Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. mars 1990
Tíminn 25
lllllllllllllllllllllllllll MINNING IIIIIIIIIIM
Jórunn Bjarnadóttir
Hinn 2. mars lést í Reykjavík
Jórunn Bjarnadóttir, fyrrum ljós-
móðir á Akureyri, níræða að aldri,
fædd á Geitabergi í Svínadal, hinn
9. febrúar 1900.
Starfsdagur Jórunnar á Akureyri
var langur og erfiður, en hún var
ljósmóðir í öðrum stærsta bæ í
landinu, snjóþungum og mjög á
brattann að sækja, áratugum saman
og bíllaus öll þau ár sem annir voru
mestar. Áhugamálum sínum, sem
voru andleg líknarstörf og sálarrann-
sóknir, helgaði hún krafta sína þegar
um hægðist og fæðingum í heimahús-
um fækkaði ár frá ári er fæðingar-
deild var komin á Fjórðungssjúkra-
húsinu. Liðu þó mörg ár uns starf
ljósmóður Akureyrarbæjar var lagt
niður. Flutti hún þá til Reykjavíkur
og hefur verið þar síðan, lengst af á
Freyjugötu 1, í námunda við systkini
sín og frændfólk. Hún var Borgfirð-
ingur að ætt og uppruna og átti ekki
skyldmenni nyrðra, nema síra Sig-
urð á Möðruvöllum, og voru þau
frændur að öðrum og þriðja, og svo
hin síðari árin er bróðurdóttir
hennar, Kolbrún Bjarnadóttir kenn-
ari, var orðin húsfreyja á Ysta-Felli
í Kaldakinn, og undir lokin nyrðra
Elísa Jónsdóttir, sem kom til Jór-
unnar frænku sinnar sem bræður
hennar fyrr, en varð um kyrrt. Hún
er nú látin, ung frá manni og
börnum.
Foreldrar Jórunnar voru hjónin
Bjarni Bjarnason og Sigríður Ein-
arsdóttir er ást höfðu 1894 og bjuggu
fyrstu 5 búskaparárin í Katanesi á
Hvalfjarðarströnd, en frá fardögum
1899 á Geitabergi í Svínadal, þar
sem þau gerður garðinn frægan í
orðsins fyllstu merkingu með frá-
bærri fyrirgreiðslu á umferðar- og
áningarstað þess tíma, er þjóðleið lá
um Geldingadraga. Heimilið var
stórt og fjölskyldan glaðvær og ein-
huga í hjálpsemi og félagsveru, en
bókmennt í hávegum höfð og
skáldamál og sungið við stofuorgel-
ið. Bjarni á Geitabergi lærði ungir
orgelleik og sungu böm hans af list,
einkum Bjarni læknir sem alkunnugt
var, og Björg, er söng með Dóm-
kórnum og í Hallgrímskirkju. Þar
var Bjarni ræktunarmaur, en kýr
margar á svo fjölmennu heimili og
gestkvæmt. Fjárbú var og stórt,
enda er Geitaberg góð fjárjörð, land
viði vaxið og beitarsæld, en silungs-
veiði til umtalsverðra hlunninda.
Enn var það, auk risnunnar, sem
gerði Bjarna svo minnisstæðan
ferðamönnum að víða getur, prútt
skegg er náði í beltisstað. Bar hann
nefndarmaður í Strandarhreppi,
oddviti um 30 ára skeið, hreppstjóri
og sat í landsdómi. Voru þau hjón
samhent, enda nær jafnaldra, syst-
kinabörn og nágrannar, hún dóttir
Einars Ólafssonar og Sigríðar
Helgadóttur í Litla Botni í Hvalfirði
Erlingssonar, hann sonur Bjarna
Helgasonar í Stóra Botni Erlings-
sonar og konu hans Jórunnar Magn-
úsdóttur frá Þyrli.
Átthagatryggð og ættrækni var
ríkur þáttur í skapgerð Jórunnar.
Var það sjaldan, þó að oft bæri
fundum saman nyrðra, að ekki væri
rakin minning frá Geitabergi, en
hemii bernskuheimilið kært og æsku-
stöðvarnar hugfólgnar. Faðir hennar
lést úr lungnabólgu á gamlárskvöld
1924, en Sigríður náði háum aldri og
var löngum á sumrunt á Geitabergi,
þar sem Steinunn dóttir þetta og
maður hennar, Jón Pétursson frá
Draghálsi, tóku við búi. Átti gamla
húsfreyjan frá Geitabergi heimili
hjá Sigríði dóttur sinni framan af, er
hún var flutt til vetursetu í Reykja-
vík, en síðast hjá Björgu. Hún dó
vorið 1955 á 89. aldursári.
