Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. mars 1990
Tíminn 7
víða um heim umtalsverðum
áhyggjum. Pótt yfirleitt væri
ekki litið á ríki þriðja heimsins
öðruvísi en sem peð í stórvelda-
skákinni á milli Washington og
Moskvu, fylgdu ýmis þægindi
ví að fylgja Moskvu að málum.
áratugi nutu þessi ríki hernaðar
og efnahagsaðstoðar frá Moskvu
væru þau dygg að ganga eftir
línu Marx-Lenínismans. Á sama
tíma og afgangurinn af heimin-
um gapir af ánægju yfir póltísk-
um og efnahagslegum breyting-
um í Austur-Evrópu síga ríki
þriðja heimsins stöðugt neðar á
lista alþjóðlegrar forgangs-
röðunar. Ný viðhorf valdhafa í
Sovétríkjunum í utanríkismál-
um valda viðskiptavinum þeirra
mestum kvíða. Hin friðvænlegu
viðhorf stórveldanna hafa dreg-
ið úr áhuga andstæðinga þeirra
á svæðisbundnum stríðum eða
stuðningi við leiðtoga valta í
sessi. Sovétríkin eiga sjálf í gíf-
urlegum fjárhagslegum erfið-
leikum, og hafa ekki lengur
áhuga á áætlunum sem kosta
þau árlega 19 milljarða dollara í
fjarhagsaðstoð við ríki þriðja
heimsins. Tveir þriðju af þessari
upphæð fara til hernaðaraðstoð-
ar. Minnst af þessu er endur-
greitt og tekjur því litlar sem
engar. Þetta þýðir óhjákvæmi-
lega að stuðningsríki Moskvu í
Asíu, Afríku og Austurlöndum
nær freista þess að leita annað
þegar sjóðir þeirra fara að
tæmast.
Bændur börðust
________til landa________
Hafi þungamiðja þeirrar bar-
áttu sem er framundan færst yfir
á þriðja heiminn við friðsamlegri
samskipti stórveldanna, og að í
staðinn fyrir hernaðarhjálp
verði boðin ný hugmyndafræði í
samræmi við glasnost og peres-
trokju, má aiveg eins leyfa sér
að álíta að hin nýja Moskva,
verði hún einhvers megnug,
verði m.a. að hluta staðsett í
Suður-Afríku. Afríska þjóðar-
ráðið undir stjórn Nelsons
Mandela og félaga hans, eru
öðrum þræði pólitísk samtök,
og ekki annað vitað en Mandela
hafi talist til kommúnista. Þjóð-
arráðið stefnir ekki einungis að
sjálfsögðum mannréttindum
heldur líka að yfirráðum í land-
inu. Af mannúðarástæðum,
frekar en pólitískum, má telja
næsta fullvíst að samúð fjöl-
miðla haldi áfram að safna glóð-
um elds að höfði de Klerk,
forseta Suður-Afríku og stjórn
hans. Búseta hollensku bænd-
anna á suðurodda Afríku (Kap-
staten) á sér langa sögu. Þar
hafa þeir sjaldan setið baráttu-
laust. Hollenska austur-indía-
félagið stofnaði nýlenduna,
Kapstaten, eða Höfðaborg
1652. Upp úr því var suðvestur
hluti Höfðalandsins numinn af
• bændunum. Þeir voru flestir frá
Hollandi. Hluti kom frá Norður-
Þýskalandi og hluti var franskir
Hugenottar. Á svæðinu var
eitthvað af Búskmönnum, sem
þeir ýmist útrýmdu eða gerðu að
þrælum. Þannig léku þeir einnig
Hottentotta sem voru þarna.
Um 1737 höfðu þeir fært sig til
austurs og lentu þá í stríði við
Kaffa, en meðal þeirra voru
Zulumenn illskeyttastir. Aust-
ur-indíafélagið studdi lítið við
bakið á landnemunum. Þeir
höfðu því ekki teljandi á móti
því þegar Bretar tóku við yfir-
ráðum í nýlendunni (1795), og
undu sæmilega við ráðsmennsku
þeirra í um 39 ár eða þangað til
Bretar afnámu þrælahald og
lögðu á skatta. Þá skáru Búarnir
um herör. Þeir kölluðu sig Afr-
ikaaner og héldu í sína fyrstu
„Voortrekken“ (herför). En það
var sama hverja þeir unnu, eins
og Dingan Zulu-höfðingja.
