Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 10. mars 1990 Pórhildur Porleifsdóttir Alþingiskona ræðir um bar- eittu kvennagegn klámi og kynferðislegu ofboldi: Konur vilja ekki láta misnota og kvelja sig Klám og klámmyndir og -myndbönd hafa verið f ramarlega í fréttum undanfarinnar viku. Það vakti verulega athygli er Konur gegn klámi gengust fyrir sýningu klámmyndbands á Hótel Sögu fyrir valin hóp fólks til að vekja athygli yfirvalda á hvers konar hryllingur er á boðstólum hér á landi þrátt fyrir lögbundið bann við útbreiðslu efnis af þessu tagi. Þórhildur Þorleifsdóttir Alþingiskona Kvennalistans er í helgarviðtalinu aö þessu sinni. Við ræddum við hana um klám og kynferðislegt ofbeldi. Flestir talsmenn hópsins Konur gegn klámi eru tengdir Kvennalistanum og þar sem flest- allir geta verið sammála um að gróft klám af því tagi sem sýnt var á Hótel Sögu sé andstyggilegt og óæskilegt þá spurðum við Þórhildi hvort Kvennalistinn sé að taka klámmálið upp á sína arma nú skömmu fyrir sveitastjórnakosningar til að breiða yfir stjórnmálalega málefnafá- tækt sína: „Vissulega eru margar af Konum gegn klámi úr röðum Kvennalistans án þess þó að ég hafi á því einhverja tölu. Það er algengt að konur kjósa að koma til ýmissa sérstakra verkefna og vera ekki beinlínis í pólitík. í þessu tiltekna máli skiptir mestu að konur eru að sameinast gegn ofbeldisverkum í garð kvenna. Getsakir um málefnafátækt Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart ímyndunarafl þeirra sem sífellt eru með getsakir um málefnafátækt annarra. í fyrsta lagi eru Samtök kvenna gegn klámi stofnuð fyrir nokkrum árum og hafa áður staðið fyrir aðgerðum. Þannig er það ekkert nýtt að þau láti mál til sín taka. Barátta kvenna gegn klámi hefur alltaf og alls staðar samtvinnast frelsisbar- áttu kvenna. Menn geta kallað það mál- efnafátækt að lagt sé til atlögu við það misrétti og ofbeldi sem konur sæta. Ég lýsi undrun á þeirri andlegu fátækt að láta sér detta í hug að konur séu að reyna að slá sér upp á málum sem þessum." - Hvað er klám og hverju er barist gegn? „Það er oft skilgreint nokkurn veginn þannig að þegar blíða ástúð og ábyrgð fylgir athöfnum sé varla að ræða um klám. Til éru einnig opinberar skilgrein- ingar en auðvitað er til visst grátt svæði þar sem áhöld eru um hvort um sé að ræða klám eða list. Á hinn bóginn er síðan ógrynni af efni sem engum blandast hugur um að sé klám. Þetta myndbrot sem gaf að líta á Hótel Sögu fyrr í vikunni held ég áð enginn með fullum sönsum geti haldið fram að sé annað en viðbjóðs- legt klám og viðbjóðslegt ofbeldi. - Þá komum við aftur að gráa svæðinu. Er það þá klám sem sýnt var á Stöð 2 og dómur féll út af? „Ég sá ekki sýningar Stöðvar 2 og er heldur ekki vel heima í myndum af þessu tagi en lítum á málin í stærra samhengi: Ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki er hægt að setja lög og reglur sem ná yfir alla skapaða hluti. Þó ætti að vera hægt að skapa það viðhorf að það sé ekkert í lagi að eihhverjir kallar hópi sig saman og horfi á hroðalegt ofbeldi gegn konum eða börnum. Menn réttlæta slíkt fyrir sjálfum sér með ýmsu móti en ég verð að segja eins og er að ég skil ekki hvernig þeir geta horft framan í hvern annan. Konan sem hvert annað húsgagn Hvar mörkin liggja milli kláms og erótíkur er mjög vandsvarað og ég kann ekki svarið fremur en aðrir við því hvar þau liggja. En sitt hvoru megin við það sem ég kallaði áðan gráa svæðið eru tilvik sem allir geta sæst á að séu annaðhvort utan eða innan velsæmismarka. Ég dreg þó enga dul á að mér finnst að karlmenn sérstaklega fari oft offari í listsköpun í því að fara rækilega yfir kvenlíkamann og fara með hann að vild í nafni listarinn- ar og þótt slíkt sé oft langt í frá meiðandi, þá efast ég oft á tíðum um listræna nauðsyn þess. Ég tel að allt beri þó að sama brunni í þessum efnum, jafnt þegar um list er að ræða eða ofbeldi og klám af andstyggileg- ustu gerð: Líkami konunnar er notaður sem hver annar hlutur sem gripið er til og alltaf er látið líta svo út sem konan hafi ánægju af nánast hverju sem er. Skilaboðin eru ótvíræð: Karlmaðurinn má gera hvað sem hann vill við þá sem hann hefur líkamlega yfirburði yfir, hvort sem það eru konur eða börn og hinir minni máttar eiga bersýnilega að njóta þess að láta pína sig, meiða og kvelja. - Þið hafið gagnrýnt dómsvaldið fyrir aðgerðarleysi í klám- og ofbeldismálum. Það hefur þó gripið til aðgerða þótt oft hafi því verið legið á hálsi fyrir að taka á minni málum en látið þau stærri eiga sig, sbr. sýningar Stöðvar 2 annars vegar og heimsendingarþjónustu á klámi og sér- stakar klámdeildir myndbandaleiganna, Hvað er klám? „ Auðvitað skýtur dómsvaldið sér á bak við það að skilgreiningar skorti á því hvað sé klám. Ef áhugi væri fyrir hendi væri þó hægur vandi að bæta þar úr. Skortur á skilgreiningum ætti varla að þurfa að koma í veg fyrir að tekið verði á hinum augljósu hlutum. Við vitum að hægt er að fá svæsnar klámmyndir á næstum hvaða myndbandaleigu sem er. Við vitum fyrir víst að verið er að sýna slíkt efni í kapalkerfum fjölbýlishúsa. Við vitum líka af konum sem vilja stöðva þetta en eru algerlega vanmáttugar vegna þess að búið er að skapa það almennings- álit að í nafni frelsis og frjálslyndis eigi fólk að taka þátt í hverju sem er og þeir sem það vilji ekki séu einhverjar teprur eða þvílíkt. Ef þú ert ekki með í „fólkið vill" kórnum þá er um leið sagt við þig að þú sért gamaldags, leiðinleg og púkó. Er ekki einmitt nú verið að spyrja hvort þetta séu ekki nokkrar fúlar kellingar sem þola ekki neitt og eru að væla eitthvað að ástæðulausu? Þar með er búið að setja stimpilinn á: Við erum bara kellingar sem sennilegast er að hafi aldrei náð sér í karlmann og eru bara svekktar. Það sé nú eitthvað annað en þær víðsýnu sem þora sjálfar að velja og hafria." Mega karlar líka vera með? - Er það eingöngu bundið við konur að hafa andstyggð á klámi? Eru ekki karl- menn útilokaðir frá því að taka þátt í starfi baráttuhóps gegn klámi? „Auðvitað geta allir lagt góðum málum lið og ef menn setja fyrir sig einhver formsatriði hafa þeir einfaldlega ekki nógan áhuga á málinu. Það er sagt að konur horfi líka á klámmyndir. Ég held að þær séu meira eða minna lokkaðar til þess í skjóli einhvers svokallaðs almenningsálits því að staðreynd er að í þessum myndum er sífellt verið að nauðga og misþyrma og þjösnast á konum. Skilaboðin eru alveg ljós: Þetta er gert fyrir karla til að sýna þeim hvernig hægt er að fara með konur. Það er óhugnanlegt að þetta skuli vera eftirsótt markaðsvara. Það er þó verið að laumast með þetta á bak við og verslun og útleiga á þessu efni fer ekki fram fyrir algerlega opnum tjöldum sem er á vissan hátt gott því það sýnir að einhverjum finnst þetta athuga- vert og einhverja sektarkennd hafa menn þó. Þjónusta þessi væri þó ekki fyrir hendi ef engin væri eftirspurnin. Ég býst fast- lega við að meirihluti klámneytenda séu karlmenn, enda er efnið allt stílað upp á þá. Hér hafa engar athuganir verið gerðar á hverjir þeir eru en erlendar rannsóknir sýna að þeir eru að stórum hluta til venjulegir miðaldra heimilisfeður. Konur eru sem óðast að átta sig á því að visst samhengi er á milli hins öfgafulla ofbeldiskláms sem algengt er í myndum af því tagi sem við erum að tala um og þess ofbeldis sem konur mæta í daglegu íífi: Er ekki konum gert að vinna fyrir lægri laun en karlmenn? Það er stað- reynd. Þá er það viðurkennd staðreynd að í okkar að mörgu leyti ágæta þjóðfé- lagi býr fjöldi kvenna við mikla vinnu og jafnvel þrældóm með alvarlegum af- leiðingum fyrir sjálfar þær og börn þeirra. En þetta þykir bara allt í lagi í það heila tekið. Einmitt þetta er brot af þeim þanka að konur séu bara til brúks. Ég tek þó skýrt fram að klám og launaójöfnuð er ég ekki að leggja að jöfnu þótt hvort tveggja séu hlutar af þeirri