið marga stuðningsmenn, eða fólk sem það getur spilað á hjá fréttastofum. Nægir í því efni að minna á dagskrá sem gerð var um Havel Tékkóslóvakíuforseta á Stöð 2, þar sem smalað var saman þekktu Alþýðubanda- lagsfólki til að tjá sig um forset- ann og væntanlega „sigur sósíal- ismans", eins og þetta fólk kall- aði umbyltinguna í Tékkó- slóvakíu meðan á heimsókninni stóð. Aðeins einn maður var kvaddur til úr öðrum herbúðum. Honum var mest umhugað um að ræða um skáldið Havel. Þetta sýnir eitt með öðru að andlegt hernmám kommúnista, sem komið var á hér á landi á fjórða áratugnum varir enn. Enda er keppst við um þessar mundir veifa þeim trjám sem til eru. Annað kemur til sem gerir þeim sem fylgdu og fylgja Al- þýðubandalaginu auðvelt að gleyma. Núverandi formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, er alls ekki af. því sauðahúsi sem nauðsynleg upprifjun nær til. Hann er kom- inn úr öðrum stað og var að læra stjórnmálafræði í skjóli sam- vinnuhreyfingarinnar og fram- sóknarmanna á meðan hvað harðast var sótt að almenningi með, að betra væri að vera rauður en dauður, m.a. hér á íslandi. Ólafur Ragnar og Jón Baldvin Hannibalsson hafa að undanförnu haldið fundi, þar sem þeir hafa verið að kynna fyrir almenningi hvað það væri, sem gæti sameinað jafnaðar- menn í landinu. Þessi samvinna þessara tveggja ágætu manna, sem eins og margir aðrir í ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar eru fulltrúar nýrrar kyn- slóðar í pólitík, hefur slævt mjög það uppgjör sem beið Alþýðu- bandalagsins eftir síðustu at- burði í Austur-Evrópu. Sam- kvæmt fyrrnefndri skoðana- könnun virðist Alþýðubanda- lagið hafa grætt á þessum hug- myndum formannanna, en Al- þýðuflokkurinn heldur áfram að tapa, enda er fortíð hans flekk- laus. Þeir ætla ekki einungis að gleyma því sem liðið er hjá Alþýðubandalaginu. Þeir eru þegar komnír með skikkju jafn- aðarmennskunnar á aðra öxlina og ætla að hafa hana þar á meðan élið stendur. Þannig hef- ur tilvist Ólafs Ragnars og upp- runi orðið m.a. til bjargar flokki hans í bili, fyrir utan þá vist- munalegu kenningu íhaldsins að ekki megi sparka í „hræið." Eiður vill ekki í flatsængina Lítið hefur heyrst frá Alþýðu- flokknum um þær nýju hug- myndir um jafnaðarstefnu sem þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin eru boðberar fyrir. Al- þýðublaðið er ekki stórt og kannski er þar ekki pláss fyrir jafn þýðingarmiklar hugmyndir og þær að sameina fyrrum gamla Moskuv-komma og krata, en þeir hafa verið þekktir að allt öðru en stórum kærleik. Það kærleiksleysi á sér þær sögulegu rætur, sem að vísu er búið að strika yfir samkvæmt kenning- unni um að nú skuli öllu gleymt, að Moskvuvaldið átti varla meiri fjandmenn á sínum tíma en Jafnaðarmenn. Þeir voru hinn lini leir, sem þvældist bara fyrir þeim sem kunnu skil á öllum vandmálum, eins og nú er komið í ljós eða hitt þó heldur. En nú á að endurskrifa söguna og byrja upp á nýtt. Eiður Guðnason, alþingismaður, er ekki allskost- ar sáttur við að Alþýðubanda- lagið sé ekki orðið annað en samsetningur af loftöndum án tengsla við jörðina. Morgunblaðið fer sér hægt í umræðum um þær breytingar, sem orðnar eru í Austur-Evr- ópu, og þá þýðingu sem þær kunna að hafa fyrir íslenska pólitík. Blaðið hefur eflaust hugann meira við hinar sögulegu sættir, sem í einn tíma voru boðaðar við þá, sem kenndu á götuhornum, að allt væri lygi sem Mogunblaðið hefði sagt um kommúnisman. Samt notar blaðið Staksteina til að hafa eftir öðrum ummæli um breytingarn- ar. Þannig kemst blaðið hjá því að vera sjálft borið fyrir skoðun- um. Þau eru alltaf viðkvæm kommamálin hjá Mbl., enda er haft fyrir satt að giftist hluthafar í Mbl. á annað borð út fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá sé aðil- ann að finna í Alþýðubandalag- inu. En hvað um það, þá birtist nýverið umsögn og tilvitnun í grein eftir Eið Guðnason í Stak- steinum, tekin upp úr Alþýðu- blaðinu. Þar sagði Eiður m.a.: „Ég hef ekki séð nein rök sem mæla með því að leggja niður Alþýðuflokkinn. Ef þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar vilja í eina sæng, þá er ég ekkert viss um að mig langi til að liggja þar með þeim. Ég held jafnvel að svo sé um talsvert fleiri." Þessi ummæli taka af allan vafa um afstöðu eins virtasta þingmanns Alþýðuflokksins. Honum skýst að vísu svolítið síðar, þegar hann gerir samasemmerki við skrif íhalds og krata um Sovét- kerfið. Borgaraflokkarnir í landinu gagnrýndu allir þetta kerfi, þótt Eiður kjósi að sleppa framsóknarmönnum. En við erum því vanir að kratar láti svona, enda hafa þeir Iengi verið á biðilsbuxunum við íhaldið og er vonandi að þær detti ekki niður um þá í ákafanum. Eiður minnist í sambandi við róg kommanna um krata árásar Þjóðviljans á Stefán Jóhann, þegar eina ferðina enn var gerð tilraun til að gera þennan fyrr- verandi forsætisráðherra lands- ins að föðurlandssvikara. Vegna þess hve Eiður er ánægður með íhaldið er vert að minna hann á, að það var Tíminn sem sam- stundis andmælti þessari aðför. Alþýðublaðið og Morgunblaðið voru eitthvað seinni að vakna og hljóta þau að vita skýringar á því. Umbótavilji sker á efnahagsaðstoð Eins og látið hefur verið síð- ustu dagana gæti fólk haldið að þungamiðja pólitískra átaka í heiminum hefði færst til Afríku og þó einkum til Suður-Afríku. Þetta er kannski eðlilegt, þar sem engan boðskap er að hafa frá Moskvu annan en yfirlýsing- ar um umbætur og sigra umbóta- sinnaðra frambjóðenda í þing- kosningum og kosningum til sveitarstjórna, sem fram fóru síðastliðinn sunnudag. Þá var kosið í Sovétlýðveldunum Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraníu. Flestir frambjóðenda voru flokksbundnir umbótasinn- ar og var haft eftir Gorbatsjov að kosningarnar mörkuðu tíma- mót. Boris Jeltsín bauð sig fram í Sverdlovsk og hlaut 80% at- kvæða. En málin ganga ekki í eins fljúgandi umbótafart í lönd- um þriðja heimsins, þar sem víða sitja að völdum stuðnings- menn gamla Moskvuvaldsins. Hrun kommúnismans í Austur- Evrópu veldur þessum valda- mönnum í Afríku og raunar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.