Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 14
Jón Sigurðsson Fæddur 28. júlí 1920 Dáinn 14. mars 1990 í dag verður lagður til hinstu hvíldar tengdafaðir minn Jón Sig- urðsson, Mávahlíð 2 í Reykjavík. Hann fæddist 28. júlí á Finnsstöðum í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði, þar sem foreldrar hans, Guðný Jónsdótt- ir, f. 1893 d. 1963, og Sigurður Stein- dórsson, f. 1884 d. 1957, voru þá til heimilis. Hann var þriðja bam þeirra hjóna, elst var Anna Björg, f. 1915 d. 1979, húsfreyja í Steinholti í Egils- staðahreppi, þá Magnús, f. 1917 d. 1983, lengst af bóndi í Stakkahlíð í Loðmundarfírði, næst eftir Jóni Ing- unn, f. 1923 d. 1985, húsffeyja í Fjallseli, Fellum, og eftir að fjöl- skyldan fluttist að Miðhúsum í Egils- staðahreppi fæddust yngstu systur hans, Guðný Sveinbjörg, f. 1930, bú- sett á Eskifírði, og Steindóra, f. 1932, búsett á Vopnafírði. Jón bjó með foreldrum sínum og systkinum á Miðhúsum til fúllorðins- ára og var reglusemi og vinnusemi Skúli Þorleifsson lést á sjúkrahúsi á Benidorm þann 10. mars sl. Skúli var fæddur á Þverlæk í Holtahreppi, Rangárvallasýslu, 2. júlí 1913, sonur Friðgerðar Friðfinnsdóttur frá Hvít- árholti f Holtahreppi og Þorleifs Ól- afssonar, bónda á Þverlæk. Skúli Þorleifsson glímukappi fór ungur að æfa glímu og tók miklu ást- fóstri við íslensku glimuna. Hann fór ungur að árum á Iþróttaskólann í Haukadal til Sigurðar Greipssonar og hlaut þar góða æfingu í glímunni. Skúli var glæsimenni að vallarsýn og hraustmenni mikið. Hann var í hærra meðallagi og samsvaraði sér vel, sterkur og liðugur i hreyfíngum og traustvekjandi. Skúli Þorleifsson var skemmti- legur og drengilegur glímumaður sem ánægjulegt var að glíma við. Hann mat glímuna mikils og skildi að hún væri jafnvægisíþrótt og að því leyti ffábrugðin öðrum fangbrögðum að ekki ætti að falla ofan á viðfangs- mann sinn þá bylta væri gerð. Hann vildi ekki að níðst væri eða bolast í glímunni. Skúli var kunnáttumaður í glímu, hvort heldur var til sóknar eða vamar. Hann fékkst nokkuð við glímukennslu á vegum Glímusam- bandsins. Skúli tók þátt í mörgum kapp- glímumótum og var þátttakandi í glímusýningum bæði innanlands og erlendis. Félagsskapur hans þótt hressilegur og skemmtilegur. Skúli Þorleifsson varð skjaldar- hafi Skarphéðins 1934 og skjaldar- hafi Ármanns varð hann 1937. Hann sigraði í Íslandsglímunni 1937 og varð þar með glímukappi íslands. I Islandsglímunni 1939 hlaut Skúli fegurðarglímuverðlaun og var annar að vinningum. Helstu úrslitaglímu- brögð Skúla vom klofbragð, snið- glíma á loffi og leggjarbragð. Á fjórða áratugnum varð Skúli samstarfsmaður Kaupfélags Ámes- inga á Selfossi og síðar bústjóri í Þor- lákshöfn um 18 ára skeið hjá sama fyrirtæki. Skúli kvæntist Önnu Benónýs- dóttur, ættaðri úr Laxárdal í Hrúta- firði. Þau eignuðust eina dóttur, Sig- riði, f. 2.3.1938, gift Agli Guðmari Vigfússyni ffá Seli í Ásahreppi og eiga þau 3 böm. Skúli og Anna slitu samvistum. Síðari kona Skúla var Pálína Kreis af þýskum