vanvirðu og vanmati sem konur þurfa við að búa?" Er klám ö ryggisventll? - Því er stundum haldið fram að klám og klámmyndir sé viss öryggisventill og við það að horfa á þær fái menn útrás og beiti konur síður ofbeldi? „Ég held að flest bendi til að þetta sé alveg þveröfugt. Það geti einmitt örvað einstaka menn með skerta sjálfsmynd sem og óharðnaða unglinga til finna einhvers konar upphafningarleið gegn um þetta. Enda hefur það oft sýnt sig þegar ofbeldisglæpir hafa verið framdir, að í mörgum tilfellum er að finna beina samsvörun við t.d. myndbönd. Þá geta klámmyndir ýtt undir þær hugmyndir illa þroskaðra einstaklinga að konur vilji láta misþyrma sér og njóti þess. Einnig hlýtur að vera afar óæskilegtað t.d. börn og unglingar fái gersamlega brenglaða mynd af ást og blíðu, eða hyað við köllum þann samruna tveggjá einstak- linga sem allir virðast sækjast eftir, ekki bara kynlífsins eins vegna, heldur líka vegna margskonar annarra tilfinninga sem eru hluti af samlífi tveggja aðila. Klámið hlýtur að hafa skaðleg áhrif. Sú ofbeldisdýrkun sem kemur fram í mörg- um kvikmyndum og fréttum sjónvarps og í kláminu hlýtur smám saman að draga úr siðferðisstyrk fólks. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni. Hvenær erum við komin niður fyrir tilfinningalegt frostmark? Við sjáum ár- angurinn fyrir okkur hér á íslandi ekki síður en annars staðar og það er engin lausn að fjölga í lögreglunni. Það sem fólkið vill - En er ekki ofbeldið það sem fólkið vill? Ég efast um það. Ég veit ekki hvaða öfl það eru sem sífellt eru að tala um að fólkið vilji þetta eða hitt. Það heyrist aldrei sagt að fólkið vilji tónlist eða leikhús. Staðreyndin er þó sú að tugþús- undir flykkjast á tónleika - í leikhús á hverju ári. Hér í Reykjavík sækja hátt í 10 þúsund manns stundum listviðburði um hverja helgi. Hverjir eru það þá sem sífellt eru að tala um að fólkið vilji þetta og hitt og alltaf virðist vitna til þjóðarvilja í nafni lágkúrunnar, - heimtar eitthvað sem jafnvel er seigdrepandi sálarmorð, allt frá Dallas og niður í argasta ofbeldi og klám? Ég hugsa með ótta til þess hverjar siðferðisviðmiðanir nútímabarna verða með sama áframhaldi þegar þau vaxa upp, eða hverjár verða viðmiðanir barna þeirra? Það er ekki hægt að skella uppeldis- ábyrgðinni eingöngu á foreldrana því að uppeldi fer ekki fram í einangrun inni á heimilinu. Það skiptir því máli hvað sýnt er í sjónvarpi, á kvikmyndahúsum og hvað stendur í blöðum o.s.frv." Úlfur, úlfur - En varðandi ofbeldi gegn konum og kynferðislega áreitni: Hafa ekki samtök kvenna fallið í þá gryfju að gera meira úr slíku en efni standa tii? „Ég vil ekki fara að nefna neinar hlutfallstölur og deila um þær enda engin ástæða til þess. Það má vera ljóst að hvort sem 15, 17 eða 20% kvenna eða barna hafa þurft að þola kynferðisofbeldi þá er það út af fyrir sig ekki deiluefni. Það ætti að vera ljóst að ef eitt barn hefur sætt nauðgunum í heimahúsum í kannski 15 ár þá er það alveg nóg.." - En er ekki varasamt áróðurslega séð að kalla úlfur, úlfur og eiga þá á hættu að enginn taki mark á því þegar hann er raunverulega á ferðinni? Sjáðu nú til. Konur sem standa að Stígamótum sem opnað var í gær, að Kvennaathvarfinu, Samtökum gegn sifja- spelli o.fl. hafa þurft að gera allt sjálfar. Þær hafa hrópað á hjálp árum og áratug- um saman án þess að nokkur hafi sinnt •þessum málum og þær hafi jafnvel verið gerðar hlægilegar. Það er eins og að milli karla sé eitthvert þegjandi samkomulag um að þessir hlutir séu ekki til, nema að þeim finnist athæfi af þessu tagi sé í lagi. Sá fjöldi kvenna sem þarf að leita í Kvennaathvarfið, til kvennaráðgjafar- innar og víðar sýnir og sannar að þörfin er fyrir hendi og að' mikið er um ofbeldi gegn konum og börnum og ég held að það sé engum til framdráttár að deila um hlutfallstölur," sagði Þórhildur Þor- leifsdóttir að lokum. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.