Tildrög þess að Jórunn réðst til
ljósmóðurstarfa á Akureyri voru
þau að Bjarni bróðir hennar var þar
læknir og fékk hana til að fylla
vandfyllt skarð í hinu fjölmenna
ljósmóðurumdæmi. Fór Jórunn
norður 1929 og mun hvorugt þeirra
hafa grunað að yrði til svo langrar
frambúðar er raun varð á, en hún
flutti ekki frá Akureyri fyrr en 1968.
Bjarni læknir hvarf að störfum syðra
vorið 1933 eftir 5 ára veru á Akureyri
frá Geitabergi
en Jórunn gegndi starfi sínu svo
lengi sem bæjarbúar þörfnuðust
bæjarljósmóður sem fyrr segir. Mun
hún hafa tekið á móti um 3 þúsund
börnum. Hún var fámál um Ijósmóð-
urstarfið og leit á það sem heilagt
þagnarmál, en engum gat dulist,
einkum fyrsta áratuginn, er mjög
var misskipt kjörum fólks og áhrif
kreppunnar mest, að þungt var fyrir
fæti og aðstæður víða erfiðar.
Gönguleiðir eru langar inn í Fjöru
og upp á Brekkur, og enda þótt hún
eignaðist bíl á eftirstríðsárunum var
að honum takmarkað gagn langa
snjóavetur.
Hin algenga umsögn „heppin ljós-
móðir“ er of hversdagsleg lýsing á
ævistarfi Jórunnar Bjarnadóttur.
Bæði var það, hve afar mörg börnin
voru sem hún tók á móti og reikn-
ingslega séð sjaldgæft að út af bæri,
hvað þá að illa tækist til, því að hún
hafði læknishendur trúar og líknar
og sá vandkvæðin fljótt og lét án
tafar kalla til lækni. Þegar henni var
hrósað fyrir skjóta hjálp og örugg
viðbrögð minntist hún allra hinna
mörgu sængurkvenna og ljósmæðra
í afskekktum sveitum og víðs fjarri
læknisþjónustu. Hún var af hjarta
lítillát um starf sitt og þakkaði Guði
gæfuna þegar heilbrigt barn var
skilið frá heilli konu. Þær fundu til
friðandi trausts í návist Jórunnar
ljósmóður og andleg áhrif hennar í
öllum hlýleik og orðlausum bænar-
styrk megnuðu mikils. Þá sjaldan að
vikið var að starfi hennar var auð-
heyrt að hún þakkaði í lotningu allt
hið mikla sem vel fór, æðri hand-
leiðslu, og hún leit á hverja fæðingu
sem sjálfstæðan þátt í kraftaverki
lífkeðjunnar.
Þegar um tók að hægjast og at-
burður fæðingarinnar fluttist á meir
af heimilinu á sjúkrahúsið, gafst
bæjarjósmóðurinni tóm til að rækta
garð sinn að Hríseyjargötu 13 og
njóta heimilis þeirra Bjarna, einka-
barns hennar úr skammæju hjóna-
bandi þeirra Jóns El. Jónssonar
vélstjóra. Hún var heimakær, líklega
enn frekar eftir brunann í Jerúsalem
þar sem hún hafði verið leigjandi og
misst heimili sitt og efnislega aleigu,
og svo vanaföst, e.t.v. vegna hins
þreytandi eril og fjölbrigða, að hún
settist alltaf í sama stólinn þegar hún
kom til vina sinna - og meir af skyldu
og kurteisi en nokkurri löngun. Lét
hún þá lítið fyrir sér fara en stafaði
góðvild og ljúfmannlegu tilliti kring-
um sig. Hún leitaði eftir friðsæld og
forðaðist háreisti. Sjálfri lá henni
lágt rómur og duldist það ekki að
hún vildi síður trufla þann skynheim
sem aðeins fáir verða vísir og fæstir
nema einstaka sinnum.
Ævivinir hennar voru grannar á
Bjarmastíg, Árni Guðmundsson
læknir og Ingibjörg Guðmundsdóttir
kona hans og þau Arnþór Þorsteins-
son og Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir.
Þegar læknishjónin fluttu suður eftir
21 árs veru á Akureyri við niikinn
söknuð Jórunnar, voru þær Guð-
björg þegar tengdar nánu félagi í
miðilssambandi Guðrúnar Sigurðar-
dóttur frá Torfufelli. Unnu þær við
líknar- og hjálparstörf við fyrirbæn
göfgandi veru sem hljótt var um en
þakkað og blessuð af honum mörgu
er nutu. Athygli alþjóðar vakti hins
vegar þegar ritverkið Ragnheiður
Brynjólfsdóttir 1-11 kom út 1973-
1974, skráð eftir segulbandsupptök-
um úr miðilssambandi Guðrúnar og
var jafnt aðdáendum og gagnrýn-
endum Ragnheiðar sögu, sem þó
fóru flestir varlega, hulin ráðgáta,
sem vonlegt var, enda er þessi hug-
stæða harmsaga hér sögð á ljósu en
yfirgripsmiklu máli við andlegt ris og
afhjúpað hversdagslífið. Hina löngu
og merkilegu framhaldsfundi, er sag-
an var sögð, sátu einni aðrir nánustu
vinir þeirra Jórunnar og aðstoðar-
fólk Guðrúnar miðils og skal þar
getið Nönnu Ingjaldsdóttur og Stef-
áns Eiríkssonar. Eindrægni þeirra
allra og trúnaður var Jórunni svo
mikils virði að hún mun hafa verið
nokkru lengur á Akureyri en ella.