ættum. Hún lést fyrir 11 ámm. þar í hávegum höfð. Hann dvaldi 2 vetur við nám í Alþýðuskólanum á Eiðum og átti þaðan margar góðar minningar sem honum var ljúft að rifja upp þegar tilefni gafst til. Jón vann lengst af við bifreiðaakstur, en fyrsti bíllinn sem hann eignaðist var vörubíll sem hann notaði meðal ann- ars við vegagerð. Síðan eftir að hann flutti til Reykjavíkur vann hann á sendibíl, en lengst af, eða yfir 30 ár, á Hreyfli. Jón hélt alla tíð tryggð við æskuslóðir sínar sem vom honum mjög hugleiknar. Hann hélt góðu sambandi við systkini sín sem öll bjuggu á Austurlandi. Venslafólk og vinir að austan vom tíðir aufúsugest- ir á heimili Jóns og Lilju og ófáar ferðir fóm þau austur. Árið 1949 kvæntist hann Lilju Mariu Petersen lækni, f. 1922, en þau höfðu kynnst fyrir austan er Lilja gegndi störfúm þar um nokkurt skeið. Þau stofnuðu heimili í Reykja- vík og bjuggu þar alla tíð, lengst af í Mávahlíð 2. Þau eignuðust fimm böm, Bimu, f. 1950, gifta Jóhanni Eftir að Skúli lét af störfúm í Þor- lákshöfn og fluttist til Reykjavíkur réðst hann verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en gerðist nokkmm ár- um síðar útgerðarmaður og fiskverk- andi og rak þá starfsemi fram á átt- ræðisaldur. Síðustu tvö árin bjó Skúli í sam- Rúnari Björgvinssyni, Sigurð, f. 1952, kvæntan Dagnýju Guðmunds- dóttur, Guðnýju, f. 1954, gifta Leó Geir Torfasyni, Hans Pétur, f. 1957, kvæntan Öldu Björk Sigurðardóttur, og yngst er Guðrún Margrét, f. 1963, en hennar maður er Hörður Ragnars- son. Bamabömin em orðin 14 talsins og fyrsta langafabamið fæddist á síð- asta ári. Jón var hreinskiptinn, laus við yfirborðsmennsku og hispurs- laus. Hann var örlátur og vinur vina sinna. Hann var fljótur til svara ef því var að skipta. Bamabömin hændust að afa sínum og ófáar ferðir vom famar í silungsveiði og hafði hann mikla ánægju af þeirri samvem. Hann var fastheldinn á venjur og em mér minnisstæðar stundimar sem við áttum í Mávahlíðinni á Þorláksmessu ár hvert er jólaijúpumar að austan vom reyttar. Jón hafði góða frásagn- argáfú og kunni ógrynni af vísum, gátum og sögum af sérstæðum mönnum og atvikum. Jón var mikill keppnismaður og lék knattspymu á yngri ámm austur á býli við Sigurborgu Ólafsdóttur og stóð heimili þeirra síðustu mánuðina á Grandavegi 47. Blessuð sé minning hans. Ég sendi Sigurborgu og Sigríði dóttur hans og fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Kjartan Bergmann Guðjónsson Héraði og með félögum sínum á Hreyfli fram yfir miðjan aldur. Einn- ig spilaði hann bridge sér til skemmt- unar, bæði með vinnufélögunum og þau hjónin. Hér skömðust okkar áhugamál og ófáar stundir var rætt um bridge og íþróttir. En minnis- stæðast er mér sumarið 1984 er Jón og Lilja dvöldu með fjölskyldu minni sumarlangt í Svíþjóð þar sem við höfðum leigt til nokkurra mánaða sumarhús á lítilli eyju í Skeijagarðin- um rétt norðan við Stokkhólm. Sum- arhúsinu fylgdi lítill bátur og dag hvem rerum við til fiskjar, með hand- færi og renndum fyrir