Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 16
 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FUJTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS TÍMANS 687691 ;tloiB"-Asr0 ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Tíniiiin FÖSTUDAGUR 22. MARS 1990 Eyjaskeggjar og bændur í Eyjafiröi í sama áhættuflokki og ökumenn á Akureyri og Reykjavík, vegna ábyrgðatryggingar bifreiða: Eru ökumenn í Grímsey og Hrísey sérlega varasamir? Eyfirðingar, að undanskildum Ólafsfirðingum og Siglfirðing- um, ásamt íbúum á höfuðborgarsvæðinu eru í hæsta áhættuflokki hvað iðgjöld af bifreiðatryggingum varðar. Ef miðað er við miðlungsfólksbíl og 50% bónus, greiða íbúar þessara svæða sem svarar 33.740 kr. í trygginar miðað við daginn í dag á meðan íbúar annara svæða greiða 23.834 kr. fýrir sömu tryggingu. Það skýtur nokkuð skökku við að bændur á Eyjafjarðarsvæðinu og íbúar Grímseyjar og Hríseyjar skuli vera í hærri áhættuflokknum, á meðan íbúar flestra kaupstaða landsins eru í þeim lægri. Sam- kvæmt upplýsingum Birgis Styr- missonar hjá Sjóvá- Almennum á Akureyri eru nú tveir áhættuflokk- ar á fólksbílum, og ræðst ákvörðun um áhættuflokk af tjónatíðni við- komandi svæðis. Þegar Akureyri var hækkuð um flokk vegna auk- innar tjónatíðni í mars 1987, fylgdu nágrannasveitarfélögin með þar sem um sama lögsagnarumdæmi er að ræða og bifreiðar allra þessara aðila á A-númerum. Með tilkomu fastnúmerakerfisins ættu aðstæður hins vegar að vera breyttar, þannig að bændur og eyja- skeggjar á Eyjafjarðarsvæðinu fái leiðréttingu og greiði sömu iðgjöld og starfsbræður þeirra annars stað- ar á landinu. Dalvíkingar eru einn- ig óhressir með að vera í hærri áhættuflokknum, meðan nágrannar þeirra, Ólafsfirðingar og Siglfirð- ingar eru í þeim lægri. Bifreiðar Grímseyinga, sem geymdar eru í landi eða fluttar milli lands og eyjar eru á hærra áhættu- svæðinu, en að sögn Þorláks Sig- urðssonar oddvita í Grímsey buðu tryggingafélögin eyjaskeggjum tryggingar á áhættusvæði tvö fyrir þá bíla sem alfarið eru geymdir í eynni. Sú breyting var gerð síðast- liðið haust. Samstarfsneftid biffeiðatryggingafélaganna er með málefni Hríseyinga til umfjöllunn- ar, en aðrir Eyfirðingar eru ekki inní þeirri mynd. Ekki reyndist unnt að fá tölur um tjónvalda á þessum stöðum hjá Tryggingafélögunum. Samkvæmt heimildum Tímans er hugsanlegt að núverandi fyrirkomulag Trygg- ingarfélaganna verði stokkað upp, þótt ekki hafi verið tekin bein af- staða ennþá. Annars vegar er rætt um að gera allt landið að einu áhættusvæði, og hins vegar að fara eftir einhverju öðru en lögsagnar- umdæmum þegar áhættusvæði eru ákveðin, t.d. póstnúmerum. Ljóst er að breytinga er ekki að vænta strax. Talsmenn tryggingafé- laganna sem Tíminn ræddi við vildu sem minnst um málið segja. Sögðu að málið væri í athugun og væri mjög viðkvæmt og erfitt við- ureignar. hiá-akureyri Harkalegar aðfarir utanríkisráðherra varðandi útboð á sölu á olíu og bensíni á Keflavíkurflugvelli: Jón Baldvin hótaði úti- lokun á Olíufélagið h.f. Álverið í Straumsvík: Samþykktu verkfall Starfsmenn álversins í Straumsvík sem eru innan vébanda verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfirði sam- þykktu síðdegis í gær að veita trúnað- armannaráði heimild til verkfallsboðunar starfsmanna. Trún- aðarmannaráð kom saman til fundar í gærkvöldi til að taka ákvörðun um verkfallsboðun. Búist var við að boð- áð yrði til verkfalls í dag, með lög- bundnum fyrirvara og kemur verk- fallið þá til framkvæmda 31. mars nk. ef ekki semst áður. - ABÓ „Olíufélaginu h.f. hefur verið hótað því að það verði útilokað frá því að bjóða í afgreiðslu á olíu og bensíni á Keflavíkurflugvelli og svo virðist sem þvinga eigi okkur til að afhenda öðrum okkar aðstöðu og eignir þar syðra," sagði Vilhjálmur Jónsson for- stjóri Olíufélagsins h.f. í gær. Vilhjálmur sagði Tímanum að hann hefði verið kallaður á fund vamar- máladeildar utanríkisráðuneytisins fyrir nokkm. Þar heföi því verið lýst yfir við hann að Olíufélagið væri bú- ið að byggja upp svo góða aðstöðu með starfsfólki á Keflavíkurflugvelli að enginn væri í raun samkeppnisfær eða gæti boðið betri kjör á bensín- og olíuafgreiðslunni. Þó hefði verið ákveðið að bjóða þetta starf út og því væri það krafa ut- anríkisráðherra að Olíufélagið skuld- byndi sig fyrirfram til þess að leigja aðstöðu sína þeim aðila sem kynni að fá afgreiðslusamninginn fyrir ákveðna upphæð; 300 þúsund BNA- dali á ári. Vildi Olíufélagið ekki skuldbinda sig með þessum hætti yrði það útilokað frá því að bjóða í afgreiðsluna á Vellinum. Vilhjálmur sagði að þótt aðrir en 01- íufélagið fengju afgreiðslusamning- inn við Bandaríkjamenn þá gæti það ekki séð af aðstöðu sinni þama suður frá. Félagið væri samningsbundið öðmm NATO þjóðum en Bandaríkja- mönnum um að afgreiða þeirra flug- vélar sem til Keflavíkur kæmu. „Við ætlum okkur þvi að hafa aðstöðu þama til þess að standa við þá samn- inga sem við erum búnir að gera við þá sem hingað koma. Vilhjálmur sagði það alrangt að Olíufélagið hefði einhvem einkarétt eða einokun sem utanríkisráðuneytið væri að af- nema. Hann sagði að meðan olíusala fór fram til vamarliðsins hefði hún verið boðin út árlega og öll olíufélög- in þá hreppt einstaka þætti hennar á víxl. Jafnframt hefði bandarískur að- ili eftir eitt þessara útboða annast af- greiðslu þotueldsneytis í eitt ár. Síðan 1976 hefði vamarliðið hætt að bjóða út kaup á eldsneyti en hafið að flytja það inn sjálft. Eftir það hefði verið um gæslu og afgreiðslustarf að ræða og jafnframt hefði áhugi inn- lendra og erlendra olíufélaga minnk- að. „Vamarmáladeild heldur því fram nú að árið 1985 hefði verið ákveðið að senda aðeins einum aðila; Olíufé- laginu h.f. útboð í afgreiðsluna. Ég hef hins vegar aldrei heyrt á slíkt minnst fyrr en í dag og finnst það raunar harla ótrúlegt. Út af fyrir sig hljóta verkbeiðendur þó að ráða því hverjum þeir senda útboð sín. Hafi Bandaríkjamenn komist að þeirri niðurstöðu að þeir geti ekki fengið betri þjónustu hjá öðmm en okkur þá hlýtur þeim að vera það frjálst. Ég vil hins vegar undirstrika að ég hef ekki heyrt um þetta fyrr en í dag,“ sagði hann. Vilhjálmur sagði að síðasta útboðið hefði verið árið 1985 og síðan gerður samningur við Olíufélagið sem tók gildi 1. apríl 1986 sem síðan hefur verið ffamlengt af Bandaríkjastjóm þrisvar sinnum og hefur því verið í gildi í fjögur ár um næstu mánaða- mót er hann rennur út. —sá Nokkuð er um liðið síðan komið var með þennan golþorsk að landi á Höfn, en hann vó 48 kg. Það var Naustavík EA151 sem kom með skepnuna að landi, en hún var 150 sm að lengd og um 50 sm þar sem hún var breiðust. Það er Ævar Guðmundsson gæðastjóri í Fiskiðjuveri KASK sem hér heldur á gol- þorsknum. Tímatnynd Sverrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.