Breta komu á hæla þeim og
lögðu lönd þeirra undir breskri
krúnu og lýstu þá sjálfa breska
þegna. í Búastríðinu um síðustu
aldamót, þegar Búar börðust
fyrir landi sínu við Breta, nutu
Búarnir mikillar samúðar hér á
landi, einkum meðal yngra
fólks, sem þótti yfirgangurinn í
Bretum alveg nógur. Síðan er
kunn í sögunni nöfn á ýmsum
leiðtogum Búa, sem þóttu sýna
sérstakt baráttuþrek og styrk í
þessari hörðu baráttu. Meðal
þessara nafna var Kruger, en við
hann er í dag kennd sérstök
myntslátta úr gulli, kölluð Kru-
ger-Rand. Þá er nafnið Botha
vel þekkt enn í dag, en tveir með
því nafni voru í síðustu stjórn
landsins. Aðrir af leiðtogum í
Búastríðinu hétu Steijn, Dewet,
Cronie og Viljoen. Eflaust eru
afkomendur þessara manna, og
með nöfnum þeirra, enn við lýði
í Afrikaaner-ríkinu.
Allir gestir í landinu
Afríska þjóðarráðið stendur
nú frammi fyrir aðgerðum, sem
kalla má síðasta spölinn áður en
það jafnrétti næst sem litaðir
menn í Suður- Afríku stefna að.
Eins og hollensku bændurnir,
eru litaðir menn að langmestu
leyti aðkomufólk, sem sóst hefur
eftir vinnu í þessu hvítra manna
landi Búanna. Nelson Mandcla
er aðkomumaður eins og Búarn-
ir. Eigi að ræða um raunveruleg-
an borgaralegan rétt í landinu
verða menn að taka upp ártölin
og stafa sig áfram. En um þann
rétt þýðir lítið að spyrja. Aug-
ljóst er að á Afríku er litið sem
land þeldökkra manna, og þeir
hvítir menn sem þar eru munu
að langmestu leyti vera afkom-
endur þeirra sem gerðust sjálf-
skipaðir herrar á nýlendutíma. í
Afríku voru Bretar, Frakkar,
Þjóðverjar, Portugalir og Belgar
helstu herraþjóðirnar um tíma.
Þeir komu allir við sögu löngu
eftir að Búarnir settust að í
Höfðalandi. Auðséð er á stefnu-
miðum Afríska þjóðarráðins og
boðskap Nelson Mandela, þegar
honum var sleppt úr fangelsi, að
hnigið er fast að sólsetri yfirráða
hvítra manna í Afríku. Þau
verða lögð niður með illu eða
góðu. Þannig hefur hvert Afr-
íkuríkið á fætur öðru risið upp
gegn yfirrráðum hvítra. Zimb-
vabe, áður Ródesía, varð að
ganga aftur á hendur þeldökkra
manna. Portugalir héldu heim
frá Angola. Yfirráð Frakka í
Alsír enduðu með ósköpum og
nú er komið að Suður-Afríku.
Letrið hefur verið skrifað á
vegginn. Þótt flest hin nýfrjálsu
ríki Afríku hafi gengið Moskvu-
valdinu á hönd gegn því að
Sovétríkin sæju þeim fyrir
aðstoð, virðast horfur á því að
þær breytingar sem nú eiga sér
stað í föðurlandi kommúnism-
ans þýði, að Afríkuaðstoðin
standi ekki lengur til boða. Þá er
ljóst hvað Suður-Afríku snertir,
að meirihluti atkvæða þeldökkra
manna, aðfengnu jafnrétti, mun
á einni nóttu taka yfirráðin af
núverandi valdhöfum landsins.
Afrikaaner mun vakna upp við
það að litið er á hann sem gest í
landinu, og það af þeim sem eru
litlu minni gestir á landssvæðinu
en þeir. Aftur á móti verður því
ekki neitað að Afríka er land
hinna þeldökku.
Frá Angola gátu Portugalir
haldið heim. í Rodesíu gátu
Bretar haldið heim, þeir sem
það kusu. í Suður-Áfríku geta
hvítir menn ekkert farið. Þótt
forfeður þeirra hafi verið bænd-
ur í Hollandi fyrir þremur og
hálfri öld á Afrikaaner ekkert
annað föðurland en Suður-Afr-
íku. Það er eins og baráttan fyrir
jafnrétti, en því er erfitt að
mótmæla, hafi verið sótt af slíku
kappi af þeldökkum og hvítum
mönnum langt utan Suður-Afr-
íku, að aldrei hafi verið hugsað
fyrir því, að Búarnir, sem hvað
eftir annað urðu að berjast fyrir
landi sínu, hafa ekki að neinu að
hverfa. Til viðbótar kemur svo
að það verða ekki Sovétríkin
sem senda peninga til Mandela,
eins og líklegt hefði verið talið.
Ætli það falli ekki Bandaríkjun-
um í skaut að veita Suður-Afr-
íku og öðrum Afríkuríkjum
efnahagsaðstoð í framtíðinni,
þjóð sem á eina af ljótu sögunum
í samskiptum við fólk af öðrum
litarhætti en hvítum.