þorsk. Við nut- um góða veðursins, ferskleikans og spennunnar við veiðamar. Miðuðum út veiðistaði og skynjuðum uppmna okkar. Jón var af þeirri kynslóð sem taldi nýtni góðan kost og allur afli var hirtur og verkaður. Þetta vom un- aðslegir dagar og minntist Jón þeirra með mikilli ánægju. Jón var í fullu starfi þar til hann fékk hjartaáfall 26. febrúar síðastlið- inn. Hann náði sér ekki og lést eftir stutta legu. Mig langar til að þakka Jóni árin sem við voram samferða og þær stundir sem böm mín fengu að njóta með afa sínum, sem ég veit að þau geyma vel í minningu sinni. Blessuð sé minning Jóns Sigurðs- sonar, honum er hér þökkuð vinátta og tryggð. Megi góður Guð styrkja þig, Lilja mín, í þinni sorg. Jóhann Rúnar Björgvinsson Mágur minn, Jón Sigurðsson, andaðist á Borgarsjúkrahúsinu þann 14. mars sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Hann var fæddur á Finnsstöðum í Eiðaþinghá 28. júlí 1920. Sonur hjónanna Sigurðar Steindórssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem þá bjuggu þar. Fluttu siðan í Miðhús í sömu sveit 1926 og bjuggu þar til ársins 1951 að þau hættu búskap. Við ólumst upp í Eiðaþinghánni og vomm því kunningjar frá ung- lingsámm og vomm mikið saman í starfi og leik. Þá vom aðrir tímar en nú, engin véltækni komin í landbún- aðinn. Þá unnu menn allt með hand- verkfæmm, og var það erfiðara en nú gerist. Nú er nærri allt unnið með vélum. Yfirleitt var þá ekki unnið á sunnudögum og við strákamir í Eiða- þinghánni vomm ólatir að koma saman í knattspymu á hveijum sunnudegi. Og náðum það góðum ár- angri að við unnum oftast nágranna- lið það sem keppt var við. Jón var mjög duglegur og góður knatt- spymumaður og seinna ágætur í leik- fimi eftir að hann var í Eiðaskóla. Hann ólst upp við venjuleg landbún- aðarstörf og var mjög duglegur og laginn við allt sem hann gerði. ' Hann fór í Eiðaskóla 1939 og lauk námi þaðan. Þá var Eiðaskóli al- þýðuskóli með tveggja vetra námi. Eftir skólavemna fór hann að vinna mikið að heiman, en var off heima við búskapinn ef á þurfti að halda. 1947 keypti hann vömbíl og stundaði mikið vegavinnu og aðra keyrslu sem til féll. En átti alltaf heima á Miðhúsum á þeim ámm. Þau vom sex Miðhúsasystkinin, íjórar systur og tveir bræður. Elst var Anna Björg, húsfreyja, Steinholti, fædd 11.01. 1915, dáin 10.09. 1979. Hún var gift undirrituð- um. Næstur var Magnús, bóndi í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, fluttist á Seyðisíjörð, fæddur 14.11. 1917, dáinn 17.04. 1983. Eftirlifandi kona hans er Ásta Stefánsdóttir frá Stakka- hlíð. Þriðji í röðinni var Jón. Þá Ing- unn, húsffeyja, Fjallseli, Fellum, fædd 13.05. 1923, dáin 25.04. 1985. Eftirlifandi maður hennar er Eiríkur Einarsson frá Fjallseli. Svo er Svein- björg húsfreyja, Kirkjustíg 8, Eski- firði. Maður hennar er Hallgrimur Einarsson skrifstofumaður frá Fjalls- eli. Hún er fædd 12.02. 1930, og yngst er Steindóra húsfreyja, Fagra- hjalla 4, Vopnafirði, fædd 13.03. 