Að sönnu fýsti hana suður
þangað, sem systkini hennar voru og
nánasta skyldulið. Hún var frænd-
rækin með afbrigðum og að árunum,
er hún fór norður, átti hún þar ekki
skyldmenni, nema Bjarna lækni og
Sigurð eins og fyrr segir. Allt eins og
faðir minn var eini frændi Jórunnar
ljósmóður í grennd við Akureyri,
var hún eina frænka okkar systkin-
anna nyrðra, því að móðir okkar var
einnig að sunnar. Bundumst við
henni því enn nánari vináttuböndum
og nutum órofa tryggðar hennar og
traustrar vildar ríkulega.
Fyrir allar góðar stundir löngu
horfinnar samtíðar norður við Eyja-
fjörð skal þakkað í hugkyrrð þeirrar
vitundar, að „sálin er svo sem að láni
samtengd við lt'kamann" - og eins og
síra Hallgrímur segir einnig að mikill
er ntunur heims og himins, sá má
heimi neita sem himins vill leita.
Ágúst Sigurðsson á Prestsbakka
Tilboö óskast í röntgenbúnað fyrir Landspítala og
Vífilstaðaspítala. Útboðsgögn eru afhent á skrif-
stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu
berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 24. apríl
1990 merkt: „Útboð 3571 A+B þar sem þau verða
opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
IIMNKAUPASTOFNUN RIKISINS
__BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Jörð til sölu
Jörðin Runná Beruneshreppi, Suður-Múlasýslu er
til sölu. Allar upplýsingar gefa Guðni Einarsson
oddviti Hamraborg sími 97-88129 og Helgi Þ.
Jónsson varaoddviti Urðarteigi sími 97-88928.
Oddviti Beruneshrepps
Félagsmálaskóli
Framsóknarflokksins
Stjórnmálanámskeið
Gissur Péturss. Þórður Ingvi Helgi Péturss. Egill Heiðar
«Jón Helgason Bolli Héðinsson Áslaug Btynjólfsd. Jón Kristjánss.
Hermann Sveinbjörnss. Steingrímur Hermannss. Ásta R. Jóhannesdóttir
Dagskrá:
Mánudagur 19. mars
Kl. 20:00 Setning
Gissur Pétursson, form. SUF
Kl. 20:15 Stjórnsýslan • uppbygging
Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnsýslufr.
Kl. 21:30 Fjölmiðlar og stjórnmál
Helgi Pétursson, fjölmiðlafræðingur
Miövikudagur 21. mars
Kl. 20:00 Félagsstörf - fundarsköp
Egill Heiðar Gíslason, fulltrúi
Kl. 21:30 Landbúnaður - framtíð
Jón Helgason, alþingismaður
Fimmtudagur 22. mars
Kl. 20:00 Efnahagsmál - hagstjórnartækni
Bolli Héðinsson, efnahagsráðgj. rlkisstj.
Kl. 21:30 Menntakerfið - vakandi eða sofandi
Aslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri
Mánudagur 26. mars
Kl. 20:00 Umhverfísmál - málefni framtíðar
Hermann Sveinbjörnss.on
aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra
Kl. 21:30 Alþjóðastjórnmál - þróun
Ásta R. Jóhannesdóttir,
form. utanríkismálan. Framsóknarflokksins
Miðvikudagur 28. mars
Kl. 20:00 Framsóknarflokkurinn - innra starf
Sigurður Geirdal,
framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins
Kl. 21:30 Stjórn fiskveiða - framtíð sjávarútvegs
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
Fimmtudagur 29. mars
Kl. 20:00 Heilbrigðiskerfið óbreytanlegt?
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
Kl. 21:30 Sveitarstjórnamál - nánasta umhverfið
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi
Sunnudagur 1. apríl
Kl. 14:00 Skoðunarferð um Alþingi
starf þess og uppbygging
Jón Kristjánsson, alþingismaður
Kl. 16:00 Stjórnmál framtíðarinnar
Island framtíðarinnar
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
Kl. 18:00 Afhending skírteina - skólaslit
Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá
Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundardóttur.
Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík