Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn OGC'Uaugardáguf 1Q; mars^ 1’990 UTLOND Kim ll-sung hinn ástkæri leiðtogi Norður-Kóreu afhendir syninum Kim Jong-il völdin á 78 ára afmælinu 15. apríl: Hinn mikli leiðtogi sest á helgan stein Kim Il-sung hinn „stórkostlegi og ástkæri Ieiðtogi“ Norður- Kóreu mun afhenda syni sínum Kim Jong-il völdin á 78 ára afmæli sínu IS.apríl og setjast á helgan stein eftir stórkostlegt ævistarf. „Hinn mikli leiðtogi“ Kim Il-sung mun þó ekki láta alveg af valdataumunum því hann mun áfram veita syninum góð ráð og verða „Deng Xiaoping Norður-Kóreu“, eins og japanska fréttastofan Kyodi orðaði það í gær er hún birti frétt af þessum fyrirhuguðum tímamótum. „Hinn stórkostlegi leiðtogi Kim II Sung forseti og hinn ástkæri Ieiðtogi, félagi Kim Jong II kanna hina nýju Rungna brú“. Þannig var textinn við þessa mynd af þeim feðgum sem birtist í Korea today, áróðursriti Norður-Kóreu- stjórnar. Myndin er í hefðbundnum áróðursstíl þeirra feðga, sonurinn bendir föðurnum á hið stórkostlega verk og faðirinn lítur með velþóknun á þá áttina. Að sjálfsögðu er ekki sýnt stórt kýli sem er hægra megin á hálsi hins „ástkæra leiðtoga". Þúsundir slíkra mynda hafa birst í norðurkóreskum blöðum undanfarna áratugi, enda hefur Kim II Sung lengi undirbúið alþýðu Norður-Kóreu undir það að Kim Jong II taki við forsetaembættinu. Kim Jong II mun loks hnjóta hnossið 15.apríl, 48 ára gamall. Ólga á svæðum blökku- manna í Suöur-Afríku: Fimmtán drepnir FRÉTTAYFIRLIT GENF - EFTA og Ungverjar munu að líkindum að skrifa undir samning um bætt við- skipti og stóraukna efnahags- samvinnu á næstunni. AUSTUR-BERLÍN Háttsettir embættismenn frá þýsku ríkjunum tveimur hittust í Austur-Berlín og ræddu í þrjár klukkustundir um fyrir- hugaða sameiningu þýsku ríkj- anna. BONN - Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra sagði að sameining Þýska- lands gæti ekki gengið eins hratt og Helmut Kohl kanslari vill að verði gert. Þá má geta þess að Mitterand forseti Frakklands hefur hvatt Kohl til að kveða fastar að orði um að landamærum Þýskalands og Póllands verði ekki breytt. PEKING - Eftir að hafa neytt tvær milljónir einkafyrir- tækja til að hætta starfsemi í fyrra segja kínversk stjórnvöld nú að einkarekstur í Kína sé staðreynd sem ekki verði breytt eigi eftir að jafna sig. MOSKVA - Aðskilnaðar- sinnar í Litháen kröfðust þess að þing Litháen lýsi yfir sjálf- stæði og aðskilnaði frá Sovét- ríkjunum nú um helgina. PORT-AU-PRINCE - Mótmælagöngur og fjölda- fundir voru haldnir gegn Prosp- er Avril forseta Haiti og bendir allt til þess að dagar Avrils í forsetastól séu brátt taldir. Kona hans er þegar komin til Bandaríkjanna. MEXÍKÓBORG - Átján manns, þar af þrír lögreglu- menn hafa verið drepnir í pólit- ískum átökum í suðvesturhluta Mexíkó ef marka má orð stjórn- arandstæðinga. Ríkisstjórnin sigaði lögreglu á fjölmenna fundi sem haldnir voru til að mótmæla meintu kosninga- svindli. Opinberir aðilar segja að fimm manns hafi fallið. OSLÓ - Meirihluti Norð- manna vill að dregið verði úr útgjöldum til varnarmála þar sem ekki sé lengur hætta á innrás frá Sovétríkjunum. Þetta er þvert á stefnu ríkis- stjórnarinnar sem hefur ákveð- ið að auka útgjöld til varnar- mála, mest NATO ríkja. Stjórnvöld í Pjongjang höfuðborg Norður-Kórcu höfðu áður tilkynnt að kosningingum til Æðsta ráðs þjóðarinnar hefði verið flýtt og þær haldnar 22.apríl, sex mánuðum fyrr en áætlað var. Vegna þessa höfðu sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu búist við einhverjum tíðind- um í stjórnmálum landsins. Reyndar höfðu flest sólarmerki í fjölmiölum Norður-Kóreu bent til þess að loksins ætti Kim Jong II að taka við völdunum af föður sínum. Enn meira hafði verið rætt um frægðarverk og dásemdir Kim Jong ll en áður, þó flestum utan Norður- Kóreu hefði þótt nóg um fyrir. Var honum þökkuð aukning í fram- leiðslu á neysluvörum, en tölur þar af lútandi birtust í fjölmiðlum í Norður-Kóreu í síðustu viku. Þá var mikið fjtillað unt nýja tegund blóma af begóníuætt sem framleidd hefur verið mcð kynblöndun og hlotið hefur nafnið „Kimjongilia" eftir hin- um verðandi forseta. Var básúnað hve hröð útbreiðsla þessa töfrablóms hefði orðið út um allar jarðir, allir blómaræktendur vilji „Kimjongi- liuna“ ræktað hafa. Kim II Sung, hinn sérstaki forseti Norður-Kóreu hefur ríkt af mikilli festu í landinu frá því árið 1948. Einangrun Norður-Kóreu þennan Það var varla búið að stilla til friðar í blóðugum innbyrðis átökum kristinna manna í Líbanon fyrr en að andstæðar fylkingar Shíta hófu að murka lífið úr hvor öðrum. Michel Aoun hershöfðingi sem stefndi sveitum sínum gegn kristnum trúabræðrum sínum í sfðasta mánuði hefur nú lýst því yfir að innbyrðis styrjöld kristinna manna sé liðin tíð. í framtíðinni verði deilumál þeirra leyst í friðsamlegum samningavið- ræðum. Aoun hafði varla sleppt orðinu þegar Hizbollah samtökin og Amall- iðar hófu að berjast af mikilli grimmd í suðurhluta Líbanon og í héruðunum suður af Beirút. Ekki er ljóst hvort mannfali varð í átökum þeirra í gær, en þeir skutu eldflaug- um, sprengjum og byssukúlum að hvor öðrum af miklum móð. Þeir bardagar voru ekki einu átök- in í Líbanon í gær því að ísraelar gerðu loftárás á stöðvar öfgafullra Palestínuskæruliða í norðurhluta Líbanon. Var loftárásin gerð óvana- lega norðarlega í Líbanon, en skot- markið voru bækistöðvar hins ill- tíma hefur verið gífurleg og hefur Kim 11 Sung beitt fjölmiðlum í áróðursskyni allan þennan tíma af miklum hagleik. Virðist vera að almenningur í Norður-Kóreu trúi því að hann lifi í Paradís á jörð og lífsgæðin þar séu einsdæmi í veröld- inni. Að sjálfsögðu hefur Kim II Sung leitt þessa þróun til paradísar. Hefur hann vísað vegin með svokallaðri Juche heimspeki, sem er einhvers- konarsambland af kommúnistískum fræðum og guðlegri dýrkun á leið- toganum. Hvort sonurinn Kim Jong II nær að halda þessari stefnu föður- ins áfram verður tíminn að leiða í ljós, en ljóst er í kjölfar þeirra breytinga sem orðið hafa í kommún- istaríkjum Austur-Evrópu gæti verk Kim Jong II orðið snúið. Telja flestir sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu að þrátt fyrir að sonurinn taki við forsetaembættinu af föðurnum, þá muni Kim II Sung ætla sér að halda föstum tökum um valdataum- ana. Efast reyndar margir um getu Kim Jong II í forsetaembættinu, enda herma sögur að Kim Jong II hafi helst áhuga á kvenfólki, sport- bílum og vestrænum kvikmyndum, en fjöllyndi, bílaeign og vestrænar kvikmyndir eru forboðnir hlutir í Norður-Kóreu. ræmda Ahmeds Jibril 60 km norður af Beirútborg. Árásin var greinleg hefnd fyrir för fimm palestínskra skæruliða innfyrir svokallaða örygg- islínu ísraela í Suður-Líbanon á fimmtudaginn. Skæruliðarnir fimm voru felldir. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í gær að banda- rísku herliði yrði beitt í mjög auknu mæli gegn eiturlyfjasmyglurum. Herinn mun beit mun fleiri herskip- um, flugvélum og njósnaloftbelgjum til að fylgjast með ferðum eiturlyfja- smyglara sem flytja kókaín og mar- íjúana frá Rómönsku Ameríku til Bandaríkjanna. Samkvæmt áætlun varnarmála- ráðuneytisins munu hermenn fá það Fimmtán menn voru drepnir í átökum blökkumanna í borginni Katlehong í Suður-Afríku í fyrri- nótt. Að auki voru hundrað og fimmtíu manns særðir í átökunum sem urðu á milli stríðandi hópa blakkra leigubílsstjóra sem deila um réttinn til að aka milli Katl- ehong og Jóhannesarborgar. Átökin voru sérlega grimmileg, en væringjar milli tveggja ættbálka spila inn í átökin sem staðið hafa hlutverk að rannsaka vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna, bæði gegnum hafnir og um landa- mærastöðvar á landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó. Þá mun eftirlit á Karabíska hafinu, Mexíkóflóa og Kyrrahafsströndinni verða stórauk- ið. Njósnaloftbelgirnir verða tengdir við NORAD radarkerfið sem er gífurlega öflugt viðvörunarkerfi gegn kjarnorkuvopnaárásum á meira ogminna í tvær vikur. Liggja um fjörtíu manns í valnum eftir þau átök. Ástandið ku vera þannig í Katlehong að stór hluti hinna 250 þúsund íbúa hafa farið fram á að suðurafrískir hermenn taki málin í sínar hendur og komi á lögum og reglu. Alls hafa því á þriðja hundrað manns fallið í átökum blökku- manna í Suður-Afríku undanfarn- ar vikur. meginland Bandaríkjanna. Alls hyggjast bandaríska stjórnvöld eyða 1,2 milljarði dollara í aðgerðir þessar. Reyndar hefur orðið nokkur árangur á baráttunni gegn eiturlyfja- smygli undanfarna daga. Bandaríska eiturlyfjalögreglan 4,5 tonn af kóka- íni í Kaliforníu í vikunni og frá Venezúela bárust þær fréttir að þjóðvarðliðið hefði komist yfir rúmt tonn af kókaíni í gær. Kristnir menn í Líbanon hætt- ir að berjast innbyrðis, en: Shítar hefja blóðbað á ný HERNUM BEITT AF HORKU GEGN EITURLYFJASMYGLI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.