1932. Hennar maður er Sveinn Sig- urðsson útgerðarmaður. Jón kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Lilju Maríu Petersen lækni, 19. nóvember 1949 en þá starfaði hún sem aðstoðarlæknir við sjúkraskýlið á Egilsstöðum sem þá var nýlega tekið í notkun. Dvöldu þau á Miðhúsum sumarið 1950, en fluttu til Reykjavíkur um haustið. Hófú þau búskap í Skólastræti 3 og bjuggu þar í 10 ár en keyptu þá íbúð í Mávahlíð 2 og hafa búið þar síðan. Eignuðust þau fimm mannvænleg böm, sem öll em á lífi og hafa stofn- að sín eigin heimili. Elst er Bima læknir, næstur er Sigurður sölustjóri, Guðný bamfóstra, Þá Hans Pétur fJamkvæmdastjóri og yngst Guðrún kennari. Bamabömin era orðin 14. Jón átti sendiferðabíl fyrstu 14 ár- in en 1953 gerðist hann leigubílstjóri á bifreiðastöðinni Hreyfli og starfaði þar til æviloka. Auk þess starfaði hann mörg ár sem ökukennari og um tíma rak hann sölutum á Hlemm- torgi. Jón var heilsteyptur maður. Hann var ákveðinn í skoðunum og lét þær í ljós tæpitungulaust í umræðum. Hann var félagslyndur og tók virkan þátt í félagsstörftim í þeim félögum sem hann var í. Ég hef áður minnst á knattspymuna og íþróttir. Og hann var einnig mjög virkur í Samvirkjafé- lagi Eiðaþinghár, en svo heitir ung- mennafélagið sem enn er starfandi. Þá er mér kunnugt um að hann var mikið í félagsskap þeirra Hreyfils- manna, t.d. í bridgefélaginu og vann oft til verðlauna þar. Hann var gædd- ur miklum keppnisanda, vildi ekki láta hlut sinn fyrir öðmm, en ávallt drengilegur í keppni. Jón var alltaf Austfirðingur í anda þótt ámnum fjölgaði sem hann bjó i Reykjavík. Kom austur af og til, stundum bæði hjónin, Lilja og Jón. Ég held að honum hafi alltaf fundist hann vera kominn heim þegar hann kom á sínar æskuslóðir. „Römm er sú taug, sem rekka dregur foðurtúna tiL“ Ég og mín böm eigum þeim hjón- um, Lilju og Jóni, mikla skuld að gjalda, sem aldrei verður fullgoldin, fyrir alla þá vináttu og fyrirhöfh sem þau hafa látið okkur í té á umliðnum ámm. Við höfúm ævinlega verið vel- komin til þeirra í Mávahlíðina eins og við segjum okkar á milli. Það hefur verið okkar heimili í borginni, hvort sem um lengri eða skemmri tíma hefur verið að ræða. Jón var alltaf boðinn og búinn að aka okkur um borgina í ýmsum erindum og sýna manni sitt af hveiju, sækja á flugvöllinn og koma okkur þangað aftur þegar heim var snúið. Og það var séð fyrir því að engum leiddist á meðan dvalið var í Mávahlíðinni. Sama er að segja um böm þeirra hjóna. Þau hafa ævinlega sýnt mér vináttu og hlýju og gert mér greiða ef um það hefúr verið að ræða. Fyrir þetta allt vil ég, með þessum fátæk- legu línum, þakka þér Lilja og þínum bömum. Nú er orðið of seint að þakka honum persónulega, en ég geri það í anda og tilbeiðslu. Ég votta ykkur innilega samúð mína og bið Guð að styrkja ykkur og styðja í sorg og söknuði. Öll getum við þakkað fyrir minninguna um góðan og kæran vin. Blessuð sé minning hans. Ingvar Friðriksson Steinholti Skúli Þorleifsson Glímukappi íslands 1937

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.